Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ___________________VIÐSKIPTI Moody’s endurskoðar lánshæfismat Islands Gömlu Álafosshúsin í Mosfellsbæ Nýtt iðnaðar- hverfi myndast VÍSIR að iðnaðarhverfi er nú að myndast við Álafossveg í Mos- fellsbæ en Framkvæmdasjóður hefur nú selt nær allar húseignir ■sínar þar til iðnfyrirtækja. Um er að ræða Alafosshúsin gömlu sem sjóðurinn eignaðist við gjaldþrot Alafoss 1991. Gömlu Álafosshúsin eru sam- tals rúmir _tíu þúsund fermetrar að stærð. ístex hf. hefur keypt um fimm þúsund fermetra og leig- ir auk þess 1.500 fm til viðbótar af Framkvæmdasjóði undir starf- semi sína og er það eini hluti hús- anna sem enn er óseldur. Nú hef- ur Reykjagarður hf., framleiðandi Holtakjúklings, keypt 1.300 fer- metra í húsunum og stefnir að því að flytja skrifstofuhald, birgða- geymslur og dreifingarstöð þang- að í sumar að sögn Bjama Ás- geirs Jónssonar, framkvæmda- stjóra Reykjagarðs. Þá hafa Hjálmtýr Guðmundsson, jarð- vinnuverktaki, Jónas Björnsson, rafverktaki, Sveinn Guðmunds- son, byggingaverktaki og Borgar- blikksmiðjan ehf. keypt samtals 1.500 fm. í húsunum að sögn Ein- ars Pálssonar hjá Framkvæmda- sjóði. Eru fyrirtækin í óða önn að koma sér fyrir og standa yfir mikl- ar framkvæmdir vegna þess. Flugfélagið Atlanta hefur leigt hluta húsnæðisins undir geymslur síðustu árin en mun flytja úr því á næstu vikum að sögn Einars. Plastprentsbréf- in seldust upp á fyrsta degi Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil umskipti í rekstri Stálsmiðjunnar hf. Um 18 milljóna kr. hagnaður af reglulegri starfsemi BANDARÍSKA matsfyrirtækið Moody’s Investor Service tilkynnti í New York í gær að það hefði ákveðið að endurskoða lánshæfis- einkunnina sem það hefur veitt ís- landi með hugsanlega hækkun fyrir augum. I tilkynningu Moody’s segir að ísienskt efnahagslíf hafi á undan- förnum fimm árum tekið umskipt- um til hins betra. Efnahagslífið ein- kennist nú af lágri verðbólgu, auk- inni markaðsstarfsemi í efnahags- lífinu, stöðugu raungengi og auk- inni breidd í helstu atvinnugreinum. Þessar breytingar hvíli á eiginleik- um í efnahagslífinu sem þegar séu fyrir hendi eins og góðum og jöfnum lífskjörum, langvarandi stjórnmála- legum stöðugleika, ríkulegum nátt- HLUTABRÉF Plastprents hf. seld- ust upp í útboði félagsins strax á fyrsta degi í gær. Boðin voru út bréf að nafnvirði 29,2 milljónir króna á genginu 3,25 þannig að söiuand- virði þeirra var alls um 95 milljónir. í útboðinu voru 20 miiljónir að nafnvirði seldar þannig að hveijum aðila var heimilt að kaupa bréf að hámarki að nafnvirði 1 milljón, en 9,2 milljónir voru seldar þannig að sala til hvers aðila var að hámarki 40 þúsund krónur að nafnvirði. Með þessu var ætlunin að tryggja það að hluthafar yrðu a.m.k. 200 talsins eftir útboðið þannig að unnt verði að sækja um skráningu félagsins á Verðbréfaþingi íslands. Nú ættu að hafa bæst við 250 hluthafar í hópinn hjá fyrirtækinu. Að sögn Jóhanns Ivarssonar, for- stöðumanns hjá Kaupþingi, seldist upp sá hluti útboðsins sem ætlaður var stofnanafjárfestum strax að loknum kynningarfundi hjá fyrir- tækinu í gær. Smærri pantanir bár- ust jafnt og þétt yfir daginn og sá hluti útboðsins seldist einnig upp skömmu fyrir lokun. „Þetta er tals- vert betri árangur en við bjuggumst við. Það vinnur með Plastprenti að fyrirtækið er fyrst til að