Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Gamli skólinn á afmæli Ég vil hvetja bekkjar- ráðsformenn og Nem- endasambandsstjórn, ATVIK höguðu því þannig, að fyrir nokkrum dögum gekk ég um gamla menntaskólann við Lækjar- götu, Hinn lærða skóla, Mennta- skólann í Reykjavík. Ég gekk hæð af hæð, úr stofu í stofu og heils- aði upp á þilin og skólaborðin, myndirnar á veggjunum, bjölluna. Og mér varð ljóst, að þannig hafði ég ekki reikað um þessi sögufrægu húsakynni í rúm fjörutíu ár, eða frá því mér dvaldist þar dag hvern í von um að verða að manni. Fá hús á landinu eru sögufræg- ari. Ég sá fyrir mér, hvernig þetta hátimbraða hús reis upp úr torf- kofaþyrpingunni, sem var höfuð- staður landsins fyrir 150 árum, reisulegt og stolt horfði það yfir umhverfi sitt, vestur á Mela og norður yfir Sund og sagði: nú skal landið aftur rísa. Var nema furða að Alþingi fengi þar bólstað, þegar það reis einnig að nýju. Aldrei kem ég svo á Sal, að ekki sjái ég fyrir mér þjóðfundinn ljóslifandi, þeir standa þama karlarnir, sá sem var sómi okkar sverð og skjöldur, sá halti og sá digri og halda áfram að mótmæla allir. •n VINNINGASKRA Útdráttur 11. april 1996 Nissan Patrol Wagon Kr. 3.800.000,- 22797 * Ferðavinningar Kr. 50.000,- 396A ¥ 1774A * 5197A * 12064A * 50818B ¥ 607A ¥ 2335A + 10354A * 12344A * 52614A * 992A « 2388B * 11168A * 31341A ♦ 54229B * 1043A ¥ 2726A * 11366A * 38717A ♦ 55936A ♦ 1157A « 3100A ¥ 11443A ¥ 41741A * 61165A * 1248A * 5008A ¥ 11482A * 45929A * 70099A * Ferðavinningar Kr. 20.000,- 1750A ♦ 13067A ♦ 18839A ♦ 25010A * 40513A * 3244A* 13956A * 19792A * 31630A * 41557A ¥ 8521A ♦ 15073A ♦ 20013B * 31744A ♦ 50229A * 10445A * 16975A ¥ 22707A ♦ 37694A * 51048A * flúsbúnaðarvinningar Kr.6000,- 210* 4090flt 116030* 19451A* 25066ftV 3£310flV 4246001/ 50641A* 6232304 76605fl* 49flí 41030* 11839AV 1957001/ 25430AI/ 32313AV 42577A* ,5099£flí 63202A* 76859flv 23904 4332A4 12738ft* 196650* £596304 323750* 42966fl¥ 51212fl* 6463904 77517A4 3530* 499004 129350» £02640* £755604 3£51£flV 43043AV 51451AV 649010* 17196* 393A4 5964A4 129780* 205150* 27600A* 3£5640* 434150* 51473A* 660880* £0606« 413A* 5992AV 131300V £05570* £82230* 325750* 441410* 5£0770* 667710* 220064 5630* 61650* 131370* 20879A* 289250* 32722A4 44506A* 52707A* 66966A* 71466* 7410* 64660* 1343004 212770* 26932ft* 33165A* 4491604 53021A4 67267R* £060864 9770» 66860* 1346904 21346A* 29197A* 337630* 452460* 530£6fl* 6602304 2840264 993A* 6905A* 1347ÚA* £14630* 2961604 344Ú3A* 45305A* 53341A4 684780* 265376« 10600* 85210* 134750* 21517AV £97650* 349070V 455460« 533910* 6698304 £99956* 14920* 8830A4 135100* 21978(4* 302370* 35040A* 468290* 538210* 690810* 307796* 16£004 69900* 138240* 22106A* 30326A* 36309A* «771004 544020* 691070* 357416* 203214» 92220* 144090* £29310« 30412A* 36348A* 481030* 544960* 705900* 436906* 2215A4 10105ft* 148760* 229410* 304600* 40063AV 461970V 5456304 71396A* 6666964 £56404 10346(1* 15274A* 2305904 30754A* 40335A* 48296(1* 54911(1* 71523(1* 30090* 10491(1* 1537704 234900* 306310« 404050* 467730* 561600* 716210* 3086(1* 10594(14 160120* 2357604 3114704 406030* 469550* 57108(1* 72040(1* 3105114 1067404 16160(1* 236510* 31190(1* 41060(1* 49312(1* 572310* 721210* 33470* 1073104 1661004 2391904 312630* 414830* 500180* 574140* 721860* -■6530* 106860* 169700* 2455904 314430* 418140+ 500930* 5901504 722100+ 36860* 109630* 174990* 245700* 315320* 420940* 501130* 5905204 7373104 365004 1136604 189600* 2477404 316690* 421620* 502410* 591410* 747690* 391304 114050* 1941504 249500* 316270* 4230304 