Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 5 FRÉTTIR Tveir „íslenskir“ háhyrn- ingar drepast í Sea World Morgunblaðið. Flórída. TVEIR háhyrningar af „íslenskum ættum“ hafa drepist í sjávardýragarðinum Sea World í Orlando með stuttu millibili á þessu ári. 25. febrúar drapst 5 tonna háhyrning- ur, sem bar nafnið Gudrun, stuttu eftir að hafa alið andvana kálf. Fyrra sunnudag drapst tveggja ára háhyrningur, afsprengi Gudrunar. Sá kálfur var fæddur í Sea World 31. desember 1993 og var gefið nafn- ið Nyar. Að sögn umsjónarmanna hvalanna hafði Nyar lengst af sinnar stuttu ævi ekki verið heill heilsu, og nú verður reynt með krufn- ingu að finna orsakirnar. Umsjónarmenn hvalanna vildu ekki vera með neinar tilgát- ur um dauðaorsökina, en sögðu að Nyar hefði aldrei vaxið eðlilega né sýnt eðlilega þyngd og verið seinn að læra. Nyar var mjög snemma sniðgenginn af öðrum hvölum í garðinum og nánast útlæg- ur gerr úr samfélagi hvalanna þar. Hann fékk því sérstaka umönnun eftirlitsfólks, synti í ýmsum laugum sjávardýragarðsins og hafðar voru gætur á honum allan sólar- hringinn, að sögn talsmanna Sea World. Ekkert samband er sagt vera milli dauða Nyars og móður hans, Gudrunar. Hún ól sinn fyrsta kálf þar 1989 og er sá við bestu heilsu og eðlilegur í hegðun og háttum. UNG stúlka leikur sér á baki háhyrningsins Guðrúnar í Sædýrasafni í Hollandi. Skilmannahreppur Greiðir meira til skólans SKILMANNAHREPPUR í Borgarfjarðarsýslu hefur tek- ið að sér að greiða stærri hlut í rekstri Heiðarskóla í Leirár- sveit en honum ber sam- kvæmt reglum um byggðar- samlög. Astæðan er sú að hreppurinn hefur mun meiri tekjur en aðrir hreppar sem standa að skólanum. Tekjur sveitarfélagsins jukust þegar lögum um tekjustofna sveit- arfélaga var breytt á árinu 1994 og sett var ákvæði um lágmarksútsvar. Skilmannahreppur er einn ríkasti hreppur á landinu. Astæðan er miklar tekjur frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Þessar tekjur gerðu hreppsnefndinni kleift að leggja einungis 3% útsvar á íbúana. Þegar lögum um tekjustofna sveitarfélaga var breytt neyddist hreppsnefnd- in til að hækka útsvarið, en lágmarksútsvar er 8,4%. Hreppsnefndin hefur þó nýtt sér sérstaka heimild í lögum til að lækka það niður 7,56%. Marinó Tryggvason, odd- viti Skilmannahrepps, sagði að hreppsnefndin hefði aukið þjónustu við íbúa á seinni árum. Búið væri að malbika heim á hlað á hveijum bæ, og setja upp ljóskastara við íbúðarhús. Hreppurinn hefði ennfremur tekið að sér að greiða þriðjung af rekstrar- kostnaði Heiðarskóla, en ætti að greiða um 24%. Þá hefði Skilmannahreppur gerst hlut- hafi í Speli, sem vinnur að gerð Hvalfjarðarganga. 14 ára öku- maður vald- ur að slysi FJÓRTÁN ára piltur á nýlegum VW-Golf olli hörðum árekstri á Gullinbrú í Grafarvogi á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld. Pilturinn ók aftan á bíl og slasaðist ökumaður hans og varð að leita á slysadeild. Að sögn lögreglu gerði tjón- valdurinn sig líkjegan til að stinga af frá slysstaðnum en nærstaddir komu í veg fyrir það og héldu honum uns lögregla kom. Slysið er til rannsóknar hjá lögreglu. Verð: 9.500 stgr. Game Boy____________________________ ( Ferðaleikjatölva. Fæst nú í 4 litum. Verð 8.750 stgr. Verö: 23.900 stgr. Veró: 59.900 stgr. MM.SBMt V Tec 7530 Hljómtækjasamstæða með þriggja diska geislaspilara og fjarstýringu Mítsubishi M-551 Sex hausa stereo myndbandstæki með ameríska kerfinu (NTSC) Nikon AF -210 ( Alsjálfvirk vasamyndavél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.