ráðast í hlutafjárútboð á þessu ári fyrir utan úruauðlindum, styrkum innviðum og góðri menntun þjóðarinnar. Mo- ody’s bendir á að þjóðarbúskapur- inn hafi styrkst um leið og sjávarút- vegi hafi tekist að sigrast á miklum erfiðleikum. Endurskoðun Moody’s á lánshæf- iseinkunninni mun einkum beinast að stefnu stjórnvalda við að eyða halla hins opinbera sem og öðrum þáttum efnahagsstefnunnar sem bætt geta skilyrði þjóðarinnar til að standast hugsanleg efnahagsá- föll í framtíðinni. „Þessi ákvörðun Moody’s er í takt við það sem hefur verið að gerast að undanförnu og þá já- kvæðu þróun í efnahagsmálum sem er lýst í fréttatilkynningunni,“ sagði Ólafur ísleifsson, framkvæmda- Þormóð ramma. Jafnframt er þetta fyrsta félagið á árinu sem leitar á markaðinn í fyrsta sinn. Þetta er góðs viti fyrir fyrirtæki sem eru að velta því fyrir sér að fara á hluta- bréfamarkað. Önnur féiög á hluta- bréfamarkaði hafa verið að afla sér heimilda til að bjóða út hlutafé þann- ig að útgefnar og væntanlegar heim- ildir eru komnar yfir 3 milljarða að áætluðu markaðsvirði." Við mat á hlutabréfum Plast- prents er haft til hliðsjónar að félag- ið nýtti sér til fulls uppsafnað skatta- legt tap á síðasta ári, en þá nam heildarhagnaður 119 milljónum. Fé- lagið mun hins vegar greiða tekju- skatt á þessu ári og er hagnaður áætlaður um 72 milljónir. Fjárfestar horfa því fremur á kennitölur sem byggjast á áætlun fyrir yfirstand- andi ár og hlutafé eftir hlutafjárút- boðið. Samkvæmt þeim er áætlað V/H hlutfail í árslok 1996, (mark- aðsverð hlutabréfa í hlutfalli við hagnað) 9,1 og Q-hlutfall (eigið fé/hlutafé) 1,6. Verð bréfanna þykir hagstætt þegar litið er til V/H hlut- falls fyrir sambærileg fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Þannig er þetta hiutfall 14,9 fyrir Hampiðjuna og 15,9 fyrir Sæplast. Samsvarandi Q-hlutföll eru 1,8 og 1,5. stjóri alþjóðasviðs Seðlabankans. „Einnig rímar hún vel við nýlega ákvörðun Standard & Poors um að hækka lánshæfiseinkunnina sem það fyrirtæki veitir ísiandi. Þetta eru ánægjuleg tíðindi en þess ber auðvitað að gæta að hér er um að ræða ákvörðun um endurskoðun með hugsanlega hækkun fyrir aug- um en ekki endanlega ákvörðun um nýja einkunn.“ Ólafur sagði að þessi ákvörðun væri ekki síst ánægjuleg í ljósi þess að í skýrsludrögum fyrirtæk- isins frá í mars hefði ekki verið gert ráð fyrir breytingu á lánshæf- iseinkunn að þessu sinni, en við- ræður bankans við Moody’s og frekari upplýsingar hefðu leitt af sér þessa ákvörðun. MIKIL umskipti hafa orðið í rekstri Stálsmiðjunnar hf. í Reykjavík í kjöl- far nauðasamninga sem staðfestir voru í janúar 1995. Þannig nam hagnaður af reglulegri starfsemi tæplega 18 milljónum á sl. ári sam- anborið við um 40 milljóna tap árið áður. Þegar tekið hafði verið tillit til óreglulegra liða nam heildarhagnað- ur ársins 1995 hins vegar tæplega 31 milljón. Rekstrartekjur ársins 1995 námu alls tæpum 430 milljónum og jukust pm 9% frá árinu á undan. Verkefni Stálsmiðjunnar fólust sem fyrr að stórum hluta í viðgerðum og endur- bótum á skipum. „Við vorum með nokkur stór verk á sl. ári í endurbót- um á skipum," sagði Ágúst Einars- son, framkvæmdastjóri, í samtali við Morgunblaðið. „Ennfremur eru verk- efni fyrir álverið í Straumsvík og Járnblendiverksmiðjuna á Grundart- anga verulegur þáttur í vinnu okkar í smiðjunni. Við erum sæmilega