Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ringulreið o g upplausn hlutskipti Vestur-Afríku? ERLENT Reuter SAMUEL Doe, fyrrverandi forseti Líberíu, var á meðal 150.000 fórnarlamba grimmilegs stríðs í landinu og uppreisnarmenn, sem drápu hann, höfðu hauskúpu hans til sýnis í herbúðum sinum. Stríðið er dæmi um algjört sljórnleysi og upplausn sem einkennir Vestur-Afríku í sívaxandi mæli. Sérfræðingar eru teknir að vara við allsherjar upplausn og stjómleysi í Vest- ur-Afríku og vísa þá m.a. til átakanna í Líberíu. ATÖKIN sem blossað hafa upp á ný í Líber- íu eru enn eitt dæmið um þá dapurlegu þró- un sem einkennt hefur Vestur- Afríku. Algjört stjómleysi ein- kennir í sívaxandi mæli þennan hluta álfunnar og telja ýmsir sérfróðir að sjálft þjóðríkið kunni að vera á fallanda fæti þar. Valdarán og „gagn-valdarán“, spilling og jafnvel mannát geta ekki beinlínis talist til nýjunga í þjóðmálum ríkja Vestur-Afríku. Brottflutningur útlendinga frá Monróvíu, höfuðborg Líberíu, sem Bandaríkjamenn standa fyr- ir, er í raun ekkert annað en endurtekning á skelfingu þeirri sem reið yfir þegar borgarastyrj- öld blossaði upp í landinu fyrir sex árum. Stöðluð viðbrögð Þá líkt og nú geta erlend ríki aðeins brugðist við með einum hætti. Því er hótað að allri að- stoð verði hætt, linni átökunum ekki. í fyllingu tímans þegar hin- ir ýmsu stríðsherrar hafa fengið nóg af blóðbaðinu í bili fallast þeir á að hætta bardögunum. Og þá taka peningarnir aftur að streyma til landsins. En þegar til lengri tíma er lit- ið er ljóst að stjórnleysið fer jafnt og þétt vaxandi í Vestur-Afríku. í grein sem virtur séfræðingur í þessum efnum, Robert Kaplan, ritar í nýjasta hefti tímaritsins The Atlantic Monthly og hann nefnir „Yfirvofandi stjórnleysi" segir höfundur meðal annars: „Harðstjórn hefur löngum tíðk- ast í Vestur-Afríku. Það sem nú setur mark sitt á ástandið er að harðstjórnin er aðeins eitt kraft- birtingarform allsheijar virðing- arleysis fyrir lögum og reglu og er sú þróun mun mikilvægari heldur en tiltekið valdarán, starf- semi tiltekinna skæruliðahreyf- inga eða tilraunir í nafni lýðræð- isins. Hvergi í heimi hér eru hin pólitísku landakort jafn blekkj- andi og í Vestur-Afríku. Álfan er á leið aftur til fortíðar þegar mikilvægar verslunarstöðvar var að finna í nokkrum hafnarborg- um en sjálft innlandið var með öllu óþekkt.“ Agaleysi hermanna veldur skaða Hermenn sem lúta ekki aga og virða hvorki lög né regiu hafa víða valdið miklum skaða í þess- um hluta Afríku. í stærsta rík- inu, Nígeríu, er herstjórnin gráð- uga sem þar ríkir á góðri leið með að leggja fjárhaginn í rúst. Fyrr á þessu ári var valdarán í Níger, annað fór út um þúfur í Gíneu og hallarbylting var fram- in í Sierra Leone. Þar fóru raun- ar fram kosningar í fyrra mán- uði en enginn treystir sér til að fullyrða að herinn láti ekki til sín taka. Afturhvarf til miðrar aldarinnar í Sierra Leone líkt og í Líber- íu ráða stjórnvöld í raun aðeins strandlengjunni og nokkrum bæjum. Sama ástand ríkti þarna um miðja öldina. Dr Will Reno, sérfræðingur í málefnum Vest- ur-Afríku við Háskólann í Florída, rekur þessa þróun til loka kalda stríðsins. Þá hafi ný- lenduskipanin gamla tekið að riðlast. „Það ríkir ekki ringulreið í Vestur-Afríku. Þar ríkir skipu- lögð ringulreið. Það er með ólík- indum að fylgjast með þeirri sjálfsblekkingu sem erlendir sendimenn og hjálparstofnanir eru haldnir í viðskiptum sínum við ríki þessi. Hugtakið „ríki“ á ekki við; í Vestur-Afríku er „rík- ið“ aðeins skel.“ Kynt undir stjórnleysi í Nígeríu Wole Soyinka, þekktasti and- ófsmaður Nígeríu og Nóbels- skáld, segir að herstjórnin í land- inu kyndi . undir stjórnleysið. „Fingraför herforingjanna er að finna alls staðar á þessu svæði. Svo lengi sem herstjórnin verður við völd verður ekkert lát á erfið- leikum íbúa Vestur-Afríku." Hermenn frá Nígeríu eru uppi- staðan í vestur-afrísku friðar- gæslusveitunum, ECOMOG, sem verið hafa í Líberíu. En nú velta menn því fyrir sér hvað gerist ef herstjórnin fellur í Nígeríu án þess að við taki traust stjórn- vald. Þá er hættan sú að upp- lausn sú og stjórnleysi sem Ro- bert Kaplan varar við í tímarits- grein sinni verði að veruleika. Átökin í Líberíu Alvarlegur matvæla- skortur í Monrovíu Róm, Monrovíu. Reuter. ÁTÖKIN, sem blossað hafa upp í Líberíu, hafa valdið alvarlegum matvælaskorti í höfuðborginni, Monrovíu, og óttast er að ekki verði hægt að dreifa matvælum til ann- arra svæða í landinu. Taismaður Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), sem