Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 5
4 B FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ íslenskt-franskt upp á Skaga Miklar breytingar eru framundan hjá íslensk-frönsku hf. Innan skamms mun fyrirtækið flytja starfsemi sína að stórum hluta upp á Akranes í umtalsvert stærra húsnæði og verður samstarf fyrirtæk- isins við Harald Böðvarsson aukið í kjölfarið. Þá virðist talsverð aukning í útflutningi tilbúinna sjávarrétta vera framundan, eins og Þorsteinn Yíglundsson komst að er hann ræddi við forsvars- menn fyrirtækjanna tveggja. Morgunblaðið/Sverrir HARALDUR Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar, Þráinn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri íslensks-fransks, og Sturlaugur Sturlaugsson, aðstoðarframkvæmdastjóri HB og stjórnarformaður Krossvíkur. NOKKUR þáttaskil munu eiga sér stað í rekstri íslensks-fransks hf. á næstunni. Aukinn út- flutningur blasir við og innan skamms mun fyrirtækið flytja höf- uðstöðvar sínar og fiskréttafram- leiðslu upp á Akranes, í húsnæði það sem fiskvinnsla Krossvíkur hefur verið til húsa í. Fiskvinnslan verður hins vegar sameinuð vinnslu Haraldar Böðvarssonar að stórum hluta, en þessa dagana er unnið að sameiningu fyrirtækj- anna tveggja í kjölfar kaupa HB á meirihluta í Krossvík. Fyrst um sinn munu íslenskt-franskt og HB þó nýta húsnæðið í sameiningu undir framleiðslu fiskrétta og hefðbundna vinnslu. Þessi flutningur kemur í kjölfar aukinnar samvinnu á milli Is- lensks-fransks og HB, HB hefur á undanförnum misserum verið að þróa sig áfram í fullvinnslu sjávar- afurða og hefur íslenskt-franskt m.a. séð fyrirtækinu fyrir sósum og fyllingum í réttina. í kjölfar flutningsins er stefnt að því að samvinna fyrirtækjanna verði enn meiri. Að sögn Þráins Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra íslensks- fransks, er undirbúningur flutn- ingsins nú í fullum gangi. Stefnt sé að því að hann eigi sér stað í maímánuði og muni helstu lykil- starfsmenn flytjast með fyrirtæk- inu, en aðrir starfskraftar komi frá Akranesi. Þráinn segir að undirbúningur flutningsins hafi miðast við þetta og hafi nýtt fólk því ekki verið ráðið í stað þeirra sem hafa hætt að undanförnu, heldur hafi verið beðið eftir flutningnum. Því muni ekki verða um það að ræða að margir missi atvinnuna. Hann seg- ir að nú sé hópur frá Krossvík og HB í starfsþjálfun hjá íslensk- frönsku í Reykjavík, en reynt verð- ur að samnýta starfsfólk fyrir- tækjanna tveggja eftir fremsta megni. Reynt að samnýta þekkingu í fullvinnslu „Það má segja þetta sé nokkuð merkilegt samstarf sem er að fara af stað hér milli iðnfyrirtækis ann- ars vegar og fískvinnslufyrirtækis hins vegar, sem er auðvitað iðnfyr- irtæki einnig,“ segir Þráinn. „Það sem er verið að stefna að hér er fullvinnsla á sjávarafurðum og sú verðmætaaukning sem því fylgir, sem mikið hefur verið rætt um undanfarin ár en kannski ekki mikið gert í.“ Þráinn bendir á að Hjá íslensk- frönsku hafi verið byijað að vinna með sjávarafurðir fyrir 8 árum, en fyrirtækið hafði fram til þess tíma einbeitt sér að framleiðslu afurða úr kjöti, allt frá því að frumkvöðlarnir, matreiðslumeist- ararnir Gunnlaugur Guðmundsson og Eric Paul Calmon stofnuðu fyr- irtækið árið 1982. Þá hafi verið unnið að því hjá HB undanfarin ár að pakka fiskinum í verðmeiri umbúðir og vinna hann meira. Þráinn segir að í framleiðslu íslensks-fransks hafi verið þróuð fiskipaté, flök með fyllingum og ýmsar laxavörur. 