Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 27
26 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ I L MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LOGGJAFINN OG FÉLAGAFRELSI SÉRFRÆÐINGANEFND Evrópuráðsins hefur gert athuga- semdir við íslenzka vinnumálalöggjöf, þar sem nokkur ákvæði hennar brjóti í bága við félagsmálasáttmála Evrópu, sem ísland hefur fullgilt. Nefndin gagnrýnir meðal annars að í íslenzkum lögum sé réttur launþega til að standa utan stétt- arfélaga ekki tryggður. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem óháð- ir sérfræðingar Evrópuráðsins gera athugasemd við þetta atriði og rifja má upp að embættismannanefnd Evrópuráðsins hefur sent íslandi viðvörun vegna reglna hér á landi um skylduaðild að verkalýðsfélögum og rétt til vinnu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur jafnframt úrskurðað í máli íslenzks launþega að mannréttindasáttmáli Evrópu, sem nú hefur verið lögfestur hér á landi, verndi frelsi manna til að ganga úr félagi eða standa utan félaga, ekki síður en rétt- inn til að stofna og ganga í félag. Þegar dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn árið 1993 urðu ýmsir, þar á meðal Morgun- blaðið, til að hvetja til að breytingar yrðu gerðar á íslenzkri löggjöf til að tryggja hið svokallaða neikvæða félagafrelsi. Slíkar breytingar komu til umræðu við undirbúning frum- varps um stéttarfélög og vinnudeilur, sem nú er til meðferðar á Alþingi, en frá þeim var síðan fallið. Páll Pétursson félags- málaráðherra útskýrir þetta þannig í samtali við Morgunblað- ið í gær: „[...] það er ekkert í lögum sem bannar mönnum að standa utan stéttarfélaga ... það er því óþarfi fyrir okkur að blanda okkur inn í það. Forgangsréttar- eða skylduákvæði eru öll tilkomin í kjarasamningum og menn geta bara samið sig frá þeim ef þeim sýnist. Ekkert neyðir atvinnurekendur til að samþykkja skylduaðild eða forgangsrétt.“ Það er út af fyrir sig alveg rétt hjá félagsmálaráðherra að lög banna mönnum ekki að standa utan félaga. Með vel- flestum kjarasamningum er mönnum hins vegar gert að vera í stéttarfélagi eða greiða gjöld til þess, ella eiga þeir á hættu að missa vinnuna. Það er fráleitt að halda því fram að greiðsluskylda jafngildi ekki, félagsskyldu í þessu sambandi. Vinnuveitendur ættu að sjálfsögðu að.sjá sóma sinn í því að reyna að fá þessu breytt í næstu kjarasamningum, en reynslan sýnir að þeir virðast ekki hafa mikinn áhuga á slíku. Jafnvel þótt vinnuveitendur tækju upp slíka kröfu er einkar ósennilegt að verkalýðshreyfingin myndi samþykkja hana. Staðreyndin er sú að hvorki samtök vinnuveitenda né verka- lýðsfélögin líta á sig sem verndara þessara sjálfsögðu mann- réttinda. Þess vegna verður löggjafinn að grípa til sinna ráða og tryggja launafólki vernd fyrir kjarasamningunum, svo ankannalega sem það kann að hljóma. Ágreiningur um frumvarp félagsmálaráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur Umdeildar breytingar á hlutverki sáttasemjara ÁGREININGUR hefur verið á milli forystu verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og ráð- herra og talsmanna VSI hins vegar um hvort frumvarp félagsmálaráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur færi sáttasemjara stóraukin völd eða þrengi í raun valdsvið hans frá því sem verið hefur. Talsmenn ASÍ fullyrða að með frumvarpinu sé verið að víkka verulega út