Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Kamilla Þor- steinsdóttir var fædd í Reykjavík 19. janúar 1911. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 31. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónasína Guðlaugs- dóttir og Þorsteinn Asbjörnsson, húsa- smíðameistari, en þau voru bæði ættuð úr Arnessýslu. Kam- illa ólst upp í for- eldrahúsum í hópi 7 systkina, sem öll eru látin. Rúmlega tvítug að aldri hóf Kamilla hjúkrunarnám. Arið 1935 réðst hún til starfa á Krist- neshæli og 21. apríl 1936 giftist hún Eiríki G. Brynjólfssyni, framkvæmdastjóra þar. Þau eignuðust 4 börn, sem eru: Edda, kennari á Selfossi, Auð- ur, hjúkrunarfræðingur og húsfreyja í Hleiðargarði, gift í eilífðinni er tíminn ekki til. Og þar situr hún amma mín á gulum kollstól. Korkur undir fæti og kaffí- 'bolli í hönd. Þetta er sterkt kaffí, því kaffíð í eilífðinni er auðvitað al- mennilegt kaffi. Áslaug frænka situr hjá ömmu og fussar yfír fiugunum. Oskaplega er mikið af flugum héma í eldhúsinu hjá þér, Kamilla, segir hún. Er alltaf svona mikið af flugum hérna fyrir norðan? Svo þrasa þær dálítið um flugurnar, standa svo upp og bleyta tuskur. - Hviss, hvuss tuskurnar þjóta um loftið og flug- urnar hrynja niður eins og víkingar í Valhöll. Ámma og Áslaug standa ; sig eins og hetjur og flugurnar eiga vængjum fjör að launa. Ha, ha, seg- ir amma og brosir hróðug - þijár . i einu höggi. Ég get nú gert betur , en þetta, segir Áslaug. Kalli, maður hennar, tvístígur. Við skulum forða ■ okkur héðan, Eiríkur, ségir hann. ■ Þær eru að ganga af göflunum kon- j urnar. Ja, sei, sei, segir afí og kumr- ■ ar í skeggið og tyllir sér á tá. Hon- > um finnst þetta dálítið fyndið og nokkuð gott tækifæri til að stríða ömmu, svo hann yfírgefur eldhúsið með semingi. Amma og Áslaug fylgja fljótlega á eftir þeim. Þær Jóhanni Halldórs- syni, bónda. Þor- steinn, umsjónar- maður Kristnessp- ítala, kvæntur Arndísi Baldvins- dóttur, og Guð- ríður, hússtjómar- kennari, gift Gunnari Ragnars, forsljóra. Auk þess ólu þau upp Haf- stein Andrésson, en Kamilla var ömmusystir hans. Barnabörn Kam- illu og Eiríks era 13 og langömmubörnin 6. Kam- illa vann við hjúkrunarstörf á Kristneshæli til ársins 1979, en þá fluttu þau hjónin til Akur- eyrar, þar sem þau áttu heimili upp frá því. Eiríkur lést árið 1986 en Kamilla hélt heimili á Akureyri til dauðadags. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 12. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. hafa með sér gulu kollstólana og kaffibollana og planta sér niður fyr- ir utan útidyrnar. Svo sleikja þær eilífðarsólina. Afí og Kalli horfa á hesta hinum megin árinnar. I kíki. Því það er heill Skagafjörður af hestum í eilífðinni. Svo komum við öll í kaffi. Ekki öll í einu, en í eilífðinni er tíminn ekki til og það líða aðeins nokkrar eilífðarmínútur á milli okkar. Og Edda kemur með kaffið, hún mundi eftir að kaupa það. Hvað? Eruð þið komin? spyr amma. Öll sömun? Al- máttugur, ég verð að hella upp á. Og hvaðan ber ykkur svo að? spyr amma á meðan hún tygjar kaffí- könnuna. Svo hellir hún upp á og við sötrum og svolgrum svartbauna- seyðið úr tíglóttu glösunum. Nema náttúrlega amma og Áslaug, því þær eru svo miklar pempíur að þær geta ekki