Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 17 ___________ERLENT________ Réttarhöld hefjast yfír Andreotti vegna morðs ' frnðslunnmskeíð W*|' um dulsnlfrmði X ' Xjp; Hvað segja vísindin um dulskynjun, hugarorku, M\ firðhræringar (poltergeist), árur, líf eftir dauðann? Umsjón: Loftur Reimar Gissurarson, sálfr. Uppl./skráning í 897 3328 & 566 7747. Perugia. Reut- ttÉTTARHÖLD hófust í gær í máli Giulios Andreottis, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, Claudio Vital- one, fyrrverandi utanríkisviðskipta- ráðherra, og tveimur dæmdum mafíumönnum, Gaetano Badala- menti 'og Pippo Calo, sem gefið er að sök að hafa fyrirskipað morð á blaðamanninum Mino Pecorelli árið 1979. Réttarhöldin fara fram í ramm- geru fangelsi í borginni Perugia á miðjum Italíuskaganum og virtist Andreotti, sem einnig hefur verið sóttur til saka fyrir að halda vernd- arhendi yfir glæpasamtökum maf- íunnar á Sikiley, rólegur. Hann er orðinn 77 ára gamall, var forsætis- ráðherra sjö sinnum og var sam- nefnari fyrir Ítalíu í hálfa öld. í gær sat hann í bláum jakkafötum, skrif- aði hjá sér og svaraði styrkri röddu þegar Paolo Nannarone kallaði upp nafn hans. Uppljóstrarinn Tommaso Busc- etta, sem var háttsettur í maf- íunni, heldur því *fram að Badala- menti hafi sagt sér að Andreotti hafi viljað Pecorelli feigan vegna þess að hann hafi unnið að greinum um fjárreiður kristilegra demókrata og ætlað að svipta hulunni af ýmsu varðandi rán og morð Rauðu her- deildanna á Aldo Moro, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 1978. Pecor- elli var skotinn til bana fyrir utan skrifstofur tímaritsins OP. Kveðst saklaus Andreotti kveðst saklaus af þessu máli og segir að ákærurnar á hendur sér séu hluti af ráða- bruggi mafíunnar til að refsa sér fyrir að hafa skorið upp herör gegn glæpastarfsemi þegar hann var við völd. Calo situr í fangelsi á Ítalíu. Badalamenti afplánar nú 45 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum. Hann kveðst ekki hafa rætt morðið á Pecorelli við Buscetta. Reuter GIULIO Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, situr meðan mafíuforingjanum Pippo Calo er fylgt inn í réttarsal í borginni Perugia. Þeir eru sakaðir um að hafa fyrirskipað morð á blaðamanninum Mino Pecorelli árið 1979. Forsetakosningarnar í Rússlandi Verða allt að 78 í framboði? Moskvu. Reuter. TILRAUNIR lítt þekkts fjármála- manns í Moskvu til að verða skráð- ur frambjóðandi í forsetakosning- unum í Rússlandi 16. júní hafa valdið deilu milli kjörstjórnarinnar og hæstaréttar landsins. Verði af- staða hæstaréttar í deilunni ofan á gæti það orðið til þess að allir umsækjendurnir 78 yrðu í framboði. Deilan snýst um umsókn kaup- sýslumannsins Vladímírs Brynts- alovs, er lagði fram lista með millj- ón undirskrifta, eins og krafist er af umsækjendunum. Kjörstjórnin hafnaði hins vegar hluta undir- skriftanna og það varð til þess að Bryntsalov náði ekki markinu. Hæstiréttur Rússlands vefengdi úrskurð kjörstjórnarinnar og mælt- ist til þess að hún legði blessun sína yfir framboð kaupsýslumannsins. Aðeins þrír menn hafa verið skráðir í framboð: Borís Jeltsín for- seti, Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnistaflokksins, og þjóðernis- sinninn Vladímír Zhírínovskí. Alls hafa 78 manns sótt um að verða skráðir og talsmaður kjörstjórnar- innar sagði að svo gæti farið að samþykkja yrði framboð þeirra allra ef Bryntsalov yrði bætt við á listann yfir frambjóðendur í kosningunum. Hæstiréttur sagði úrskurð sinn endanlegan en Alexander Veshnj- akov, ritari kjörstjórnarinnar, kvaðst vona að hún gæti hnekkt honum með einhveijum hætti. Lítt kunnur „auðkýfingur“ Langflestir þeirra 78, sem sækj- ast eftir framboði í kosningunum, hafa ekki verið nefndir í skoðana- könnunum og flestir Rússar hafa aldrei heyrt þeirra getið. Brynts- alov, sem er 49 ára, er einn af þess- um lítt þekktu mönnum. Kaupsýslumaðurinn lýsir sjálfum sér sem auðkýfingi og metur eignir sínar á jafnvirði 600 milljarða króna. Hann er óspar á kavíar á blaðamannafundum og segir að hægt verði að leysa efnahagsvanda Rússlands með því að dæla mikiu fjármagni í efnahaginn. Hann við- urkennir að hann hafi sætt rann- sókn rússneska skattaeftirlitsins og starfsmenn fyrirtækis hans hafa kvartað yfir því að þeir hafi verið neyddir til að safna undirskriftum til stuðnings vinnuveitandanum og hann hafi ekki alltaf greitt launin á réttum tíma. Estoniu breyttí grafreit Helsinki. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDIR við að breyta flakinu af farþegaskip- inu Estoniu í grafreit hófust í gær. Fyrst þarf að dæla 400 tonnum af eldsneyti úr flakinu sem hvílir á botni Eystrasalts suður af suðvesturhorni Finn- lands. Flakið varð að legstað hátt í 900 farþega og áhafnar þegar skipið sökk í september 1994 á leið frá Tallinn í Eistlandi til Stokkhólms. Fram í byijun næsta mánaðar mun fmnska mengunarvarnaskipið Halli (,,Gráselurinn“) dæla eldsneyti úrtönkum Estoniu. Að því búnu verður flakið þakið sandi og steinsteypu til þess að koma í veg fyrir rán úr flakinu. Um 40 manna áhöfn á „Gráselnum“ notar fjarstýrða kafbáta til að bora gat í botn Estoniu. Þá þarf að hita olíuna í eldsneytisgeymunum svo að hún renni upp um leiðslurnar á yfirborð sjávar. Aðgerðin er taíin mjög hættuleg fyrir um- hverfið enda verður annað mengunarvarnaskip í við- bragðsstöðu á meðan hún fer fram. Húsbréf húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 Innlausnardagur 15. apríl 1996. I.flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.584.706 kr. 158.471 kr. 15.847 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.410.083 kr. 705.042 kr. 141.008 kr. 14.101 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.944.107 kr. 1.388.821 kr. 138.882 kr. 13.888 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.835.129 kr. 1.367.026 kr. 136.703 kr. 13.670 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.294.799 kr. 1.258.960 kr. 125.896 kr. 12.590 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.861.788 kr. 1.172.358 kr. 117.236 kr. 11.724 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.752.855 kr. 1.150.571 kr. 115.057 kr. 11.506 kr. 1. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.423.843 kr. 1.084.769 kr. 108.477 kr. 10.848 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka Islands Suðurlandsbraut 24. húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILO • SUÐURIANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.