Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 31 ÞÓRARINN ALEXANDERSSON + Þórarinn Alex- andersson fædd- ist 8. ágúst 1907 í Sælingsdalstungu í Hvammssveit, Dala- sýslu. Hann lést í Reykjavík 30. mars síðastliðinn. For- eldrar Þórarins voru Ólöf Bærings- dóttir, f. 22. ágúst 1888, d. 4. apríl 1964, og Alexander Guðjónsson, f. 27. júlí 1886, d. 2. októ- ber 1938, búendur á Skerðingsstöðum í Hvammssveit. Systkini: Krisljana, f. 1910, lát- Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu æviárin en átti jafn- framt hlýtt athvarf hjá föðurömmu sinni, Þorbjörgu Jónsdóttur, og Stef- áni Davíðssyni, sem létu sér afar annt um hann og varð þeim Stefáni einkar vel til vina. Þegar á níunda ári varð Þórarinn smali á búi móður- systur sinnar og manns hennar á Breiðabólsstað á Fellsströnd. Þar með var lífsbaráttan hafin. Eftir fermingu tók vinnumennskan við, fyrst á Sámsstöðum í Laxárdal, Fremri-Brekku í Saurbæ, Hvoli í sömu sveit og síðan aftur á Fremri- Brekku, þar sem bjuggu hjónin Ragnheiður og Magnús Ingimundar- son. Dvölin þar varð honum hollur og góður skóli. Frá Brekku fór hann á vertíð í Vestmannaeyjum og opn- aðist honum þar nýr heimur til sjós og lands. Haustið 1928 réðst Þórar- inn sem vinnumaður að Blikastöðum í Mosfellssveit, þar sem Magnús Þorláksson rak stórbú, en átthagarn- ir löðuðu og vorið 1929 varð hann vinnumaður í Stórholti í Saurbæ á búi Guðmundar Theódórs frá Borð- eyri. Framtíðardraumurinn var að verða sjálfstæður bóndi þar vestra. Á þessum árum var hann vel hraust- ur og ekki sporlatur maður. Miklar annir, vökur og erfiði fóru oft sam- an. Margar voru ferðirnar yfir Svínadal að vetrarlagi í margs konar veðri til Búðardals að sækja lækni eða lyf, jafnvel farið áfram fyrir all- an Gilsfjörð og í Króksfjarðarnes á sterkum fótum. Oft var komið við í Ásgarði í Hvammssveit og þegin gisting. Þar bjuggu þá hjónin Bjarni Jensson hreppstjóri og kona hans, Salbjörg Ásgeirsdóttir, og var gest- risni þeirra og greiðasemi við brugð- ið. Ungmennafélagið Stjarnan var öflugt á þessum tíma og tók Þórar- in, Margrét, f. 1911, Einar Georg, f. 1916, Stefán Trausti, f. 1921, lát- inn, Jóna, f. 1925, látin, og Sigurbjörn, f. 1927. Þórarinn kvænt- ist 7. ágúst 1948 Sigríði Maríu Sig- urðardóttur og er einkadóttir þeirra Hanna, f. 15. sept- ember 1949, hjúkr- unarfræðingur. Jarðarförin fer fram frá Háteigs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. inn þar virkan þátt í söng- og leik- mennt og hafði unun af, enda glað- sinna, söngvinn og hafði ánægju af að blanda geði við aðra. Veturinn 1936 var ætlunin að fara aftur á vertið til Vestmanna- eyja en sú ferð var aldrei farin. Þann vetur kom lömunarveiki upp á nokkrum bæjum í Saurbæ. Framtíð- aráform breyttust. Lömunarveikin tók hann heljartökum og sleppti aldrei, þó að verulega linaðist. Hann komst á Landspítalann, aliamaður, og dvaldi þar næstu tvö árin. Þar naut hann allrar þeirrar aðstoðar er þá var unnt að veita í slíku tilviki. Minntist hann oft margs þess góða fólks er sýndi honum umhyggju, nærfærni og skilning á þessum tíma vanlíðunar og vanmáttar. í þá daga voru