Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 C 5 í heimsókn hjá söngvara, sem líkar ekki útlegðin _______Garðar Cortes söngvarí er einn______ fárra söngvara sem hefur tök á hlutverki Otellos í samnefndri óperu Verdis og Helsing- in Sanomat, stærsta fínnska blaðið, kallaði hann óviðjafnanlegan Otello. Samt sem áður hefur hann takmarkaðan áhuga á að flakka um heimsins óperusvið. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Garðar einn sunnudag í Helsinki eftir vel heppnaða sýningu kvöldið áður. En hver er þá angist söngvarans? „Jú, sjáðu til ... Á meðan ég er að syngja í sýningum þá er ég í topp- formi, en svo hætti ég að syngja og þegar næsta sýningartörn byrjar þá fylgir því angist að maður nái sér ekki aftur upp á fyrra plan. Atvinnu- söngvarar eru alltaf að og það er alkunna bæði meðal söngvara og hljóðfæraleikara að fyrir hvern dag sem hljóðfærið er ekki hreyft, þarf að æfa sérstaklega. Mín angist felst í því að ég er ekki alltaf að og þarf svo að leggja hart að mér til að ná mér upp aftur.“ En af hverju þá ekki að gefa söngnum forgang í nokkur ár? Jú, Garðar segist svosem hafa hugleitt það, „en ég er bara svo óskaplega átthagabundinn, á einhvern óútskýr- anlegan hátt. Ég er alsæll hér með- an ég er að syngja, en lífið þess á milli á ekki við mig. Þetta er bara ekki ég. Hér eru æfingar búnar kl. 14 og hvað á ég þá að gera? Heima fer ég þá að syngja í jarðarför, kenna eða æfa kórinn, svo kannski í bíó kl. 23, í rúmið kl. 1 og vakna svo eins og alltaf kl. 5.50. Hér hef ég ekkert af þessu. Þá verð ég að búa mér til rútínu og geri það. Ég get nú alls ekki búið á hóteli til lengdar, það er algjört helvíti. Hér elda ég ofan í mig, helst súpu. Skrifa fyrst upp hvað þarf í hana ... 3 laukar, tvær gulrætur og svo framvegis. Fer út og kaupi inn, sýð svo súpuna. Heima borða ég hvað sem er og bara á hlaupum. Það er ekki sérlega gott og ég legg líka af hér, sem er ágætt, drekk líka mikið vatn, er alltaf með djús og kalt vatn inn í ísskáp. Hugsaðu þér hvað flestir eru undarlega ómeðvit- aðir um gæði þess að drekka vatn ... En þetta er bara ekki ég. Þetta á ekki við mig.“ En súpugerðin á nú samt við hann, því súpan sem við snæðum þarna í sólinni er öld- ungis afbragðs grænmetissúpa, sem varla gerist betri og hann neitar því ekki að óneitanlega Iifi söngvarinn hollu lífi þarna, þó honum líki það engan veginn. Garðar tekur hugsandi undir að kannski sé hann ofvirki. „Já, ætli það bara ekki. Ég hef aldrei þurft að analýsera það fyrr en kemur að svona útilegum ...“ GARÐAR Cortes. sé aðeins á færi fárra söngvara að takast á við hlutverk Otellos svarar Garðar hæglátlega að já, það sé víst svo, en tekur hlæjandi undir að þó stærðin skipti ekki öllu máli, þá skaði ekki að vera hávaxinn. Segir reyndar frá Joseph Smith, þýskum tenór, sem söng hlutverk Otellos fyrir stríð. „Hann var bara 1,50 á hæð, en hann komst nú reyndar aldrei á svið sem Otello, heldur söng hlutverkið inn á plötur.