Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Að hremma Broadway úr höndum innantómra stórsýninga LEIKARAR í söngleiknum „Leiga“, sem hefur hlotið einróma lof gagm-ýnenda, í uppfærslu New York Theater Workshop. YRIRMYNDIN er „La Bo- héme“ eftir Puccini, en sögusviðið Manhattan. Söngleikurinn „Leiga“ (Rent) virð- ist ætla að hieypa af stað fári í 'Bandaríkjunum. Hann var settur upp í litlu leikfélagi í New York, langt handan Broadway, í febníar. Viðtökurnar voru slíkar að söng- leikurinn verður frumsýndur á Broadway 29. apríl, tæpum mán- uði eftir að höfundurinn, Jonathan Larson, lést aðeins 35 ára gamall. Larson fékk hugmyndina að söngleiknum þegar vinur hans, sem er mikill áhugamaður um óperur, var að bera saman líf bó- hemanna á vesturbakka Signu á fjórða áratug síðustu aldar og lífs- baráttu ungra listamanna í stór- borgum í dag. Söngleikur fyrir MTV-kynslóðina Larson sá þegar fyrir sér nýjan söngleik: „Hárið fyrir tíunda ára- tuginn,“ sagði hann og bætti við að tími væri kominn til að endur- heimta Broadway úr klóm stöðnunar og innantómra stórsýn- inga og „gera söngleik fyrir MTV- kynslóðina". Larson vissi lítið um „La Bo- héme“, en hann vissi hvað það var að vera bóhem, lífa í hrörlegri ibúð með baðkarinu í eldhúsinu þar sem götulífið er blanda af listamönnum, innflytjendum, eiturlyíjafíklum og eftirleguhippum og vinir skiptast á fötum, peningum og elskhugum. Líkt og söguhetjurnar í „La Bohéme“ lifði Larson í skugga banvæns sjúkdóms, sem heijaði sérstaklega á ungt fólk og fátæk- linga. Margir vina hans voru með alnæmi. Larson vildi að leikritið gerðist í East Village á Manhattan þar sem ríkti fátækt, heimilislausir ráfuðu um götur, hommar og lesb- íur léku lausum hala og klæðskipt- ingar og ræflarokkarar væru á hveiju strái. Sýningin átti að vera subbuleg og vekja óhug. Einróma lof við frumsýningu Það tók Larson sjö ár að koma verkinu á svið. Þegar það var frum- sýnt í New York Theater Work- shop, litlu 150 sæta leikhúsi í East Village, lét lofið ekki á sér standa. Leikritið var sagt „rokkópera tíunda áratugarins“ í auglýsingu. „Larson er vissulega ekki fyrsta tónskáldið, sem stefnir að því tor- fundna marki,“ skrifaði John Lahr, gagnrýnandi timaritsins The New Yorker. „En hann er sennilega sá fyrsti, sem kemst alla leið.“ Ben Brantley skrifaði í The New York Times að „Leiga" væri „fjör- mikil tímamótarokkópera" og sagði verkið „ljóma af hugvitsemi“. Uppselt var á allar sýningar og tilboð um að setja sýninguna upp á Broadway streymdu inn. Upp- runalega uppfærslan kostaði 240 þúsund dollara (um 16 milljónir króna), en það kostaði tvær milljónir doliara (120 milljónir króna) að setja upp sýninguna, sem verður frumsýnd í Nederlander- leikhúsinu 29. apríl. Samningar standa yfir um útgáfu á tónlistinni. Aðeins tveimur klukkustundum fyrir andlátið átti blaðamaður The New York Times viðtal við Larson, sem hefði átt að gefa honum for- smekkinn að fjölmiðlaathyglinni, sem í vændum var. Þar lagði Lar- son áherslu á að einn hvatinn að sýningunni væri þörf sín til að „bregðast við með einhveijum hætti“ því að vinir hans væru með alnæmi og lofsyngja líf þeirra, sem hafa dáið ungir. Nú tilheyrir Lar- son þeim hópi. Finnsk-íslenskir tónleikar í Norræna húsinu á morgun Draumur rætist Derek Walcott Octavio Paz Czeslaw Milosz Nóbelsskáld hafna alnetinu TAPANI Yijöla og Guðríður St. Sigurðardóttir. Miami. Reuter. ÁSÓKN í alnetið eykst jafnt og þétt og er það notað jafnt í við- skiptum, til samskipta og til skemmtunar. Nóbelsskáld á bókastefnunni, sem nú er hald- in í Miami í Flórída, eru hins vegar þeirrar hyggju að ljóð- listin eigi ekki erindi inn á al- netið. „Það kann að virðast hroki, en fjöldi þeirra, sem lesa ljóð, er ekki jafn mikilvægur og hvaða áhrif ljóðið hefur á þá, sem lesa það,“ sagði Derek Walcott frá St. Lucia, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1992. „Fremur vildi égað einn maður læsi ljóð eftir mig og yrði djúpt sncrtinn, en að mörg hundruð þúsund manns læsu það og létu sér í léttu rúmi liggja.