Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR ÞORIR JÓNSSON ÁSA SIG URBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR + Ólafur Þórir Jónsson var fæddur á Grettis- götu 35b í Reykja- vík þann 28. októ- ber árið 1914. Hann lést í Land- ■ spítalanum 30. mars síðastliðinn. Foreldrar _ hans voru Jón Ólafsson rafvirkjameistari og Jóhanna Jóns- dóttir húsmóðir. Hann átti tvær al- systur, Ragnhildi Agústu og Ingi- björgu (Stellu), sem báðar eru látnar, og tvo hálfbræður sam- feðra, Viggó og Guðmund Kr. Jónssyni. Þegar Ólafur Þórir var níu mánaða lést móðir hans og ólst hann upp hjá föðurafa sínum og ömmu, Ólafi Einars- syni og Ragnhildi Filippusdótt- ur, á Grettisgötunni. Filippía Ólafsdóttir, föðursystir hans, bjó einnig í sama húsi og lagði sitt af mörkum við uppeldið; hún átti þrjú börn, Þórunni, Baldur og Sigríði Bergsteins- börn. Ása Sigurbjörg Ásgeirsdóttir var fædd á Blönduósi þann 27. ágúst árið 1914. Hún lést í Landspítalanum 3. april siðast- liðinn. Foreldrar Ásu Sigur- bjargar voru Hólmfríður Zóph- oníasdóttir húsmóðir og Ásgeir Þorvaldsson múrarameistari. Þau bjuggu á Blönduósi og ólst Ása Sigurbjörg upp hjá þeim. Systkini hennar voru níu talsins (og var hún þriðja í röðinni); Hrefna, látin, Sigríður, látin, Soffía, Arndís, tvíburarnir Olga, látin, og Þorvaldur, Helga Maggý, látin, Zóphonías og Valgarð. Ása Sigurbjörg fluttist til Reykjavíkur 9. nóv- ember 1932 og starfaði við ýmis þjónustustörf. Þann 10. nóvember 1934 gengu þau Ólaf- ur Þórir og Ása Sigurbjörg í hjónaband og bjuggu sér heim- ili í Reykjavík. Þau eignuðust Stórt skarð var höggvið í fjöl- skylduna þegar tengdaforeldrar mínir kvöddu þennan heim með aðeins fjögurra daga millibili, fyrst Ólafur Þórir þann 30. mars og svo Ása Sigurbjörg þann 3. apríl. Þau voru nánast jafnaldrar, á áttugasta og þriðja aldursári, höfðu verið gift í yfir sextíu og tvö ár og staðið saman í blíðu og stríðu og í gleði og sorg. Þau kvöddu okkur öll með sínu éinstaka viðmóti þar sem bæði var hlegið og grátið í senn þegar rifjaðar voru upp ljúfar minn- ingar frá liðnum árum. Það veitti okkur styrk í sorg okkar að sjá 'hversu friðsæl þau voru í lok þessa lífs og fullvissu þess að vel væri tekið á móti þeim af bömum þeirra. sex börn, þijú þeirra létust ung en þrjú eru á lífi, þau eru: 1) Jóhanna Ólafsdóttir hjúkrunar- fræðingur, búsett í Bandaríkj- unum, f. 20.9. 1936, gift Braga Sigfússyni, þau eiga fjögur börn, Ragnhildi, f. 9.2. 1956, hún á tvö börn, Jón Kristin, f. 9.2.1957, hann á fjögur börn, Þóri, f. 31.8 1958, hann á tvö stjúpbörn, og Hrefnu, f. 22.9. 1969 2) Hrefna Maren hjúkrun- arfræðingur, búsett í Banda- ríkjunum, f. 21.10. 1937, gift Bruce Denmark, þau eiga tvo syni, Andrew, f. 22.4. 1972, og Richard, f. 26.4.1974. 3) Ásgeir Þór rafveitustjóri, f. 10.5.1947, kvæntur Kristínu Árnadóttur, þau eiga fjögur börn, svein- barn, f. 19.9. 1971, d. 13.11. 1971, Árna Ólaf, f. 12.3. 1973, Ásu Guðnýju, f. 9.7. 1977, og Þóru Kristínu, f. 17.12. 