011 framleiðslan hafi síðan verið rniðuð við fram- leiðslu á „portion control" vörum, þ.e. ákveðnum stöðluðum skömmtum, sem neytandinn þurfi auk þess að hafa mjög lítið fyrir að matreiða. Kreppa undangeng- inna ára hafi orðið til þess að stækka markaðinn fyrir slíkar vör- ur og muni þar mestu um aukin kaup veitingahúsa á þeim. „Veitingahúsin hafa verið að skera niður kostnað og fækka starfsfólki. Því hafa þau viljað fá vörur sem eru tilbúnar til notkun- ar þegar þau fá hana í hendurnar. Núna þegar kreppunni er að létta hafa menn séð hagræðinguna af þessu og í stað þess að auka eigin eldamennsku að nýju eru menn að biðja um betri vöru. Aður var það bara spurning um að hafa vöruna sem allra ódýrasta en nú vilja menn halda í aðferðina sjálfa en auka gæðin,“ segir Þráinn. Hann segir það einnig skipta miklu máli fyrir stjórnendur stærri veitingahúsa að geta haft góða stjórn á hráefnisnotkun sinni. Þar vilji menn vita nákvæmlega hversu mikið matarskammturinn á hvern disk kosti þá. Tíu grömm á eina milljón skammta á ári séu þannig 10 tonn af hráefni. „Það skapar líka tækifæri fyrir okkur sem erum staðsettir fjær mörkuðunum, því til þess að geta sneitt fískinn nið- ur í nákvæma skammta þarf varan að vera frosin. Áður var gerð krafa um að þetta væri allt saman ferskt en nú er frosna varan hins vegar að ryðja sér til rúms vegna þessa.“ Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvars- sonar, bætir því við að kreppan hafi einnig haft það í för með sér að fiskvinnslan hafi farið að þreifa fyrir sér í aukinni fullvinnslu. Samdráttur í kvóta hafi þýtt að menn hafi þurft að nýta betur það sem þeir voru með í höndunum. „Þessi kreppa er þar af leiðandi ekki alvont fyrirbæri því menn hafa verið að reyna að koma sér í einhveija aðra framleiðslu." Markaður fyrir þessar afurðir í mótun Þráinn segir að íslenskt-franskt hafi verið að þreifa fyrir sér með útflutning undanfarin ár, og er áhersla lögð á stóreldhúsamarkað- inn erlendis. Ástæðan fyrir því sé Hefur þú áhuga á evrópsku samstarfi í viðskiptum ? Sýning í Luleá í Svíþjóð kynnt Dagana 13.-14. júní n.k. munu um 400 sænsk, finnsk og norsk fyrirtæki kynna sig og óskir sínar um samstarf og samstarfsmöguleika á fyrirtækjasýningu í Svíþjóð undir nafninu Europartenariat Norntern Scandinavia 1996. Hér er ekki um að ræða hefðbundna vörusýningu heldur eru skipulagðir fyrirfram fundir með fulltrúum sænsku, finnsku og norsku þátttökufyrirtækjanna og fulltrúum þeirra gestafyrirtækja sem óskað hafa eftir slíkum fundum. Gert er ráð fyrir um 1500 gestafyrirtækjum víðs vegar frá Evrópu. Kynning Til að kynna þessa fyrirtækjasýningu, sem haldin veróur í Luleá í Svíþjóð f júní n.k., efnum við til hádegisverðarfundar með Finni Ingólfssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Grand Hótel í Reykjavík þann 12. apríl n.k. kl. 12.00 - 13.00. Þátttaka tilkynnist til Iðntæknistofnunar í síma 587 7000. Iðntæknistofnun Sááfund sem fínnur —góða oðst'óðu! scandTc —■ I 111— LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tíma og síma 50 50 160 - kjarni málsins! MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 B 5 fyrst og fremst hversu dýrt sé að markaðssetja vöruna fyrir neyt- endamarkað. Hann segir hins veg- ar nokkuð erfitt að áætla hversu stór markaður sé fyrir þessar vör- ur þar sem hann sé í raun að myndast. Fyrir vikið sé fyrirtækið hins vegar í fararbroddi á markað- inum og kunni það að njóta þess síðar meir. Fleiri aðilar séu farnir að þreifa fyrir sér á þessum mark- aði en þeir séu hins vegar enn talsvert á eftir. „Þetta fór mjög hægt af stað hjá okkur og markaðssetningin var mjög erfið. Mögulegir við- skiptavinir viðurkenndu allir að vörurnar væru mjög góðar, en hins vegar vantaði viðurkenninguna úti á markaðnum, og því erfitt fyrir menn að eiga viðskipti við svo lít- inn og óþekktan framleiðanda. Þegar við vorum að kynna vöruna sögðust menn jafnvel ekki hafa smakkað betri vöru, en keyptu samt ekki.