Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fn$tgmiSA$3tí^ 1996 Norman með for- ystu og setti met GREG Norman frá Ástralíu lék best allra á fyrsta degi Masters mót sins sem hófst í Augusta í Georgíu í gær. Hann lék á 63 hbggum, níu höggum undir pari, sem er lægsta skor í sögu mótsins og jafnaði um leið vallarmet Nick Price. Norman, sem er efstur á heimsiistanum, f6r niu holur á fugli. Hann er eini kylfing- urinn sem náð hefur a ð leika á 63 höggum á stórmóti, en áður hafði hann leikið það er hann sigraði á Opna breska meistaramótiuu á Turnberry 1986.16 aðrir kylfingar hafa leikið á 63 höggum á stór- móti. Hann hefur tveggja h ögga forskot eftir fyrstu umferðina á hinn 25 ára Phil Mickelson, sem lék á 65 högg- um. Bob Tway og Scott Hoch eru jafnir í þríðja sæti á 67 h öggum, einu höggi betur en Lee Janzen, sem vann opna bandaríska meistaramótið 1993. Fimm kylfingar eru á 69 höggum og þar á meðal er Bretinn Nick Faldo. Meistarinn frá í fyrra, Ben Crenshaw, hel'ur aldrei byrj- að eíns illa í Masters, en hann lék á 77 hoggum. PSV á von PS V Eindhoven vann De Graafschap Ðoetinchem 2:1 í hollensku deildinni i gær- kvóldi og er með 71 stíg í öðru sæti, tveimur stigum minna en Ajax sem á leik til góða. Belgiski landsliðsmað- urinn Luc Nilis og hollenski landsliðsmaðurinn Rene Eij- kelkamp, sem vcnjulega eru miðherjar PS V, léku ekki með vegna meiðsla en í stað- inn voru Boudewijn Zenden sem er 19 ára og Eiður sem er 17 ára í fremstu röð. Wim Jonk gerði fyrra mark PS V úr vítaspy rnu er stundar- fjórðungur var liðinn af Ieiknum en Viscaal jai'naði úr aukaspyrnu skömmu eftír hlé. Vink innsiglaði siðan sig- urinn með skaUa tveimur mínútum fyrir leikslok. FÖSTUDAGUR 12.APRÍL KORFUKNATTLEIKUR BLAÐ c Happadagur Friðriks Inga ELLEFTI apríl virðist vera happadagur Friðriks Inga Jtúnarssonar, þjálfara Grindavíkurliðsins sem varð íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti í gær - a.m.k. þegar hann ber upp á fimmtudag. Fyrir nákvæmlega fimm árum, fimmtudaginn ellefta apríl 1991, stjórnaði Friðrik Ingi liði Njarð- víkur til íslandsmeistaratignar, þá aðeins 23 ára að aldri og á fyrsta ári sínu sem þjálfari meistara- flokks. Hann hafði tekið við þjálfun liðsins, og lagði um leið keppnisskóna á hilluna, eftir að Rondey Robinson - sem hafði verið ráðinn þjálfari um haust- ið - hætti því og einbeitti sér að hlutverki leikmanns. • Þegar Friðrik fagnaði sigri með Njarðvíkurliðinu fyrir fimm árum var það einnig gegn Keflvíkingum. Síðasti leikurihn, sem var sá fimmti, fór 84:75 í Njarðvík og lærisveinar Friðriks Inga sigruðu 3:2 í úrslitarimmunni. Grindvíkingar Islandsmeistarar í körfuknattleik ífyrsta skipti n w m —mmápm m Frabær tilf inning Þetta er fyrsti íslandsmeistara- titillinn minn í meistara- flokki á ferlinum og tilfinningin er alveg frábær - ég hef ekki átt- að mig á þessari staðreynd enn- þá," ságði brosmildur fyrirliði Grindavíkur, Guðmundur Braga- son, rétt eftir að flautað hafði verið til leiksloka í Keflavík í gærkvöldi. Þar varð Grindavíkurl- iðið íslandsmeistari í körfuknatt- leik í fyrsta skipti eftir sigur á heimamönnum, 96:73, en þetta var þriðja árið í röð sem Grindvík- ingar leika til úrslita. „Ég átti ekki von á því að það yrði jafn auðvelt að sigra og raun varð á, en við komum vel stemmd- ir til leiks og vorum staðráðnir í að tapa ekki tvisvar í röð fyrir þeim. Mér finnst það táknrænt að fagna titlinum á útivelli því við höfum ekki tapað leik á útivelli í allri úrslitakeppninni." Var enginn skrekkur kominn í þig á kafla í síðari hálfleik þegar Keflvíkingar voru nærri búnir að jafna? „Nei, ég var ekkert farinn að óttast. Leikur okkur hikstaði að- eins eftir að þeir byrjuðu að leika svæðisvörn, en ég var aldrei í vafa. Þetta er frábært." Morgunblaðið/Þorkell Fyrirliðinn fagnar GUÐMUNDUR Bragason hefur lengi veriö í eldifnunnl meö Grindavíkurliðinu í kðrfuknatt- lelk, sem leikmaður og þjálfari um tíma, og sigur liðsins á ís- landsmótinu ¦ gær var því lang- þráður. Hann smellir hér kossi á bikarinn glœsilega sem ís- landsmeistararnlr varðveita - langþráðum kossl. Tll vinstri sést í Marel Guðlaugsson vara- fyrirliða. HANDKNATTLEIKUR: AUÐVELT HJÁ STJÖRNUSTÚLKUM í FYRSTA LEIKNUM / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.