heimildir sáttasemjara til að tengja saman hópa við atkvæðagreiðslur um miðlunartillögu. Talsmenn samtaka vinnuveitenda og félags- málaráðherra fullyrða að þvert á móti sé verið að þrengja heimildir sáttasemjara og binda þær ákveðnum skilyrðum í frumvarpinu. Sáttasemj- ari hafi í dag mjög ríkulegar heimildir til að setja fram miðlunartillögur, þótt þeim hafi lítið verið beitt. Þá hefur sú breyting að minnst þriðjung atkvæða þurfi til að fella miðlunartillögu í stað 20% lágmarks, sem núgildandi lög kveða á um, sætt harðri gagnrýni ASÍ. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir á fundi með fulltrúum verkalýðs- hreyfingarinnar í vikunni að hann væri reiðubú- inn að breyta frumvarpinu þannig að hlutverk sáttasemjara verði óbreytt. Hér fara á eftir umdeildustu breytingar frumvarpsins um hlutverk sáttasemjara og við- komandi ákvæði í gildandi lögum um sátta- störf í vinnudeilum, sem sett voru árið 1978. Lög um sáttastörf og vinnudeilur 8. gr. Ef samningaumleitanir sáttasemjara bera ekki , árangur, er honum heimilt að leggja fram miðlunartillögu til lausnar vinnudeilu. Miðlun- artillögu skal leggja fyrir félög eða félagasam- i bönd launþega og vinnuveitenda eða einstakan vinnuveitanda, eigi hann í vinnudeilu, til sam- þykkis eða synjunar. Sáttasemjara ber að ráðg- I ast við samninganefndir aðilja, áður en hann ber fram miðlunartillögu. 9. gr. .Sáttasemjari ákveður í samráði við samninga- nefndir aðilja, hvenær og hvernig atkvæða- I greiðsla skuli fram fara. Ef ágreiningur snertir aðeins ákveðna deild eða starfsgrein innan félags eða félagasam- I bands, getur sáttasemjari ákveðið að atkvæða- greiðsla taki eingöngu til deildarinnar eða starfsgreinarinnar. Ef tvö eða fleiri félög eða félagasambönd eiga saman í deilu, getur sáttasemjari í sam- i ráði við samninganefndir borið fram eina miðl- unartillögu, er taki til fleiri en eins deiluaðilja eða þeirra allra. Atkvæðagreiðsla og talning 1 atkvæða fer þá fram í sameiningu hjá öllum þeim félögum eða samböndum, sem miðlunar- tillaga nær til, þannig að sameiginlegt at- kvæðamagn ræður úrslitum um samþykkt eða synjun. Sáttasemjara er einnig heimilt að efna til sameiginlegrar atkvæðagreiðslu, þótt hann beri fram fleiri en eina miðlunartillögu, enda sé það gert samtímis. Gilda þá reglur 3. mgr. eftir því sem við á. Atkvæðagreiðsla skal vera skrifleg og leyni- leg. 10. gr. Miðlunartillaga skal borin undir atkvæði eins og sáttasemjari gekk frá henni og henni svar- að játandi eða neitandi. Áðiljar skulu eftir því sem við verður komið sjá um að atkvæðisbærir félagsmenn geti kynnt sér miðlunartiilögu í heild. Eigi má birta miðlunartillögu öðrum en þeim, sem hlut eiga að máli, án samþykkis sáttasemjara, fyrr en greidd hafa verið atkvæði um hana. 12. gr. Miðlunartillaga telst felld, ef minnst 50% af greiddum atkvæðum eru á móti henni, enda hafi minnst 35% atkvæðisbærra manna eða meira greitt atkvæði. Á móti hveijum einum af hundraði, sem tala greiddra atkvæða lækk- ar niður fyrir 35%, þarf mótatkvæðafjöldinn að hækka uin einn af hundraði til að fella til- löguna. Ef ekki hafa a.m.k. 20% atkvæðis- bærra manna greitt atkvæði, telst tillagan samþykkt. Þeir, sem vegna fjai’veru eða veik- inda sannanlega eru útilokaðir frá að neyta atkvæðisréttar síns, teljast ekki atkvæðisbærir í þessu sambandi. KJARASAMNINGAR náðust á vinnumarkaði árið 1992 með miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram. AUKIÐ FRELSI í LYFSÖLU TÍMAMÓT eiga sér stað um þessar mundir í lyfjaverzlun, en 15. marz síðastliðinn gengu í gildi ákvæði nýrra laga, sem stórauka frelsi á lyfsölumarkaði. Sala á lyfjum hefur til þessa verið háð einkaleyfum sem úthlutað var af ríkisvaldinu. Breytingin hefur þegar leitt til lækkunar á verði lyfja til al- mennings og bættrar þjónustu. Fyrsta apótekið, sem opnað var samkvæmt ákvæðum nýju laganna, er Apótek Suðurnesja í Keflavík, sem tók til starfa sl. laugardag. Þar var fyrir Apótek Keflavíkur, sem starfrækt hefur verið um áratuga skeið. Eigandi þess brást þegar við samkeppninni og lækkaði verð á lyfjum til almennings um 10% og vafalaust mun hann einnig bregðast við nýjungum í. þjónustu, sem keppinautarnir bjóða upp á. Lyfja er fyrsta apótekið í höfuðborginni, sem opnað er í samræmi við nýju lyfjalögin. Lyfja hóf starfsemi sína í gær með þvi að bjóða 20% kynningarafslátt af öllum lyfjum og verður svo næstu tvær vikurnar. Að sögn forráðamanna fyrir- tækisins verður framvegis boðinn mismunandi afsláttur af ýmsum lyfjum. Þjónusta við almenning verður einnig mun betri en verið hefur, því Lyfja verður opin frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi alla daga vikunnar. Sjálfsafgreiðsla verður á flestum vörum og lyfjafræðingur, svo og hjúkrunarfræðingur, mun veita viðskiptavinum ráð og leiðbeiningar. Slík þjónusta hefur verið veitt í ýmsum apótekum að einhveiju leyti áður, en aukin áherzla verður áreiðanlega lögð á þennan þátt í lyfja- búðum til frambúðar og mun vafalítið verða sjúklingum og öðrum viðskiptavinum til góðs. Ástæða er til að fagna því, að aukin samkeppni hefur hald- ið innreið sína í rekstur lyfjabúða og þjónusta við neytendur stóraukin. Þau apótek, sem fyrir eru, munu ekki sitja auðum höndum og horfa á viðskiptavini fara til keppinautanna. Þess vegna mun aukið frelsi í lyfsölu kom öllum neytendum til •góða eins'og'samkeppni og frjáls verzlun á öðrum sviðum. Nýjungar í frumvarpi félagsmálaráðherra 23. gr. Atvinnurekendur eða samtök þeirra og stéttarfélög skulu gera áætlun um skipulag viðræðna um endurnýjun kja- rasamnings. Samningsaðilum er heim- ilt að veita landssamböndum eða heild- arsamtökum sérstakt umboð til að ' gera viðræðuáætlun fyrir sína hönd ef slíkt umboð leiðir ekki af lögmætum samþykktum sambanda eða samtaka samningsaðila. Viðræðuáætlun, undir- rituð af báðum samningsaðilum, skal þegar í stað send ríkissáttasemjara. Viðræðuáætlun skal gerð í síðasta lagi 10 vikum áður en gildandi kjara- samningur er laus. Ef samningsaðilar hafa þá ekki gert viðræðuáætlun skal sáttasemjari gefa út viðræðuáætlun fyrir þá samningsaðila í síðasta lagi átta vikum áður en gildandi kjara- samningur er laus og skal sáttasemj- ari þá taka mið af öðrum viðræðuáætl- unum sem hafa þegar verið gerðar. 27. gr. Ef samningaumleitanir sáttasemj- ara bera ekki árangur er honum heim- ilt að leggja fram miðlunartillögu til lausnar vinnudeilu. Miðlunartillögu skal leggja fyrir félög eða félagasam- bönd launafólks og atvinnurekenda eða einstakan atvinnurekanda, eigi hann í vinnudeilu, til samþykkis eða synjunar. Sáttasemjara ber að ráðgast við samninganefndir aðila áður en hann ber fram miðlunartillögu. Ef ágreiningur snertir aðeins ákveðna félagsdeild eða starfsgrein innan félags eða félagasambands eða tiltekið fyrirtæki getur sáttasemjari ákveðið að atkvæðagreiðsla taki ein- göngu til deildarinnar eða starfsgrein- arinnar eða fyrirtækisins. 