Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Náttúruöflin settu mark sitt á afkomu Orkubús Vestfjarða á sl. ári Hann sagði að maður ætti að borða hægt og rólega. Maður ætti að gefa réttinum þann tíma sem tekur að kólna. Tapið rúmlega 92 milljómr ísafirði. Morgunblaðið. RÚMLEGA 92 milljón króna tap varð af rekstri Orkubús Vestfjarða á sl. ári. Þetta er heldur lakari afkoma en árið 1994 þegar tapið nam 84,8 millj- ónum króna. Miklar sveiflur hafa ver- ið í rekstri fyrirtækisins undanfarin ár sem sést best á því að árið 1993 varð um 6 milljóna hagnaður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var rúmar 136 millj- ónir króna á móti tæpum 123 milljón- um árið áður. Afskriftir námu alls 234,5 milljónum, fjármunatekjur voru 20,8 milljónir og því varð tap á reglulegri starfsemi sem nemur 92,6 milijónum. Eignir fyrirtækisins í árslok 1995 voru 3,9 milljarðar. 200 milljóna króna tjón í formála Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra í ársreikningi fyrir- tækisins kemur m.a. fram að árið 1995 hafi verið eitt versta ár í sögu Vestfjarða. Náttúruöflin settu mark sitt á árið með vályndum veðrum og snjóflóðum. Orkubú Vestfjarða varð fyrir verulegu tjóni á orkuflutnings- línum sínum í þessum náttúrhamför- um og er heildartjón fyrirtækisins metið á um 200 milljónir króna. Viðlagatrygging bætti tjón að upphæð 70 millj. vegna snjóflóða og ríkissjóður lagði fram 20 millj. Óbætt tjón nemur því um 100 milljónum. í ávarpi stjómarformanns fyrir- tækisins, Eiríks Finns Greipssonar, kemur m.a. fram að sala á eignar- hluta sveitarfélaga í Orkubúinu hafi verið og sé til umræðu. Segist hann telja þetta vera mjög óraunhæfa hug- mynd. Með sjálfsforræði í orkumálum hafi vestfirskum sveitarstjómar- mönnum tekist að 'ná því marki að skipa orkumálum fjórðungsins fremst meðal jafningja. Stuðningur ríkis- valdsins hafi vissulega haft veruleg áhrif, en einnig skipti mikil samstaða heimamanna um fyrirtækið máli. „Síðari ástæðan er sú, að sá aðili sem kaupir fyrirtæki á borð við Orkubú Vestfjarða hlýtur að gera kröfur um arðsemi sinnar fjárfestingar." Horfur á stórauknu leiguflugi í sumar Sætaframboðið eykst um 20% Þannig fengi maður notið allra þeirra blæbrigða sem maturinn hefði uppá að bjóða. L A P R M A V E R A J R 1 STORANTE AUSTURSTRÆTI 9 HORFUR eru á um 20% aukningu í sætaframboði í leiguflugi frá íslandi nú í sumar. Heildarframboð sæta í leiguflugi stefnir þannig í að verða rúm 60 þúsund samanborið við um 50 þúsund sæti í fyrra. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar, framkvæmda- stjóra markaðssviðs Flugleiða, mun þessi aukning að öllum líkindum hafa einhver áhrif á sætaframboð eða verðlagningu hjá Flugleiðum. Hann segist þó reikna með því að leiguflugfélögin muni fyrst og fremst koma til með að klípa hvert af öðru með þessari aukningu. „Þessi aukning er í samræmi við þá þróun sem við gerðum ráð fyrir og við höfum alltaf talið að hér ætti að vera fijálsræði. Hins vegar eru þessir aðilar mjög keimlíkir í því hvernig þeir setja fram sína vöru. Þeir eru allir að fara á ódýrasta hluta markaðarins, fljúga með lágri tíðni, oft á tíðum með mjög óþægilega áætlun og selja vöru sína fyrst og fremst á verðinu." Auka vægi jaðarmánuða