Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson SVARTÞRÖSTUR á hreiðri sínu í Fossvogi fyrir skömmu. SKÓGARÞRÖSTUR á sama stað fyrir ári. Frumvarp tveggja sjálfstæðisþingmanna Framsal aflaheim- ilda verði afnumið Þrestir verpaí Fossvogi SKÓGARÞRÖSTURINN er byrj- aður að verpa og hefur að minnsta kosti eitt par verpt í Fossvogskirkjugarði. Þrösturinn byrjar fremur snemma, getur orpið fjórum sinnum á hverri eggtíð og venjulega hefst varpið um mánaðamót apríl og maí. Að þessu sinni er skógarþrösturinn því heldur snemma á ferð enda hefur vetur verið óvenju mildur og líklegt að þrösturinn hafi náð að safna orku til varpsins vegna góðs tíðarfars og matargjafa. Þá hefur fundist hreiður svartþrast- ar í Fossvoginum en hann hefur ekki haft varanlega fótfestu hér á landi. Segir Gunnar Þór Hall- grímsson 17 ára nemandi við náttúrufræðibraut MH og áhuga- maður um fuglaskoðun í að minnsta kosti tíu ár að ekki séu nema þrjú pör á landinu svo vit- að sé. Myndin af svartþrestinum er tekin fyrir skömmu en skógar- þrösturinn sat á hreiðri sínu í Fossvogskirkjugarði fyrir ári síðan. TVEIR þingmenn Sjálfstæðis- flokks hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að af- nema að mestu heimildir til fram- sals aflaheimilda sem nú eru í lög- um um stjórn fiskveiða. Guðmundur Hallvarðsson og Guðjón Guðmundsson leggja frumvarpið fram en þar er m.a. gert ráð fyrir að veiðiheimildum, sem ekki nýtast á fiskveiðiárinu, verði skilað til Fiskistofu. Veiði- heimildunum verði síðan úthlutað til annarra skipa sem vilji fá við- bótarheimildir, gegn umsýslu- gjaldi sem miðast við 5% af meðal- verði viðkomandi tegundar á fisk- mörkuðum innanlands á síðastl- iðnu fiskveiðiári. Jafnframt er gert ráð fyrir því að veiðiheimildum, sem eru ónýtt- Markmiðið ein- földun og aukin skilvirkni ar í lok frumvarpsins, verði úthlut- að á næsta fiskveiðiári gegn um- sýslugjaldi. „Markmið frumvarpsins er að einfalda og auka skilvirkni gild- andi kerfis um stjórn fiskveiða og renna þannig stoðum undir al- menna þjóðarsátt þar um,“ segir í greinargerð. Vafasamur ávinningur Þar segir einnig að vafasamt sé að framsal veiðiheimilda hafi skilað sjávarútveginum þeim ávinningi sem upphaflega var reiknað með. Hins vegar bendi ýmislegt til þess að framsalið leiði til aukins kostnaðar fyrir greinina og þjóðarbúið í heild. Ef svo haldi fram sem horfir með óbreytt fisk- veiðistjórnunarkerfi, megi búast við vaxandi ósætti meðal þjóðar- innar í afstöðu hennar til kvóta- kerfisins. Við slíkar aðstæður verði ekki unað til langframa og því sé nauðsynlegt að breyta lögum um stjórn fiskveiða þannig að sem flestir geti sætt sig við. Mælt er fyrir því í frumvarpinu að aflahlutdeild skips fylgi því við eigendaskipti. Þá verði flutningur á aflamarki milli skipa óheimill, utan að heimilt verði að skipta á aflamarki milli skipa, enda um jöfn skipti á tegundum að ræða, að mati Fiskistofu. Tvö frum- vörp um hærri sjálf- ræðisaldur TVÖ nær samhljóða frum- vörp um að hækka sjálfræðis- aldur i 18 ár hafa verið lögð fram á Alþingi af þingmönn- um úr öllum flokkum stjórn- arandstöðunnar. Sjálfræðis- aldur er nú 16 ár. Annað frumvarpið er lagt fram af þingmönnum Kvennalistans en hitt af Jó- hönnu Sigurðardóttur, Þjóð- vaka, Guðmundi Árna Stef- ánssyni, Alþýðuflokki, og Margréti Frímannsdóttur, Al- þýðubandalagi. í greinargerðum er m.a. vitnað til barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna þar sem seg- ir að börn séu allt fólk í heiminum yngra en 18 ára. Þá er bent á að þróunin í nágrannalöndum íslands sé sú að sjálfræðisaldur hefur hækkað, og er til dæmis 18 ár á öllum Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.