drukkið kaffi úr öðru en bolla. Og pönnukökurnar bakast af sjálfu sér á tveimur pönnum. Falla niður á grindina og amma getur bara horft á, því Helgi tók við pönnuköku- bakstrinum af henni. Staldra stutt við, en hverfa undir ijúkandi púður- sykur og svo ofan í okkur. Mig grun- ar að englar eilífðarinnar renni á MINNINGAR lyktina og nappi sér einni og einni svona inn á milli. Þetta eru nefnilega meistara-pönnukökur, sem lifðu sitt örstutta skeið á þessari jörð og tínd- ust ofan í bamabömin svo hratt að varla auga á festi. Og svo hlær amma, því að allt er fyndið í eilífðinni og þá hlæja náttúrlega Milla Þorsteins, Milla Rún og Milla-Emilía, því þeim fínnst ailt fyndið líka. Og Doddi getur þá auðvitað ekki annað en hlegið líka og svo Systa og síðan fylgir heila hersingin og allir hlæja, því að allt er fyndið í eilífðinni. Og ailir englarn- ir í Paradís em að rifna úr hlátri og jafnvel Skaparinn hlær svolítið í skeggið líka, en hann hefur ekki hlegið lengi og er orðinn dálítið ryðg- aður í því. Á endanum verður hann að fara á stjá og athuga málið og reyna að þagga niður í þessum háv- aðabelgjum. En við gefum honum bara kaffí og pönnukökur og lesum fyrir hann úr færeysku bamabókun- um. Skammimar ykkar, segir amma. En það verður ekki aftur snúið hjá Skaparanum, hann veltist um af hlátri á gula kollstólnum, eins og allir hinir. Seinna siglir kveldið inn um dyrn- ar því það kveldar líka í eilífðinni. Og þetta er auðvitað norðlenskt sumarkvöld, þar sem kyrrðin færist yfír en sólin sest aldrei. Við laum- umst út á grasflötina með kaffíglös- in og Maríukex í röndóttum pökkum. Viljið þið ís? spyr amma dálítið sposk á svip. Það vilja auðvitað allir og við borðum ís úr litlu skálunum með blómunum. Hvað? Viljið þið ekki meira? segir hún svo hlæjandi þegar allir eru búnir að fara minnst þijár ferðir í ísinn. Þið verðið að klára þetta. Auður, þú færð þér nú meira. Brynjólfur? Balli minn? Helgi? Dóra mín, vilt þú nú ekki aðeins meira? En jafnvel mestu ísætumar eru bún- ar að vera. Hvaða voðalegir aum- ingjar eruð þið? segir hún þá og snýr dálítið upp á sig. Afí er í símanum. Hann hlær svo mikið að hann nær varla andanum. En annað slagið strammar hann sig af til að stríða viðmælandanum að- eins meira. Æi, við skulum láta hann afa ykkar vera, segir amma. Hann er að tala við einhveija hesta- kalla í Skagafirði. Við skulum heldur koma og fá okkur að borða, bætir hún við. En afi er hættur að tala í símann og nú geta allir, allir í Ráðs- mannshúsinu sest að snæðingi. Við borðum iambahrygginn hennar ömmu og eplaköku á eftir. Og afi borðar líka, hann er nefnilega hætt- KAMILLA ÞORSTEINSDÓTTIR ur með krúskuna. Á eftir föram við í Braga-uppsprettuna enn á ný og dembum því niður með ögn af Síríus- súkkulaði, en það vex á tijánum í eilífðinni. Síðan stingur amma upp á því að við horfum á Spaugstof- una. Hún hefur með sér handklæði, því hún hlær svo mikið að venjuleg- ur vasaklútur dugar ekki til. Því Spaugstofan í eilífðinni er jafnvel ennþá fyndnari en sú jarðneska. Og nú hristist öll eilífðin að Skaparanum meðtöldum. En honum er varla hlát- ur í hug lengur, því englarnir gera ekki handtak, sitja bara með hand- klæðin (þeir lærðu það af ömmu) og veltast um. En þá stingur amma