þekking og aðstæður til endur- hæfmgar með allt öðrum hætti en nú. í heimahögum hafði hann lært að synda og fékk nú þá hugmynd að sundið gæti ef til vill nýtzt sér til lífsins á ný. Ekki voru allir hrifn- ir af þeirri hugmynd, en leyfi fékkst til að prófa og með mikilli hjálp góðra manna komst hann í Sund- höll Reykjavíkur. Lífsviljinn var sterkur og reynt skyldi til þrautar, enda kom fljótt í ljós að kraftur jókst smám saman í veikum vöðvum, þó að hægt miðaði. Nokkur sigur hafði unnist og sérhvert styrktarspor glæddi vonir og efldi sjálfsmynd. Þórarinn sá í hendi sér að engir möguieikar yrðu til framtíðar á heimaslóðum og óttaðist því brottför af sjúkrahúsi. En prófessor Jón Hjal- talín, yfirlæknir lyfjadeildar Landsp- ítala, var meira en læknir líkamlegra meina, hann var mannvinur. Hann skynjaði hugrenningar skjólstæð- ings síns og kom til móts á þann hátt er gjörbreytti lífi Þórarins og framtíðarsýn. Hann beitti sér fyrir EINAR ÁSGEIRSSON + Einar Ásgeirsson var fædd- ur í Ásgarði á Stokkseyri 16. ágúst 1902. Hann lést 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgeir Jónasson, sjómaður og síðar kafari frá Rútsstaða-Norð- urkoti og kona hans, Þorbjörg Guðmundsdóttir, fædd í Súlu- holti. Systkini Einars eru Anna, maki Gunnlaugur Gunnlaugsson frá Steinsholti, þau bjuggu á Syðri-Sýrlæk; Þorbjörg, hús- freyja í Merkigarði á Stokks- eyri, maki Guðmundur Einars- son frá Leiðólfsstöðum; Ólína, húsfreyja á Skriðufelli og síðan í Selparti, fyrri maður Gunnar Gunnlaugsson frá Litlu-Háeyri; hann drukknaði; seinni maður Sæmundur Jóhannsson frá Lækjarbotnum; Þorgeir, verka- maður í Reykjavík, ókvæntur; Ingibjörg, húsfreyja í Reykjavík, maki Oskar Gissurarson frá Byggðarhorni; Jónas, verkamað- ur í Reykjavík, ókvæntur; Guð- munda, búsett í Reykjavík, ógift; Einar, kvæntist Margréti Þórð- ardóttur frá Reykjum á Skeiðum 19. okt. 1929. Börn þeirra: Ey- steinn, f. 15. nóv. 1931, húsa- smiður, maki Sigríður Sigurðar- dóttir frá Hofsósi, þau eiga tvö fósturbörn. Ásgeir, f. 11. des. 1936, húsgagnabólstrari, maki Björg Sigurðardóttir ættuð úr Breiðdal. Þau eiga fjögur börn. Dagbjartur, f. 20. ágúst 1942, dáinn 6. desember sama ár. Ingi- björg, fædd 2. ágúst 1950, hár- greiðslumeistari, maki Jóhann Guðjónsson, ökukennari. Utför Einars fer fram frá Fríkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Ólafsvallakirkjugarði. Fallinn er til foldar mætur maður, Einar Ásgeirsson mágur minn, er lengst af bjó í Eskihlíð 12, Reykjavík. Hann var á nítugasta og fjórða ald- ursári. Einar var fæddur 16. október 1902 að Ásgarði á Stokkseyri. Hann var tekinn í fóstur af móðurbróður sínum Bimi Guðmundssyni, bónda í Vesturkoti á Skeiðum, og konu hans Ingibjörgu Ásmundsdóttur. Þar eyddi hann sínum æskuárum í Ólafsvalla- hverfinu eða „Hverfmu" eins og við MINNINGAR því að hann fengi starf við hæfi úti í samfélaginu, skrifstofustarf hjá Innflutningsnefnd í Arnarhvoli - til reynslu. Sá tími var að mörgu leyti tími innri baráttu - allt skyldi lagt í sölurnar. Þar vannst einnig sigur og skrifstofustarf stundaði hann óslitið í 46 ár, á Innflutningsskrif- stofunni og síðar í gjaldeyrisdeild bankanna á Laugavegi 77. Breiðfirðingafélagið var stofnað árið 1938 og varð öflugt um langan tíma. Varð Þórarinn brátt virkur félagi þar í Breiðfirðingakórnum og bridsdeild þess á meðan orka leyfði. 