Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 4
KÖRFUKNATTLEIKUR Chicago er þremur leikj- um firá metinu Chicago sigraði í 67. leik sínum í NBA-deildinni í körfuknatt- leik á tímabilinu þegar liðið vann New Jersey 113:100 á útivelli í fyrrinótt og jafnaði félagsmetið frá 1991 til 1992. Liðið á eftir sex leiki og sigri það í þremur þeirra verður Chicago fyrst til að sigra í 70 leikjum á tímabili. Chicago náði þegar undirtökun- um og hélt forystunni allan tím- ann. Michael Jordan gerði 17 stig, þar af 10 í þriðja leikhluta, og Scottie Pippen 16 stig. Hakeem Olajuwon var með 37 stig, þar af 14 í fjórða leikhluta, þegar Houston vann Denver 113:109, og Clyde Drexler skoraði 18 stig. „Denver lék nógu vel til að sigra,“ sagði Olajuwon sem - hefur gert 67 stig í tveimur leikjum eftir að hafa misst af sjö leikjum vegna meiðsla, en möguleikar Denver að komast í úrslitakeppn- ina minnkuðu til muna við tapið. „Ég kann vel við svona jafna leiki en ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að skora.“ Antonio McDy- ess skoraði 23 stig fyrir Denver og Dale Ellis 19 stig. „Þetta var góður sigur, einkum með í huga það sem við höfum gengið í gegn- um gegn þessu liði sem varð að sigra,“ sagði Rudi Tomjanovich, þjálfari Houston. Cleveland færðist nær úrslita- keppninni með 101:97 sigri í New York en nái liðið sigurleik eða Miami eða Charlotte tapi kemst Cleveland áfram. Danny Ferry setti persónulegt met með því að gera 32 stig og Terrell Brandon var með 18 stig. Patrick Ewing skoraði 29 stig fyrir New York sem hefur tapað fjórum heimaleikjum í röð gegn Cleveland. Golden State vann Los Angeles Clippers 111:101 og á möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Latrell Sprewell skoraði 28 stig, Kevin Willis 24 og B.J. Armstrong 13 stig auk þess sem hann átti 12 stoðsendingar. Þetta var annar sig- ur Golden State í síðustu 11 úti- leikjum. Liðið á fimm leiki eftir og berst um úrslitasæti við Sacra- mento sem á eftir að leika sex leiki en liðin mætast í síðustu umferð í Sacramento 21. apríl. Miamai tók á móti Milwaukee og vann 115:105, 12. sigurinn í röð gegn þessum mótherjum. Al- onzo Mourning skoraði 32 stig og Tim Hardaway 19 stig en hann átti 12 stoðsendingar. Vin Baker skoraði 29 stig fyrir Milwaukee og Glenn Robinson 27 stig en hann tók 12 fráköst. Milwaukee hefur tapað 18 af síðustu 20 leikjum og 12 af síðustu 13 útileikjum. Miami skaust upp að hlið Charlotte en liðin beijast um sæti í úrslita- keppninni. Portland vann Dallas 114:99, 14. sigur liðsins í síðustu 16 leikj- um. Arvydas Sabonis skoraði 21 stig og Buck Williams 18 stig fyr- ir Portland en Jim Jackson var með 23 stig fyrir gestina og Jason Kidd 19 stig. Þetta var 16. tap liðs- ins í síðustu 20 leikjum. Reuter Á leiðinni CHICAGO nálgast met og víst er að Mlchael Jordan gerir það sem hann getur tll að liðið nái að sigra í 70 leikjum í vetur. Hann gerði 17 stig gegn New Jersey og hér er boitinn á leið- Inni í körfuna. Armon Gilliam kemur engum vörnum við. Viggó með Rússum VIGGÓ Signrðsson, nýráðinn þjáifari þýska 2. deildariiðsins Wuppertal, fylgist með rúss- neska landsliðinu í handknatt- leik í tíu daga æfingabúðum liðsins í Moseldalnum I Þýska- landi í næstu viku. Liðið er að undirbúa sig fyrir EM og Óiympíuleikana í Atlanta. Viggó heldur utan á mánudag og verður með rússneska lið- inu til 22. apríl. Þá fer hann til Wuppertal, en þar á að halda blaðamannafund 25. apríl til að kynna nýja leik- menn liðsins. Þar á meðal verða Dagur Sigurðsson, Ólaf- ur Stefánsson og Dimitri Filippov. Viggó sagðist vera að leita að línumanni og væri hann með rússneskan leikmann, sem leikur með CSKA Moskva, í huga. „Eins hef ég verið að skoða danskan fyrrverandi landsliðsmann, Klaus Peters- en, sem leikur nú í Portúgal. „Það gæti alveg eins farið svo að ég yrði með fimm útlend- inga