“ En þó fáum sé gefið að takast á við þetta hlut- verk getur Garðar ekki séð að það þurfi endilega þýða að hann ætti að leggja meiri rækt við söngferil sinn. „Ég er með tvö fyrirtæki heima, sem þarf að reka og svo er það fjölskyldan og krakkarnir fjórir. Ég hef víst aldrei sinnt sjálfum mér neitt sérstaklega. Fyrir slysni tók ég að mér að byggja upp Söngskól- ann og svo óperuna og mér finnst ég gera mest gagn þar. Meira en á sviði og þá er ég líka laus við angist- ina, sem fylgir söngnum." syngur hann hlutverk Sigmund í Valkyijunum og síðan í Fidelíó. Sambandið komst á þegar Walton Grönroos óperustjóri, sem sjálfur er söngvari, hitti Garðar í heimsókn hans á óperuhátíðina í Savonlinna. Umboðsmaður Garðars er löngu búinn að gefast upp á þessum trega skjólstæðing sínum, en Garðar sló til að syngja svolítið og það hefur síðan undið upp á sig. Nú er Grönro- os á leiðinni til að taka við Stokk- hólmsóperunni og hefur þegar ámálgað við Garðar að koma og syngja þar. Það rymur svolítið í Garðari við tilhugsunina, eins og það gæti hugsanlega komið til greina, en aðeins hugsanlega. En talinu víkur fyrst að þessu glæsilega óperuhúsi, sem Finnar hafa nýlega reist sér og kostaði morð fjár. „Hugsaðu þér að byggja hús fyrir tiu milljarða íslenskra króna,“ segir Garðar, en bætir við að þetta sé ágætt hús að syngja í. „Eins og með flest hús þá er viss GARÐAR ásamt meðsöngvara sínum. svörun í húsinu, en það eru ekki síður raddirnar en húsið sem fram- kalla svörun. Ef raddirnar geta ekki framkallað svörun, þá dugir húsið eitt ekki til. Það er slæmt fyrir þann, sem getur ekki framkallað svörun með hljóðfæri sínu, hvort sem hljóð- færið er röddin eða annað hljóð- færi. En svo eru líka til salir sem manni líður vel að syngja í. Það fer eftir hvernig, hvar og með hveijum er sungið. Mér líður vel að syngja í óperunni heima. Finnska óperan er eins og íshöll, sem mér finnst vera alveg eins og Sundhöllin í Reykjavík, en vísast sjá útlendingar húsið með öðrum aug- um.“ Á Islandi er verið að koma á hefð með að halda óperuball og sama er hjá Finnunum, en þeir hafa annan háttinn á, segir Garðar. Heima er þríréttuð máltíð og svo dans, en í Finnsku óperunni er aðeins dans og þar er sviðið svo stórt að þar er dansað. Þegar hann er minntur á að það IMIÐBORG Helsinki hefur finnska óperan litla tveggja herbergja íbúð til umráða fyr- ir gesti sína. Sólin flæðir inn um gluggann yfir Aalto-hús- gögnin þennan sunnudagsmorgun sem Garðar Cortes er heimsóttur. Kvöldið áður hafði hann sungið Ót- elló, en í sólinni að morgni dags er fátt í fari hans sem minnir á hetj- una, þó hann komi firna sannfær- andi fyrir á sviði sem hershöfðinginn afbrýðisami. En þó vel fari um söngvarann þarna í miðborginni með sól á lofti og Aalto-húsgögnin í kringum sig, þá yppir hann öxl- um.„Þetta er bara ekki ég að lifa svona lífi,“ segir hann og á þá við að líf farandsöngvarans eigi ekki við sig, þó hann láti sig hafa það end- rum og sinnum. „Mér líður vel að syngja í óperunni heima“ í vetur syngur hann í Otello, á næsta starfsári óperunnar finnsku Baksvið drykkju- sýkinnar Tomas Holst stendur framarlega í hópi sænskra myndlistarmanna. Fyrír 17 mánuð- um hætti hann að drekka eftir að hafa stund- að þá iðju í þrjátíu ár. í dag opnar hann sýn- ingu í Galleríi Hominu á myndum sem lýsa reynslu hans af drykkjusýki. Þröstur Helga- Morgunblaðið/Þorkell „ÉG FÓR allan skalann, uppúr og