Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRJÁLS í FJALLASAL og komið heyinu fyrir hornið. Var í stór- hættu að ég dræpi mig. Læt heyið hingað og þangað í rolluhnappinn, þar sem þær standa. Þær tóku vel til matar síns. Það var aðeins hálfur baggi sem þær gátu ekki náð í, hitt átu þær allt saman og voru vei haldn- ar. Þetta breytti svo voðalega miklu, að fá nóga næringu." Sami veðurofsinn geisaði daginn eftir og segist Jón hafa hafa verið orðinn hræddur um kindurnar. Sumar gátu varla staðið fyr- ir þunga klakabrynjunnar. Hann færði þeim aftur hey, en ærnar voru svo vel haldnar frá deginum áður að þær litu varla við því. „Þennan morgun kl. 10 þá dettur veðrið nið- ur. Ég fer að verka húsið og klukkan tvö set ég þær inn. Þá var alveg vita hávaðarok og frostlaust. Mátti heita að öll brynjan væri farin. Þær voru allar svo eldsprækar eins og ekkert hefði í skorist. Þetta er nú svo dagsatt. Maður er nú svolítið hamingju- samur - mér var nú ekki alveg sama,“ seg- ir Jón og hlær svo undir tekur í eldhúsinu. Stuttu eftir óveðrið var allt féð skorið, nema þrír hrútar, og Jón hætti fjárbúskap. Huldufólkið sótti kindurnar Það er drjúgur spölur til næstu bæja en Jón segir að huldufólk sé í næsta nágrenni. „Ég trúi á huldufólk ósvikið en aldrei séð nema einn mann einu sinni. En það hefur komið hér í fjárhús svo ekki verði umdeilt. Maður fer nú margan snúninginn við eftir- legukindur seint á haustin til að bjarga þessu undan fönn og þess háttar. Ég er nú þannig staðsettur. Það er seint um haust sextíu og eitthvað að ég er eitthvað að snúast í Laxár- dalsfjallinu og verð var við tvær kindur. Kollótta rollu og hyrndan hvítan lambhrút. Ég rek þessar kindur heim og læt þær inn í steinhúsin hérna ofan við bæinn. Þetta er snemma kvölds og í björtu þó. Húsin eru vel lokuð og allt í þessu fína lagi. Þarna átti nú ekkert að geta skeð. Ég skoðaði mörkin og þetta voru ósamstæðar kindur frá tveimur bæjum, báðar skagfirskar. Um morguninn átti ég erindi upp í hús. Þá eru kindurnar gjörsamlega horfnar, eins og þær hafi aldrej komið þarna, og hafa aldrei sést síðan. Ég veit ekki þeirra sögu lengri. Þama skeður ekkert annað en það að huldufólkið átti þessar kindur og tók þær. Svo er verið að villa fyrir manni með því að þær eru með mörkum frá tveimur bæjum í Skagafirði! Þetta er bara eins mikill sann- leikur og að við sitjum hérna við borðið, hversu ótrúlegt sem það þykir - bláköld staðreynd! Það var ekki nokkur leið fyrir kindurnar að komast út, það hefur verið opnað fyrir þeim. Það var eins gengið frá um morguninn og ég hafði gengið frá um kvöldið. Þarna kemur ekkert til greina nema huldufólk, það sér hvur maður.“ Skyggn í tvö ár „Ég var voðalega skyggn í tvö ár en varð ekki var við nema tvö tilfelli. Svo gufaði þetta algjörlega upp eins og það hefði aldrei verið til skyggnigáfa í mér. Nú ætla ég að segja þér annað dæmið. Mér finnst það mik- ið merkilegt. Þetta er alveg vita, vita blá- köld staðreynd sem nokkur skapaður hlutur getur verið - hversu ótrúlegt sem það þykir vera. Þetta bytjaði þegar ég var 17 ára. Ég hafði heyrt mikið látið af sæluviku Skagfirð- inga. Það væri næstum ómissandi að koma nærri að prófa það. Mér dettur nú í hug að láta verða af þessu, þetta er í marsmánuði. Ég var nú ekkert að fara auðveldustu leiðina frekar en vant er. Ég hef nú aldrei prúttað mikið um erfiðleika. Það var nýafstaðin stór- hríð þegar _ég fer af stað komin mikil fönn og ófærð. Ég labba bara hér útfyrir, norður öll fjöll og norður að Skollatungu í Göngu- skörðum. Þá var ég orðinn svo slæptur að ég slagaði þegar ég kom inn á túnið. Ég komst ekki lengra nema hvíla mig.