Morgunblaðið - 11.04.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Fjárdrátt-
ur á bótum
bættur
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt Sjóvá-Almennar hf. til að
greiða manni 992 þúsund krónur
með vöxtum frá 1985, samtals um
2,5 milljónir króna í skaðabætur.
Tryggingafélagið hafði áður greitt
bætur vegna tjóns mannsins til lög-
manns á hans vegum en sá hafði
dregið sjálfum sér stærstan hluta
bótanna. Dómurinn byggist á því
að umboð lögmannsins hafí einung-
is náð til þess að flytja skaðabóta-
málið fyrir dómi en ekki til þess
að taka við greiðslu bóta.
Fékk aðeins 1 milljón
Um var að ræða skaðabætur sem
manninum voru dæmdar vegna ör-
orkutjóns með dómi sem Hæstirétt-
ur kvað upp í maí 1991. Með vöxt-
um námu bætumar 3,6 milljónum
króna og þá upphæð greiddi trygg-
ingafélagið til lögmannsins sem
flutt hafði málið fyrir manninn.
Lögmaðurinn afhenti skjólstæðingi
sinum 1 milljón króna, en dró sér
afganginn. Lögmaðurinn varð
gjaldþrota og hefur verið dæmdur
til refsingar og sviptur réttindum
fyrir fjárdráttinn og brot gegn fleiri
skjólstæðingum.
Maðurinn fékk hluta tjóns sins
bættan úr Ábyrgðarsjóði lögmanna
en Sjóvá-Almennar höfnuðu kröfu
hans um uppgjör samkvæmt dómin-
um þar sem lögmaðunnn hafí ekki
haft umboð til að taka við greiðslu.
í dómi Auðar Þorbergsdóttur hér-
aðsdómara segir að umboð lög-
mannsins hafí takmarkast við flutn-
ing máls fyrir dómi. Ákvæði 4. grein-
ar laga um málflutningsmenn hafí
ekki veitt lögmanninum heimild til
að taka við greiðslu tildæmdra fjár-
hæða og ekkert sé fram komið um
að tjónþolinn hafí veitt lögmanninum
sérstakt umboð til þess. Greiðsla
tryggingafélagsins til lögmannsins
hafí því verið á eigin áhættu þess.
Bjargað eftir boð frá neyðarsendi
BJORGUNARSVEITIR björguðu
síðdegis í gær manni sem verið
hafði á gangi yfir hálendi íslands
í tæpar þrjár vikur og sendi í
gærmorgun frá sér hjálparbeiðni
með neyðarsendi.
Neyðarsendingar mannsins
voru miðaðar út með gervihnetti
og kom í ljós að hann var stadd-
ur í Álftakrók austan Torfajök-
uls og vestan Fjallabaksleiðar.
Björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins í Vík, Kirkjubæjar-
klaustri, Álftaveri og Skaftár-
tungum voru kallaðar út og lögðu
34 menn frá þeim af staðtil leit-
ar um Pjallabaksleið og Álfta-
versafrétt. Færi var erfitt vegna
vatnselgs og leysinga.
Að auki var þyrla Landhelgis-
gæslunnar send áleiðis til leitar
en þoka og skýjafar hömluðu leit
úr lofti. Björgunarsveitir komu í
Álftavatnskrók um klukkan 16
og fundu þá manninn, Jósef
Hólmjárn, heilan á húfi. Farið
var með hann áieiðis til Víkur.
Jósef, sem er þaulvanur fjalla-
maður, sagði að hann hefði lagt
af stað úr Skagafirði á göngu-
skíðum áieiðis suður yfir hálend-
ið 23. mars síðastliðinn. „Fyrstu
180 km leiðarinnar var mjög
gott færi og veður. En síðan kom
páskahretið með miklum
lausasnjó á erfiðasta kafla leið-
arinnar, frá nyrðri Fjallabaks-
leið til syðri Fjallabaksleiðar.
Það versnaði svo heldur í því
þegar það gerði asahláku. Það
var stanslaus suðvestanstormur
með úrhellisrigningu í tvo sólar-
hringa. Allur búnaður var orð-
inn gegnblautur og erfitt að
draga snjóþotuna í krapanum,"
sagði Jósef.
„í morgun [gærmorgun] var
sama veðurspá, suðaustan stinn-
ingskaldi og rigning, og ég sá
fram á að miðað við færið yrði
ég þijá daga á leið til byggða
og ég var orðinn kvefaður. Ég
var því í vafa um hvort það
væri heilsunni bjóðandi að
standa í þessu. Eg var með tæki
svo hægt væri að fylgjast með
ferðum mínum og gat líka Iátið
vita ef aðstoðar væri þörf. Ég
ákvað að skynsamlegra væri að
kalla á aðstoð,“ sagði Jósef.