28. gr. Telji sáttasemjari að það sé til þess fallið að leiða til friðsamlegrar sam- tímalausnar 'kjaramála er honum að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum heimilt að leggja fram eina sameigin- lega miðlunartillögu eða fleiri: a. að viðræður hafi átt sér stað um framlagðar kröfur, þar á meðal sér- mál, eða að leitað hafi verið árangurslaust eftir viðræðum í sam- ræmi við viðræðuáætlun, b. að tíma, sem ætlaður er til við- ræðna milli aðila án milligöngu sátta- semjara samkvæmt viðræðuáætlun, sé lokið án þess að samningar hafi tekist, c. að sáttasemjari hafi leitað sátta milli allra samningsaðila sem eiga í hlut og telji ekki horfur á samkomu- lagi þeirra í milli, d. að samningar hafi verið lausir um tíma þannig að samningsaðilum hafi gefist kostur á að þrýsta á um kröfur sínar, e. að aðilum vinnudeilu hafi gefist kostur á að koma á framfæri athuga- semdum sínum við hugmyndir sátta- semjara sem þeim hafi verið kynntar beint eða opinberlega um að leggja fram sameiginlega miðlunartillögu. Sameiginlegt atkvæðamagn ræður úrslitum um samþykkt eða synjun sameiginlegrar miðlunartillögu. At- kvæðagreiðsla samningsaðila á al- mennum vinnumarkaði og þeirra sem lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna taka til um sameiginlega miðiunartillögu skal fara fram með aðgreindum hætti. Niðurstaða hjá hvorum hópnum fyrir sig, óháð niður- stöðu hins, ræður úrslitum um sam- þykkt eða synjun. Sáttasemjara er heímílt að láta sam- eiginlega miðlunartillögu ná tii allra hópa sem eru með lausa samninga eða setja fram miðlunartillögu sem tekur aðeins til tiltekinna samningssviða, félagsdeilda eða fyrirtækja sem svo er ástatt um. Sú heimild er óháð aðild að félögum, samböndum eða samtök- um atvinnurekenda og launafólks. Samningsaðilum er þó heimilt að takmarka í viðræðuáætlun heimild sáttasemjara til að tengja framlengingu á hlutaðeigandi kjarasamningi fram- lengingu annarra kjarasamninga á óskyldum samningssviðum með sam- eiginlegri atkvæðagreiðslu um miðlun- artillögu. 29. gr. Aðilar skulu eftir því sem við verður komið sjá um að atkvæðisbærir félags- menn geti kynnt sér miðlunartillögu í heild: Sáttasemjara er heimilt að höfðu samráði við aðila vinnudeilu að draga fram meginatriði úr miðlunartillögu til þess að auðvelda félagsmönnum þeirra að kynna sér efni hennar og taka málefnalega afstöðu til tillögunn- ar og áhrifa hennar á hag þeirra og afkomu. Öðrum aðila vinnudeilu er heimilt að vinna útdrátt úr miðlunartil- lögu fyrir félagsmenn sína í samráði við sáttasemjara. Eigi má birta miðlunartillögu öðrum en þeim sem hlut eiga að máli án samþykkis sátta- semjara fyrr en greidd hafa verið at- kvæði um hana. Miðlunartillaga skal borin undir at- kvæði við atkvæðagreiðslu allra at- kvæðisbærra aðila eins og sáttasemj- ari gekk frá henni og henni svarað játandi eða neitandi. Atkvæðagreiðsla um miðlunartil- lögu skal fara fram á kjörfundi sem standi í fyrir fram ákveðinn tíma. Rík- issáttasemjari getur að höfðu samráði við aðila vinnudeilu ákveðið að at- kvæðagreiðsla fari jafnframt fram utan kjörfundar á tiiteknum stöðum eða svæðum. I stað atkvæðagreiðslu innan og utan kjörfundar er ríkissátta- semjara heimilt að höfðu samráði við aðila vinnudeilu að ákveða að at- kvæðagreiðsla um miðlunartillögu fari fram með leynilegri almennri póst- atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lokið skal innan fyrir fram ákveð- ins tíma. Ríkissáttasemjari gefur að höfðu samráði við aðila vinnudeilu nánari fyrirmæli um fyrirkomulag at- kvæðagreiðslu, svo sem hvenær og hvernig hún skuli fara fram. Atkvæða- greiðsla skal vera skrifleg og leynileg. 