upp á því að við gefum Skaparanum bara færeysku bamabækumar. Og hann er auðvitað alsæll með það og hættir alveg við að skamma okkur. Svo höldum við ættarmót fram á nótt og nú þýðir ekkert fyrir ömmu að skrúfa niður í heymartækjunum, því hún notar þau ekki lengur. Enda syngur hún manna hæst með Skag- fírðingum. Og þá er kominn háttatími og allir fara að sofa. Amma les um Litla-Kút og Labba-Kút. Mergur og bein, breyttist í stein, stattu héma kyrr, hver sem um þig spyr, les amma dimmri röddu, þegar nornin breytir kútnum í stein. Nomir í bók- um eru nefnilega bölvað rakkara- pakk. En þá geispar Skaparinn alveg voðalega, svo að amma verður að gera hlé á lestrinum þangað til seinna. Og svo sofnum við öll við tifið í klukkunni hans afa og þytinn í tijánum fyrir utan gluggana. Þakka þér fyrir allt, amma mín. Þín Rósa. Elsku amma! I dag verður þú borin til grafar og við samgleðjumst þér innilega, samgleðjumst þér þar sem þú hefur nú fengið langþráð frelsi. En sökn- uður okkar er sár og tárin virðast engan endi hafa. Skrýtið þetta með lífið og dauð- ann, þú kemur grátandi í heiminn á meðan aðrir gleðjast yfír komu þinni og þú hverfur héðan í gleði á meðan aðrir gráta yfir för þinni. Yið systurnar sitjum hér hvor í sínu landi og hugsum um hve ljúft það væri að sitja yfir kaffibolla í eidhúsinu hjá þér en þaðan eigum við okkar kærastu minningar. Það var nefnilega þannig með eldhúsið þitt amma að þar var hvorki til tími né rúm og því er okkur fijálst að ferðast þangað í huganum hvaðan sem er og hvenær sem er. í dag erum við þar samankomnar með grænan Braga, sterkt blandað í kaffiglösunum og þú situr á móti okkur hnarreist í rauða náttsloppn- um. Þessum sem þú vildir helst vera í allan sólarhringinn. Og þarna sitj- um við umvafðar friði og kærleika og hlæjum og hlæjum. Þú hafðir ótrúlegt skopskyn, amma, skopskyn sem einkenndist af hlýju og bitnaði ekki á öðra fólki. Það var alltaf hleg- ið í eldhúsinu þínu. Það var rétt eins og hláturinn ætti þar heima, hefði tekið sér bólfestu í skápunum, brúnu brakandi eldhússtólunum eða kannski í súkkulaðinu sem virtist endumýjast sjálfkrafa. En þannig var það auðvitað ekki, hláturinn, hlýjan og gleðin var til staðar vegna tilveru þinnar. Þegar hlé verður á hlátrinum þá spjöllum við. Tökum okkur á hendur langt ferðalag þar sem víða er kom- ið við. Ýmist eram við systur þátt- takendur í uppvaxtaráram þínum í Reykjavík eða þú setur þig inn í okkar verkefni í dag. í eldhúsinu þínu var ekkert kynslóðabil og þegar þangað var komið voru ailir jafnir hvað sem öðra leið. Nú era kaffigiösin tóm og tími kominn til að kveðja. Við systur hverfum aftur til okkar heima og þú yfír í aðrar víddir. Veraldlegt yfirbragð eldhússtundanna er nú horfið en eftir sitja minningar, minn- ingar sem era okkur kærari en ann- að í þessu lífi. Þú heldur áfram að taka á móti okkur í eldhúsinu þínu, amma, sem framvegis verður ekki herbergi í stórri blokk heldur her- bergi í hugum okkar, þangað sem við getum alltaf leitað. Takk fyrir þá stóru gjöf. Elsku amma, vertu sæl! Þínar, Kamilla Rún og Dóra Björk. Mig langar til að kveðja hana langömmu mína, sem er núna kom- in til Guðs. Ég hef oft komið og gist hjá langömmu og það var alltaf jafn gaman og gott að vera