Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 1
SÝN í Bankastræti í gær. Morgunblaðið/Arni Sæberg V orið á Laugavegi kallar APRÍL í miðbæ Reykjavíkur: Kona með barnavagn, hjón með ís. Húf- urnar og vetrarfötin horfín og létt- klæddir borgarbúar láta á sér kræla á götum borgarinnar. Nýjar verslan- ir og kona segir við vinkonu sína, „Laugavegurinn er að lifna við, það er fieira fólk í bænum heldur en áður var?“ „Túristarnir eru vorboðinn," segir Edda Sverrisdóttir talmaður sam- taka Laugavegs og nágrennis, og tekur undir þá skoðun að miðbærinn sé orðinn fjörlegri en mörg undan- farin ár. „Það er eins og fólk sé að uppgötva bæinn aftur,“ segir hún. Edda segir að ásóknin í verslunar- húsnæði sé mikil og hún fái 2-3 fyrirspurnir á dag frá bæði nýjum og gömlum verslunareigendum sem vilji opna í bænum, og „ef það losn- ar húsnæði keppa margir um að fá það.“ Fjölbreytnin er orðin mikil og Skólavörðustígurinn hefur breyst mikið á síðustu árum, meðal annars vegna þess að listamenn hafa opnað þar búðir. Edda segir að nú þurfi að byggja upp Hverfisgötuna og gera hana að sterkari verslunargötu. Um 300 verslanir eru í miðbæum og hefur komið í ljós að erlendum ferðamönnum líkar vel að eiga þar viðskipti og haft er eftir mörgum að vönduð vara sé frekar ódýr í Reykjavík miðað við aðrar borgir. Kaffihúsin leika stórt hlutverk og fólk farið að venjast því að staldra við á einu slíku þegar skroppið er í bæinn, sem stundum er ekki til ann- ars en að sýna sig og sjá aðra. f gær var spáð rigningu í Reykja- vík, en sólin og blíðan voru yfirsterk- ari, og áhrifin létu ekki á sér standa; borgarbúar spókuðu sig á röltinu óháð ys og þys út af engu. ■ ■ BÍÓPRÓGRÖMM FYRR OG SÍÐAR/2 ■ FRJÁLS LÍFSSTÍLL SNJÓ- BRETTAIÐKUNAR/4 ■ ÖÐRUVÍSI VEISLUHÖLD KENND/6 ■ SJÓN- VARPIÐ Á ÍSLANDI OG í MOSKVU/7 ■ AUSTRÆN HÚSGÖGN/8 ■ 4 Snjóbrettaiðkun er sprottin af hinum frjálsa lífsstíl sem felst í því að njóta lífsins áhyggju- laust. Að fljúga á snjóbretti vekur ánægju og frelsið af værum blundi. Dans, klæði, reiðhjól, hjóla- bretti og fleira til- heyra menningu hins frjálsa lífsstíls. Hér á landi hefur snjóbrettamönnum vaxið ásmegin og þeir skera sig úr. í Reykjavik er sérverslun með snjóbrettavörur, Týndi hlekkurinn, og beita eigendur hennar hinni frjálsu aðferð free style við verslun og viðskipti, og skipar gleðin þar önd- vegissætið. Morgunblaðið slóst í för með bret- taköppum upp í Bláfjöll og rýndi í kjölfarið í lífsvið- horfin að baki. Hvernig er til dæmis hinn frjálsi lífsstíll? Og hver er sérstaða þessarar íþróttar? ETTI Morgunblaðið/Þorkell BRÆÐURNIR Kjartan og Steinar Þorbjarnarsynir í Bláfjöllum. FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 BLAÐ B Tilboð í 11*11 Skólabrauð 88 kr. Brauðskinka 685 kr. pr.kg ■ Fersk jarðaber 250 gr. 95 kr. Lausfryst ýsuflök 299 kr. pr.kg ■ Álfaskeiði • Eddufelli • Grensásvegi • Rofabæ • Þverbrekku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.