Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996_____________________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Einar Valsson ARNAR og Hannes Kristjánssynir bíða hjálpar á síðu Kolbrúnar ÍS-74 á strandstað. Björgunarbáturinn er uppblásinn hjá þeim og Jón Sigmundsson kominn að bátnum eftir að hafa róið til þeirra með einni ár. Mannbjörg þegar rækjubáturinn Kolbrún steytti á skeri Erfiðast að bíða eftir því að einhver yrði okkar var Isafirði. Mor^unblaðið. MANNBJÓRG varð er 20 tonna rækjubátur, Kolbrún ÍS-74 frá ísafirði, steytti á skeri við Hrútey á Mjóafirði í ísafjarðardjúpi á ell- efta tímanum i gær- morgun. Tveir menn, bræðurnir Amar og Hannes Kristjánssynir, voru á Kolbrúnu, og var þeim bjargað um borð í björgunarbátinn Daní- el Sigmundsson um tveimur klukkustund- um síðar. Það var flutn- ingabílstjóri frá ísa- fjarðarieið hf., sem varð var við neyðarblys frá skipvetjunum er hann átti leið um Mjóafjörð. Hélt bifreiðastjórinn þegar að bænum Látmm og lét vita af því sem gerst hafði. Sextán ára sonur hjónanna á bænum, Jón Sigmundsson, lagði þegar af stað með trébát sem stóð á hlaðinu og hugðist sigla til skip- brotsmannanna. Þegar niður að sjó var komið var utanborðsmótor báts- ins settur í gang en hann drap fljót- lega á sér og tók pilturinn því til þess ráðs að róa til mannanna, hátt í kílómetra leið. Þar sem festing fyrir aðra árina var brotin, réri pilt- urinn með einni ár og var kominn að mönnunum um svipað leyti og björgunarbáturinn Daníel Sig- mundsson og rækjubáturinn Guð- rún Jónsdóttir, sem var einnig að veiðum í Djúpinu. Réri um eins kílómetra leið með einni ár „Ég þreyttist dálítið en maður hugsaði einungis um að komast sem fyrst á vettvang. Ég gerði mér enga grein fyrir hversu lengi ég var að róa. Það eina sem komst að hjá mér var að komast sem fyrst út til mannanna enda vissi ég ekkert um aðstæður á strand- stað,“ sagði Jón Sig- mundsson í samtali við blaðið í gærdag. Jón sagði báða skipbrotsmennina hafa staðið á hlið báts- ins og hefði annar þeirra verið í sjógalla en hinn í lopapeysu. „Ég sagði þeim að Daníel Sigmundsson væri á leiðinni sem og rækjubátur- inn Guðrún Jónsdóttir og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF. Stuttu síðar komu bátarnir tveir að og mönnunum var bjargað um borð í Daníel Sigmundsson. Þeir á Guð- rúnu Jónsdóttur drógu mig síðan áleiðis í land og síðan réri ég síð- asta spottann. Auðvitað verður maður skelkaður við aðstæður sem þessar en ég reyndi að dreifa hug- anum frá því. Þetta var lífsreynsla fyrir mig sem og skipverjana tvo,“ sagði Jón. Sátu í tvær klukkustundir á lunningunni Hannes Kristjánsson, annar tveggja skipveija á Kolbrúnu, sagði í samtali við blaðið að þeir bræður hefðu verið að reyna að veiða innan við eyjarnar í Mjóafirði, en hefðu ákveðið að færa sig yfir á annað veiðisvæði þegar óhappið átti sér stað. „Þetta gerðist á ellefta tíman- um. Við vorum komnir um bátsleið út sundið við Hrútsey þegar bátur- inn steytti á skerinu. Hann féll strax á hliðina og sjór flæddi inn í iúkar og stýrishús. Þegar ég áttaði mig á hvað var að gerast stökk ég strax upp á lunninguna og Amar bróðir kom stuttu síðar. Hann lenti aðeins í sjónum þegar hann var að skríða út um gluggann en að öðru leyti vomm við þurrir," sagði Hannes. „Það var erfiðast að bíða eftir því að einhver yrði okkar var. Við vomm búnir að bíða hátt á annan tíma þegar flutningabílstjórinn sá til okkar. Á stundum sem þessum hugsar maður bara um hvað gerist næst, hvað næsta mínúta hefur í för