“ Þráinn segir það því hafa skipt sköpum fyrir fyrirtækið þegar HB kom inn í íslenskt-franskt sem nýr hluthafi, ásamt SH og fleiri aðilum árin 1994 og 1995. í kjölfarið fluttist sala og markaðssetning afurða fyrirtækisins erlendis yfir til SH. Það hafi gef- ið fyrirtækinu og vörum þess ákveðna traustsyf- irlýsingu og viðurkenningu gagn- vart erlendum viðskiptavinum. „Eftir að útflutningurinn fór undir hatt SH hafa orðið alger umskipti í sölunni og fyrirtækið ekki getað annað eftirspurn," segir Þráinn. Meiri framleiðslugeta orðin nauðsynleg Frá því að Islenskt-franskt hóf framleiðslu á sjávarréttum, hefur verið um eins konar tilraunafram- leiðslu að ræða. I fyrstu snérist framleiðslan fyrst og fremst um heimamarkað og því ekki þörf á mjög mikilli framleiðslugetu. Hins vegar hefur útflutningurinn farið vaxandi og því myndast þörf fyrir aukna framleiðslugetu. Þráinn segir að það hafi verið orðið mjög aðkallandi fyrir fyrirtækið að stækka við sig og megi m.a. rekja ákvörðun um flutning starfsem- innar upp á Akranes til þess, en þó komi þar fleira til. „Síðastliðið haust kom hingað til lands á vegum SH fulltrúi kaup- enda í Þýskalandi til þess að skoða vöruna og kanna möguleikana á viðskiptum. Fyrirtæki hans hefur verslað við SH og er að leita að einhveijum nýjungum á þessu sviði. Hann skoðaði demantinn, sem verið er að framleiða hjá HB, og kom síðan til okkar og sá þá tækni sem við höfum komið okkur upp í sambandi við fyllingar. Hann sagði að ef hægt yrði að sameina þetta tvennt, þá hefðu þeir mikinn áhuga á því að kaupa. Þetta hefur því gengið mjög skjótt fyrir sig. Nú hafa verið framleidd tugir tonna af þessari vöru. Það var ljóst að vinnsla okkar fyrir sunnan var orðin allt of lítil, enda í raun aðeins tilraunavinnsla. Kröfurnar sem gerðar eru til fram- leiðslu af þessu tagi fara auk þess stöðugt vaxandi og einingarnar sem við eigum viðskipti við erlend- is hafa einnig verið að stækka. Þar vilja menn ekki tala við aðra en þá sem geta framleitt ákveðið lágmarksmagn sem er einhvers staðar í grendinni við 10-20 tonn á mánuði. Þessi flutningur er því mjög mikilvægur fyrir okkur því þetta skref sem við erum að stíga, úr tilraunaframleiðslu í fjöldafram- leiðslu, er ekki auðvelt. Hér í Krossvík eru hins vegar góð húsa- kynni og aðstaða og við þurfum því ekki að eyða miklum tíma í að koma upp nýrri aðstöðu. Það er mikilvægt því það eru mjög margir sem bíða og segja að þeg- ar við séum komnir í almennileg húsakynni og getum farið að fram- leiða, þá geti sala á vörum okkar hafist fyrir alvöru.“ Haraldur bætir því við að kaupendur vilji sjá framleiðslufyrirtækið og það umhverfi sem það starfi í, áður en þeir ákveða hvort þeir vilja kaupa eða ekki. Þannig geti þeir fullvissað sig um að viðkomandi geti framleitt það magn sem þeir þurfa. „Þetta hefur verið tilrauna- vinnsla fram til þessa og það þarf að færa þetta á framleiðslustigið. Það er það sem við ætlum að gera. Við vitum að þetta gerist ekki í einu vetfangi en við höfum trú á þessu. Þarna er vara sem er mark- aður fyrir erlendis og nú þurfa menn að sanna sig.“ Mikil verðmætasköpun Þráinn segir að hagræðið af þessum flutningi liggi að stórum hluta í þeim tækjabúnaði og þeirri þekkingu sem fyrirtækin tvö geti samnýtt með þessum hætti. Hins vegar skipti öruggur aðgangur að hráefni ekki síður miklu máli. „Mest af því hráefni sem við notum er hins vegar ekki tekið úr hinni hefðbundnu vinnslu, held- ur er hér mest um að ræða marn- ing og lax. Marningurinn er á mjög lágu verði i dag. Ætli kíló- verð hans sé ekki um 50-60 krón- ur þannig við erum að tala um margföldun á hráefnisverðinu.“ Þráinn segir að á móti komi að þessi framleiðsla sé mjög flókin. Hver framleiðsla þurfi fjölmargar hráefnistegundir og talsverða tækni þurfi við hana. „Við erum í raun eldhús fyrir fjölmörg fyrir- tæki og veitingahús og við höfum alltaf skilgreint okkur á þann hátt.