31. gr. Miðlunartillaga telst felld í at- kvæðagreiðslu ef meiri hluti greiddra atkvæða, og þá minnst þriðjungur at- kvæða samkvæmt atkvæða- eða fé- lagaskrá, er mótatkvæði. i FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 27 TIL ÞESS að kynna heima- mönnum þessa áætlun voru mættir að sunnan Magnús Már Magnússon, snjóflóðasérfræðingur Veðurstofu íslands, og Tómas Jónsson, einnig frá Veðurstofu íslands. Einnig voru mættir Ólafur _ Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, og Kristján Jóhannsson, sveitarstjóri á Flateyri Rýming og varnarvirki Slysin á síðasta ári sýndu fram á að byggja þarf snjóflóðaöryggismál upp frá grunni og þarf að gera það á tveimur vígstöðvum, annars vegar að gera varanlega bót á þessum málum með uppbyggingu varnar- •virkja, sem hafist verður handa við á Flateyri, fyrst af öllum stöðum. Á meðan verður að grípa til bráðabirgð- aúrræða til þess að tryggja öryggi manna og þessi úrræði felast í fyrsta lagi í rýmingaráætlunum, í öðru lagi í greiningu á veðuraðdraganda snjó- flóða þannig að veðurfræðingar, al- mannavarnanefndir og aðrir sem eiga að taka ákvarðanir um rýmingu viti nákvæmar hvaða veður ber helst að varast og hvaða vindáttir eru varasamastar fyrir tiltekin svæði landsins. Fjölgun snjóeftirlitsmanna á stöðunum hefur þegar orðið. í greinargerð, sem liggur á bæjar- skrifstofunum og unnið er eftir, er lýst því veðurlagi sem er fyrir hveija hlíð og litið er á sem varhugavert ástand. Þessi listi er því vinnuplagg fólks sem vinnur eftir þessu á Veður- stofunni og Almannavarna til þess að rýmingarnar verði markvissari þegar hætta kemur upp. Rýmingará- ætlanirnar eiga að vera skipulag sem á að grípa til þegar ákveðnar aðstæð- ur koma upp en ekki einhver almenn hættumatsumsögn fyrir staðinn. Reynslan hefur sýnt sig að það borg- ar sig að hafa vaðið fyrir neðan sig og rýma frekar meira en minna, án þess þó að setja upp kerfi sem er ófullkomið og óframkvæmanlegt. Breytt hlutverk Almannavarna I máli Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á ísafirði, kom fram, að hlutverk Almannavarna breytist. Þær taka við fyrirmælum Veðurstofu íslands um rýmingu, sjá --------- um að íbúar húsa á þeim reitum sem Veðurstofan ákveður að skuli rýmdir, komist fljótt og greiðlega á örugg svæði. Deila má atburðarásinni _ upp í —1 ákveðna þætti. í fyrsta lagi er það ákvörðun Veðurstofunnar. Hún á að hafa samráð við almannavarnanefnd og lögreglustjóra. Síðan er næsta Flateyringum hafa verið kynntar nýjar rýmingar- áætlanir. Egill Egilsson sat borgarafundinn, en þar kom fram í máli Tómasar Jónssonar að það væri samdóma álit allra þeirra sem komu að málinu, þ.e. _______Almannavarna ríkisins, sveitarstjórna_______ og Veðurstofu íslands, að þessar áætlanir yrðu kynntar. Einnig yrðu öll gögn, kort og umsagnir um afmörkun þessara svæða opinber plögg og aðgengileg íbúum á bæjarskrifstofu, en ekki læst ofan í skúffum, eins ogtíðkast hefði. 