Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 B 3 TRÍPÓLÍBÍÓ var í vesturbæ Reykjavíkur ekki langt frá þeim stað sem Háskólabíó stendur nú á. Þar var Hjá- kona lögmannsins, með Brigitte Bardot, sýnd. þau nýjustu fárra ára gömul. Nú er hætt að gefa út bíóprógrömm og fjölmiðlum látið eftir að kynna nýjustu myndirnar þegar þær eru teknar til sýninga. i - En hvar fær Trausti öll þessi þrógrömm? „Ég hef keypt þetta sjálfur í bíóum og hjá fornsölum. Sumir þeirra hafa látið mig vita þegar þeir fá prógrömm í búðina til sín. Séra Björn á Húsavík hefur líka látið mig hafa prógrömm.“ Einnig segist Trausti fara annað slagið í Kolaportið og þar hafi hann stund- um fundið prógrömm. Hann segist ekki vita um marga sem safna bíóprógrömmum, en einn sé þó búsettur á Dalvík. „Ég fór einu sinni að heimsækja hann og við gátum skipst á nokkrum prógrömmum.“ En lítum aftur í Póstferðarpró- grammið og sjáum hvernig mynd- in endar: „I myrkrinu heyrist stutt skothríð í götunum. Dallas flýtir sér á hljóðið og flýgur í fangið á Ringo Kid. Þá kemur Curly Wilcox og dr. Boone með léttivagn og bjóða þeir Ringo Kid og Dallas að setjast upp í vagninn. Wilcox og læknirinn standa á miðri götunni og horfa út í náttmyrkrið eftir vagninum." ■ mhg MEIRIHATTAR C-VITAMIN MEÐ KALKI Fólk kaupir ESTER C-Vitm. aftur og aftur. ESTER C“VitQmin 200 mg med calcium V|j/riópf4öpav‘'. • FEKTIV EUTRAL Fæst í heilsubúðum, mörgum apótekum og mörkuðum. BIO-SELEN UMB. SÍMI 557 6610 DAGLEGT LÍF Svefnvenjur unglinga ekki bara afleiðing tippreisnar HVERNIG stendur á því að sama barnið og sofnaði undantekninga- laust klukkan níu á kvöldin fyrir nokkrum árum, getur núna vakað fram yfir miðnætti á hveiju kvöldi? Samkvæmt niðurstöðum rannsókna í Kaliforníuháskóla eru líkur á að svarið megi fremur rekja til líffræðilegra þátta, en þess að „barnið“ sé hreinlega orðið upp- reisnargjarn unglingur. Niðurstöðurnar benda til þess að á unglingsárunum verði ákveðnar líffræðilegar breytingar á heilastarfseminni sem hafí áhrif á svefnvenjur unglinga. Við þessar breytingar gegnir bætiefnið sink lykilhlutverki. Rannsóknin leiddi í ljós að svefnvenjur breytast líka hjá rhes- us-öpum þegar þeir komast kom- ast á kynþroskaaldur. En ef mat- aræðið er sinksnautt verður þessi breyting mun minni en ella. Á meðan jafnaldrar þeirra eru hress- ir fram eftir kvöldi, fara þeir rhes- us-apar sem ekki fá sinkið sitt mun fyrr að sofa, allt að 90 mínút- um fyrr skv. rannsókninni í Kali- fomíuháskóla. Umrædd rannsókn er sú fyrsta sem gefur líffræðilega skýringu á því hvers vegna það er jafn erfitt og raun ber vitni fyrir for- eldra að koma unglingunum sín- um í rúmið. Hingað til hefur verið litið til þess að unglingarnir hafi verið að gera uppreisn gegn settum reiglum eða þeir yrðu fyrir hóp- þrýstingi. Þetta getur reyndar haft sitt að segja, en málið er ekki svona einfalt. Fyrir utan áhrifín á svefnvenj- ur, er sink nauðsynlegt barnshaf- andi konum, börnum og ungling- um. Það fæst m.a. í kommeti, rauðu kjöti og skelfíski. Að síðustu, skilaboð til foreldr- anna sem bíða í sófanum eftir að unglingurinn skili sér heim: Sink virðist því miður ekki hafa áhrif á svefnvenjur fullorðinna. Það þýðir því ekki að borða sink ef þið viljið vaka eftir unglingnum, hald- ið ykkur við sterkt kaffi. ■ Þýtt og endursagt úr Psychology Today Allir Æskulínufélagar fá bol og veggspjald eftir páska! Það er skemmtilegt að spara í Æskulínu Búnaðarbankans. Þar fá allir félagar bæði vexti og verðlaun. Strax eftir páska fá allir Æskulínufélagar bol og veggspjald með myndum af „leikurum“ úr Leikfangasögu (Toy Story) í sínu útibúi. NÝIR FÉLAGAR ERU VELKOMNIR Þeir sem vilja gerast félagar geta komið í næsta Búnaðar- banka og gengið í Æskulínuna með 1000 króna innleggi. Þá fá þeir afhentan bol og veggspjald - og að auki spari- bauk með Snæfinni eða Snædísi. # SPARAÐU FYRIRVIÐBÓTARVERÐLAUNUM Þeir sem eru duglegir að spara í Æskulínunni eiga líka möguleika á ennþá fleiri glæsilegum verðlaunum. I hvert sinn sem spari- baukurinn er tæmdur lagt er inn á Stjörnu- bók Æskulínu (lágmark 300 krónur í hvert skipti) fá krakkar flottan límmiða sem þeir safna. Þeir sem hafa lagt inn fimm sinnum hljóta óvænt og glæsileg verðlaun. ■ Svo þú sérð að það er leikur að spara í Æskulínu Búnaðarbankans. BUNAÐARBANKINN Traustur banlti SAMBA\ Æ K\i L- i -n -_a-n ft? j^it

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.