Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 19 LISTIR íslenska kórlagið TONLIST Listasafn íslands KÓRSÖNGUR Hamrahlíðarkórinn, undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur, flutti ís- lenska tóniist eftir 10 íslensk tón- skáld og vom fjögur verkanna frum- flutningur. Þriðjudagurinn 9. apríl, 1996. ÞAÐ ER æskan og fegurð henn- ar, sem skartar sínu bjartasta undir fótstalli drottningar listarinnar, hennar hátignar, Tónlistarinnar, þegar Hamrahlíðarkórinn tekur sér stöðu og syngur gestum sínum í fag- urri samhljóman. Skírskotun til til- finninga er viðkvæm meðferðar, bæði þá snert er við hlátri sem og gráti og öllu þar í millum. Tóntúlkun Hamrahlíðarkórsins hefur oft vegið salt á ögurbrún þessara tilfinninga og það átti sér stað á tónleikum kórsins í Listasafni Islands sl. þriðju- dag. Tónleikarnir hófust á lagi eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem nefnist Upphaf og er við ljóð eftir Hannes Pétursson. Á eftir þessari hugvekju kom Sólarkvæði eftir Bjarna Gissur- arson, sem Jón Þórarinsson tón- klæddi fyrir nærri hálfri öld á meist- aralegan máta. Þetta frábæra tón- verk var mjög vel flutt. Þegar lesið er saman hvaða skáld eru sótt heim, af þeim tónskáldum er yrkja fyrir Hamrahlíðarkórinn, kemur í ljós, að ljóðin spanna nær allt svið orðlistar- innar, allt frá fornum kvæðum til nýortra kvæða, eftir þá er best kunna að yrkja. Þarna gat að heyra Stóðum tvö í túni úr Víglundarsögu og áður hafði kórinn sungið Sólarkvæði og þar á eftir fylgdi frumflutningur á skemmtilegu lagi eftir Snorra Sigfús Birgisson, er nefnist Amorsvísa og er ljóðið eftir Pál Vídalín. Yngsti höfundurinn á þessum tónleikum, Hrafnkell Orri Egilsson, lagði með sér til söngveislunnar lag sem nefn- ist Skammdegisvísa, við þungbúið kvæði eftir Stefán Hörð Grímsson, ágætt lag, sem var hér flutt í fyrsta sinn og lofar góðu um að hér sé á ferðinni efnilegt tónskáld. Stefán Hörður átti næsta ljóð, Kvöldvísur um sumarmál, sem Hjálmar H. Ragnarsson umvafði fallega spunn- um hljómum, á nokkuð einlitan máta en mjög fallega hljómandi. Næstu tvö lög eru eftir Jón Nor- dal, það fyrra, Drekkur grundin dökkva, við þýðingu Sigurðar Nor- dals á ljóði eftir gríska skáldið An- akreon og söngverk við þijú ljóð eft- ir Snorra Hjartarson, er nefnast Haust, Þögn og Vor. Miðlagið, um þögnina, er einraddað og býr það yfir sérkennlegri stemmningu en Haust og Vor eru merkt þeim sér- stæða tónstíl Jóns, sem oft birtist mjög ákveðið í samskipan þéttrar hljómskipunar og lagferlis sem teng- ist hrynskipan íslenskunnar. Frum- flutningur þessa fallega tónverks var góður, merktur þeirri einlægni og djúpleitandi tilfinningu sem einkenn- ir stjórn Þorgerðar og unga söngfólk- ið umskapar í söng sínutn. Komdu nú að kveðast á er syrpa þjóðlaga, sem Jón Þórarinsscm hefur raddsett á einkar skemmtilegan máta og eru vísurnar húsgangar en einnig gripið til vísnastefja eftir Jón í Hundadal, Pál Ólafsson og Hallgrím Pétursson. Annar skemmtilegur hús- gangur, Hvað á að gera við stráka- ling, var sunginn við sniðugt lag eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson, er hann nefnir Gömul uppeldisaðferð. Þorkell átti og næsta lag, er hann nefnir Fararsnið, við ljóð eftir Þorgeir Sveinbjarnarson og var þetta hug- ljúfa lag mjög fallega flutt. Tvö lög eftir Karólínu Eiríksdótt- ur, Vetur, við ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur og Ungæði við skondinn texta eftir Sigurð Pálsson, sem Karólína spann um skemmtileg- an tónleik, voru næstu verkefni kórs- ins og þar eftir kom skemmtilegt lag eftir Mist Þorkelsdóttur, Grýlulestin, við vísur eftir