Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sex míllj. úthlutað úr veiðikortasjóði Morgunblaðið/Jón Svavarsson Elísabet og Sigur- steinn sigruðu Blackpool. Morgunblaðið. ELÍSABET Sif Haraldsdóttir og Sigursteinn Stefánsson sigr- uðu í suðuramerískum dönsum á hinni óopinberu heimsmeist- arakeppni barna og unglinga, 12-16 ára, í Blackpool í gær. Þijú íslensk pör komust í úrslit. Fyrir utan sigurvegarana voru það Brynjar Orn Þorleifs- son og Sesselja Sigurðardóttir, sem lentu í 3. sæti og Benedikt Einarsson og Berglind Ingvars- dóttir, sem höfnuðu í 5. sæti. íslensku keppendunum hefur gengið mjög vel að öðru leyti. A miðvikudag keppti flokkur 11 ára og yngri í Jive og kom- ust öll íslensku pörin í 2. um- ferð. Fimm fóru áfram í 3. umferð, tvö í 4. og eitt par fór alla leið í úrslit, þau Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir og enduðu þau í 2. sæti á eftir bresku pari. Davíð og Halldóra unnu { sínum flokki í Cha, cha, cha. Flokkur 12 ára og eldri keppti í „stóru“ standardkeppn- inni og stóðu íslensku pörin sig með miklum ágætum. Rétt tæp- lega 200 pör voru skráð til leiks og komust 10 íslensk áfram í 2. umferð, 4 komust í 3. um- ferð og 2 í 24 para úrslit. Þetta voru þau Biynjar Öm og Sess- elja og Sigursteinn og Elísabet Sif, en þau síðamefndu komust í undanúrslit. GUÐMUNDUR Bjarnason, um- hverfisráðherra, hefur úthlutað tæp- um 6 milljónum króna úr Veiðikorta- sjóði til fjögurra rannsóknarverk- efna. Um er að ræða ijúpnarann- sóknir á vegum Náttúrufræðistofn- unar íslands (4.500.000 kr.), anda- og gæsarannsóknir sömu stofnunar (850.000 kr.), refarannsóknir á veg- um Háskóla íslands (250.833 kr.) og rannsóknir Karls Skírnissonar á sníkjudýram í ijúpu (250.000 kr.). Alls námu tekjur Veiðikortasjóðs á síðasta ári um 16,8 miiljónum króna en þær fengust af sölu 11.208 veiðikorta. Umhverfisráðherra setti í fyrra reglugerð um veiðikort og hæfnispróf veiðimanna, sem skyldar TENGIVAGN fullur af fiski valt við Vatnsfjarðarós neðan við prestssetrið í Vatnsfirði sl. mið- vikudagskvöld. Vagninn er mikið skemmdur og hluti fisksins sömuleiðis. Ohappið vildi þannig alla sem stunda veiðar á villtum dýram til að afla sér veiðikorts. Gjald fyrir veiðikort er 1.500 kr. og fer það í Veiðikortasjóð til þess að kosta rannsóknir og stýringu á stofnum villtra dýra auk þess að standa und- ir kostnaði við rekstur veiðikort- anna. Veiðikort gilda í eitt ár í senn, frá 1. apríl ár hvert. Rekstrar- og stofnkostnaður vegna veiðikortanna var tæpar 7 milljónir króna í fyrra. Stór hluti þess var stofnkostnaður, m.a. vegna kaupa á tölvubúnaði og gerðar kynn- ingarmyndbands. Tekjur Veiðikorta- sjóðs eftir gjöld voru tæpar -10 millj- ónir króna, þannig að eftir er að úthluta um 4 miiljónum kr. til að fiskflutningabíll, sem var að flytja ufsa frá Grindavík til ísafjarðar, missti tengivagninn út í vegkant og lét hann undan sem leiddi til þess að vagninn valt. Skipuð verður nefnd sem mun verða ráðherra til aðstoðar við út- hlutun á þeirri upphæð og við úthlut- un úr sjóðnum í framtíðinni. Nefnd- in verður skipuð fulltrúum ráðuneyt- isins, Skotveiðifélags íslands (SKOTVÍS) og Bændasamtakanna og mun hún gera tillögur til ráð- herra um afgreiðslu einstakra rann- sóknarverkefna. Ráðherra mun leita tillagna Nátt- úrafræðistofnunar og veiðistjóra um langtíma rannsóknarverkefni sem eðlilegt er að kosta úr Veiðikorta- sjóði. Þá mun umhverfisráðuneytið auglýsa eftir umsóknum vegna rann- sókna og stýringar á stofnum villtra dýra sem undir lögin falla. Fjármálaráðherra Gæti þurft að loka