Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 C 3 „Verk aldarinnar“ á sýningu falsarans Reuter ÞETTA málverk, „Síðasta kvöldmáltíðin", var eitt sinn talið vera eftir hollenska málarann Verme- er og liðu 40 ár frá því að það var selt í upphafi fimmta áratugarins þar til málverk var selt dýrara verði. „Síðasta kvöldmáltíðin" og fimm önnur fölsuð Vermeer-málverk eru nú til sýnis á sýningu í Rotterdam. GESTIR á sýningunni, sem nú stendur yfir á verkum hollenska málarans Jans Vermeers í Mauritshuis í Haag, hefðu fengið meira fyrir peningana fyrir 50 árum. Þá hefðu sennilega verið 28 verk á slíkri sýningu, en ekki 22 eins og í Ha- ag, og hefðu verkin „Kristur í Emmaus“ og „Síðasta kvöldmáltíð- in“ skipað sérstakan sess þar. Nú þarf hins vegar að fara til Rotter- dam til að sjá verkið, sem á sínum tíma var kallað „listuppgötvun ald- arinnar“. í Rotterdam er verið að sýna safn mynda, sem eignaðar hafa verið Vermeer og öðrum hollensk- um meisturum frá sautjándu öld, eftir falsarann mikla Han Van Meegeren og sten'dur sýningin til 2. júní. Jafnast á við reyfara Wim Pijbes, sérfræðingur í lista- sögu við Kunsthal-safnið í Rotter dam, sagði nýverið að það hvernig fölsun Vermeer-verksins var af- hjúpuð jafnaðist á við reyfara eftir John le Carré. „Þegar „Kristur í Emmaus“ og nokkrar aðrar myndir, sem fund- ust á fjórða áratugnum voru sagð- ar falsanir áttu menn bágt með að trúa,“ sagði hann og bætti við að málið væri viðkvæmt enn þann dag í dag vegna þess að ekki væri fullvíst að allar myndirnar, sem nú hanga í Mauritshuis, væru ekta. „Ráðamenn Mauritshuis sögðu okkur að þeim væri ekki skemmt yfir þessari sýningu okkar,“ sagði Pijbes. „Van Meeegeren nýtti sér þá staðreynd að ekkert var vitað um Vermeer utan það að hann var uppi og málaði í Delft á sautjándu öld.“ Þráði viðurkenningu Van Meegeren var leikmaður og kunni illa að meta að listafólk kynni ekki að meta verk sín. Hann falsaði fyrsta Vermeer-verkið sitt árið 1932 og passaði sig að mála yfir sautjándu aldar málverk og nota liti og efni, sem Vermeer hefði notað, eins og til dæmis asúr- bláa litinn lapiz lazuli. Abraham Bredius, fyrrverandi stjórnandi Mauritshuis og virtur sérfræðingur í Vermeer, skrifaði þá í eitt helsta fagtímaritið í grein- inni, Burlington Magazine, að „fal- legir og samtóna" litirnir og hinn dæmigerði leikur ljóss og skugga bæru handbragði Vermeers órækt vitni. Van Meegeren var kominn á bragðið og árið 1937 setti hann annað verk á markaðinn, „Krist í Emmaus". Pijbes sagði að verkið hefði fengið ótrúlegar viðtökur og sérfræðingar hefðu jafnvel talið það fremra ýmsum verkum, sem víst er talið að Vermeer hafi málað. Fjöldi safna reyndi að næla í verkið, en Boymans-safnið í Rott- erdam var hlutskarpast. Verkið kostaði þá hálfa milljón gyllina (um 25 milljónir króna á núvirði) og var safnað fé hjá almenningi til að fjármagna kaupin. Drottning viðstödd afhjúpun Verkið var talið það mikilvægt að Vilhelmína, drottning Hollands, var viðstödd þegar það var afhjúp- að. Ríkisstjórnin reyndi að sann- færa stjórnendur Boymans-safns- ins um að slík þjóðargersemi ætti heima í Rijksmuseum í Amster- dam. Þeir buðu meira að segja ekta málverk eftir Vermeer auk málverks eftir gamlan meistara, Pieter de Hoogh, en stjómendur Boymans gáfu sig hvergi. Fjögur áður óþekkt Vermeer- verk úr smiðju Meegerens áttu eftir að skjóta upp kollinum á næstu tíu árum án þess að grun- semdir vöknuðu. „Tíminn vann með Van Meeger- en,“ sagði Pijbes. „Þetta var rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina og Evrópa var í uppnámi. Margar auðugar gyðingafjölskyldur voru að reyna að selja til að flýja ógn nasismans og stór listaverkasöfn komu á markað.