Þorstein Valdimarsson. Umþenking II, úr Tímanum og vatn- inu, eftir Atla Heimi Sveinsson, er eins konar tónræn hugleiðing (án texta) en á eftir söng kórinn Maríu- kvæði Atla við nýfundið kvæði eftir Halldór Laxness. Þetta fallega en sáraeinfalda Iag var mjög vel flutt. Frumflutt var ágæt raddsetning Hróðmars Inga Sigurbjömssonar á lagi eftir Ingunni Bjarnadóttur, við ljóð eftir Þorstein Valdimarsson. Sofðu nú sælin við gamla bæn, frábært lag eftir Snorra Sigfús Birg- isson, var mjög vel sungið af kór og einsöngvara, sem var Hallveig Rún- arsdóttir. Snorri leikur mjög skemmtilega með hljóðfall og liggur ekki fjarri, að lagið hafi „slegið í gegn“. Tónleikunum lauk svo með Nú hverfur sól í haf, sem er tónsetn- ing Þorkels Sigurbjörnssonar á sálmi eftir Sigurbjörn Einarsson, biskup. Það er sérkennilegt, að á sama tíma og íslensk tónskáld eru upptekin af alls konar tæknilegum atriðum í gerð verka sinna, eiga þau til að setja saman lög, sem eru svo einföld og saklaus í gerð, að allir eigna sér þau. Þarna hafa Jón Nordal, Atli Heimir Sveinsson og Þorkell Sigur- björnsson oft náð að tónklæða texta með því tónferli, er lifir með textan- um sem ein heild og á þessum tón- leikum var Maríukvæði Atla og þó sérstaklega Nú hverfur sól í haf eft- ir Þorkel það sem tók til hjartans, enda flutt af þeirri innsýn, sem Þor- gerði tekst sérlega vel að magna upp hjá unga söngfólkinu, er skilar þess- um skilningi hennar á svo innilegan máta, að þeir harðgerðustu vikna við. I heild voru þetta merkilegir tón- leikar og leiða hugann að því, hvort ekki sé komin stund til að taka sam- an allt það sem íslendingar hafa gert í gerð kórlaga, á svipaðan máta og gert var undir yfirskriftinni „ís- lenska einsöngslagið", því trúlega er í þeim sjóði að finna margt af því besta sem íslensk tónskáld hafa sam- an sett, bæði raddsetningar og frumsamin kórverk. Hamrahlíðarkórinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, hefur ekki aðeins glatt með fögrum söng, held- ur á Þorgerður og kórinn stóra aðild að því mikla safni söngverka, sem tónskáld hafa lagt til í sjóð íslenskra kórverka og þyrfti trúlega nokkra tónleika til að skila því verki öllu í söng, sem sérstaklega hefur verið samið fyrir kórinn og flutt af honum á undanförnum árum. Þarna er að verða til merkileg saga, sem vert er að halda til haga. Jón Ásgeirsson Leikfélag Keflavíkur Morgunblaðið/Bjöm Blöndal FRÁ æfingn á revíunni Sameinaðir stöndum vér sem Leikfélag Keflavíkur frumsýnir í kvöld. Frumsýnir revíuna Sam- einaðir stöndum vér LEIKFÉLAG Keflavíkur frumsýnir í kvöld revíuna „Sameinaðir stönd- um vér“, eftir Omar Jóhannsson. Hann hefur áður samið revíur sem fluttar hafa verið af leikfélaginu sem slógu öll aðsóknarmet. Revían fjallar um mannlífið á Suðurnesjum í gegnum misserin þar sem víða er komið við, en þó má nefna samein- ingar- og nafnamálið. Leikstjóri er Þórarinn Eyfjörð en alls koma 24 leikarar fram í verkinu auk 10 aðstoðarmanna. Æfingar hafa staðið yfir frá því í febrúar. Margir nýir og efnilegir leikarar koma fram í verkinu auk gamal- kunnra andlita. Þetta er annað verkið sem leikfé- lagið flytur á leikárinu, fyrra verkið var Stræti sem sýnt var fyrir ára- mót og gekk mjög vel. Formaður félagsins er Guðný Kristjánsdóttir. Revían verður flutt í Félagsbíói og heQast sýningarnar kl. 20.00. Frumsýning verður í kvöld eins og áður sagði og önnur sýning verður á sunnudagskvöldið. Bið kyn- slóðanna EINAR Már Guðvarðarson opn- ar í dag, föstudag, kl. 16 sýn- ingu á sex höggmyndum í Gall- eríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Sýningin sem nefnist Bið stendur til 1. maí og