niðrúr, drakk bæði með háum og lágum; drykkjusýkin er nefni- lega sérstök að því leyti að hún er demókratísk, það eru allir jafnir frammi fyrir flöskunni." son ræddi við hann um drykkjuna og listina. TOMAS HOLST er stórvax- inn maður og sterkbyggð- ur. Hann segist þó ekki vera mikill nú miðað við það sem hann var þegar hann var fullur. „Þá leit ég út eins og tröll; var 125 kíló, úfinn um hausinn og haltur eftir bifhjólaslys sem ég lenti í tvítugur. Ég var hrikalegur á að líta.“ Tomas segir að slysið sem hann lenti í hafi vakið áhuga hans á list- um. Einhverra hluta vegna hafi hann sest niður og byijað að teikna. „Ég hef ekki hætt því síðan.“ „Ég drakk í þijátíu ár, eða frá fjórtán ára aldri. Ég fór allan skal- ann, uppúr og niðrúr, drakk bæði með háum og Iágum; drykkjusýkin er nefnilega sérstök að því leyti að hún er demókratísk, það eru allir jafnir frammi fyrir flöskunni. Það var svo einn góðan veðurdag að gamall vinur minn, sem ég hafði ekki séð í níu ár, datt inn í heim- sókn. Ég hélt að hann væri löngu dauður eins og flestir vinir mínir; úr hópi ellefu fyrrum drykkjufélaga eru aðeins tveir lifandi, hinir hafa allir annaðhvort drukkið sig í hel eða framið sjálfsmorð. Nú, hann settist þarna hjá mér og kveikti sér í sígarettu á meðan ég stóð gap- andi og gónandi. Ert þú lifandi enn? spurði ég. Já, já, svaraði hann, ég er bráðlifandi, maður, stálsleginn. Hann spurði mig hvernig væri með mig, hvort ég ætti við einhver vandamál að stríða. Nei, svaraði ég, það eru engin vandamál á þessum bæ. Nú ef svo er, hélt hann áfram, ættirðu að geta hætt að drekka í eitt ár, eða svo. Hva, hver andskot- inn, hrópaði ég uppyfir mig, ertu orðinn trúaður? Nei, svaraði hann yfirvegaður, en þú sagðist ekki eiga við nein vandamál að stríða. Þetta var í fyrsta skipti sem ein- hveijum tókst að benda mér á að drykkjan gæti verið vandamál. í hvert skipti sem ég vaknaði þunnur eftir þetta samtal varð mér hugsað til þeirra orða vinar míns um að hætta að drekka. Ég prófaði að hætta í einn mánuð. Það gekk vel fyrstu vikuna, sömuleiðis aðra en eftir þá þriðju fannst mér ég hafa staðið mig svo fjári vel að ég ákvað að halda upp á það. Eftir þetta varð mér ljóst að ég ætti við vanda- mál að etja og leitaði mér hjálpar. Þetta var fyrir sautján mánuðum.“ Við dauðans dyr Þessa sautján mánuði hefur Tom- as notað til að mála myndir af reynslu sinni sem drykkjumaður og eru það þau verk sem sýnd eru í Galleríi Horni. „Ég hef verið að mála baksvið drykkjusýkinnar; ekki þá hlið sem allir sjá, heldur þá sem drykkjumaðurinn sjálfur sér og upp- lifir. Ég held að sú hlið hafi aldrei verið máluð fyrr.“ Myndirnar eru fullar af trúarleg- um táknum en Tomas segist ekki „Ég stóð oft við dauðans dyr.“ vera trúaður. „Ég stóð hins vegar oft við dauðans dyr. Og stundum leið mér eins og guði sem enginn gat snert, ég var yfir og allt um kring. Oftar leið mér kannski eins og ég væri í helvíti. Þetta myndmál er því nærtækt." En hefur list hans breyst á ein- hvern hátt síðan hann hætti að drekka? Tomas svarar því játandi. „Meginbreytingin er ef til vill sú að ég hef nú meiri tíma til að mála. Áður fyrr gat ég kannski málað eina viku í mánuði, alla hina dagana var ég of fullur til að gera nokkurn hlut. Nú hef ég tíma til að liggja yfir myndunum. Litirnir hafa líka breyst, orðið sterkari og myndmálið markvissara. Svo er ég byijaður að skrifa en það hef ég aldrei gert fyrr. Ég skrifa það sem ég get ekki túlkað í málverkunum.