LSR FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að ef einstakir hags- munahópar komi í veg fyrir eðlilegar breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins geti komið til þess að loka verði sjóðnum. Forsætisráðherra sagði í fyrradag að ekki mætti skerða rétt opinberra starfsmanna til að byggja ofan á lifeyrisréttindi sem þeir hafa þegar áunnið sér. Friðrik sagðist ekkert hafa um þessa yfirlýsingu forsætis- ráðherra að segja á þessari stundu. „Það verður fundur í nefndinni sem er að endurskoða lögin um Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins nk. þriðju- dag og þá skýrist málið frekar. Eg vil hins vegar ítreka það sem ég hef áður sagt, að ef einstakir hagsmunahópar koma í veg fyrir eðlilegar breytingar á lögum sjóðsins er að sjálfsögðu enginn annar kostur í stöðunni en að loka sjóðnum og ráða nýja ríkisstarfsmenn á öðrum kjöram. Eins og menn muna greip Vestmannaeyjabær til slíkra aðgerða fyrir skömmu til að koma í veg fyrir áframhaldandi uppsöfnun innistæðu- lausra skuldbindinga. Þessi mál þarf því að skoða vel,“ sagði Friðrik. T Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson Valt með fiskinn VSI um athugasemdir sérfræðinganefndar Evrópuráðsins Neikvætt félagafrelsi aðeins tryggt með lögnm ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að ef stjórnvöldum sé það alvörumál að tryggja neikvætt félagafrelsi, rétt til atvinnu óháð í hvaða félögum menn kjósa að vera, þá verði það ekki gert nema með því að setja um það lög. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, segir að samtök launþega Ijái seint máls á því að forgangur félagsmanna stéttarfélaga til starfa verði felldur út úr kjarasamningum. Þórarinn segir að athugasemdir sérfræðinga- nefndar Evrópuráðsins við íslenska vinnulöggjöf hafi ekki í för með sér sektir eða refsingar gagn- vart íslenskum stjórnvöldum. Hins vegar sé það ámælisvert að mönnum sé ekki tryggður réttur til að standa utan félags. Kostaði mikil átök að fella út Þórarinn segir að í nærfellt öllum kjarasamn- ingum séu ákvæði sem tryggja félagsmönnum stéttarfélaganna_ forgang til starfa hjá aðildarfyr- irtækjum VSÍ. í þó nokkrum kjarasamningum, þar á meðal verslunarmanna, séu ákvæði sem skylda launþega til þátttöku í stéttarfélögum. Eftir þriggja mánaða starf skoðist þessir starfs- menn félagsmenn í stéttarfélögum. „Þetta eru ákvæði sem stéttarfélögin gefa eng- an kost á að fella út úr samningum. Að okkar mati myndi það kosta óskapleg átök á vinnumark- aði ef atvinnurekendur ætluðu að knýja á um það í samningum að þessi ákvæði yrðu felld út. Við leggjum áherslu á að það verði gert en það er mér til efs að samstaða yrði um það meðal vinnu- veitenda að leggja niður atvinnurekstur í landinu um einsi.il tveggja mánaða skeið í allsheijarvinnu- stöðvun til þess að tryggja einstaklingum rétt til vinnu án tillits til þess í hvaða félögum þeir kjósa að vera,“ sagði Þórarinn. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Alþýðusam- bands íslands, segir að athugasemdir sérfræð- inganefndar Evropuráðsins séu árviss viðburður. Athugasemdirnar snúi einnig að öðram ríkjum. „Þarna kemur fram sá grandvallarmunur sem er á afstöðu þessarar nefndar og til dæmis Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar, ILO. Oll þau ákvæði sem nefndin fettir fíngur út í eru ekki lagatengd ákvæði heldur ákvæði í kjarasamningum. I skilningi Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar er tekið á þessu með allt öðram hætti en gert er af hálfu sérfræð- inganefndarinnar. Þessi mál hafa verið lengi til