Jósef vildi koma á framfæri
þakklæti til björgunarsveitar-
manna fyrir þeirra framlag.
Skeljungur hf. leigir olíuskip
Þjónar úthafsflota
SKEUUNGUR hf. hefur tekið á
leigu erlent olíuflutningaskip til að
þjónusta flota íslenskra úthafs-
veiðiskipa sem stunda veiðar utan
íslensku lögsögunnar.
Skipið, sem er leigt í Danmörku,
tekur 4.000 tonn af eldsneyti og
mun það bjóða tvær tegundir elds-
neytis, auk smurolíu. Skipið er leigt
til reynslu í þrjá mánuði.
Leiguskip Skeljungs hf. lestar í
Rotterdam um 20. apríl en heldur
þá á Reykjaneshrygg þar sem íjöldi
íslenskra og erlendra skipa er nú
að karfaveiðum. Frá Reykjanes-
hrygg liggur leiðin á Flæmska
hattinn til móts við rækjuveiðiflot-
ann. Rágðert er að hver ferð skips-
ins taki 3-4 vikur. í fyrstu ferð
verður seld gasolía auk smurolíu
en í síðari ferðum verður einnig
boðið upp á svartolíu. Birgðir verða
sóttar til íslands og jafnframt boð-
ið upp á flutning á varahlutum til
viðskiptavina Skeljungs á úthafs-
veiðum.
Morgunblaðið/RAX
Tröllkonan dregin til
FRAMKVÆMDIR hófust í gær í
garðinum við Ásmundarsafn.
Gunnar B. Kvaran, forstöðumað-
ur Ásmundarsafns, segir að gerð-
ur verði göngustígur sem liggi frá
safninu að húsi Islenskra sjávar-
afurða og baklóðin verði lagfærð.
Höggmyndir Ásmundar Jóns-
sonar voru færðar til með stór-
virkum vinnuvélum í gær en þetta
er í fyrsta sinn sem hreyft er við
þeim frá því Ásmundur setti þær
niður í garðinn.
Tröllkonuna þurfti að flytja um
set og héldu menn að styttan
vægi á milli 4 til 6 tonn en í Ijós
kom að hún vegur yfir tíu tonn. •
Þrátt fyrir að stórum vélum væri
beitt tókst ekki að lyfta högg-
myndinni og var hún dregin til.
Skipt verður um jarðveg í garð-
inum, gerðir göngustígar og
plantað trjám og runnum. Fyrsta
áfanga verksins á að vera lokið í
bytjun sumars, þ.e. vestari hluta
garðsins. Kolbrún Oddsdóttir
landslagsarkitekt hannaði garð-
inn. Kostnaður vegna fyrsta
áfanga er fimm milljónir kr. en
heildarkostnaður um 20 milljónir
króna. Starfinu lýkur á næstu
tveimur árum.
Frosti hf. í Súðavík
Kaupir
eignarhalds-
félagið
Ragnarborg
ísafirði. Morgunblaðið.
FROSTI HF. í Súðavík hefur fest
kaup á öllum hlutabréfum í eignar-
haldsfélaginu Ragnarborg hf. á
Fáskrúðsfirði. Það fyrirtæki átti
allar fasteignir og hluta tækjabún-
aðar sem fyrirtækið Goðaborg hf.
á staðnum hafði til umráða en
sömu eigendur eru að báðum fyrir-
tækjunum.
Að sögn Ingimars Halldórsson-
ar, framkvæmdastjóra Frosta, er
tilgangurinn með kaupunum sá að
hefja rekstur á staðnum sem og
að hagræða vinnslu á álagstímum.
„Því er ekki að leyna að við
höfum áhuga á að komast inn í
vinnslu á þeim uppsjávarfíski sem
þarna er til staðar, þ.e. loðnu og
síld. Við erum búnir að gera mikl-
ar breytingar á skipaflotanum og
getum með kaupunum nýtt skipin
og aðstöðuna fyrir austan til þess
að frysta á álagspunktum en þess
á milli verður þar hefðbundin
vinnsla," sagði Ingimar.
Ingimar var ófáanlegur til að
gefa upp kaupverð hlutabréfanna
en sagði að þeir hjá Frosta myndu
nú setjast niður og skipuleggja
framtíðina.
„Við vonumst til að ná góðri
samvinnu við heimamenn. Þetta
er sú vinnsla sem við höfum ekki
getað nýtt okkur heima og því
erum við einungis að útvíkka starf-
semina," sagði Ingimar.
