Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 1
IÐNADUR íslenskt franskt á far- aldsfæti/4 DflNMORK Svíar i sókn á bygg- ingamarkaönum/6 ________TORGID Vaxandi samkeppni í flugi/8 SKtfgllllHblMfr vmsHPn/AiviNNUijr PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 11. APRIL 1996 BLAÐ B Jafnrétti Eimskipafélag íslands auglýsti ný- lega eftir kerfisfræðingi í notenda- þjónustu. Var sérstaklega tekið fram að fyrirtækið legði áherslu á að auka hlut kvenna í ábyrgðarstöð- um og þar með stuðla að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumark- aði. I Voginni, fréttabréfi Jafnrétt- isráðs, er lýst yfir sérstakri ánægju með þetta framtak og sagt að óskandi væri að fleiri fyrirtæki fylgdu í kjölfarið. Ríkisbréf, I útboði Lánasýslu rikisins á rík- isbréfum í gær bárust 10 tilboð, alls að fjárhæð 680 milljónir króna, í óverðtryggð bréf til 3ja ára en engum þeirra var tekið. Hins vegar var tekið 6 tilboðum að fjárhæð 110 miUjónir króna í fimm ára ríkisbréf og var meðal- ávöxtun tekinna tilboða 9,47%. Þetta er 0,46% lækkun fra síðasta útboði á ríkisbréfum. Samnet Samnetssýningu Pósts og síma, Fjarskipti til framtíðar, sem stend- ur yfir að Scandic Hótel Loftleið- um, lýkur í dag. Fjölmörg fyrir- tæki á fjarskiptamarkaði kynna vörur sinar og þjónustu á sýning- unni. Sýningin verður opin frá kl 10-17 og er aðgangur ókeypis. SÖLUGENGIDOLLARS ISLENSKUR HLUTABRÉFA- MARKAÐUR 1989-96 Frummarkaður Velta í milljörðum kr. Almenn útboð fyrirtækja Hlutabréfasjóðir Einkayæðing 5 ma. kr. 4 Hlutabréf skráð á Verðbréfaþingi íslands Skörp vaxta- lækkun á verð- bréfamarkaði SEÐLABANKINN lækkaði í gær ávöxtum af ríkisvíxlum sem bankinn á viðskipti með á Verðbréfaþingi um 0,75%. Hliðstæð lækkun varð einnig á ávöxtun í tilboðum bankans á þá tvo flokka ríkisbréfa sem eru á gjald- daga á þessu ári og bankinn er við- skiptavaki fyrir. Þessi lækkun hafði víðtæk áhrif á verðbréfamarkaði í gær og voru viðskipti með líflegra móti. Bankarnir munu þó halda að sér höndum enn um sinn. Að sögn Birgis ísleifs Gunnarsson- ar, Seðlabankastjóra, er hér um óvenju skarpa lækkun að ræða hjá bankanum sem á rætur sínar að rekja til þróunar á gjaldeyris- og peningamörkuðum að undanförnu og birtist m.a. í bættri gjaldeyrisstöðu bankans og lækkun á markaðsverðbréfaeign hans. Gjaldeyrisstaða Seðlabankans nettó styrktist um 3,6 milljarða króna í mars og hefur hún þá styrkst um 7,5 milljarða frá áramótum. Birgir segir þetta mikla gjaldeyrisinnstreymi annars vegar stafa af mikilli gjald- eyrisöflun útflutningsgreina en einnig hafi erlendar lántökurfyrirtækja greinilega aukist. Hann segir að bankinn hafi beðið færis á vaxtalækk- un í ljósi þess hve vaxtamunur milli Islands og nágrannalandanna hafí verið orðinn mikill. Munurinn sé þó enn talsverður þar sem skammtíma- vextir hafi einnig verið á niðurleið erlendis. Engar lækkanir hjá bönkunum Viðskiptabankarnir munu ekki lækka vexti sína í dag. Valur Vals- son, bankastjóri íslandsbanka, segir að þar muni menn bíða átekta og sjá hvaða áhrif þessi vaxtalækkun Seðla- banka hafí á aðra skammtímavexti áður en ákvörðun verði tekin. Brynj- ólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri hjá Landsbankanum, tekur í sama streng og segir að þessi mál verði skoðuð vandlega þar næstu daga. Vextir banka og sparisjóða hafa verið nær óbreyttir frá því að íslands- banki og Landsbankinn lækkuðu vexti sína í febrúar sl. Útlánsvextir eru nú lægstir hjá íslandsbanka, en kjörvextir bankans á almennum víx- illánum eru 8,7% og 8,6% á almenn- um skuldabréfalánum, 0,75% lægri heldur en kjörvextir á sömu lánum hjá Búnaðarbanka. Sparisjóðirnir eru lítillega fyrir neðan Búnaðarbankann en vextir Landsbankans eru 0,3% hærri en hjá íslandsbanka. Langtímavextir lækka einnig Langtímavextir tóku dýfu niður á við í gær í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabankans. Raunar ber viðmæ- lendum blaðsins á verðbréfamarkaði saman um að ýmis teikn hafi verið á lofti um vaxtalækkun á langtíma- verðbréfum fyrir lækkun bankans. M.a. er bent á hversu greiðlega út- boð húsnæðisbréfa gekk, en þar seld- ust bréf að andvirði 1.650 milljónir króna á aðeins 4 dögum. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði umtalsvert í gær og var undir lokun 5,6% hjá Skandia, eftir að hafa verið 5,72% við opnun í gærmorgun. Vext- ir 20 ára spariskírteina á eftirmark- aði lækkuðu einnig, fóru úr 5,63% í 5,54%. Heildarviðskipti dagsins voru um 895 milljónir króna. Viðmælendur blaðsins sögðu að vænta mætti nokk- urra hræringa á næstu dögum og enn væri svigrúm fyrir frekari lækkanir. • .LANDSBRÉFHF. 7TrVW*v - -^t^H- ÁÍ4i^ W*í^ Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþing ______Til fyrirtakja og rekstraraðila:_____1 til 25 áva • Vextir 6,75% til 8,25% • Hagkvæm endurfjármögnun styttri og óhagkvæmari lána • Lægri fjármagnskostnaður • Lægri greiðslubyrði áhvílandi lána • Auðveldari fjármögnun nýrra fjárfestinga • Betri veltufjárstaða Lán eru veitt gegn fasteignaveði á höfuðborgarsvæðinu. Veðsetningarhlutfall skal ekki fara yfir 55% af söluverði eignar. 1 i ísiands. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum í öllum útibúum Landsbanka íslands. SUÐURIANDSBRAUT 108 REYKJAVIK B R E F A S 8 5 9 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.