Pétur segir að það sé hins vegar hvað óþægilegast fyrir Flugleiðir í þessari samkeppni að allir þessir aðilar ætli sér að fleyta ijómann yfir hásumarið, þegar félagið sé að taka inn allah sinn hagnað. „Það sem við höfum hins vegar verið að gera er að reyna að byggja upp jaðarmán- uðina, þ.e. apríl, maí, september og október, og snúa þeim yfír í hagnað- armánuði. Við erum því að reyna að gera okkur minna háða sumartoppn- um og draga úr viðkvæmni okkar fyrir þessari samkeppni." Pétur segir að þessar tilraunir hafí gengið ágætlega. Afkoma fé- lagsins þessa mánuði hafi batnað og farþegafjöldinn aukist. „Maímán- uður á síðasta ári skilaði félaginu hagnaði og er það í fyrsta sinn sem ég man eftir að það gerist.“ Hann segir að útlitið sé ágætt fyrir vormánuðina nú þó svo að ein- hver stífla hafi komið í söluna vegna þess hve vorið í Evrópu hafi verið kalt. Bókanir í sumar líti einnig ágætlega út og bókanir í september og október séu umtalsvert fleiri í ár en á sama tíma í fyrra. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, skiptir Atl- antshafsflugið og annað áætlunar- flug félagsins utan Islands einnig verulegu máli. Félagið fljúgi t.d. fleiri ferðir yfir Atlantshafíð yfir vetrar- tímann en á sumrin, sem auki stöð- ugleika í rekstri þess. Þannig hafi rúm 30% af tekjum félagsins á síð- asta ári komið til vegna Atlantshafs- flugsins, en millilandaflug um Kefla- víkurflugvöll hafi hins vegar skilað um 27% teknanna. í áætlunum félagsins fyrir þetta ár sé gert ráð fyrir 15% aukningu í farþegafjölda og muni stærstur hluti þeirrar aukningar koma til vegna flugs félagsins til Boston og Halifax. Aukin samkeppni hér á landi eigi því ekki að hafa nein veruleg áhrif á þessar áætlanir. tt SPARISJOÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn í dag, föstudaginn 12. apríl 1996, í Þingsölum Hótels Loftleiða kl. 16.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjómar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 1995. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir á árið 1995, ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs fyrir liðið starfsár. 3. Kosning stjómar. 4. Kosning endurskoðanda. 5. Tillaga um ársarð af stofnfé. 6. Tillaga um þóknun stjómar. 7. Önnurmál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Sparisjóðsstjórnin. Landsbankinn semur við Esso og Olís Hægtað taka útfé á bensínsstöðvum Skeljungur hyggst ekki taka upp þessa þjónustu LANDSBANKINN hefur gengið frá samningum við Olís og Olíufélagið hf. þess efnis að handhöfum debet- korta frá Landsbankanum verði heimilt að taka út reiðufé á bensín- stöðvum félaganna. Við þetta munu bætast við um 110 staðir þar sem handhafar debetkorta geta tekið út reiðufé. Aður hafði þessi þjónusta verið tekin upp til reynslu í Nes- kaupsstað og gef- ið góða raun. Var því ákveðið að bjóða viðskipta- vinum bankans upp á þessa þjón- ustu um land allt. Alls verður boðið upp á þessa þjónustu á 110 bensín- stöðvum félaganna tveggja. Há- marksúttekt er 10 þúsund krónur og er hún óháð því hvort keypt er bensín eða aðrar vörur á bensínstöð- inni. Að sögn Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra Landsbankans, var þessi leið valin í stað þess að fara út í mjög kostnaðarsama upp- byggingu á hraðbankakerfi. Með þessum hætti hafi verið hægt að ná mikilii útbreiðslu og þjónustan væri aðgengileg stóran hluta sólarhrings- ins, með mun minni tilkostnaði. Hægt er að taka út fé á meðan að opið er, eða svo lengi sem reiðufé Bandarískur ráðgjafi með námskeið • JOSÉ Stevens, doktor í sálfræði, ráðgjafí og fyrirlesari, dvelur á ís- landi dagana 16.