1979. Ólafur Þórir vann almenna verkamannavinnu allt til ársins 1945. Þá hóf hann nám í raf- virkjun í Iðnskólanum í Reykja- vík og hjá föður sinum og starf- aði hann við þá iðn alla tið. Ása Sigurbjörg var heimavinnandi húsmóðir, en vann jafnframt því heima við saumaskap og fleira. Barnabarnabörn þeirra eru fimm talsins. Útför þeirra Ólafs Þóris og Ásu Sigurbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Það fylgir því mikill söknuður að kveðja eftir tuttugu og fimm ára kynni. Allar ánægjulegu samveru- stundirnar bæði hér í Reykjavík og ekki síður er þau komu í heimsókn vestur í Stykkishólm þar sem fylgst var með árangri barnabarnanna í tónlist eða í íþróttum. Eða þegar farið var til silungsveiða í nágrenni bæjarins. Þau fylgdust af áhuga með öllu sem við tókum okkur fyr- ir hendur, meira að segja þegar ég fór að syngja með Kvennakór Reykjavíkur mættu þau á flesta tónleika og uppákomur, sem haldn- ar voru á vegum kórsins, þegar heilsan leyfði. Mikils virði var öll hjálpin sem þau veittu okkur hvort sem var við barnagæslu, í húsbyggingum eða við hvaðeina annað þegar aðstoðar var þörf. Sem dæmi um það er at- vik sem rifjast upp frá fyrri árum þegar leitað var að dagmömmu fyr- ir eldri dóttur mína. Höfðu þau samband að fyrra bragði og óskuðu eftir að fá að gæta hennar og mik- ill var sá léttir. Oft var glatt á hjalla á laugar- dagseftirmiðdögum er fylgst var með knattspyrnunni og getraunun- um í sjónvarpi og amma Ása að baka pönnukökur eða vöfflur með kaffinu sem borið var fram í hálf- leik. Á þessari stundu veg ég salt á milli sorgar og gleði, sorgar yfir að missa ykkur bæði á svo skömm- um tíma og gleði yfir því að þið fenguð að fara saman með fullri reisn. Takk fyrir allt. Kristín Árnadóttir. Ég hef hugsað stöðugt um mömmu og pabba. Gegnum árin hef ég ekki hitt þau eins oft og ég hefði óskað en þær stundir sem við áttum saman eru mér ævarandi fjársjóður. Ég mun aldrei gleyma mildu hjartalagi pabba, hrífandi skop- skyni hans og ákveðnum skoðunum (sem ég alltaf virti), hve yndislegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi hann var, drenglyndi hans og hvað gott var að vera í návist hans. Ég heyri léttan hlátur hans og sé ljómann í augum hans þegar hann kom auga á eitthvað sem honum fannst fallegt eða skemmtilegt. Hann lagði hart að sér til að sjá fjölskyldunni farborða og á stund- um axlaði hann líka ábyrgð sem aðrir hefðu átt að bera. Hvílíkur maður. Mamma var máttarstólpi. Gam- ansemi hennar var kyrrlát og hlý. Hún var ávallt reiðubúin til að hjálpa fjölskyldunni og öðrum ef á þurfti að halda. Hún gat rakið ætt ijölskyldunnar að minnsta kosti tvö- hundruð ár aftur í tímann, allt eft- ir minni. Hún var tryggur og náinn samferðamaður pabþa og þau hjálp- uðust að við að stíga yfir margvís- lega erfíðleika í lífinu. Það er engin tilviljun að svo skammt var á milli kveðjustunda þeirra. Þó að hún ynni allt sitt líf hörðum höndum varð henni sex barna auðið en varð fyrir þeirri þungu sorg að missa þrjú þeirra. Ég hef orðið þeirrar blessunar og hamingju aðnjótandi að eitt þeirra þriggja eftirlifandi varð eiginkona mín. Hve ástrík móðir og amma hún var mátti sjá af því hvernig hún umgekkst börn sín og barnabörn. Hvorki mamma né pabbi gerði ónauðsynlegt veður útaf hlutunum. Allir voru alltaf velkomnir á heim- ili þeirra. Enginn og ekkert getur svift okkur og börn okkar því sem þess- ar einstöku manneskjur voru okk- ur. Aldrei mun bregða skugga á minningu okkar um þau. Söknuður okkar er sár. í kærri minningu, Bruce H. Denmark, Andrew L. Denmark, Richard Thor Denmark, Ásgeir Þór Ólafsson. Eitt af því sem við vitum með vissu, það er að allir munu einhvern tíma deyja. Samt er það sá hlutur sem kemur okkur oftast í opna skjöldu. Og nú hvað mest þegar ástkær afi okkar og amma hafa verið kvödd yfir í annan heim. Við minnumst afa og ömmu með gleði í hjarta og erum þeim þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þessar stundir urðu margar því þau gátu alltaf gefið sér