“ Jón fór heim á bæ og fékk þar góðar við- tökur. Hann hvíldi sig fram að háttatíma og gekk þá sem leið lá niður á Eyrina utan við gamla Krókinn. Þar sem hann gengur í myrkrinu heyrir hann að bíll er ræstur og áttar sig á því að hann er kominn inn í braggahverfi hermanna. „Mér leist ekkert á þegar þeir settu bílinn í gang á þessum árstíma. Ég þóttist vita að nú ætti að fara að grípa mig. Ég tek sprett- inn sömu leið tilbaka, út af veginum og skelli mér á milli þúfna. Bíllinn fer framhjá og ég veit ekkert hvað varð af honum. Hann var ekkert að eiga við mig! Jæja, svo gægist ég upp úr gröf minni. Allt er kyrrt og hljótt. Nú þori ég ekki þessa leið meira. Vissi ekk- ert hvemig ég átti að komast inn í kaupstað- inn. Öllu ókunnugur!" Jón sá ljós í hlíðinni norðvestur af kaup- staðnum og þóttist vita að þar væri sveita- bær. Hann gekk að bænum, sem heitir Skarð, og fékk upplýsingar um hvemig hann kæm- ist á leiðarenda án þess að lenda í hermönn- um. Loks komst Jón á Krókinn eftir hátta- tíma. Hann varð dálítið hissa þegar þangað kom. „Sæluvikan er á fullu og þótt það sé kom- inn háttatími og kannski vel það sést ekki eitt einasta lífsmark. Ég færi mig eitthvað til þarna, gái hvort ég finn ekki einhvern sem ég get talað við. Loksins sé ég útundan mér að það stendur maður undir húsvegg með hendur fyrir aftan bak. Ég var náttúru- lega Guðs lifandi feginn að fmna einhvern til að fá upplýsíngar um hvar húsið hans Gísla Ólafssonar skálds frá Eiríksstöðum var. Ætlaði að fá keypt þar uppihald, bæði næringu og gistingu, meðan ég stoppaði. Ég vind mér að þessum manni og býð gott kvöld. Hann tekur undir. Ég spyr hann bara strax hvort hann geti vísað mér á hús- ið. Já, segir hann og bendir mér. Það er þá þriðja hús frá okkur. Það vill nú svo einkennilega til að ég tók óskaplega glöggt eftir hvernig maðurinn var klæddur og mjög vel eftir manninum yfir- leitt, þó ég meinti náttúrulega ekkert með því. Það bara kom svona út. Ég spyr hann hvað hann heiti og hvort hann eigi heima í þessu húsi sem hann stendur hjá. Já, segir hann. Svo þakkaði ég honum fyrir og ég fer mína leið. Þetta er allt rétt sem maðurinn segir. Ég banka upp hjá Gísla. Frúin kemur til dyra, hún var eina manneskjan sem ég kannaðist við á Króknum. Ég segi strax erindið og það var velkomið að fá að gista. Dóttirin var að búa sig á ballið á Sæluvikunni. Þess vegna var nú ekki farið að sofa. Þótt ég væri bú- inn að ganga alla þessa leið og ekki alltaf gott færið, þá asnaðist ég til að fara á ball- ið um kvöldið. Svo er ég að hringla þarna fyrir hádegið (daginn eftir) og frúin að taka til mat. Hún vissi að ég var alveg ókunnugur og spurði hver hefði vísað mér á húsið um nóttina. Ég segi í mesta grandaleysi að hann heiti Jón Guðmundsson. Jón Guðmundsson segir hún. Getur þú lýst honum og hvar var hann? Ég lýsi honum svona alveg kattnákvæm- lega, fötunum og öllu - með lítinn hattkúf á höfði man ég var. Svo bendi ég á húsið sem hann stóð undir. Það dettur alveg af henni höfuðið og hún segir: ,Nú, þetta er hann vinur okkar Jón Guðmundsson, sem er dáinn fyrir þremur mánuðum og hann dó í þessu húsi.’ Þarna er ekki máli hallað. Þetta finnst mér dijúg- merkilegt," segir Jón. Dýrbítur í túnfætinum Jón var mikill ijúpnaveiðimaður á yngri árum og skaut mest sjötíu ijúpur á einum degi. Hann byijaði 1943 að leggja lið við grenjaleit, var oftast vökumaður með öðrum. Stundum lá hann einn þegar ekki var öðrum til að dreifa og hefur fellt hátt í 20 fullorðin dýr um ævina. Jóni er minnisstætt vorið 1935 þegar tófur komu á hverri nóttu og tóku lamb í túninu við bæinn. „Fenginn var gamall maður sem hafði verið afburða skytta og tófuveiðimaður út um allt, en var hætt- ur. Atti þó byssuna en var gamall og stirð- ur,“ segir Jón. „Þeir leggjast undir barð um kvöld, pabbi og þessi maður, rétt utan og ofan við túnhornið. Ég var 11 ára, það var kominn háttatími og ég háttaður en það var mikill fiðringurinn í mér að fylgjast eitthvað með þessu. Það hagaði þannig til að úr glugganum þar sem ég svaf blasti við hvar karlarnir voru. Ég er alltaf að gægjast þetta öðru hvoru, mjög iðinn við þetta. Svo allt i einu sé ég reyk og veit að þá hafði verið skotið. Og það kom á daginn. Þannig var að læðan kemur þarna mjög snemma nætur á barð, uppundan þar sem mennirnir lágu, og það var 15 faðma færi. Stoppar á barðinu og sá gamli er lengi að taka sig til, annað en í gamla daga, og loks- ins hlunkar hann af og segir um leið: Og hún lá þótt færið væri langt! - En það kom ekki eitt einasta hagl í hana,“ segir Jón og skellihlær. „Jæja, gamli maðurinn er algjörlega eyði- lagður með að dýrið liggur ekki á barðinu og segir: Þetta þýðir ekki, við skulum bara hætta þessu. Við skulum doka við, segir pabbi. Eftir 15 mínútur er refurinn kominn og hann veit ekkert af mönnunum frekar en læðan. En hann hefur einhvern veginn farið aðra leið og þeir verða fyrst varir við hann þegar hann er að skríða undir girðing- una og inn á tún. Þá hlunkar Skarphéðinn. Það eru 20 faðmar og rebbi steinlá Þá lifn- aði nú heldur yfir gamla! Jæja, þó að refurinn væri dauður, þá held- ur sama ævintýrið áfram í túnhorninu. Það er haldið áfram að drepa. Það er læðan maður og það sýndi nú best að hún var ekki særð. Nú er fengin önnur skytta að reyna við hana. Hann var einn að gaufa um nóttina og það endar með því að hann getur hlunkað á hana í bæjargilinu og hún steinlá. Þá tók fyrir bítinn.“ Jón botnar söguna með því að seinna um sumarið hafi grenið fundist norður á Víðidal og allir hvolparnir dauðir fyrir utan. Ruðningur úr sveitunum Gautsdalur hefur verið byggður frá því Gautur einhenti hóf þar búskap, hann kom með Ingimundi gamla, eftir því sem sögur herma. Jón hefur ekki trú á að neinn byggi bæinn eftir sinn dag. „í þessum dal voru minnst 30 bæir byggð- ir, ég er búinn að komast að því. Nú eru tveir eftir - á síðasta snúningi náttúrulega sýnist mér. Þetta er nú meiri útkoman. Þið sjáið ekki hilla undir stórt framhald! Sveitirn- ar halda áfram að ryðjast, það er ekkert vafamál, því miður. Það er ekkert nema eldra fólk á svo mörgum bæjum. Þegar það getur ekki meira þá tekur bara eyðið við þegjandi og hljóðalaust. Það er ekkert með það.“ S I gamla fjósinu Jón hreytir kúna sem kölluð var Svört meðan „sæðingarvesenið“ stóð. Kýrin er 15 vetra og hefur reynst farsæl. Hún mjólkar í Jón, hundinn og kettina tvo. Hann er auk þess með þrjá hrúta og um 40 hross. Styggi kötturinn hélt sig að baki Jóns en sá blíði geispaði framan í heiminn. JÓN: ÉG HEF NÚ ALDREI PRÚ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.