Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t BALDVIN Þ. ÁSGEIRSSON, andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu, Laugarási, miðvikudaginn 10. apríl sl. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalbjörg Ásgeirsdóttir. Elskuleg móðir mín og systir okkar, ÁSDÍS GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Álfhólsvegi 141, er látin. Smári Bent Jóhannsson, Hulda Gísladóttir, systkini hinnar látnu, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, BJÖRN PÁLSSON fyrrv. alþingismaður og bóndi, Ytri-Löngumýri, lést á Héraðshælinu á Blönduósi 11. apríl. Ólöf Guðmundsdóttir. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, Grandavegi 45, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 10. apríl. Einar Halldórsson, Ólöf Harðardóttir, Guðfinna Halldórsdóttir, Hilmir Elísson, Jóhann Halldórsson, Olga Guðmundsdóttir og barnabörn. t Systir mín, mágkona og frænka okkar, GUÐBJÖRG FINNBOGADÓTTIR, frá Minni-Mástungu, Álftarima 11, Selfossi, sem andaðist að morgni 7. apríl, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 13. apríl kl. 13.30. Sigurbjörg Finnbogadóttir, Sveinbjörn Steindórsson, Tryggvi Sveinbjörnsson, Ingunn Sveinsdóttir, Valdimar Jóhannsson, Ólafur Jóhannsson, Finnbogi Jóhannsson, Þorbjörg Jóhannsdóttir, Ingigerður Jóhannsdóttir. t Elskuleg dóttir okkar, systir og mág- kona, DAGNÝ DANÍELSDÓTTIR, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. apríl. Útför hennar fer fram frá Garða- kirkju á morgun, laugardaginn 13. apríl kl. 13.30. Guðný Guðlaugsdóttir, Daníel Björnsson, Eygló Danrelsdóttir, Agnar Sverrisson, Anna Dóra Danielsdóttir, Sævar Hallsson, Fanney Daníelsdóttir, Heimir Daníelsson, Inga Sif Dani'elsdóttir og aðrir vandamenn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir afi og langafi, KARLOLUF BANG, Dalbraut 27, Reykjavík, lést í Landspítalanum 9. apríl. Erling Bang, Dagný Karlsdóttir, Guðmundur Bang, Gerður Guðjónsdóttir, Axel Erlingsson, Karl Ólafur Erlingsson, Erling Páll Karlsson, Gunnar Örn Erlingsson, Guðríður Emmý Bang, Þórey Bang, Arna Gerður Bang. SVEINN BJÖRNSSON + Sveinn Björns- son stórkaup- maður og ræðis- maður fæddist í Reykjavík 9. júlí 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 7. aprU síðast- liðinn. Foreldrar Sveins voru Björn Sveinsson, f. 20.8. 1882, kaupmaður og bókhaldari, og Ólafía Bjarnadóttir, f. 23.12. 1888, hús- freyja. Þau bjuggu í Reykjavík. Bræður Sveins eru: Bjarni, f. 1920, for- stjóri í Reykjavík, og Guðmund- ur Kristinn, f. 1925, skrifstofu- maður í Danmörku. Sveinn kvæntist 16.12. 1939 Kristínu Ingvarsdóttur, f. 8.10. 1918, þau slitu samvistum. Böm Sveins og Kristínar era: 1) Ingv- ar, f. 1940, framkvæmdastjóri, maki Hanna Elíasdóttir, verslun- armaður. Ingvar á þrjú böra. 2) Ólafía, f. 1942, verslunarmað- ur, maki Agnar Armannsson, rakarameistari. Þau eiga fjögur böra. 3) Guðbjörg, f. 1944, skrif- stofumaður, maki Garðar Eyland Bárðarson, skrif- stofumaður. Þau eiga þrjú böm. 4) Björn, f. 1950, viðskipta- fræðingur, maki Bergþóra Bergþórs- dóttir, viðskiptafræð- ingur. Þau eiga þijú böra. 5) Kristín, f. 1958, húsmóðir, maki Stefán ísfeld, tækni- fræðingur. Þau eiga tvö böm. Eftirlifandi sam- býliskona Sveins er Rannveig Böðvars- son. Eftir próf frá Verslunarskóla íslands 1936 vann Sveinn skrif- stofustjörf, m.a. hjá Alliance í Reykjavík þar til hann stofnaði Heildverslunina Sveinn Björns- son & Co. 1940. Sveinn keypti ásamt fleirum og rak m.a. Is- landsstöðina á Siglufirði og var formaður sljórnar og lengi fram- kvæmdasljóri Gevafoto í Reykja- vík. Sveinn sat í sljójrn Félags ísl. stórkaupmanna frá 1959- 1962, var endurskoðandi Versl- unarbanka Islands frá 1962- 1970 og sat í bankaráði frá 1970-1974, þá sat hann í stjóm t Minningarathöfn um son okkar, EIRÍK H. ÞORSTEINSSON kennara, sem lést 8. apríl fer fram í Reykholts- kirkju, Borgarfirði, laugardaginn 13. apríl kl. 14.00. Steingerður Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Guðjónsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SKÚLASON, Hátúni 10a, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum laugardag- inn 7. april. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 14.00. Asdis M. Sigurðardóttir, Arni G. Arnason, Skúli Sigurðsson, Hlíf Matthíasdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Elias Kristjánsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, Auðunnarstöðum Víðidal, verður jarðsunginn frá Víðidalstungu- kirkju, laugardaginn 13. april kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 10.00. Ingibjörg Ólafsdóttir. Verslunarráðs íslands um skeið. Sveinn Björasson var ennfremur einn stofnenda Lionsklúbbsins Ægis 1957, var félagi í Rotary- klúbb Reykjavíkur frá 1970, sinnti ýmsum störfum fyrir Odd- fellowregluna á Islandi frá 1941 og var yfirmaður hennar frá 1973 til 1981. Sveinn var ræðis- maður Sviss á Islandi frá 1966- 1987. Útför Sveins verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hinn 7. apríl sl. lést Sveinn Björnsson fyrrverandi stórkaup- maður og góður ijölskylduvinur okkar. Það eru tæp 18 ár frá því að við kynntumst Sveini fyrst þegar móðir okkar, Rannveig, og Sveinn kynntust. Síðan hefur hann verið hluti af okkar daglega lífi. Sveinn virkaði svolítið formfastur og ráðsettur við fyrstu kynni. Enda var það e.t.v. ekki skrítið þegar hafður er í huga allur sá fjöldi fólks sem hann þurfti að kynnast því hópurinn sem fylgdi mömmu var ansi stór, börn, barnabörn og tengda- og vinafólk hennar. Fljót- lega kom í ljós hversu traustur, glaðlyndur og góður maður Sveinn Björnsson var. Vinskapur hans í okkar garð var afar traustur. Það var mjög gott að umgangast hann m.a. vegna þess að hann var svo mikill húmoristi og það stóðst allt sem hann sagði og gerði. Sveinn Björnsson var nákvæmn- ismaður á alla hluti, hvort sem tal- að er um t.d. bókhatd, undirbúning fyrir veiðitúra, utanlandsferðir, greinar og ræður. Það er engin furða að honum hafi verið treyst fyrir allskonar trúnaðarstörfum í þjóðfélaginu. Sveinn sat í fjölmörg- um stjórnum, tók þátt í stofnun margra fyrirtækja og félaga. Hann var félagslegur endurskoðandi margra fyrirtækja og félaga. Það var víða treyst á Svein Björnsson. Hann var m.a. æðsti maður Odd- fellow-reglunnar á íslandi til margra ára. Það er mér minnisstætt þegar ég fylgdist með undirbúningi hans fyrir veiðitúr norður í land. Sveinn var með gamlan lista, sem hann hafði útbúið, yfir alla þá hluti sem þurfti að hafa með sér í túrinn og jafnóðum og hlaðið var inn í bílinn var merkt við og stemmt af. Sveinn Björnsson bar af hvað klæðaburð og snyrtimennsku varð- ar. Sveinn var ekki hár maður vexti en hann var alltaf jafn glæsilegur jafnt hátíðisdaga sem aðra daga. Hann var tónlistarmaður. Hann spilaði á píanó eða harmonikku á tyllidögum fyrir okkur sem fram- kallaði hátíðlegar stundir. Seinustu æviár Sveins voru hon- um erfið vegna veikinda en þraut- seigjan og lífsgleðin komu honum alltaf á fætur á ný þar til nú er dauðinn varð yfirsterkari. Við gleðj- umst yfir ánægjulegum samveru- stundum með Sveini Björnssyni urn leið og við syrgjum hinn látna heið- ursmann. Við vottum aðstandendum Sveins Björnssonar okkar dýpstu samúð. Fjölskylda Rannveigar Böðvarssonar á Akranesi. Kveðja frá Oddfellowreglunni Með nokkrum orðum skal hér minnst félaga okkar, Sveins Björns- sonar, sem varð bráðkvaddur 7. þessa mánaðar. Sveinn gekk mjög ungur að árum í Oddfellowregluna, árið 1941, og hafði því starfað í henni um 55 ára skeið er hann lézt. Hann gegndi mörgum trúnaðfirstörfum og var yfirmaður Reglunnar um 8 ára skeið frá 1973 til 1981. Hvort tveggja er langur starfstími í hvaða félagsskap sem er, en betri iiðsmann en Svein var vart hægt að hugsa sér. Fjölþætt störf hans innan Regl- unnar voru unnin af hlýhug en ein- beitni með hag félagsskapar okkar í fyrirrúmi og þar brást honum aldr- ei bogalistin. Sveinn var sérstakt prúðmenni í allri viðkynningu, kíminn og gam- ansamur, en þó alltaf hinn sanni herramaður í allri viðkynningu. Var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.