er opin á verslunartíma. Tilvistarbiðin er viðfangsefni Einars Más í þessum högg- myndum sem allar eru unnar í svartan marquinia-marmara frá Baskalandi. Þetta eru gólf- verk og eru fimm myndanna tæpur metri á hæð en það sjötta er skál með vatni í og er hún um einn metri á lengd. „Tilvistarbiðin er þögul og kyrr, staðföst og æðrulaus. Hún byggist á einlægu trúnaðar- trausti, er markviss án þess að beinast að einhverju ákveðnu marki. Hún er bið kynslóðanna en einnig hverrar manneskju. Biðin eftir því sem lífið lofar: Frelsinu, hamingjunni, al- gleymi sjálfsins - dauðanum. Hún nærir drauminn um var- anleika en er sprottin af reynsl- unni af hverfulleika alls. Hún er bið þess átrúnaðar sem hýsir efann,“ segir í kynningu. Verkin á sýningunni eru til- TVÆR af sex höggmyndum Einars Más í svartan marqu- inia-marmara einkuð „öllum þeim sem bíða átekta, þar á ineðal Böskum, Pólínesum, Kúrdum, Palestínu- mönnum, öðrum þjóðum, þjóðarbrotum og einstaklingum sem þrá frelsi og sjálfsákvörð- unarrétt — réttinn til að lifa draum sinn.“ Bið er tíunda sýning Einars Más hér á landi og erlendis síð- an 1984. Auk þess hefur hann tekið þátt í sex sainsýningum. Einar Már nam höggmynda- gerð í Grikklandi 1985-90. Goða- fræði og norræn örnefni FÖSTUDAGINN 12. apríl kl. 16.30 heldur dr. Lennart Elme- vik prófessor fyrirlestur í Nor- ræna húsinu. Nefnist hann Hednisk gudalára och nordiska ortnamn. í fyrirlestrinum verða gefín dæmi um örnefni sem hægt er að segja með fullri vissu að vitni um heiðinn sið og örnefni sem örugglega tengjast trúarat- höfnum, en eru rangtúlkuð að mati fyrirlesarans. Loks eru nefnd dæmi um örnefni sem virðast innihalda guðanöfn, en sem hægt er að sanna að eru af veraldlegum toga. Lennart Elmevik er prófessor í norrænum málvísindum við Uppsalaháskóla og deildarfor- seti við málvísindadeildina frá 1986. Hann er fulltrúi Svíþjóðar í stjórn Norræna hússins og frá 1993 formaður stjórnar. Hann hefur gegnt fjölmörgum trún- aðarstörfum og má nefna for- mennsku í íslenska félaginu í Uppsölum frá 1979 og hann ritstýrði Scripta Islandica 1969-1985. Lennart Elmevik er mjög afkastamikill fræði- maður sem hefur skrifað fjölda greina um málvísindi, m.a. orðsifjafræði og um rannsóknir í örnefnafræði. Lennart Elme- vik er gestafyrirlesari á vegum heimspekideildar Háskóla ís- lands þessa viku og heldur fyrir- lesturinn í Norræna húsinu í samvinnu við Háskólann. Allir eru velkomnir og að- gangur er ókeypis. Ljósmynda- félagið R.G.A.T.M. LJÓSMYNDASÝNING ljós- myndafélagsins R.G.A.T.M. verður opnuð laugardaginn 30. mars kl. 16 í Galleríi Geysi í Hinu húsinu við Ingólfstorg. Ljósmyndafélagið R.G.A.T.M. er áhugamanna- hópur þar sem flestir stunda nám í ljósmyndun, en aðrir eru viðriðnir félagsskapinn með ein- hveijum hætti. „Myndirnar á sýningunni verða með fjöl- breyttasta móti, allt frá manna- myndum til landslagsmynda, og allt til spennuþrunginna svart- hvítra andlitsmynda," segir í kynningu. Gallerí Geysir er opið alla virka daga milli 9 og 23, og um helgar milli 12 og 18. Sýn- ingin stendur yfir til sunnu- dagsins 28. apríl. Kvikmynda- sýning fyrir börn í NORRÆNA húsinu sunnu- daginn 14. apríl kl. 14 verður sýnd norska kvikmyndin „For Tors skyld“. í kynningu segir: „Myndin fjallar um Tor, 14 ára, sem á erfitt. Pabbi hans drekkur helst til mikið og á endanum yfirgefur mamma hans heimilið. Tor stingur af út í skóg, en hann kemst að því að hann stendur ekki einn, vin- irnir leita hann uppi og hjálpa honum. Mynd um unglinga og sterka vináttu. Mynd fyrir eldri börn og unglinga." Norskt tal, 82 mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.