“ Van Meegeren var orðinn millj- ónamæringur í upphafi fimmta áratugarins og átti hann það eink- um að þakka sölu á olíumynd af síðustu kvöldmáltíðinni, sem seld- ist á 1,6 milljónir gyllina (831 millj- ón króna á núvirði) og var það met ekki slegið fyrr en myndin „Sverðliljur" eftir van Gogh var seld á uppboði 40 árum síðar. Plataði Göring En hann gat ekki hætt og það átti eftir að koma honum í koll, þótt sérfræðingarnir kæmu þar hvergi nærri. „Sambönd hann við framámenn nasista þegar Holland var hersetið komu honum í kynni við Herman Göring marskálk, sem hafði um iangt skeið verið að leita sér að verki eftir Vermeer í safn sitt til að skáka Hitler,“ sagði Pijbes. Van Meegeren varð við þeirri ósk og málverkið „Kristur og ótrúa konan“ fannst í safni Görings eftir stríð. Böndin bárust brátt að Van Meegeren, sem seldi myndina. Trúðu ekki játningu „Eina leiðin fyrir hann til að komast hjá réttarhöldum fyrir landráð var að viðurkenna að hafa falsað myndina," sagði Pijbes. „Þannig gat hann fært rök að því að það hefði verið andspyrna að selja myndina. Það kann að virðast kaldhæðni, en fólk neitaði að trúa honum." Til að færa sönnur á mál sitt falsaði Van Meegeren sitt síðasta málverk, „Krist og skrifturnar í hofinu“, á meðan hann beið réttar- haldanna í fangelsi. „Með þeirri uppljóstrun fór allt á annan endann í listheiminum,“ sagði Pijbes. „Þetta þýddi mikið fjárhagslegt afhroð og orðstír fjölda sérfræðinga var í rúst. Þrátt fyrir óhrekjandi sannanir fóru eig- endur „Krists í Emmaus" og „Síð- ustu kvöldmáltíðarinnar" í gröfína í þeirri trú að málverkin væru ekta vegna þess að hið gagnstæða var þeim um megn.“ Van Meegeren fékk hins vegar ekki þá viðurkenningu, sem hann sóttist eftir. „Menn játtu því að sem falsari væri hann snillingur," sagði Pijbes. „En hans upprunalegu verk voru áfram talin hryllingur." Leó Jóhannsson kynnir húsgögn í Öndvegi Straumamir berast seint til I slands LEÓ Jóhannsson heitir ís- lenskur húsgagnahönn- uður sem búsettur er í Svíþjóð og starfar sem yfirkennari við kunnasta hönnun- arskóla Svíþjóðar, Carl Malmst- ens-skólann í Stokkhólmi. Leó mun kynna nýtt raðsófasett í hús- gagnaversluninni, Öndvegi í Reykjavík 14. og 15. apríl. Að sögn Leós er sófasettið smíðað hér á landi og er það allnýstárlegt að gerð en samt hagnýtt. „Og sérstök áhersla er lögð á að nota einungis umhverfisvæn efni í það en það hefur komið mér töluvert á óvart hvað íslendingar eru aftarlega á merinni i þeim efnum. Úti í Evr- ópu er þetta lykilorð í allri hönnun en hér virðast menn horfa meira til Bandaríkjanna þar sem um- hverfissjónarmið eru ekki jafn sterk í þessum geira.“ Að mati Leós fylgjast íslending- ar illa með í húsgagnahönnun. „Straumarnir virðast yfirleitt ekki berast hingað út fyrr en löngu eftir að þeir eru um garð gengnir í Evrópu, ef þeir berast hingað yfirleitt. Minimalismi hefur til að mynda verið mjög ofarlega á baugi síðustu misseri í Evrópu en hér sjást engin merki hans. Kannski er ytri aðstæðum um að kenna; það er ekki mikið smíðað af hús- gögnum hérna; flest það sem maður sér í verslunum er erlend framleiðsla og þá aðallega banda- rísk. Það þyrfti að gera eitthvað til að bæta úr því. Að mínu viti þyrfti að byija á því að styrkja verkmenntunina, mér sýnist sem þekking á sumu handverki sé jafn- vel að glatast, svo sem bólstrun." Skólinn sem aldrei sefur Leó tók við stöðu yfirkennara í hönnunardeild Carl Malmstens- skólans fyrir ári og segir hann að fyrir vikið sé hann sennilega valda- Morgunblaðið/Ámi Sæberg „STRAUMAR í húsgagnahönnun virðast yfirleitt ekki berast hingað út fyrr en löngu eftir að þeir eru um garð gengnir í Evrópu, ef þeir berast hingað yfirleitt," segir Leó Jóhannsson, sem kynnir nýja hönnun sína í Öndvegi. mesti íslendingurinn í heimi hönn- unarinnar. „Carl Malmstens-skól- inn er mjög virtur skóli á sínu sviði. Hann sérhæfír sig í hönnun og smíði tréhúsgagna sem fáir aðrir skólar á þessu stigi gera. Skólinn tekur aðeins sjö nemendur inn í hönnunardeildina annað hvert ár en á annað hundrað nemendur sækja um. Inntökuskilyrði eru mjög ströng enda er þetta erfíður skóli; hann er kallaður skólinn sem aldrei sefur því það er unnið í honum allan sólarhringinn. Til merkis um ágæti skólans má nefna að nemendur mínir í hönnunar- deildinni munu taka þátt í sýningu í sumar fyrir sænska konunginn í tilefni þess að hann er að verða fimmtugur." Leó hefur hannað fjölda hús- gagna fyrir sænska framleiðendur eins og Karl Anderson og söns og Fugia. Hann stefnir að því að halda einkasýningu á verkum sín- um í Svíþjóð í sumar, hún mun sennilega fara víðar um Evrópu og segist Leó hafa áhuga á að koma með þá sýningu til Islands en óvíst er að svo verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.