með sér, hvort við þyrftum að svamla í sjónum eða hvort við yrð- um að fara í björgunarbátinn. Við sáum fljótlega að báturinn færi ekki niður og því var ekkert annað hægt en bíða. = Hafa áður lent saman í sjávarháska Við bræður höfum áður lent í sjávarháska saman. Það var fyrir nokkmm árum en þá brann bátur undan okkur og þriðja manni er við vorum að rækjuveiðum út af Vest- fjörðum. Svo lenti ég í því fyrir rúmu ári að hvolfa vömbifreið sem ég átti og því hljóta þessi óhöpp mín að fara að taka endi,“ sagði Hannes sem vildi koma á framfæri þakk- læti til þeirra sem sáu til þeirra sem og þeirra sem komu til bjargar. í gærkvöldi átti að reyna að ná Kolbrúnu af strandstað og reiknaði Hannes með að nota til þess dælur og 2-3 báta sem myndu reyna að draga Kolbrúnu til. Hann sagði að við fyrstu sýn virtist báturinn lítið skemmdur þó erfítt væri að segja til um þá hlið sem sneri niður. Jón Sigmundsson Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson SKIPVERJARNIR á Kolbrúnu við komuna til ísafjarðar. F.v. Arnar Kristjánsson og Hannes Kristjánsson. Sinntu ekki tilkynningaskyldu BJÖRGUNARDEILD SVFÍ sendi frá sér eftirfarandi tifkynningu í gær:. Björgunarmiðstöð SVFÍ/Til- kynnirigaskyldunni tóku að berast skeyti frá gervihnetti sem miðað hafði út neyðarsendi á 121,5 Mhz bylgjulengd um kl. 11.00. Beðið var eftir annarri miðun frá gervi- hnetti eða miðun frá flugvél í yfir- flugi sem gæti staðfest að um raunverulega neyðarsendingu væri að ræða þar sem mikið af fölskum neyðarskeytum berst. Um kl. 11.30 barst Björgunar- miðstöð SVFÍ sú tilkynning að flugvél í yfirflugi hefði heyrt í neyðarsendi og var áhöfn björgun- arbáts Slysavarnafélagsins á ísafirði, Daníels Sigmundssonar, kölluð út og beðin um að sigla bátnum út í ísafjarðardjúp til að reyna að miða út neyðarsendinn. Um kl. 11.45 barst björgunarmið- stöðinni tilkynning um að rækju- bátur hefði sést á hvolfí inni á Miðfírði inn af ísafjarðardjúpi og að tveir menn væru á kili bátsins. Daníel Sigmundssyni var stefnt á staðinn. Einnig var loftskeytastöð- in á ísafírði beðin að hafa sam- band við skip og báta í grenndinni og stefna þeim til aðstoðar. Guð- rún Jónsdóttir ÍS var nærstödd og hélt þegar á staðinn. Björgunar- miðstöð SVFÍ var í sambandi við aðra björgunaraðila og vissi því að þyrla LHG og flugvél Flugmála- stjórnar voru einnig sendar á stað- inn. Um svipað leyti og björgunar- bátur SVFÍ, Daníel Sigmundsson, kom á slysstað, þ.e. um kl. 12.55, hafði manni úr landi tekist að róa árabát að Kolbrúnu ÍS-74, þar sem hún hafði steytt á skeri og lá á hliðinni, og bjarga báðum bátsverj- um. Þyrla LHG var þá einnig að koma á slysstað en flugvél Flug- málastjómar hafði þá um nokkum tíma sveimað yfir staðnum. Menn- irnir tveir voru teknir um borð í Daníel Sigmundsson og fluttir til ísafjarðar. Ekkert amaði að þeim, annar þeirra hafði blotnað lítillega. Er þetta er skrifað (14.35) á Daní- el Sigmundsson um 30 mínútna siglingu eftir til ísafjarðar. Björgunardeild SVFÍ/Tilkynn- ingaskyldan vill koma því á fram- færi að Kolbrún ÍS-74 hafði ekki tilkynnt sig úr höfn til Tilkynn- ingaskyldunnar né á tilkynninga- skyldutímum. Björgunardeild- in/Tilkynningaskyldan minnir á hversu mikilvægt er fyrir skip og báta að nota Tilkynningaskylduna þannig að hægt sé að hefja eftir- grennslan um þá ef þeir tilkynna sig ekki og hafa ef til vill lent í vandræðum. Einnig að vitað sé um staðsetningu þeirra þannig að' hægt sé að kalla á þá öðrum til aðstoðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.