tíma til að fylgjast með barnabörnunum. Það var nánast sama hvað við vorum að gera hvort sem var í tónlist, íþróttum eða skóla, alltaf voru þau mætt á stað- inn til að hvetja okkur til dáða. Við minnumst heimsókna okkar til afa og ömmu. Þar bar margt á góma, þau, sem eru af þeirri kyn- slóð sem horfði á ísland breytast úr frumstæðu bændasamfélagi yfir i tæknivætt neyslusamfélag, voru alltaf tilbúin að miðla þeirri reynslu til okkar. Þar var oft hlegið dátt, sérstaklega að fyndni afa en hann var gæddur þeim eiginleika að geta snúið grafalvarlegum hlut upp í sprenghlægilega skrítlu. Og ekki má gleyma kaldhæðnum húmor ömmu sem hitti oftast beint í mark. Afí Óli og amma Ása, þið hafið gefíð okkur svo mikið, það er og verður okkur ómetanlegt. ÆvLnlega munuð þið eiga fastan stað í hjarta okkar. Þóra Kristín, Ása Guðný og Árni Ólafur. Jæja afi og amma, nú skilja leið- ir að sinni. A þessum tímamótum hrannast upp minningar og er kveðjustundin tregafull. En með þá sannfæringu að við munum hittast aftur þá er sorgin bærilegri. Ég gæti fyllt margar síður af frásögn- um um yndislega hluti sem við gerð- um saman, litla fjölskyldan mín og þið tvö, hvort heldur á íslandi eða í Ameríku. En mér er sérstaklega minnisstæð ferðin sem við fórum öll saman til Stykkishólms þegar hún Þóra Stína frænka var fermd. Við ákváðum að vera í samfloti vestur, ég keyrði á undan og þið á eftir, kannski keyrði ég heldur greitt, en afi fylgdi mér eins og skugginn alla leið vestur. Þegar í Hólminn var komið voru töskur teknar úr bílnum og keyrt beint niður á bryggju þar sem skoðunar- ferð um eyjarnar var að hefjast og við fórum öll um borð í þriggja tíma siglingu. Það var úti á miðjum Breiðafirði sem við áttuðum okkur á því hvað við vorum að gera, þið amma komin vel yfír sjötugt og ekki einu sinni gefínn kostur á að slaka á. En svona voruð þið alltaf full af orku til hinsta dags. Ég mun geyma og varðveita allar þessar minningar, jólin okkar saman, veiði- ferðirnar okkar, samtölin okkar í síma á hverjum degi, fótboltaget- raunaspil okkar og svo margt. Ég vil þakka fyrir það að hafa mátt eiga með ykkur þessar yndislegu stundir og trúi því, afi, að þú undir- búir jarðveginn og kannir veiðilend- ur eins og þú hefur alltaf gert og við hittumst heil þó síðar verði. Er vorið kemur sunnan yfir sund með söng í hjarta, gneistaflug um brár, þá breytast öll hin löngu liðnu ár í ljósan dag, í heiða morgunstund. Við Qallsins rætur á ég lítinn lund og leyndardóm, sem enn er hreinn og skær og heillað getur svip þinn, nær og nær, og nafni þínu gefið hold og blóð, laugað í dögg og dagsins morgunglóð. Sú fegurð öll, sem fyrir sjónir bar á förnum vegi, birtist vinum tveim, sem ennþá muna yndislegan heim - sem einu sinni var. Og endurfundum fagna sálir tvær, sem ftjálsar teyga angan þína, jörð, og seltuna við silfurbláan fjörð. Við stöðvum tímans vald og vængjablak - eitt andartak, eitt andartak. (Davíð Stefánsson.) Bestu þakkir vil ég færa starfs- fólki á gjörgæslu og hjartadeild Ladspítalans. Jón K. Bragason. „Hann afi á Grettó er farinn upp í himininn. Englarnir komu um nóttina og sóttu 'hann af því að þeir geta látið honum batna. En við hittum hann aftur seinna þegar þeir eru búnir að lækna hann.