Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 23 AÐSENDAR GREINAR Iþróttir og hvatning SveUtáólcvutói KOMNIR Brottfall stúlkna úr íþróttum ALGENGT er að foreldrar „setja“ ung börn sín í einhveijar íþróttir, annaðhvort í ákveðna íþróttagrein eða í íþróttaskóla sem eru orðnir vinsælir nú síðustu ár. í þeim er ekki lögð áhersla á neina ákveðna grein íþrótta, heldur eru börnin í fijálsum leik og í hópleikjum þar sem þau læra að fylgja ákveðnum reglum og fyrirmælum. Stór hópur foreldra telur að markviss hreyfíng sé af hinu góða fyrir börnin, í fyrsta lagi hreyfingalega og ekki síður andlega og félagslega. Þessir kostir minnka ekki þegar börnin eldast. Sá félags- legi og líkamlegi þroski sem við öðlumst í íþróttahópi heldur áfram að vera jafn mikilvægur. Eins og fyrr segir eru það foreldrarnir sem ákveða hvort barnið stundi einhveij- ar íþróttir og fái markvissa hreyf- ingu. Þá vaknar sú spurning hvort foreldrarnir geti ekki haft þessi áhrif fram á unglingsár barna sinna. Jú, það geta þeir, það hefur komið í ljós í þeim könnunum sem Neysla vímuefna, segir Ingveldur Braga- Ingveldur Bragadóttir dóttir, er minni meðal þeirra sem stunda íþróttir. starf foreldra á sér stað. E.t.v. finnst for- eldrum og unglingun- um sjálfum að það henti ekki eins vel að vera með virkt foreldrastarf þegar þau eldast. Gera má ráð fyrir að foreldra- starfið taki breytingum. En foreldrar, það er nauðsynlegt að styðja við bakið á unglingum jafnt sem börnum. Það þarf ekki að kosta svo miklu til, heldur að fylgjast með og einfald- lega að líta á æfingar og veita barninu/ungl- ingnum um leið stuðn- ing og athygli. Það eru ekki aðeins foreldrar þeirra, sem skara fram úr, sem mega vera sýnilegir, held- ur allra barnanna því þátttakan er þeim öllum jafn mikils virði. Að lokum: Foreldrar, látum unglingana finna að þeir hafi at- hygli okkar ennþá. Sýnum þeim stuðning í íþróttaiðkun þeirra með því að horfa á og fylgjast með því sem fram fer. Styðjum líka við félagslega þáttinn sem er þeim mikils virði. Þetta er góður og heil- brigður félagsskapur. I könnunum kemur líka fram að neysla hvers konar vímuefna er minni meðal þeirra sem stunda íþróttir. Vil ég hvetja foreldra, systkini, þjálfara og aðra að veita stúlkum stuðning til að halda áfram sinni íþróttaiðkun. Höfundur er verkefnisstjóri um „BrottfaJI stúlkna úr íþróttum" á vegum ÍSJ. ARMULA 8, SIMAR 581 2275 og 568 5375 unnar hafa verið undanfarin ár. Kannanir sem RUM hefur unnið síðustu 'árin sýna allar fram á að foreldrar hafa hvað mestu áhrifin á börnin. I svörum stúlkna kemur fram að móðir sem fyrirmynd hefur hvað mest að segja. Þ.e. að stundi móðir íþróttir og hvetji dætur sínar til íþróttaiðkunar virkar það sem áhrifamesta hvatningin. Hlutur föð- ur svo og annarra nákominna skipt- ir þær líka miklu máli. Sterkari fylgni reyndist í þessa veru meðal stúlkna en pilta. Þó eru áhrif hvatn- ingar á þátttöku piltanna einnig mikil. Samkvæmt könnuninni fá þeir meiri hvatningu frá öllum aðil- um heldur en stúlkurnar. Ekki má gleyma þeim áhrifum sem félagarnir hafa i þessu efni. Margar sem hætt hafa íþróttaiðkun segja ástæðuna vera að félagarnir hafi hætt. Stúlkur jafnt og piltar leggja áherslu á mikilvægi félags- skaparins í tengslum við íþróttaiðk- unina. Víða er töluvert gert til að styrkja tengslin og í þessum hópum eru oft bestu félagarnir. Hvatning getur verið margs kon- ar. Bein hvatning, þ.e. að koma og horfa á þegar keppni fer fram, styð- ur þau annaðhvort í sigri eða tapi og samræður sem við eigum við börnin. En hin óbeina hvatning sem á sér stað í hversdagslegri um: gengni er ekki síður mikilvæg. í annarri könnun sem unnin var af RUM þar'sem tekin voru viðtöl við unglingana segja stúlkur að þeim finnist sín íþróttaiðkun ekki tekin nægilega alvarlega - þetta er bara leikur. Sem dæmi þykir ekkert nema sjálfsagt að stúlka sleppi æfingu þegar eitthvað annað er að gerast, en hjá piltunum er áherslan á þann veg að fyrst er það æfing- in, en svo kemur annað á eftir. Þátttaka í foreldrastarfi virkar sterkt sem hvatning. Það er víðast á þann veg að meðan börnin eru u.þ.b. 10 ára og yngri er foreldra- starf í miklum blóma, en því eldri sem þau verða þeim mun minna RANNSOKNASTOFNUN BYGGINGARIÐNAÐARINS Rannsóknarráð Islands cSd húsnæðisstofnun ríkisins Í3- Húseigendur - húsbyggjendur! Laugardaginn 13. apríl nk. halda Húsnæðisstofnun ríkisins, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins ✓ / og Rannsóknarráð Islands kynningarfund í Arsal Hótel Sögu kl. 13.30-17.00. Fundurinn er ætlaður bæði almennum húseigendum og fagmönnum. Á staðnum veita sérfræðingar Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins ráðgjöf um byggingaraðferðir, viðgerðir og viðhald og sérfræðingar Húsnæðisstofnunar veita upplýsingar um fjármögnun og lánafyrirgreiðslu. Einnig verða haldin erindi og rannsóknaverkefni verða kynnt í sýningarbásum og starfsemi stofnananna kynnt. Erindi: Kl. 13.30 ✓ Viðhaldsþörf mannvirkja á Islandi. Gilda erlendar viðmiðanir? Benedikt Jónsson, verkfrœðingur og Björn Marteinsson, verkfrœðingur og arkitekt Kl. 14.00 Loftræstar útveggjaklæðningar á hús. Örugg lausn? Jón Sigurjónsson, verkfrœðingur Kl. 14.30 Múr-einangrunarkerfi til utanhússklæðninga Uppbygging og reynsla: - Sementsbundin kerfi - Akrylbundin kerfi Björn Marteinsson, verkfrœðingur og arkitekt Kl. 15.00 Viðhald og viðgerðir steyptra húsa Helgi Hauksson, verkfrœðingur Kl. 15.30 Nýjar aðferðir við sprunguviðgerðir Rógnvaldur Gíslason, verkfrœðingur Kl. 16.00 Ný viðhorf í húsalögnum, vatnstjónavarnir Einar Þorsteinsson, tœknifrœðingur Kl. 16.30 Málun húsa - ending Rögnvaldur Gíslason, verkfrœðingur • Ráðgjöf: Húsbyggingatækni - hljóðtækni - lagnir - málning - steinsteypa - byggingarkostnaður - lánafyrirgreiðsla - o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.