hjá henni. Einu sinni þegar ég var lítill fór langamma að kenna mér að boxa og ég hló svo mikið að ég ætlaði alveg að rifna. Þegar ég kom aftur suður og fór að segja frá því í skólanum mínum að ég ætti langömmu, sem kynni að boxa, vildi enginn trúa mér, en þetta var alveg satt, þótt við boxuðum auðvitað bara í gríni. JAKOB SIGMARSSON + Jakob Sigmars- son fæddist á Þverá, Fellshreppi í Skagafirði, 25. febr- úar 1928. Hann lést í Reykjavik -7. apríl f siðastliðinn. For- eldrar Jakobs voru Sigmar Þorleifsson og Kristjana Guð- mundsdóttir. Synir þeirra eru Guð- mundur, látinn, Ing- ólfur, látinn, Finn- bogi, Hjálmar, Sig- iirbjörn, Vilhelm og Valgarð. Eiginkona Jakobs er Sóley Marvinsdóttir. Börn þeirra: Kristjana, María og Stefán Ómar. Jakob verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hinn 5. október 1959 bættist ungur maður frá Hofsósi í lið lög- reglunnar í Hafnarfirði, sem var fáliðað eins og oftast, fyrr og síð- ar, þessi maður var Jakob Sigmars- ; son, sem nú er kvaddur hinstu kveðju, en hann hafði verið starfs- j maður Vegagerðar ríkisins og hér- aðsjögregluþjónn á Hofsósi. Ég man að mér leist strax vel á þennan vörpulega unga mann, sem kom mér fyrir sjónir sem hraustur, hægur og gætinn, enda kom það fljótt í ljós að mat mitt var rétt, auk þess reyndist Jak- ob orðvar, reglusamur og góður drengur. A þessum fyrstu áram okkar Jakobs í lögreglunni voru tog- arar bæjarbúa á Ný- fundnalandsmiðum og því oft erfitt fyrir lög- regluna að halda uppi reglu þegar sjómenn- irnir komu í land eftir langt úthald og þótti mér þá gott að hafa Jakob mér við hlið, því hann var alitaf róleg- ur, yfirvegaður og hafði góð áhrif á þann, sem við urðum að skipta okkur af og ef til átaka kom var enginn betri en hann, því hann var óvenju handtakagóður. Við Jakob vorum saman í Lög- regluskóla ríkisins, fyrri hlutann 1964 og síðari hlutann 1970 og var samvinna okkar mjög góð. Mér er minnisstætt atvik úr skóianum þar sem ungu, hraustu lögreglunem- arnir (rétt rúmléga tvítugir) voru í kefladrætti. Þa fengum við Jakob, sem þá var 42 ára, til þess að tak- ast á við þá með keflinu og fór hann létt með að draga þá hvern af öðrum, þar til enginn var eftir. Jakob var gleðimaður, spilaði á harmonikku og píanó og hafði gam- an af söng. Mér er minnisstætt þegar hann kom í fertugs- og fimm- tugsafmælið mitt með harmonikk- una og spilaði langt fram á nótt. Einnig spiiaði hann oft á skemmt- unum lögreglumanna. Síðustu átta árin sá Jakob um ökutæki lögreglunnar, húsbúnað og tæki af sinni alkunnu snilld og hóg- værð, jafnframt sinnti hann störf- um_ undirritaðs í forföllum mínum. Ég vil færa Jakobi þakkir fyrir að hafa fengið að vera samstarfs- maður hans og vinur, jafnframt vil ég senda konu hans, börnum og öðrum ástvinum samúðarkveðjur frá konu minni og mér, og bið Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Þá vil ég fyrir hönd lögreglunnar þakka Jakobi trúmennsku, dugnað og alúð í störfum sínum fyrir lög- regluna, og færi konu hans, börnum og ástvinum innilegar samúðar- kveðjur lögreglunnar í Hafnarfirði. Ólafur K. Guðmundsson. Fyrrverandi tengdafaðir minn, Jakob Sigmarsson, er látinn aðeins 68 ára að aldri. Svo óvænt, svo snöggt að varla hefur verið tími tii að átta