502820* 6148204 764310* En þarna er líka Pálmi að brýna fyrir okkur að verða ljós í landinu, þama er sir Edmund Hillary að segja okkur frá því, hvernig sé að klífa hæstu tinda, þarna erum við árla morguns að syngja syfjulegri rödd Yfir voru ættar- landi og þegar laginu lýkur erum við vöknuð og orðið hlýtt. Þarna buðu piltar forðum stássmeyjum bæjarins í léttan dans og þarna reyndum við líka að stíga í vænginn. Eða hlýddum á skáldin og tónlistar- mennina sem vitjuðu okkar. Ég sé piltana á Langalofti vera að undirbúa Holbergssýningar fyr- ir tæpum 150 árum, upphaf að nær óslitinni hefð, sem á sér fáar hlið- stæður í veraldarsögunni, en rætur gamlar til Bessastaða og í Herra- nóttina í Skálholti. Vitið þið hvar Langaloftið var? Það var ekki uppi undir risi, segir Heimir Þorleifsson, heldur í stofunum til vinstri, þegar gengið er í salinn. Hver stofa á sér ekki bara sögu, heldur margar sögur. Það var ekki að ófyrirsynju, að hér var haldin sögusýningin mikla, þegar íslendingar báru loks gæfu til að stofna lýðveldi. Þarna hafði nefnilega stór hluti sögunnar gerst. Og gerist enn. En þessi koma mín í gamla skól- ann var ekki ánægjan ein. Það er allnokkur venja siðmenntaðra þjóða að hlúa vel að verðmætum, rækta sameiginlegar minningar með sýnilegum hætti. Og einhvern tíma þótti góðu skáldi miður að Snorrabúð væri orðin stekkur. Svo ég kom mér að efninu: Skólinn lítur allvel út hið ytra, hið innra er ástand hans, með leyfi að segja, ekki sem skyldi. Fyrir þau yfirvöld, sem bera ábyrgð á viðahldi þeirra fáu húsa, sem hafa ótvírætt menn- ingarsögulegt gildi, fyrir þá sem vilja, að æskulýður landsins lifi og læri í umhverfi, sem skapar eðlilega virðingu fyrir verð- mætum og fæðir af sér mennilega umgengni. Ekki sem skyldi fyrir okkur öll, hvort sem við sóttum þennan skóla eða ekki. I fáum orð- um sagt: Innréttingar skólans og búnaður hafa látið mikið á sjá, og hér er átaks þörf. Og skólinn á einmitt 150 ára afmæli á þessu ári. Þess verður ugglaust veglega minnst, svo sem vera ber. En ein er sú afmælisg- jöf, sem skólanum og nemendum hans í dag kemur bersýnilega best. Vinur minn og bekkjarbróðir, Benedikt Blöndal, síðar hæstarétt- ardómari, ritaði eitt sinn grein í skólablaðið sem lauk á orðunum: Sýn dug! Verið ljós í landinu! Okk- ur þótti þetta nokkuð hástemmt, en áttum þó til að syngja þetta með sínu lagi, þegar vel lá á okk- ur. Mörg skólasystkinin urðu reyndar hin ágætustu ljós í landinu og hafa sýnt góðan dug. Hversu mikið þau hafa þakkað það dvöl sinni í gamla skólanum, skal auð- segir Sveinn Einars- son, til að setjast saman á rökstóla og hefja skipulagsstarf. Afmæl- isárið er hafið. vitað látið ósagt. Júbileumsár- gangar hafa reyndar árlega sýnt í verki hug sinn og þakklæti til þessarar stórmerku gömlu menntastofnunar. En nú er tilefnið stærra og stærra átaks þörf. Ég vil hér gera það að tillögu minni, að allir þeir árgangar sem uppistandandi eru taki sig nú saman og færi skólan- um þá gjöf sem mest er þörf: þá umgjörð sem saga skólans og lif- andi starf hans í dag á skilið. Menn geta auðvitað einbeitt sér að einstökum stofum sem þeim eru öðrum kærari eða sérlega minnis- stæðar af öðrum orsökum, og þess má kannski geta með litlum vegg- merkingum. Ef allir eru samtaka, þarf þetta átak ekki að létta pyngju hvers og eins til neinna muna. Eða hvern munar svo sem um 2.000 krónur, þegar svona stendur á? Ég vil hvetja bekkjarráðsformenn og nemendasambandsstjórn til að setjast saman á rökstóla og hefja skipulagsstarf. Afmælisárið er haf- ið! Gamlir og nýir menntskælingar. Sýnið