-21. apríl nk. Hann mun bjóða fólki í íslensku viðskipta- lífi upp á eins dags námskeið fimmtu- daginn 18. apríl á Hótel Sögu. Stev- ens hefur kennt við háskóla í Banda- ríkjunum, haldið fyrirlestra og skrifað sjö bækur. í fréttatilkynningu segir að hann kynni nýtt hjálpar- tæki til að kenna fólki að skilja innri hindranir svo það nái settu marki. Hann noti kímnina, einfaldleikann og dæmi úr hvers- dagslífinu til að koma boðskap sínum til skila í stað sálfræðikenninga. Einnig kenni hann fólki að skilja hindranir samstarfsmanna, viðsemj- enda og samkeppnisaðila þannig að það þekki hegðun og útspil mótheij- anna og geti undirbúið mótspil í sam- ræmi við það. Þessa tækni megi einn- ig nota í samskiptum við fjölskyldu og í öllum öðrum samskiptum. Skráning á námskeiðið er hjá Klass- ík ehf. bensínstöðvanna endist. Brynjólfur segir kostnað af þessari þjónustu þann sama fyrir korthafa eins og að taka út fé hjá gjaldkera í banka. Vekur upp spumingar um öryggi Kristinn Björnson, forstjóri Skelj- ungs, segir að fyrirtækið hyggist ekki feta sig áfram á þessari braut og fyrir- tækinu finnist þetta ekki góður kostur af ýmsum ástæðum. „í fyrsta lagi finnst okkur þetta ekki sniðugt þegar að öryggi starfsmanna okkar og við- skiptvina stöðvanna er haft í huga,“ segir Kristinn. „Ég er viss um að í þessu tilfelli hafa menn gleymt að hugsa málið til enda. í öðru lagi er síðan verið að mismuna debetkorta- höfum, þannig að það er verið að vísa frá korthöfum frá einhverjum öðrum bönkum en Landsbankanum," segir Kristinn. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, segir hins vegar að samning- ar þessir byggi á því að ekki þurfí að auka reiðufé á bensínstöðvum félaganna. Þvert á móti sé verið að nýta það fjárstreymi sem um þær fari og þannig draga úr því lausafé sem þar sé. Lækkanirí kauphöllum íEvrópu London. Reuter. UGGUR um aukna verðbólgu í Bandaríkjunum vegna hækkandi hrávöruverðs olli lækkunum á verði hlutabréfa í Wall Street og Evrópu í gær. Frönsk hlutabréf lækkuðu um 1,02%. þótt Frakklandsbanki lækkaði viðmiðunarvexti nokkuð í 3,70%. Þýzka DAX vísitalan lækkaði um 0,8% og FTSE-100 í London lækkaði um 0,62%. Staðan var veik alls staðar við opnun eftir 74 punkta lækkun í Wall Street, en lagaðist nokkuð vegna hækkunar eftir opnun í Wall Street. Staðan versnaði aftur þegar á daginn leið og hafði sjaldan verið verri þegar 70 punkta lækkun í Wall Street olli því að dregið var úr viðskiptum. Þó var lækkunin aðeins 18 punktar kl. 16.00 /,Verð hráolíu fer hækkandi, hrá- vöruvísitalan (CRB) snarhækkar og verulegur ótti við verðbólgu grípur um sig,“ sagði sérfræðingur í Wall Street. Heimsmarkaðsverð á hráolíu í London var um 22,50 dollara tunnan síðdegis, en hafði áður hækkað um 63 sent í 22,66 dollara - hæsta verð í 4 1/2 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.