sig á þessari sorglegu stað- reynd. Það hafði mikil áhrif á mig þegar hann veiktist skyndilega og var. allur sex dögum síðar. Mér finnst eins og hið ómögulega hafi gerst og veit ekki hvað ég á að segja við litlu afabörnin hans, Sól- eyju og Eirík, sem alls ekki geta skilið af hveiju afi er dáinn. Þau sem alla tíð hafa verið svo hænd að afa sínum. Þau voru svo heppin að fá að búa hjá afa og ömmu í heilt ár þegar þau voru lítil og nán- ast alla tíð síðan hafa þau búið það nálægt þeim að aðeins tekur nokkr- ar mínútur að hiaupa yfir til þeirra. Og það hafa þau gert. Helst á hveij- um degi ef þau fengu að ráða. Sem segir allt um það hvað er vel tekið á móti þeim þar. Jakob var rólegur og hægur maður. Traustvekjandi. Sanngjarn en ákveðinn og hafði sitt fram án þess að þurfa nokkur læti til þess. Alltaf tilbúinn til að hjálpa þeim sem þurftu og hann hugsaði vel um sína. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann, aðgerðarlausan. Hann var alitaf að dytta að, mála, laga og bæta. Hann spilaði listavel á harm- ónikku og marga hefur hann glatt með harmónikkuspili sínu á góðum stundum. Það var gaman að segja honum skemmtisögur og brandara því undir hæglátu yfirborðinu leyndist mikill húmor. Sorgmædd kveðja Sóley og Eirík- ur afa sinn. Allt sem hann gerði fyrir þau munu þau geyma í minn- ingúnni um afa sem alltaf var þeim svo góður. Afa sem laumaði góð- gæti eða smápeningi í litla lófa. Afa sem gaf þeim tíma og var annt um að þeim liði vel. Afa sem var kvaddur burt alltof fljótt. Jakob reyndist mér hinn besti tengdafaðir og hafi hann þakkir fyrir það. Blessuð sé minning Jak- obs Sigmarssonar. Ingveldur Thorarensen. Það er páskadagur. Hinn fagri páskasálmur „Sigurhátíð sæl og blíð, ljómar nú og gleði gefur“ hljómar, en gleðin er tregablandin því fréttin um andlát vinar berst um Sólvang. Jakob sem í svo mörg ár færði gleði og birtu inn í líf okk- ar með hógværð sinni og lítillæti. Allir þeir sem dvelja og starfa á öldrunarstofnunum vita hversu miklu máli skiptir að þar sé reynt að lífga upp á hversdagsleikann í einhverri mynd. Fólk er orðið las- burða og getur því misvel notið þess sem boðið er upp á til ánægju og tilbreytingar úti í þjóðfélaginu. Það verður að gerast innan veggja þess stóra heimilis sem hver öldrun- arstofnun er. Sólvangur er þar eng- in undantekning. Á hveiju hausti er því reynt að skipuieggja ýmsa skemmtan. Margir koma og leggja okkur lið. Sumir koma ár eftir ár, aðrir verða óijúfanlegur hluti af þessari heild. Þannig var hlutur Jakobs í skemmtanalífi okkar á Sólvangi, alltaf spilaði hann fyrir dansi. Það byijaði með því að Sóley konan hans fékk hann til að koma og spila stundum er hún átti vakt. Þegar félagslífið mótaðist meir var Jakob ávallt boðinn og búinn að koma og spila. Seinni árin bættist okkur góður liðsauki þegar Sigurð- ur maður Báru bættist í hópinn og saman sáu þeir um að dansinn dun- aði dátt. Það er því skarð fyrir skildi. Með virðingu og þökk kveðjum við góðan og tryggan vin og sendum þér og fjölskyldunni, Sóley mín, hlýjar kveðjur. Guð blessi minningu Jakobs Sigmarssonar. Fyrir hönd vina á Sólvangi, Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarforstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.