7. ágúst 1948 kvæntist Þórarinn uppeldissystur minni, Sigríði Maríu Sigurðardóttur, og er einkadóttir þeirra Hanna,.f. 15. september 1949, hjúkrunarfræðingur. Eftir að störf- um lauk leyfði líkamleg geta ekki mikla virkni eða tilbreytingu, en sem barn lærðist honum að taka lykkjuna og það nýtti hann sér óspart þessi ár og afraksturinn varð ótrúlegur. Þórarinn var karlmenni. Heiðar- leiki og rökfesta voru ríkir eiginleik- ar í fari hans, góð frásagnargáfa og leiftrandi kímni á stundum þótt alvörumaður væri undir niðri. Umhyggja og ást þeirra mæðgna var slík að ég held að fágætt megi teljast. Með þeirra hjálp og umhugs- un gat hann dvalið heima á sínu góða heimili þar til síðasta daginn er hann var á sjúkrahúsi, enda mat Þórarinn þær mikils og að verðleik- um. Við fjölskyldan þökkum fyrir að hafa átt svo góða samfylgd gegnum öll árin og gleðjumst nú yfir að geta notið góðra og ljúfra minninga um Þórarin. Ingimar K. Sveinbjörnsson. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið bezt af sléttunni." (Kahlil Gibran). Hann Þórarinn frændi, sá sem fylgdist svo vel með okkur alla tíð, er látinn, 88 ára. Þegar einhver hverfur á braut, sem maður hefur þekkt alla sína ævi, hrannast upp minningar liðinna ára. Aldrei höfum við kynnst nokkrum manni, sem var eins gefandi og hann með návist sinni einni saman. Hann var alltaf brosandi þrátt fyrir erfið veikindi, en hann var einn af þeim sem fengu lömunarveikina 1936. En með atorku og dugnaði tókst honum að komast út í lífið og var sívinn- andi meðan kraftar entust. Þeir bræður, Þórarinn og Stefán bjuggu saman, ásamt fjölskyldum sínum, á árunum 1945 til 1956, fyrst á Fjólugötunni og síðan á Hofteignum. Þórarinn átti bíl, sem fátítt var á þeim árum, og ófáar ferðir voru farnar á sunnudögum í Skeiðamenn kölluðum svo í daglegu tali. Þá var þar margt ungt fólk að alast upp og hefur oft verið glatt á hjalla, því stutt er á milli bæja. Einar naut engrar menntunar umfram bamaskóla. Hann ólst upp við venju- leg sveitastörf á litlu en snotru búi og naut mikils ástríkis fósturforeldra sinna. 19. október 1929 kvæntist Ein- ar elstu systur minni Margréti sem þá var 22 ára gömul. Ég man svo vel þegar þessi ókunnugi maður var að koma að Reykjum að heimsækja kærustuna. Ég var þá smápolli, 8 ára gamall. Mér leist strax vel á þennan unga mann, en ég skildi ekki í því hvemig þau höguðu sér, seinna skildi ég það. Þau voru oft að leiðast um túnið. Mér þótti þessi ungi maður bæði dularfullur og spennandi. Hann hafði verið á togara, hann kunni að spila á harmonikku og hann átti grá- skjóttan gæðing. Allt þetta varð til þess að ég bar lotningu fyrir þessum unga glæsilega manni. Það var enginn leikur fyrir ung hjón að byija búskap á þessum árum, kreppan í algleymingi og atvinnu- leysið mikið. Þessi ungu hjón voru bjartsýn og ástfangin og létu engar hindranir á sig fá. Þau fluttu til