Morgunblaðið - 12.04.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 12.04.1996, Síða 1
64 SÍÐUR B/C 83. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Feigðar- flug iingrar flugkonu Cheyenne. Reuter. SJO ára stúlka, Jessica Dubroff, fórst ásamt föður sínum og flug- kennara í gær er hún freistaði þess að verða yngst bandarískra flugmanna til þess að fljúga milli stranda í Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum eftir flugtak frá flugvellinum í Cheyenne í Wyoming steyptist Cessna Card- inal-vélin á nefið niður á húsagötu í íbúðahverfi. Sjónai-vottur sagði flugvélina hafa spunnið í jörðina. Urhellisrigning var og haglél er Dubroff lagði af stað frá Chey- enne. Talið er að hún og samferða- menn hennar hafi beðið samstund- is bana er flugvélin, sem var eins hreyfils og fjögurra sæta, skall í jörðina. Flugferðin örlagaríka hófst á Hálfmánaflugvelli við San Franc- isco í fyrradag. Ráðgerði Dubroff, sem var frá Pescadero í Kalifor- níu, að stjórna flugvélinni alla leið- ina en formlega var flugkenn- arinn, Joe Reid, flugstjóri ferðar- innar. Tekið verði fyrir metflug barna Dubroff hóf flugnám fyrir fimm mánuðum og hafði 40 flugstundir að baki. Tilgangur ferðarinnar var að siá met Tony Aliengena sem flaug níu ára gamall milli stranda árið 1988. Sérfræðingar í flugmálum drógu skynsemi metflugstilrauna af þessu tagi í efa í gær og sögðu, að gera þyrfti ráðstafanir til að letja til slíkra ferðalaga. Fulltrúi flugmálastjómarinnar (FAA) sagði að atvikið yrði til þess að reglur um hveijum beri að stýra- flugvél verði endurskoðaðar. Sam- kvæmt lögum fær enginn flugskír- teini fyrr en við 16 ára aldur. Til þess að sjá upp fyrir mæla- borðið sat Dubroff á sessu og smíða varð framlengingu á fótstig- in svo hún gæti beitt hliðarstýrum. Stjórn S- Kóreu féll Seoul. Rcuter. STJÓRNARFLOKKUR Suð- ur-Kóreu tapaði þingmeiri- hluta í kosningum,' sem fram fóru í landinu í gær, að sögn kóreska ríkissjónvarpsins. Lengi dags bentu svonefnd- ar útgöngukannanir þriggja sjónvarpsstöðva til þess að stjórnin héldi velli og rúmlega það. Er á talningu atkvæða leið kom í ljós að þær spár áttu ekki við rök að styðjast. Benti allt til þess að stjórnar- flokkurinn fengi um 140 þing- sæti af 299 sætum en hann hafði 150. Peres vill ræða pólítíska lausn 16 farast í Diisseldorf Lestarslys í Belgíu BJÖRGUNARMENN bera slas- borginni Roulers í Belgíu í gær aðan mann úr flaki járnbrautar- með þeini afleiðingum að tveir lestar sem fór út af teinunum í menn biðu bana og tugir slösuðust. DUsseldorf. Reuter. SEXTÁN manns a.m.k. biðu bana og um 150 manns slösuðust í elds- voða í flugstöðinni á flugvellinum í Dússeldorf í Þýskalandi í gær, tæpur helmingur þeirra lífshættu- lega. Talið er að kviknað hafi í vegna neistaflugs frá verkfærum í blóma- búð í byggingunni. Tók það mjög ijölmennt slökkvilið rúmar fimm stundir að ná tökum á bálinu. Eldurinn kviknaði í komusalnum í A-álniu. Breiddist hann mjög ört út og komst niður í neðanjarðar- lestastöð. Fylltist flugstöðvarbygg- ingin öll af reyk. F'lugvellinum var lokað eftir að eldurinn kom upp en hann kviknaði um klukkan 16 að staðartíma. Veg- um að flugvellinum var lokað og flugumferð til Dússeldorf beint til Kölnar. Reuter BRAK flugvélar Jessicu Dubroff á slysstað í íbúðarhverfi í Cheyenne í Wyoming. Á annarri innfelldu myndinni er hún við stjórnvöl flugvélarinnar og á hinni kveður hún móður sína og systur í Kaliforníu við upphaf metflugstilraunarinnar. Tel Aviv, Beirút. Reuter. SHIMON Peres forsætisráðherra ísraels sagðist í gær opinn fyrir pólitískri lausn átakanna í Líbanon síðustu daga og kvaðst vona að hizbollah-skæruliðar drægju réttan lærdóm af hefndaraðgerðum ísra- ela í gær. ísraelskar herþotur gerðu loft- árásir á bækistöðvar hizbollah í úthverfum í suðurhluta Beirút og annars staðar í landinu til að hefna eldflaugaárása hizbollah-liða á norðurhluta ísraels á þriðjudag er 36 óbreyttir borgarar særðust. Fjórir menn a.m.k. féllu í loft- árásum ísraela i gærmorgun. Amir- am Levine hershöfðingi, stjórnandi norðurhers ísraels, sagðist gera ráð fyrir að aðgerðir gegn skotmörkum skæruliða myndu standa í nokkra daga. Hassan Nasarallah, fram- kvæmdastjóri hizbollah-samtak- anna, sagði í gærkvöldi, að loft- árása ísraela yrði hefnt „svo um rnunaði", bæði með árásum á norð- urhluta Israels og aðgerðum annars staðar. Vopnasmiðjuni- ar styðja Jeltsín Moskvn. Rputor RÚSSNESKIR hergagnaframleiðendur hétu Borís Jeltsín stuðningi í forsetakosningunum í júní að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sem forsetinn ákvað samstundis að verða við. í tilkynningu hergagnafram- leiðenda sagði, að „ígrunduð athugun" sérfræðinga tæknivæddustu iðnaðarstarfsemi Rússlands hefði leitt til þeirrar niðurstöðu, að valda- skipti væru ekki aðeins óskynsamleg heldur beinlínis hættuleg. „Við styðjum því Borís Níkolajevítsj Jeltsín til forseta," sögðu þeir. Jeltsín féllst á skilyrði vopna- framleiðenda um tafarlausa ríkis- aðstoð bæði vegna framleiðslu inn- anlands og til útflutriings. Einnig að opinber hergagnakaup yrðu fjármögnuð með skjótvirkari hætti og ríkisábyrgð yrði veitt vegna lána sem vopnafyrirtæki yrðu að taka til þess að breyta framleiðslu sinni og hverfa frá hergagnafram- leiðslu. Forsetinn sagðist hafa gefið stjórninni fyrirmæli um að grípa til ýmissa ráðstafana til aðstoðar her- gagnaframleiðslunni, m.a. afnema ýmiss konar útflutningsgjöld. Sagði hann stjórnina hafa fundið tvöþús- und milljarða rúblna utan fjárlaga til þess að fjármagna iðngreinina. Hert á mörkun landamæra Jeltsín brást í gær reiður við full- yrðingum héraðsstjóra í austurhluta landsins, sem kvaðst hafa sannfært forsetann um að hætta merkingu landamæra Rússlands og Kína þar sem það hefði í för með sér eftir- gjöf landsvæða. Forsetinn sagðist hafa gefíð út til- skipun í gær um að merkingum skyldi hraðað en honum er í mun að ekkert verði til að skyggja á opinbera heim- sókn hans til Peking 24. aprfl. í ferðinni er ráðgert að undirrita samninga sem tryggja eiga frið á landamærum Kína, Rússlands, Kaz- akhstans, Kyrgyztans og Tadjíkíst- ans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.