“ Þetta sagði Guðrún Gígja, lang- ömmubarnið hans afa Óla og ömmu Ásu. Svona er gott að geta litið á það þegar einhver deyr sem okkur þykir mjög vænt um. Börnin okkar voru svo heppin að fá að alast upp í nánum tengsl- um við afa og ömmu á Grettó, þau voru alltaf stór hluti af tilverunni. Við gerðum ýmislegt saman og aldrei bar skugga á vináttuna. Allt- af gat afi fengið okkur til að hlæja. Honum fannst ekki leiðinlegt að horfa á teiknimyndirnar með krökkunum og stundum vissi hann ekki að okkur fannst miklu t Maðurinn minn, faðir okkar og fóstur- faðir, HARALDUR EINARSSON, Ljósheimum 4, andaöist í Landspítalanum að kvöldi 10. apríl. Helga G. Jakobsdóttir, Gréta S. Haraldsdóttir, Sigrún J. Haraldsdóttir, Friðþjófur P. Friðþjófsson og aðrir aðstandendur. skemmtilegra að horfa á hann en myndina þegar hann var að springa úr hlátri. Stjórnmál, íþróttir og kvikmyndir voru stóráhugamál hjá honum fyrir utan veiði og ýmislegt fleira, þannig að afi Óli hafði alltaf eitthvað að spjalla um. Amma og afi áttu líka alltaf eitthvað fyrir smáfólkið, dót til að leika sér með og nammi í postulínsskálinni sem Guðrún Gígja hélt að amma hefði prjónað. Amma var alltaf að prjóna og hekla eitthvað fallegt og hlýtt. Hún hafði líka alltaf tíma til að segja sögur og kunni að baka ýmislegt gott, Daníel Máni fékk alltaf poka af kleinum í nesti með sér heim. Þau Ása og Óli lifðu líf- inu með fullri reisn til síðasta dags, þau sögðu aldrei að það tæki því ekki að gera hlutina þótt þau væru komin yfir áttrætt, þau keyptu sér nýjan bíl, endurnýjuðu fallega heimilið sitt og amma var eins og drottning, alltaf í fínni blússu og með fallegt gull. Litla afa- og ömmustelpan sagði fyrst að englarnir mættu helst ekki taka ömmu líka því við vildum hafa hana hjá okkur, en svo hugsaði hún sig um og sagði: „Það er allt í lagi, mér finnst það bara gott, þá er afi ekki einn á himnum.“ Og það liðu ekki nema þrír dagar þar til engl- arnir komu og sóttu ömmu. Þau voru búin að vera gift í 61 ár svo hjörtu þeirra voru farin að slá í takt hvort við annað. Þau fóru á spítalann með nokkurra daga milli- bili, hún sat við hlið hans þar til yfir lauk og þá var hún tilbúin að fara líka. Þetta er svo fallegt, alveg eins og í ævintýrunum. Þau áttu sex börn, þrjú hér og þrjú á himn- um, og nú eru þau farin til þeirra. Það geta hlakkað til endurfund- anna og yljað sér við óteljandi fal- legar minningarnar um samveru- stundirnar er besta huggunin núna þegar afi og amma eru farin ,frá okkur. Guð blessi afa og ömmu, börnin þeirra og ættingja. í kvöld kveikjum við englaljós heima, fyrir alla englana sem við þekkjum á himnum. Ásborg Ó. Arnþórsdóttir og Guðrún Gígja Jónsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að .minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég á margar góðar minningar um ykkur, afi minn og amma. Daníel Máni Jónsson. Okkur er það bæði ljúft og skylt að minnast frænda okkar Ólafs Þóris Jónssonar, sem lést 30. mars sl. Ólafur Þórir fæddist í húsi ömmu sinnar og afa á Grettisgötu 35b, Reykjavík, sonur hjónanna Jóhönnu Jónsdóttur og Jóns Ólafssonar, raf- virkjameistara. Móðir hans var ætt- uð af Álftanesi, en faðir hans úr Rangárvallasýslu. Föðurafi Ólafs Þóris, Ólafur Einarsson, var fæddur í Rifshalakoti, Holtum, og föður- amma hans, Ragnhildur Filippus- dóttir, var fædd á Sandhólaferju, Holtum. Voru þau af hinni svoköll- uðu Ferjuætt, sem rómuð -er fyrir listfengi og vandvirkni. Sorgin kvaddi snemma dyra hjá þessari ungu fjölskyldu. Ólafur Þór- ir missti móður sína í frumbernsku. Ólst hann eftir það að mestu leyti upp hjá föður sínum og föðurforeld- rum á Grettisgötunni. Naut hann hjá þeim góðs atlætis í hvívetna og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.