“ Til þeirra á mörkunum Tomas segir að markmiðið með myndunum á sýningunni sé að reyna að ná til þeirra sem eru á mörkunum. „Ef þessar myndir geta náð til einhvers sem stendur í þeim sporum sem ég var í fyrir nokkrum árum, á mörkunum þar sem maður veit í raun ekki hvort maður er sjúk- ur eða sæll, dauður eða lifandi, þá verð ég ánægður." Sýningin opnar í dag kl. 16. T- verð sýning á verkum annars vegar Georgs Guðna listmálara og hins vegar þriggja breskra listamanna, listmálar- anna Jane Morrice og Sara Winfrey og ljós- myndarans Nisha Kesh- A av. Olafur Elíasson brá sér á opnun sýningarinn- ar í Stamford listamið- stöðinni. MYND eftir Georg Guðna. Ljósmynd/Joe McGorty JAKOB Magnússon, Nisha Keshav, Sara Winfrey, Judith Robinson, Jane Morrice og Georg Guðni. Heillandi furðu- myndir náttúrunnar Nú stendur yfir í Stam- ford í Bretlandi athyglis- STAMFORD er ákaflega falleg- ui' bær sem liggur nokkurn- veginn á miðju Englandi. Bæjarkjarninn er alda gam- all og á sér mikla sögu, m.a. vegna þess að staðurinn var á árum áður mikilvægur áningarstaður á milli York og Lundúna. í miðjum kjarna þessara gömlu fallegu bygginga er listamið- stöðin þar sem sýningin er haldin. Þessi sýning er afrakstur verkefnis- ins „New Territories“ sem hafði það að leiðarljósi að gefa breskum lista- mönnum tækifæri til að koma til ís- lands og kynnast íslenskri list og nátt- úru. Verkefnið er einnig nokkurskonar skiptiprógramm þar sem íslenskir og breskir listamenn skiptu á vinnustöð- um. Fyrirhugað er að setja upp þessa sýningu á allt að sjö öðrum stöðum víðsvegar um Bretland. Opnun sýningarinnar var vel sótt; reyndar beinlínis troðið út úr dyrum og virtust gestir kunna vel að meta þessa skemmtilegu nýjung í menning- arlífi bæjarins. Athyglisvert var að skoða verk þessara listamanna þar sem þeir leggja út af íslenskri náttúru og sjá með hvaða augum breskir lista- menn sjá okkar heimahaga. Frum- kvöðull þessa verkefnis, Jane Morrice, fékk hugmyndina fyrir nokkrum árum að ferðast til íslands til að mála ís- lenskt landslag og hugsanlega fá ís- lenskan myndlistarmann til að skipta við sig um vinnustúdíó. Hún sagðist alltaf hafa heillast af landslagi eins og Island býr yfir, „þessi hrikalega náttúra þar sem landið er svo ósnort- ið og víðáttan svo mikil. Þú hefur lík- lega þurft að sitja í bíl í minnst tvo klukkutíma í þungri umferðinni frá London til að komast hingað á þessum tíma og þannig er að miklu leyti það umhverfi sem við hrærumst í. Það er alveg ómetanlegt fyrir listamenn á borð við okkur að komast út í ósnortna náttúru þar sem við getum upplifað víðáttu, hreint loft, óendanlega heill- andi furðumyndir náttúrunnar og allt það sem ykkar heillandi land hefur upp á að bjóða,“ sagði Jane. Þessi hugmynd hennar vatt smám saman upp á sig og úr varð að skipuleggja ferð hennar og tveggja annarra lista- manna til íslands. Þeirra Sara Winfrey og Nisha Keshav. Þær