umræðu hjá okkur og við höfum áður mætt fyrir sérfræðinganefndina. Atkvæðagreiðsla í sérfræð- inganefndinni hefur a.m.k. hingað til farið á þann veg að athugasemd hefur verið felld," sagði Gylfi. Grundvöllur að starfsemi stéttarfélaga Hann sagði að átök væru innan Evrópuráðsins annars vegar og sérfræðinganefndarinnar hins vegar um einstaklingsfrelsi og um samningsrétt- inn. Reynsla Norður-Evrópuríkja af þríhliða sam- starfi samtaka launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda sé mun víðtækari og djúpstæðari en annars staðar. „Við höfum samið við atvinnurekendur um gagnkvæman forgangsrétt þannig að samtök launafólks þurfa einnig að sinna ákveðnum skyld- um gagnvart atvinnurekendum. Það eru engin ákvæði um skylduaðild að stéttarfélögum í okkar kjarasamningum en forgangsrétturinn er ákveð- inn í samningum og það mætti himinn á jörð hrynja áður en atvinnurekendur fengju þá kröfu í gegn að hann yrði afnuminn úr kjarasamning- um. Við teljum að það ákvæði sé einn þeirra veigameiri þátta sem tryggja frið á vinnumark- aðnum og er grundvöllur að starfsemi stéttarfé- laga,“ sagði Gylfi. Engin sátt um þing- haldið SVAVAR Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalags- ins, lýsti því yfir í upphafi þing- fundar í gær fyrir hönd for- manna þingflokka stjórnarand- stöðunnar að ekkert samkomu- lag væri við stjórnarandstöð- una um þingstörfin og hefði forseta Alþingis verið gerð grein fyrir þessari afstöðu stjórnarandstöðunnar kvöldið áður. Ólafur G. Einarsson, for- seti Alþingis segist vonast til þess að þrátt fyrir þetta verði sem best sátt um þingstörfin fram til þinghlés í vor. Síldarviðræð- ur í hnút í Mosvku VIÐRÆÐUR um skiptingu aflaheimilda úr norsk-íslenzka síldarstofninum á þessu ári virðast enn vera í sama hnútn- um. Ekkert gekk í samkomu- lags átt á fundi aðildarþjóðanna í Moskvu í gær og ekkert bend- ir til þess að breyting verði, á framhaldi fundarins í dag. „Það hefur ekkert gerzt, engin hreyfing verið í sam- komulagsátt. Það er frekar að staðan hafi þrengzt frá því, sem áður var. Eg tel litlar sem eng- ar líkur á því að framhalds- fundur á morgun breyti nokkru þar um,“ sagði Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Það eru íslendingar, Norð- menn, Rússar og Færeyingar, sem helzt deila um skiptingu norsk-íslenzku síldarinnar, en Norðmenn hafa þegar ákveðið sér bróðurpart aflaheimilda. Auk þess hefur Evrópusam- bandið krafizt hlutdeildar í þessum veiðum og hefur þegar verið auglýst eftir umsóknum um leyfi til veiða á norsk- íslenzku síldinni í Síldarsmug- unni innan ESB. Halldór í Tékklandi HALLDÓR Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, er í opinberri heimsókn í tékkneska lýðveld- inu. í gær átti utanríkisráðherra viðræður við Vaclav Havel, for- seta, Milo Uhde, þingforseta svo og vararáðherra iðnaðar-, viðskipta- og fjármála. Á við- ræðufundunum var rætt um samskipti landanna og öryggis- og varnarmálaþróun í Evrópu. I dag mun Halldór Ásgríms- son eiga fund með Josef Zie- leniec, utanríkisráðherra tékkneska lýðveldisins, og hitta aðila sem flytja inn fiskafurðir og búvörur. Heimsókninni lýk- ur í kvöld. Sjónvarps- vísir hættir ÍSLENSKA útvarpsfélagið hef- ur ákveðið að hætta útgáfu dagskrártímaritsins Sjónvarps- vísis í núverandi mynd, en það hefur verið sent til áskrifenda Stöðvar tvö sl. 9 ár. I seinasta Sjónvarpsvísi segir að ástæður þessa séu margvís- legar, en þyngst vegi þáttur annarra miðla sem sinni þjón- ustu á sama sviði og aukið framboð sjónvarpsefnis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.