Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LaUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 D 3 ÍÞRÓTTIR íslandsmeistaranum fagnað Morgunblaðið/Kristján DANIEL Jakobsson náöi loks Islandsmeistaratitlinum í 15 km göngu eftir þriggja ára bfö. Unnusta hans, Vala Svavarsdóttir, var að vonum ánægð með framgöngu Daníels og fagnaði honum vel. Daníel íslandsmeist- ari í 15 km göngu Ólafsfirðingar unnu þrefalt í 5 km göngu kvenna ÍSLANDSMÓTIÐ í skíðagöngu hófst í Hli'ðarfjalli fyrir ofan Akureyri í ágætu veðri í gær. Sem kunnugt er var Skíða- móti íslands, sem átti að fara fram í Blá- fjöllum um páskana, aflýst og því var ákveðið að keppa um íslandsmeistara á Akureyri um þessa helgi. Ólafsfirðingar voru sigursælir i göngu kvenna, unnu þrefalt og einnig gull- og bronsverðlaun í göngu karla. Siglfirðingar áttu tvo fyrstu í piltaflokki. Morgunblaðið/Kristján Til hamingju! SVAVA Jónsdóttir, sem varð meistari í 5 km göngu í fyrra, óskar Lísebet Hauksdóttur (t.h.) tll hamingju í gær. Valur B. Jónatansson skrifar frá Akureyri ^Janíel Jakobsson frá Ólafsfirði sigraði með yfirburðum i 15 km göngu karla. Hann var rúmum tveimur mínútun- um á undan Gísla Einari Árnasyni frá ísafirði, sem sigraði í þessari grein á landsmótinu á Isafirði í fyrra. Kristján Hauksson frá Ólafsfirði varð þriðji. „Það hafðist í þriðju tilraun,“ sagði Daníel en hann þurfti að sætta sig við annað sætið í 15 km göngunni síðustu tvö árin. „Þetta var nokkuð öruggt hjá mér allan tímann. Ég fékk ekki mikla keppni og varð sjálfur ekki að ganga eins og ég geri best. Það er einhver deyfð yfir manni og ég held að frestunin á Skíðamóti íslands í Bláfjöllum hafi sett strik í reikn- inginn. Eg er búinn að hvíla mig meira og minna frá æfingum í þijár vikur og það er líklega of langur tími. Ég er í góðri æfingu en það er eins og það vanti ein- hvern neista. Vonandi finn ég mig betur í boðgöngunni og 30 km á sunnudag. Stefnan er auðvitað sett á að vinna þrefalt," sagði Daníel. Gísli Einar hélt í Daníel framan af göngunni og var hálfri mínútu á eftir þegar gangan var hálfnuð. Þá dróst hann aftur _úr og varð að játa sig sigraðan. „Ég var rosa- lega þungur og fæturnir voru eins og girðingarstaurar. Þetta var ein lélegasta gangan mín í vetur. Þetta getur ekki annað lagast úr þessu og ég er s'taðráðinn í að veita Daníel harðari keppni í 30 kílómetrunum,“ sagði Gísli Einar sem hefur dvalið við æfingar og keppni í Svíþjóð í vetur. Lísebet vann meistarann Lísebet Hauksdóttir, 15 ára frá Ólafsfirði, sem nýlega varð þre- faldur unglingameistari, kom nokkuð á óvart með því að sigra íslandsmeistarann frá í fyrra, Svövu Jónsdóttur, í 5 km göngu kvenna. Lísebet fór af stað hálfri mínútu á undan Svövu, en þegar gangan var rúmlega hálfnuð var Svava búin að ná henni. Lísebet hélt þó sama hraðanum en Svava hafði farið full geyst af stað og hreinlega sprakk á endaspettinum og Lísebet jók forskotið jafnt og þétt og sigraði örugglega. „Ég átti alls ekki von á sigri. Stefnan var að ná öðru sæti á eftir Svövu því hún hefur unnið mig tvisvar í vetur. Ég ákvað að halda mínum liraða út gönguna og sjá hvað það dyggði,“ sagði Svava. Hún segist vera búin að æfa í fjögur ár og hafi æft. sérstak- lega vel í vetur. Lísebet er dóttir Hauks Sigurðssonar, fyrrum ís- landsmeistara í göngu, svo það má segja að eplið falli ekki langt frá eikinni. „Ég held að þetta sé í áttunda sinn sem ég fer á gönguskíði í vetur og því ekki í eins góðri æf- ingu og ég hefði viljað. Eins var ég veik í síðustu viku og það situr iíka í mér,“ sagði Svava sem varð að sjá á eftir íslandsmeistaratitlin- um til Lísebetar. Unglingameistarinn hafði betur Jón Garðar Steingrímsson, sem er 16 ára og varð fjórfaldur