stöllur ferðuðust um ísland í þijár vikur.til að afla sér hugmynda úr náttúru landsins og höfðu aðstöðu til að byija að vinna úr þeim þar. Þær sögðu þó að þær yrðu í fleiri mánuði að vinna úr öllum þeim fjölda hug- mynda sem fæddust í hugarfylgsnum þeirra á meðan þær dvöldu á íslandi. Til að skipuleggja ferðina til íslands og sjá um sýningarnar sem fylgja í kjölfarið leituðu þær til Judith Robin- son sem starfar sem listráðunautur fyrir Lincolnsýslu. Hún sagði í stuttu spjalli við Mbl. að verkefnið væri kost- að af ýmsum styrktaraðilum aðallega á Bretlandi sem fannst hugmyndin góð, en einnig hefðu aðilar á íslandi lagt verkefninu lið, hún vildi ekki gleyma að færa Jakobi Frímanni Magnússyni, fyrrum menningarfull- trúa íslenska sendiráðsins í London, þakkir fyrir að liðsinna þessú verkefni með margvíslegum hætti. Auk þess hefði Jakob fallist á að flytja ræðu við opnun sýningarinnar. Miklar mætur á Georg Guðna Um þátt Georgs Guðna í þessari sýningu sagði hún að hún hefði séð verk eftir hann í Norræna húsinu í fyrrasumar og orðið mjög hrifin af þeim. Hún hafi í framhaldi af því ákveðið að það væri vel við hæfi að hafa verk eftir íslenskan listamann á sýningunni til að gefa henni aðra vídd. „Ég hef miklar mætur á Georgi Guðna sem listamanni og er ekki ein um það hér á landi. Ég get t.d. nefnt það að hið virta tímarit „Contempor- ary Art Magazine“ mun birta grein um hann í næsta tölublaði og sýnir það áhuga Breta á list hans. Sú um- fjöllun mun áreiðanlega gefa honum góða kynningu á okkar vettvangi. Þessi sýning sem nú stendur yfir mun einnig vekja athygli á honum hérlend- is en hún mun verða flutt til sýnis á fjóra aðra staði víðs vegar um Bret- land. Reyndar hafa þrír aðilar til við- bótar lýst yfir áhuga á að fá sýning- una til sín og er það nú til athugun- ar. Okkur dreymir einnig um að hægt verði að flytja sýninguna til íslands haustið 1997 en það er undir því kom- ið hvort styrkur fæst til þess.“ Georg Guðni listmálari sagðist vera nokkurskonar gestur á þessari sýn- ingu. „Það vildi svo til að ég var með sýningu í Norræna húsinu í fyrrasum- ar um það leyti sem þetta fólk kom og það virtist fá mikinn áhuga á því sem ég var að gera. Það setti þetta upp þannig að það kom til íslands til að vinna og sækja sér einhveija upp- sprettu og vildi bjóða íslenskum lista- manni í staðinn til að vinna hér og sýna í von um að þetta myndi leiða til einhverra tengsla." Georg sagði það gott að komast að heiman í nýtt umhverfi til að vinna en hann mundi þó í aðalatriðum halda sínu striki varð- andi listsköþun sína. Það virðist annars vera mikill ís- landsáhugi í Stamford þessa dagana. íslenski orgelleikarinn Bjöm Steinar Sólbergsson mun halda tónleika þar 24. apríl næstkomandi, Blásarakvintett Reykjavíkur 4. maí og 16. maí kemur íslenski sönghópurinn „Voces Thules" til Stamford til tónleikahalds. Um þess- ar mundir er einnig verið að sýna ís- lensku kvikmyndirnar Börn náttúrunn- ar og Á köldum klaka í listamiðstöð- inni. Allar þessar uppákomur eru hluti af kynningarátaki á íslenskri list á vegum listamiðstöðvarinnar í Stamford sem ber heitið „Light of Iceland".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.