er með höfuðstöðvar í Róm, sagði að neyðarástand gæti skapast ef bardagarnir héldu áfram og kæmu í veg fyrir dreifingu hjálpargagna. Hann sagði að árásir leyniskyttna kæmu í veg fyrir að stofnunin gæti komið matvælum til 15.000 manna í Monrovíu, meðal annars erlendra stjórnarerindreka og starfsmanna hjálparstofnana. Bardagarnir blossuðu upp eftir að stjórn landsins fyrirskipaði hand- töku eins af stríðsherrum landsins. Hinar stríðandi fylkingar í landinu undirrituðu friðarsamning í fyrra eftir sex ára stríð sem kostaði um 150.000 manns lífið. Óöld ríkir í Monrovíu og mikið er um bílstuldi og gripdeildir í íbúð- arhúsum og opinberum byggingum. Fregnir hermdu í gær að vopnaðir hópar beittu sprengjum til að bijót- ast inn í byggingar, létu þar greip- ar sópa og flyttu ránsfenginn á bíl- um Sameinuðu þjóðanna, sem þeir hefðu stolið. -----♦ ♦ ♦---- Vilja kvóta í Smugunni SAMTÖK norskra togaraútgerða hafa krafist þorskkvóta í Smugunni og halda því fram, að verði orðið við óskum þeirra megi draga úr þeim stjórnlausu veiðum, sem þar eru stundaðar nú. Er þetta í þriðja sinn á jafn mörgum árum, sem sam- tökin bera upp þessa kröfu. Sagði talsmaður togaramanna, að þeir óttuðust, að Smugan og veiðarnar þar myndu falla alveg í skuggann af deilunni um síldina. Evrópusambandið og Bandaríkin Fyrstu viðræðurnar um öryggis- og* varnarmál VVashinglon. Reuter. FYRSTU viðræður embættismanna Evrópusambandsins og Bandaríkj- anna um öryggis- og vamarmál fóru fram í Washington á miðviku- dag. Meðal umræðuefnanna voru tilraunir Evrópusambandsins til að axla aukna ábyrgð í varnarmálum. Viðræður um öryggismál Vestur- landa hafa yfírleitt átt sér stað á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, NATO. í Atlantshafsstefnuskránni um aukið samstarf Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, sem sam- þykkt var í fyrra, er hins vegar kveðið á um að viðræður um vamar- mál fari fram með reglubundnum hætti. Atlantshafsstefnuskráin fjallar þó að mestu leyti um sam- starf í efnahagsmálum. Áform um sameiginlega varnarstefnu útskýrð „Þríeykið", sendinefnd embættis- manna frá Ítalíu, Spáni og írlandi, þ.e. núverandi, fyrrverandi og verð- andi forsætisríkjum ráðherraráðs EVRÓPA ESB, átti viðræður við Craig Dun- kerly, skrifstofustjóra í Evrópudeild bandaríska utanríkisráðuneytisins. Formaður nefndarinnar, Carlo Trezza frá Italíu, sagði í samtali við blaðamenn að þríeykið hefði leitázt við að útskýra áform Evr- ópusambandsins um að móta sam- eiginlega evrópska varnarmála- stefnu, sem kunni með tímanum að leiða til sameiginlegra varna, eins og kveðið er á um í Maastricht- samkomulaginu. Bandaríkin, sem hafa löngum lagt áherzlu á að Evrópuríkin í NATO greiddu stærri hluta af kostnaðinum við varnir Vestur-Evr- ópu en þau hafa gert, styðja í orði viðleitni ESB-ríkja til að auka sam- starf sitt og frumkvæði í varnarmál- um, en leggja um leið áherzlu á að slíkt megi ekki verða til þess að veikja samstarflð innan NÁTO. Trezza viðurkenndi að Evrópu- sambandið hefði ekki getað brugð- ist með viðeigandi hætti við stríðinu i lýðveldum Júgóslavíu og það hefði spillt fyrir áformunum um aukið varnarsamstarf ESB-ríkjanna. Það kom í hlut Bandaríkjanna að koma á friði og hafa forystu um skipu- lagningu friðargæzlusveita undir forystu NATO. „Frammistaðda Evrópuríkja í Júgóslavíudeilunni er nefnd sem dæmi um ákveðið getuleysi Evrópu- ríkja til að bregðast við Vandamál- um í álfunni," sagði Trezza. „Við drögum ekki dul á slíkt, en það er ekki ástæða til að gefa upp á bát- inn hugmyndir um að Evrópumenn axli aukna ábyrgð í öryggismálum eigin heimsálfu.“ ReuU:r Aufúsugestur í Brussel PAAVO Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, átti fyrr í vik- unni fund með Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í höfuð- stöðvum framkvæmdastjórnar- innar í Brussel. Lipponen er aufúsugestur í Brussel. Finnskur almenningur hefur sýnt mun meiri stuðning við ESB-aðild en t.d. kjósendur í Danmörku og Svíþjóð. Finnar þykja Iíka ganga hreint til verks innan Evrópu- sambandsins og tryggja sér áhrif víða. Finnsk stjórnvöld eru talin opnari en stjórnir hinna norrænu ESB-ríkjanna fyrir ýmsum breyt- ingum á stofnunum Evrópusam- bandsins í átt til yfirþjóðlegri ákvarðanatöku og aukins sam- runa. Finnskir ráðherrar hafa þó látið svo um mælt að ekki megi ganga framhjá því að al- menningsálitið í hinum norrænu ESB-ríkjunum sé andsnúið aukn- um samruna og taka verði mið af því á ríkjaráðstefnu sam- bandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.