Utgáfu sérstaks
dagskrárblaðs hætt
VIKULEG útgáfa Morgunblaðs-
ins á dagskrá sjónvarps- og út-
varpsstöðva fellur niður frá deg-
inum í dag að telja. Útgáfa sér-
staks dagskrárblaðs með viku-
legu yfirliti um efni Ijósvakamiðla
var hafin á sínum tíma til þess
fyrst og fremst að þjóna þeim
lesendum Morgunblaðsins á
landsbyggðinni, sem fengu blaðið
ekki í hendur fyrr en 2-3 dögum
eftir útgáfudag vegna sam-
gönguerfiðleika.
Gjörbreyttar og betri sam-
göngur um land allt hafa leitt til
þess, að langflestir kaupendur
Morgunblaðsins fá blaðið sam-
dægurs, ef veður hamlar ekki
dreifíngu. Þess vegna eru ekki
sömu rök og áður fyrir vikulegri
útgáfu með dagskrá ljósvaka-
miðla.
Á vegum Morgunblaðsins hef-
ur farið fram könnun á því,
hvernig fólk notar dagskrárkynn-
ingar í dagblöðum, vikublöðum,
sérblöðum og ljósvakamiðlunum
sjálfum. Niðurstaða þeirrar könn-
unar er sú, að langflestir nota
hina daglegu dagskrárkynningu
í Morgunblaðinu og mun færri
aðra miðla.
Af þessum sökum verður viku-
leg útgáfa-með dagskrá ljósvaka-
miðla felld niður að öðru Ieyti en
því, að hún mun birtast um stór-
hátíðir. Jafnframt verður á næst-
unni aukin dagleg umfjöllun hér
í blaðinu um efni ljósvakamiðla,
kvikmyndir, myndbönd o.fl.
FISKVINNSLUFYRIRTÆKIÐ
Goðaborg hf. á Fáskrúðsfirði var
úrskurðað gjaldþrota hjá Héraðs-
dómi Austurlands að kröfu íslands-
banka sl. þriðjudag. Um 40 manns
störfuðu að staðaldri hjá fyrirtæk-
inu. Samdægurs var gengið frá
kaupum Frosta hf. í Súðavík á
hlutabréfum í eignarhaldsfélaginu
Ragnarborg hf. á Fáskrúðsfírði en
það fyrirtæki átti allar fasteignir
og hluta tækjabúnaðar sem Goða-
borg hafði til umráða og voru sömu
eigendur að báðum fyrirtækjunum.
Hyggst Frosti hefja fískvinnslu í
húsnæðinu.
Heildarskuldir Goðaborgar nema
um 100 millj. króna að sögn Einars
Víglundssonar framkvæmdastjóra.
„Það er 33 milljóna króna skuld við
íslandsbanka en við teljum að það
séu alveg fullar tryggingar á bak
við hana,“ segir Einar sem gagn-
rýnir bankann harðlega fyrir hversu
hart hann hafi fylgt kröfunni um
gjaldþrotaskipti eftir.
Einar segir að rekja megi ástæð-
ur erfiðleikana til kaupa á tveimur
skipum frá Vestmannaeyjum á sín-
um tíma, Bergvík og Sigurvík, sem
hafí verið alltof skuldsett. Annað
skipið var sett í úreldingu en hitt
var selt. Hann segir að unnið hafi
verið hörðum höndum að því að fá
nýja aðila inn í reksturinn en bank-
inn ekki ljáð máls á að veita frest
þegar ósk þess efnis var lögð fram
í héraðsdómi 27. mars sl.
„Seinustu viku höfum við verið
á fullri ferð að vinna að því að fá
sterkari aðila inn í þetta með okk-
ur. Það var kannað ítarlega al
ákveðnum aðilum en bankinn gaí
mönnum ekki færi á því að fresta
gjaldþrotabeiðninni til að gefa
mönnum kost á því að skoða þae
mál í botn,“ segir Einar.
Búðahreppur en annar stærst:
kröfuhafmn í þrotabúið en heildar-
fyrirgreiðsla hreppsins við fyrirtæk-
ið narn 33-35 milljónum króna
formi ábyrgða og lána.
Búðahreppur endurlánaði Goða
b°rg fyrr í vetur 19 milljónir kr
vegna erfiðleika fyrirtækisins
Steinþór Pétursson sveitarstjór
Búðahrepps segir gjaldþrotið áfal
fynr atvinnulífið á staðnum. 35-4C
manns séu nú á atvinnuleysisskrá í
Fáskrúðsfirði.
Framkvæmdastjóri Goðaborgar um gjaldþrot fyrirtækisins
Bankinn gaf engan frest