Reykjavíkur og tóku á leigu íbúð, eitt herbergi og eldhús á Freyjugötu 11. Þá var eftir að fá vinnu. Einar var alveg ómenntaður og því var ekki um annað að velja en að gerast verkamaður. Þá var það eyrarvinnan. Skeijafjörðinn til ömmu og frænd- fólksins þar, ferðirnar á Þingvöil og vestur í Dali eru einnig ógleym- anlegar. En mestu sólargeislarnir í lífi Þórarins voru Sirrý eiginkona hans og Hanna dóttir þeirra, og þvílíkar perlur, samvinna þeirra þriggja var einstök. Við systurnar og fjölskyldur okkar þökkum guði fyrir að hafa fengið að kynnast Þórarni. Elsku Sirrý og Hanna, megi guð vera með ykkur á þessari saknaðar- stundú. Sigþrúður og Ólöf Lilja Stefánsdætur. Elsku Þóri frændi er dáinn. Allt frá því að við vorum litlar, hefur það verið spennandi að fara í heimsókn til hans. Öll jól frá því að við munum eftir okkur, höfum við farið í heim- sókn til Þóra, Sirrýjar og Hönnu eftir að hafa verið í kvöldmat hjá ömmu og afa, sem bjuggu í næstu blokk við þau. Þóri var alltaf svo kátur og hress og hjálpaði hann okk- ur oft við að spila á orgelið, sem var við hliðina á stólnum hans í stofunni. Oft á sumrin sat Þóri úti í sólinni fyrir framan blokkina og þá var gaman að skreppa sem snöggvast yfir til hans, setjast á stéttina og spjalla við hann. Það brást ekki að hann gat alltaf kallað fram bros á öllum sem í kringum hann voru og sjálfur ljómaði hann alltaf. Fyrir okkur var Þóri eins og afi okkar. Ailtaf fengum við jóla- gjafir frá þeim, t.d. trefla sem Þóri pijónaði sjálfur. Þó að hann sé farinn eigum við góðar minn- ingar um hann, sem alltaf munu varðveitast með okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Sirrý og Hanna, megi góður Guð styrkja ykkur og varðveita í þessari miklu sorg. . Hrönn og Helga. LOVÍSA ÁRNADÓTTIR + Lovísa Árna- dóttir fæddist á Þóroddsstöðum í Ól- afsfirði 19. nóvem- ber 1908. Hún lést á Akureyri 2. apríl. Lovísa flutti ásamt foreldrum sínum að Þverá í Svarfaðard- al árið 1910 og ólst þar upp við venjuleg sveitastörf. Hún fluttist til Ak- ureyrar vorið 1930 og hefur búið þar síðan. Lovísa giftist Daníel Guðjónssyni 5. ágúst 1928. Börn: Dóróthea, f. 3. júlí 1929, Guðjón, f. 5. júlí 1931, og Anna Lillý, f. 29% september 1940. Útför Lovísu fer fram frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14.30. Undanfarna daga hafði mér orðið hugsað til Lovísu frænku á Akureyri. Hvernig skyldi henni og Daníel líða á Dvalarheimilinu eftir öll árin í Norðurgötunni? Kannski voru það hinir óvanalega fögru marsdagar sem leiddu hugann norður til þessarar kæru frænku minnar. Gott var að minnast hve hlýlegar móttökur fjölskylda mín fékk þegar Menn hópuðust á eyrina á bráðabíti á morgnana, héngu í verkamanna- skýlinu og biðu eftir að verkstjórarn- ir bentu einum og einum að koma. Einhvern veginn var það þannig að Einari gekk oftast vel að fá vinnu. Framganga hans var á þann máta að menn báru traust til hans og vildu gjarnan hafa hann í vinnu. Seinna birti til er síðari heimsstyijöldin hófst 1939, eftir það var næg atvinna. Þegar virkjunarframkvæmdir hó- fust við Ljósafoss þurfti að gera nýjan veg af Grímsnesvegi að