“ Walcott kom fram á blaða- FYRIRLESTUR Eduardo Souto Moura sem halda átti í Norræna húsinu 15. apríl hefur verið felldur niður af óviðráðanlegum orsökum. Þetta átti að vera síðasti fyrirlestur- inn í röð 8 fyrirlestra sem Arki- mannafundi ásamt Octavio Paz frá Mexikó, sem fékk Nóbels- verðlaunin árið 1990 og Pól- veijanum Czeslaw Milosz, sem fékk þau árið 1980. Enginn þremenninganna kvaðst myndu Iáta hugfallast þótt talið væri að aðeins einn af hundraði Bandaríkjamanna læsi ljóð á okkar dögum. „Þótt ljóðagerð sé list minni- hlutans er hún engu að síður nauðsynleg andlegri heilsu þjóðfélagsins," sagði Paz. „Ég trúi ekki á dauða ljóðlistarinnar því að hann jafngilti dauða sjálfs þjóðfélagsins." Milosz kvaðst nota tölvu til að skrifa sum ljóða sinna, en efaðist um að ljóðaunnendur myndu fara inn á veraldarvef- inn til að leita ljóða fremur en að lesa þau á bók. tektafélag íslands, Norræna húsið og Kjarvalsstaðir hafa staðið fyrir. Til stendur að svipað form verði haft næsta vetur á fyrirlestrum um arkitektúr og hönnun á vegum sömu aðila. GUÐRÍÐUR St. Sigurðardótt- ir píanóleikari og finnski fiðluleikarinn Tapani Yijölá koma fram á tónleikum í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, klukk- an 16. Á efnisskrá eru Sónata op. 24, Vorsónatan, eftir Ludwig van Beethoven, Sónatína í E-dúr, op. 80 eftir Jean Sibelius, Sónata eftir Jón Nordal og Sónata nr. 3 í c- moll eftir Edward Grieg. Marka tónleikarnir upphaf ferðar tónlistarmannanna um landið en þeir munu jafnframt efna til tón- leika í Stykkishólmskirkju mánu- daginn 15. apríl, í Frímúrarasalnum á Isafirði miðvikudaginn 17. apríl og í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, föstudaginn 19. apríl. Hefjast þeir allir klukkan 20.30. Guðríður og Yijölá fengu nýverið styrk úr Finnsk-íslenska menning- arsjóðnum til tónleikahalds hér á landi og í Finnlandi. Eru átta tón- leikar með sömu efnisskrá að baki ytra. Tapani Yijölá lauk doktorsprófi í fiðluleik frá Michigan-háskóla í Bandaríkjunum- árið 1989 og er nú yfirmaður strengjadeildar tónlistar- skólans í Joensuu. Þá efnir hann til að minnsta kosti fimmtíu tón- leika í Evrópu og Bandaríkjunum ár hvert. Þekktastur er hann fyrir flutning sinn á verkum J.S. Bach fyrir einleiksfiðlu. Kemur Yijölá nú í fyrsta sinn fram á íslandi. Guðríður kynntist Yijölá í gegn- um eiginkonu hans, píanóleikarann Tuulikki Lehtinen, en þær voru saman við nám í Bandaríkjunum. Hefur sú fyrrnefnda í tvígang skipulagt tónleika fyrir Lehtinen hér á landi. Samstarf Guðríðar og Yijölá má rekja til ársins 1992 þeg- ar Guðríður efndi til tónleika og fyrirlestra um íslenska tónlist í Finnlandi. „Þá hitti ég Tapani fyrst og vorum við þegar staðráðin í að halda tónleika saman við tækifæri. Vegna anna hefur okkur hins vegar ekki tekist að koma þessu í kring fyrr en nú. Draumurinn er því að rætast," segir Guðríður. FRÁ tónleikasalnum í Ku- hmo, þar sem Guðríður og Yijölá léku nýverið. Tónleikaferðin um Finnland hófst í Kuusamo 17. mars en þaðan lá leiðin tii Rovaniemi, Kauhajoki, Muurame, Myllykoski, Kuhmo, Mikkeli og lauk í Rauma níu dögum og 2.500 kílómetrum síðar. Segir Guðríður að aðsóknin hafi verið sæmileg og þeim hafi hvarvetna verið vel tekið. Finnarnir hafi ekki síst hrifist af verki Jóns Nordals. Guðríður segir að tónleikaferðin hafi verið erfið en gefandi. „Maður leggur gríðarlega vinnu í að und- irbúa sig fyrir tónleika en spilar oft ekki nema einu sinni. Það hefur því verulega þýðingu fyrir tónlistar- mann að fá tækifæri til að flytja sömu efnisskrána oftar en einu sinni. í þessu tilfelli vorum við líka sífellt ánægðari með tónleikana eft- ir því sem á leið.“ Guðríður segir það til marks um framtakssemi Finna á menningar- sviðinu að á fiestum stöðunum hafi þau leikið í sérhönnuðum tónleika- húsum — flestum nýlegum. Segir hún þetta virðingarvert en í minnsta bænum sem þau komu fram í búa einungis 7.000 manns. „Þetta er mjög merkilegt framtak en þessir litlu bæir veija miklu fé til tónleika- halds ár hvert og hafa alfarið stað- ið straum af kostnaði við byggingu þessara húsa sjálfir, auk þess að annast allan rekstur. Ríkið kemur þar hvergi nærri.“ Tilbrigði við húsagerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.