nú dug! Og verið ljós í land- inu! Höfundur er leiksljóri og rithöf- undur. Sveinn Einarsson Fj ármálaráðherra skilur ekki dómsmálaráðherra og því síður lögregluna ÞAÐ er auðvitað Ijármálaráðherra, sem skammtar dómsmála- ráðherra alltaf svo litla peninga handa lög- reglunni og tollvörð- um, þannig að ekki er hægt að halda úti al- mennilegri löggæslu né tollgæslu, svo ég tali nú ekki um fíkni- efnadeildina. Það vantar kraft, dug og skilning á vandamálunum fíkni- efna. Til þeirra á ekki spara. Þetta er upp á líf og dauða. Þetta ættu þessir ráðamenn að vita. Þessi vandamál, sem eru að verða þjóðarböl, svo maður segi það nú enn og aftur. Þetta hefur komið á borð alþingismanna, en þar er bara kjaftað og kjaftað, en ekkert gert. Svo eru lögreglumenn og tollverðir teknir á teppið og fá áminningu og jafnvel reknir fyrir að segja sannleikann, þótt þeir séu oft búnir að tala um manneklu og það sé ekki hægt að standa í stykk- inu. Þeim líður illa af því að þeir komast ekki yfir verkefni sín, þrátt fyrir harðan vilja. Þetta er búið að ganga svona lengi bæði hjá lög- reglunni og tollvörðum. Yfirmenn- irnir vissu það, eða áttu að vita það, en höfðu ekki bein í nefinu til að láta yfirmenn sína í dóms- málaráðuneytinu vita hvernig mál- in stæðu. Allir hræddir við að segja sannleikann. Það er víst það eina sem má ekki hjá opinberum starfs- mönnum. í nýju lög- unum um lögreglu- menn er enn hert á þessu. Lögreglumenn eiga auðvitað ekki að tala neitt um störf sín út í bæ, enda gera þeir það ekki, minnugir þagnarskyldunnar. I nýju uppkasti að lögum um lögreglu- menn er talað um að þeir megi ekki vinna aðra vinnu. Hvernig er hægt að ætlast til þess þegar laun lög- reglumanna eru svo lág, að lögreglumaður með þijú börn getur ekki fram- fleytt fjölskyldu sinni. Þessi lagagrein er fyrir neðan allar hellur og vitleysa nema að dómsmálaráðherra, já, og fjár- málaráðherra hækki launin. Ef það á að framfylgja þessum lögum þá er hætt við að svört vinna hefjist og jafnvel mútur, þó ljótt sé að segja það. Svo kemur það versta. Það fást engir almennilegir menn í lögregluna. Uppstokkun á launa- kjörum lögreglunnar þarf að koma til. Láta menn fá Iaun, sem þeir geta framfleytt fjölskyldu sinni á sómasamlega, en ef unnin er auka- vinna, sem er bráðnauðsynleg, þá taki þeir það út í fríum. Nú þarf Landsamband lögreglumanna að fara að taka til hendinni og breyta launakjörum síns fólks, þannig að þau séu mannsæmandi. Það þarf að gera strax. Lögreglan má ekki Hvorki er hægt að halda úti almennilegri lög- gæslu né tollgæslu, seg- ir Sveinn Björnsson, og ný lög eru fyrir neð- an allar hellur. fara í verkfall. Þeir eiga bara að halda kjafti og lepja dauðann úr skel eftir þessum nýju lögum, ef lög skal kalla. Það sjá ábyggilega allir, að gengur ekki. Vonandi hressast þessir ráðamenn þjóðar- innar og sjá vitleysuna í þessum lögum. Þeir vilja, undir niðri, ábyggilega hafa góða og heiðar- lega menn í tollinum og lögregl- unni, sem vinna störf sín glaðir og ánægðir. Svo er það annað sem vantar í þessi lög, það er skóli fyr- ir rannsóknarlögreglumenn. í þeim skóla væri margt hægt að læra, þótt það starf þurfi að vera með- fætt. Það besta í þessum lögum er að rannsóknarlögreglan skuli eiga að færast aftur út í hin ýmsu hér- uð landsins, að sagt er. Þessi lög nr. 108/1977 voru voða vond, eins og ég hef sagt áður, en voru samt keyrð í gegn með látum. Höfundur er fyrrverandi rann- sóknarlögrcglumaöur. Sveinn Björnsson I I i : ! í ! ! I t í ! í í c f > i I í ( r (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.