í Iiðinu,“ sagði Viggó. Hilmar í Stjörnuna HILMAR Þórlindsson, stór- skytta KR-inga í handknatt- leik, hefur gengið til liðs við Sljörnuna í Garðabæ. „Við bindum miklar vonir við Hilm- ar og vitum að það býr mun meira í honum en hann hefur þegar sýnt,“ sagði Októ Ein- arsson, formaður Iiandknatt- leiksdeildar Sljörnunnar. Stjörnumenn hajfa einnig rætt við Sigurpál Árna Aðal- steinsson, hornamann úr KR. Októ sagði að Sigurpáll Árni væri að hugsa málið og það skýrðist á næstu dögum hvort hann kæmi til Stjörnunnar. Garðbæingar hafa enn ekki ráðið þjálfara en þeir eru að skoða þau mál þessa dagana: „Við höfum verið að ræða við þjálfara en þjálfaraflóran er frekar rýr. Við ætlum að flýta okkur hægt í þeim efnum og vanda til verksins,“ sagði for- maðurinn. HANDKNATTLEIKUR Sigurður Gunnarsson ákvað að taka tilboði Hauka Hugur í Haukum og spennandi verkefni Sigurður Gunnarsson verður næsti þjálfari 1. deildar liðs Hauka í handknattleik en hann var með Bodö í Noregi í vetur. „Við gerðum samning til tveggja ára en hann verður endurskoðaður að ári,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið. Sigurður hóf þjálfaraferilinn hjá ÍBV 1988 en fór þaðan til Bodö 1993. Hann tók síðan á ný við liði ÍBV 1994 en ijarstýrði Bodö um veturinn. „Liðið æfði eftir áætlunum mínum undir stjórn aðstoðarþjálfara míns,“ sagði Sigurður sem fór síðan aftur til Noregs síðsumars í fyrra en liðið féll á nýliðnu tímabili. „Hugmyndin var að vera hér í Bodö í tvö til þijú ár en ýmislegt gerði það að verkum að við vildum fara núna,“ sagði Sig- urður. „Eftir að ég samdi við Norðmennina í fyrra var skipt um stjóm og í ljós kom að félagið stóð mjög illa fjárhagslega. Níu leik- menn hurfu á braut og ekki var hægt að fá nýja menn sem varð til þess að byggt var á ungum og efnilegum strákum. Áætlun var gerð til nokkurra ára og mig langaði ekki að taka þátt í því starfi. Ég fékk tilboð frá fjórum úrvals- deildarfélögum en við vorum ekki tilbúin að flytja innan Noregs, vild- um frekar flytja heim og því tók ég tilboði Hauka.“ Haukar urðu í 4. sæti í nýliðinni deildarkeppni en töpuðu síðan fyrir FH í átta liða úrslitum. „Mér líst vel á starfið og um- gjörðina hjá Haukum," sagði Sigurður. „Ég veit að kjarni liðsins er sterkur auk þess sem félagið á góðan 2. flokk en stjórn deildarinnar vill gera betur en í vetur og því á ég von á að reynt verði að styrkja liðið eftir mætti. Það er mikill hugur í Haukum og framundan er spennandi verk- efni,“ sagði Sigurður sem tekur við af Gunnari Gunnarssyni. Sigurður Þorbjöm pantaði frí fyrir liðið að ári HM í handknattleik verður í Japan að ári og er keppnin sem nú stendur yfir í Kumamoto undirbúningsmót fyrir við- burðinn 1997 en íslendingar mæta Suður-Kóreumönnum í undanúrslitum í dag. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið að skipulagið væri eins og best væri á kosið, séð væri fyrir öllu og ekki annað hægt en dást að vinnubrögðunum. „Jap- anirnir hugsa fyrir öllu og eru óhugnanlega skipulagðir. Starfsmenn vegna keppninnar virðast fleiri en áhorfendur og samt hefur verið góð aðsókn að leikjunum. Við fengum grófa tímaáætlun við komuna en henni hefur verið fylgt ná- kvæmlega. Ef við eigum að mæta í mat klukkan 12 þýðir það klukkan 12 en ekki eina mínútu í eða yfir. Á frídeginum var meðal annars skipulögð skoðunarferð. Ég vildi breyta tímasetningunni svo strákarnir gætu aðeins skoðað sig um í bænum en það var meira en að segja það. Fyrst að loknum þremur símtölum fengum við þijá tíma út af fyrir okkur en þá sagði ég við leiðsögumann okkar að við ætluðum okkur að koma í HM að ári og þá vildi ég fá þriggja tíma frí á degi sem ekki yrði keppt. Mjjög vel hefur verið gert við okkur en Japanirnir vilja hafa allt á hreinu og því fær leiðsögumað- urinn óslc mina skriflega.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.