“ Söluaðilar er- lendis vilja aukna fram- leiðslugetu Starfshópur skilar skýrslu um sölu íslenskra verðbréfa erlendis Bæði þörf á kynningu og umbótum á markaði STARFSHÓPUR, sem viðskipta- ráðherra skipaði til að gera tillögur um markaðssetningu íslenskra verðbréfa erlendis, telur að til að vinna megi bréfunum sess í hugum erlendra fjárfesta þurfí jafnt að koma til kynning á bréfum og umbætur á innlendum verðbréfa- markaði. í skýrslu starfshópsins er varpað fram mörgum tillögum um hvernig standa beri að kynningu erlendis og umbótum á markaðnum. Þar segir m.a.: „Kynna þarf með mark- vissum hætti íslensk verðbréf í helstu upplýsingakerfum sem fjár- festar styðjast við. Að þessu er þegar unnið m.a. af hálfu Verð- bréfaþings sem áformar að taka í notkun nýtt viðskipta- og upplýs- ingakerfi í mars 1996. Með þessu verður erlendum jafnt sem innlend- um aðilum gefinn kostur á að nálg- ast samtímaupplýsingar af verð- bréfamarkðnum með aðgengileg- um hætti. Bæta þarf úr skorti á upplýsing- um á prentuðu formi fyrir erlenda aðila um verðbréfamarkaðinn hér á landi. Urbætur í þessu efni með útgáfu kynningarrits til dreifingar og til að svara fyrirspurnum gætu gerst t.d. fyrir forgöngu Seðla- bankans í samvinnu við helstu markaðsaðila. Ýmis tengsl íslenskra fjármála- stofnana og -fyrirtækja við erlend íjármálafyrirtæki geta komið að gagni við að auka kynningu meðal erlendra aðila á innlendum markaði og væri vert að auka samstarf og upplýsingamiðlun á þessu sviði. Nýta mætti kynningu á útgáfum skuldabréfa og annarra verðbréfa í erlendri mynt af hálfu ríkissjóðs og e.t.v. fleiri aðila til þess að koma á framfæri við erlenda fjárfesta upplýsingum um innlendan markað og fjárfestingarkosti sem þar bjóð- ast. Hugsanlegt er að kynnt megi og selja erlendum fjárfestum ís- lensk verðbréf í gegnum fjárfest- ingarsjóð í verðbréfum, íslandssjóð, skráðum á erlendu verðbréfaþingi og mynduðum af hlutabréfum ís- lenskra atvinnufyrirtækja." Stofnun verðbréfa- miðstöðvar þýðingarmikið skref Varðandi umbætur og þróun á innlendum verðbréfamarkaði bend- ir starfshópurinn m.a. á að bæta þurfi seljanleika íslenskra verð- bréfa til að fjárfestar geti selt verð- bréfaeign án þess að tiltölulega lít- il hreyfíng leiði af sér verðlækkun á bréfum. Aukinn seljanleiki fáist m.a. með því að efla viðskiptavakt eins og þegar sé unnið að og með því að fækka verðbréfaflokkum og stækka. Þá segir ennfremur: „Stofnun verðbréfamiðstöðvar og breyting yfir í pappírslaus við- skipti með stöðluð verðbréf væru þýðingarmikil skref í þá átt að laga umhverfi markaðarins að kröfum sem nú eru yfirleitt gerðar af hálfu erlendra fjárfesta. Huga þarf að aðgerðum til að þróa þá markaði sem tekið er að örla á fyrir fjármálalega samninga á sviði afleiðuviðskipta og sem eru forsenda þess að skapa fjárfestum skilyrði til að veijast áhættu vegna vaxta- eða gengisbreytinga. Efla þarf hlutabréfamarkaðinn m.a. með því að auka framboð og fjölbreytileika bréfa. Fjölgun skráðra fyrirtækja á markaði, m.a. með markvissri áætlun um breyt- ingu á opinberum fyrirtækjum á ýmsum sviðum yfir í almennings- hlutafélög væri þýðingarmikið skref í þessa átt. Eftir því sem óverðtryggðum verðbréfum vex fiskur um hrygg á innlendum markaði og hlutabréfa- markaður eflist skapast auknir möguleikar á að bjóða erlendum ijárfestum verðbréf af því tagi sem þeir eiga helst að venjast og eru líkleg til að vekja áhuga þeirra.“ Önnur kynslóð Oracle hönnunar- og þróunarverkfæra Gartner Group, ADM. Research Note C-ORA-1143, 1995: „Oracle styrkir forystu sína á sviði þróunarverkfæra..." Ef þú vilt vita meira um Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eða fá tækifæri til að prófa hugbúnaðinn án endurgjalds í takmarkaðan tíma, hringdu þá strax í síma 561-8131 og pantaðu ókeypis geisladisk til reynslu. TEYMl Borgartúni 2 4, 1 05 R e y k j a v I k ORACLE® Enabling the Information AgcIM Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eru að fullu samþætt Oracle7, sem er útbreiddasti gagnagrunnsmiðlari heims með 44% markaðshlutdeild. Nú bjóðum við þessi þrjú verkfæri saman með 40% afslætti. S t m i 56 1 8 13 I B r é f s í mi 5 6 2 8 1 3 1 N e t f a n g teymi@oracle.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.