ungl- ingameistari í skíðagöngu fyrir hálfum mánuði, sigraði örugglega í flokki pilta 17 til 19 ára. Hann hefur verið í MA í vetur og æft á Akureyri, enda enginn snjór verið á Siglufirði. „Ég gerði mér vonir um að ná þriðja sæti og því kom þessi árangur á óvart. Ég hef ekki keppt í þessum flokki áður í vetur og vissi því ekki alveg hvar ég stæði. Þetta er stærsti sigurinn á ferlinum til þessa,“ sagði Jón Garðar, sem byijaði að æfa göngu þegar hann var sjö ára gamall. FRJALSIÞROTTIR IMýr Sydneyhóp- ur FRÍ valinn Frjálsíþróttasambandið hefur valið sjö unga og efnilega fijálsíþróttamenn í Sydney-hópinn fyrir þetta ár. Hópinn skipa Björn Margeirsson, millivegahlaupara úr UMSS, Halldóra Jónasdóttir, spjótkastari úr UMSB, og stalla hennar úr UMSB, Hanna Lind Ólafsdóttir, kringlukastari, Stefán Ragnar Jónsson, kringlukastari úr Breiðabliki, Sunna Gestsdóttir spretthlaupari frá USAH, Sveinn Margeirsson, millivegahlaupari úr UMSS og Vala Flosadóttir, stang- arstökkvari og Evrópumeistari í stangarstökki innanhúss, úr ÍR. Björn og Sveinn koma nýir inn í hópinn en hin voru í hópnum í fyrra. Markmið FRI með því að velja ungt og efnilegt íþróttafólk á aldr- inum 17-20 ára í Sydney-hópinn er að skapa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína og ná árangri á alþjóðamælikvarða með Ólympíuleikana í Sydney árið 2000 sem lokatakmark. Til þess að verða valinn í hópinn þarf íþróttafólkið að ná ákveðnum lág- mörkum sem sett hafa verið og eru þau mjög ströng og alls ekki ! er sjálfgefið að íþróttamaður sem einu sinni er kominn í hópinn verði þar áfram. Til þess að halda sæti sínu þarf að sýna lágmarksárang- ur. Þess vegna er valið í Sydney- hópinn einu sinni á ári. Helgi Haraldsson, formaður FRÍ, sagði er valið var kynnt að þessi hópur sýndi að breiddin væri að aukast og nú væru tveir ungir millivegahlauparar í hópnum, en oft hefði verið talið að efnilegir einstaklingar síðustu ára hefðu fremur komið úr kastgreinunum. „Nú er þriðja starfsár Sydney- hópsins hafið og við teljum að þetta starf hafi gefið góða raun og horfum bjartsýn fram á veg- inn.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sydneyhópurinn AFTAST frá vinstri Hanna Lind Ólafsdóttir, Stefán Ragnar Jónsson, Sunna Gestsdóttir. í miðjunni f.v. Björn Margeirs- son, Halldóra Jónsdóttir og Vala Flosadóttir. Fremst standa Sveinn Margeirsson og Ragnheiður Ólafsdóttir, þjálfari. GOLF IMorman frábær ÁSTRALINN Greg Norman, sem lék frábærlega á fyrsta degi bandarísku meistarakeppninnar (US Masters) í golfi í fyrradag hélt sínu striki í gær og jók forskotið úr tveimur höggum í fjögur. Norman, sem lék á lægsta skori í sögu mótsins - 63 - í fyrradag kom inn á 69 höggum í gær er því á 132 höggum eftir 36 holur, 12 undir pari. Það er einu höggi lakara en mótsmetið þegar keppni er hálfnuð. Óvenju kalt var í veðri í Augusta í Georgíu-ríki í gær og aðeins sjö af kylfingunum 92 náðu að leika undir 70 höggum. Bretinn Nick Faldo, sem tvívegis hefur sigrað á mótinu, byijaði illa í gær - fór á einu höggi yfir pari á fyrstu holu - en rétti síðan úr kútnum og komst í annað sætið með því að leika á fimm undir, 67, og hefur nú alls notað 136 högg. Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson, sem var annar eftir fyrsta dag á 65 höggum, lék á einu yfir pari, 73, i gær og er í 3.-4. sæti ásamt Suð- ur Afríkubúanum David Frost, sem lék á 68 í gær þrátt fyrir að fá skramba á 10. holu, sem er par 4. Vindur gerði keppendum erfitt fyrir í gær en Ástralinn Norman, sem er 41 árs og hefur aldrei sigrað á þessu móti, lét það ekki á sig fá og hefði í raun getað náð enn betra skori því nokkur pútt misheppnuðust hjá honum af stuttu færi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.