bjartsýnir á þetta ár þrátt fyrir óhapp í stærstu dráttarbrautinni okkar í febrúar. Undirstöður skekktust undir sleða þar sem skipin eru dregin upp. Það þarf því að styrkja brautina og hún verður í viðgerð í einhvern tíma. Við vorum hins vegar langt komnir með að smíða nýjan sleða. Það eru ýmis verkefni byijuð að skjóta upp kollinum eins og t.d. vegna stækkunarinnar í Straumsvík og aukins viðhalds hjá Járnblendi- verksmiðjunni. Síðan eru ýmis út- gerðarfyrirtæki með tiltölulega stór verkefni í endurbótum og lagfæring- ar á sínum skipum.“ Greiddu 25% almennra krafna Nauðasamningar sem tólcu gildi í byijun sl. árs fólu í sér greiðslu á 25% af almennum kröfum og niður- færslu eldra hlutafjár um 75%. Jafn- framt voru eignir seldar og hlutafé aukið um 40 milljónir. Stærstu hlut- hafar eru nú Málningarverksmiðja Slippfélagsins, OLÍS, Björgun hf. og Águst. í árslok 1995 var eigið fé alls 73 milljónir og hafði aukist úr 48 millj- ónum frá árinu áður. Eiginfjárhlut- fall var 30%. Skuldir félagsins lækk- uðu milli ára úr um 337 milljónum í 170 millj. vegna nauðasamninganna. Hagnaður KS20 milljónir HAGNAÐUR Kaupfélags Skagfirð- inga nam um 20 milljónum á sl. ári samanborið við 25 milljónir árið áður. Þegar tekið er tillit til afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga nam hagnaður alls 135 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 13 milljóna hagnað árið áður. Þessi aukni hagnaður skýrist hins vegar að stærstum hluta af söluhagnaði af skipi Fiskiðjunnar hf., dótturfé- lags KS. Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að afkoman af sláturhúsi félagsins hefði verið slök á sl. ári eins og mörg undanfarin ár. Sömu sögu væri að segja um verslunina. „Það er ekki hagnaður í landbúnaði á iandsbyggðinni og dreifbýlisversl- un að jafnaði þannig að við þurfum að hafa hagnað af öðru,“ sagði hann. Um sjávarútveg sagði Þórólfur að afkoman af reglulegri starfsemi Fiskiðjunnar hefði verið eitthvað yfir núllinu á sl. ári, en á því sviði væri nú unnið að því að ná fram meiri sérhæfingu í kjölfar samein- inga fyrirtækja á undanförnum árum. Fyrirtækið væri nú með rúm- lega 10 þúsund þorskígilda veiðirétt eftir sameiningu Hraðfrystihúss Grundarfjarðar og Fiskiðjunnar um sl. áramót. „Við teljum að með henni eigum við miklu meiri mögu- leika á hagræðingu en áður hefur verið. Á Grundarfirði verður rækju- og skelvinnsla uppistaðan í rekstr- inum en á Sauðárkróki verði lögð hofuðáhersla á bolfiskvinnslu. Við erum því þokkalega bjartsýnir fyrir komandi ár.“ Breytt vægi atvinnugreina Velta félagsins og Fiskiðju Sauð- árkróks var alls um 5,9 miiljarðar króna á árinu 1995. Til samanburð- ar má nefna að veltan á árinu '1986 færð til verðlags 1995 var um 3,1 milljarðar og hefur 'pví vaxið um 2,8 milljarða frá þeim tíma. Vægi einstakra rekstrarþátta Iiefur gjör- breyst á tíu árum. fflutdeild land- búnaðar var um 40% af veltu árið 1986 en er nú innan við 13%. Sjáv- arútvegur var innan við '12% af veltu fyrir tíu árum en hefur nú 52% vægi. Hlutaíjárkaup KS í sjáv- arútvegsfyrirtækjum í Skagafirði á umræddu tímabili nema um 210 milljónum króna. Eigið fé KS nam alls 1.244 millj- ónum í árslok 1995 og eiginfjárhlut- fall var 55,1% en var 52,3% árið 1994. Veltufé frá rekstri nam 128 milljónum samanborið við 135 millj- ónir 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.