200 m FLATEYRI Rýmingaráætiun Varnarvirkin komi á árinu ef tæknilega hægt skrefið að almannvarnarnefnd setur rýminguna af stað og er ákveðið að framvegis verði það gert með þeim -------- hætti að lögreglan á ísafirði mun hringja í íbúa á Flateyri eins og tíðkast hefur í ísafjarðarkaupstað á undanförnum árum. Hringt verður í hvert hús á þeina svæðum, sem er að rýma, og íbúum til- þeir eigi að yfirgefa hús ákveðið kynnt að sín. Fjöldahjálparstöð í slílku tilfellli yrði mötuneyti Kambs á Flateyri. Nýtt skipulag Veðurstofu í almennum umræðu- og fyrir- spurnatíma kom m.a. fram ánægja með að Veðurstofu íslands hefði verið falið ákvörðunarvaldið. Hvað varðar tilkynningar ísa- fjarðarlögreglu í gegnum síma, var bent á að hér byggju menn við óstöðugt rafmagn og þar sem símar eru sumir tengdir við rafmagn yrði símasambands- laust þegar rafmagn færi af. Ólafur Helgi svaraði á þann veg að ef ekki yrði svarað í síma, þá yrðu björgun- arsveitir á staðnum fengnar til að athuga með húsráðendur. Nokkrar umræður urðu um Veð- urstofuna og hvernig hún væri í stakk búin til að fylgjast með vá- lyndum veðrum. Tómas svaraði fyrirspurninni og sagði að eftir að Veðurstofunni var fengið þetta ákvörðunarvald um áramótin hafi verið búið til skipulag innanhúss á Veðurstofunni til þess að þessi ákvörðun væri tekin á skipulagðan hátt og tilkynnt réttum aðilum með eðlilegum háetti. Ef menn telja að hætta sé á ferð- um er Veðurstofan fyrst sett í við- bragðsstöðu og þegar hættan er talin yfirvofandi og þörf á rýming- um á næstunni er Veðurstofan sett í svokallað hættuástand. Þessi við- brögð eru byggð á upplýsingum veðurfræðings, snjóeftirlitsmanns og snjóflóðadeildarmanns. Línurnar breytast með mannvirkjum Spurt var hvernig línur væru dregnar með tilliti til aðstæðna og kom fram í svari Magnúsar Más að þessar línur kæmu til með að breyt- ast. Forsendur þeirra eru byggingar varnarvirkja. Þau hús, sem væru núna á rýmingarsvæði, t.d. neðar- lega á Eyrinni, yrðu örugglega ekki á rýmingarsvæðinu þegar búið verð- ur að byggja varnarvirkin. Línurnar verða færðar upp um leið og varnar- virkin eru komin. Þá var spurt varðandi fram- kvæmd á leiðurum, sem eiga að leiða snjóflóðið út í sjó, hvort hætta myndi ekki skapast á flóðbylgju sem gengi. yfir Eyrina. Rætt var um hvort til „ greina kæmi að byggja upp eins metra háan flóðvarnargarð til að verja Eyrina, en Kristján Jóhanns- son vildi taka það fram varðandi þessi varnarvirki að þau væru hugs- uð til að bægja snjóflóði frá byggð og leiða í sjó fram. Hann hefði þó ekki heyrt minnst á þann möguleika að flóðbylgja myndi skapa hættu á Eyrinni. Þegar tillögurnar yrðu til- búnar yrði boðað til borgarafundar og málið kynnt fyrir íbúum Flateyr- __________ ar. Ságði Kristján að það væri eindreginn vilji stjórnvalda að gerð þess- ara varnarvirkja yrði lok- ið á þessu ári á Flateyri. Peningalega er ekkert Rýmingar- áætlun er ekki hættumats- umsögn því til fyrirstöðu, en spurning hvort tæknilega sé hægt að vinna allt verkið á þeim tíma. Ný rýmingaráætlun kynnt Flateyring'um Morgunblaoiö/Egill Egilsson VIÐ langborð sitja f.v. talið: Magnús Már Magnússon, snjóflóðasérfræðingur Veðurstofu Islands, Tómas Jónsson, Veðurstofu íslands, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður ísfirðinga, Krislján Jóhannsson, sveitarsljóri á Flateyri. Gögnin geymd uppi á borði en ekki ofan í skúffu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.