Ljósa- fossi. Einar var svo heppinn að fá flokksstjórastarf við þetta verk þar til því lauk. Eftir það réðist hann verkstjóri til Reykjavíkurborgar, fyrst til Hitaveitu Reykjavíkur og síðar til Vatnsveitunnar. Þar starfaði hann sem verkstjóri þar til hann hætti sökum aldurs. Fljótlega eftir að þau hjón komu til Reykjavíkur réðust þau í að kaupa lítið hús við Þverholtið. Húsið vat ósköp lítið en það rúmaði ótrúlega mikið og oft var þröngt setinn bekkurinn þegar við systkinin vorum að koma í bæinn. Þar áttum við lítið hreiður hjá Ein- ari og Möggu. 1945 seldu þau þetta litla hús og byggðu íbúð í blokk við Eskihlíð 12. Þar bjuggu þau æ síðan þar til fyrir tveimur árum er heilsan fór að bila, þá fluttu þau í Vistheimil- ið Seljahlíð. Þar undu þau sér vel og voru þakklát starfsfólki fyrir frá- bæra umönnun. Öll börn Einars og við komum í heimsóká til þeirra Daníels í Norð- urgötu 39b. Ekki vant- aði þar góðu smákök- urnar gerðar úr ís- lensku smjöri og öll fal- legu blómin sem svo gaman var að skoða. Mikilvægast var samt að finna alla hlýjuna og umhyggjuna. Það voru líka ófáar ferðimar f gamla daga niður í Norðurgötu til að tefla við Daníel og þiggja eitt- hvað góðgæti í leiðinni. Þau Lovísa og Daníel vom gift í nær 68 ár. Ég hringdi í frænku á 60 ára brúð- kaupsafmælinu og fékk þá að heyra skoðanir hennar á því hvernig hægt væri að láta hjónaband endast. Það voru skoðanir viturrar konu. Hún var stálminnug og fylgdist mjög vel með öllu sem gerðist bæði hjá fjölskyldunni og í þjóðfélaginu. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum sem byggðar voru á sann- girni og rökvísi og hún var samkvæm sjálfri sér. Lovísa var einn af þessum góðu Akureyringum sem rækta garðinn sinn og fjölskyldu sína og þykir vænl um bæinn og héraðið. Blessuð sé minning hennar. Árni Jónsson. Möggu eru öðru fólki til fyrirmyndar og umhyggja þeirra fyrir foreldrum sínum er einstök. Einar var alla tíð mikið fyrir sveitabúskap. Hann fylgdist grannt með búskapnum hér á Reykjabæj- unum. Það var eins gott að standa sig þegar maður kom í heimsókn, hann spurði margs. Hann vildi vita um heimtur á haustin, hvað margt hefði fundist í eftirleitinni, hvað margt hefði komið úr Arnarfelli, en þangað fór hann margar ferðir S smalamennsku þegar hann átti heima í Vesturkoti. Hann vildi vita hvernig fóðraðist á veturna, hvort æmar væru famar að fletta frá sér, hvað homahlaupin á gemlingunum væru mikil og margt, margt fleira. Það var nokkum veginn jafnvíst og að sólin kom upp að Einar stóð við hliðið á safngerðinu í Reykjarétt- um að sjá þegar fjallsafnið rann inn í gerðið. Þá var bjartur svipur á mági mínum. Einari þótti vænt um sveitina sína, Skeiðasveit, sem sést best á því að hann kaus sér legstað í Ólafsvalla- kirkjugarði svo nú er hann kominn heim í gamla „hverfið" sitt aftur. Kæri vinur, ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að lifa lífinu með þér, að kynnast svo góðum manni er lífshamingja. Elsku Magga systir mín, ég og fjölskylda mín sendum þér og þinni fjölskyldu dýpstu sam- úðarkveðjur. Ingvar Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.