Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓIMLIST Lhooqtil útlanda Morgunblaðið/Ásdís Danssveit Pétur, Sara og Jóhann í Lhooq. annað en semja tónlist og taka upp næstu misserin, aukinheldur sem kostnað- aráætlun vegna upptöku sé þægilega rúm. Brotnir rytmar Morgunblaðið/Þorkell Draumur Vignir Daðason. Draumurinn rætist loksins ÞAÐ GETUR tekið tíma að koma sér á plast og ekki nenna allir að bíða eftir frumkvæði annarra. Vignir Daðason lék loks verða af því að beija saman plötu eftir að hafa stússast í tón- list í á þriðja áratug, frá keflvískri nýbylgju í nútím- arlegan rytmablús. Vignir segist vera búinn að fást við tónlist frá því hann var í nýbylgjusveit- um í Keflavík fyrir tuttugu árum. „Síðan ég flutti til Reykjavíkur hef ég sungið jass og blús,“ segir hann, en hann hefur ekki_ sungið inn á plötu áður. „Ég hef ekki verið á réttum stað á réttum tíma,“ segir hann, en hann sendi frá sér lag fyrir tveim- ur árum sem nokkuð var leikið í útvarpi. „Ég ákvað að það væri best að gera þetta sjálfur," segir hann og bætir við að platan hafi eig- inlega orðið til fyrir hvatn- ingu frá.Þór í Deep Jimi og Friðriki Sturlusyni. „Þessi plata hefði aldrei orðið til nema fyrir aðstoð einstakra manna, Friðriks, Þórs og Tómasar, sem létu draum minn rætast," segir Vignir. Vignir segist hafa lagt upp með að skrifa um heimsins böl, en þegar á reyndi hafi hann ekki nennt því enda nenni enginn að hlusta á slíkt nú orðið. „Ég yrki því um daglegt líf, með ástar- vellu inn á rnilli," segir hann og hlær, „en ég sæki mikið í blúsinn, það eru bláir tónar í þessu.“ Vignir segist vera að velta því fyrir sér að halda nokkra tónleika um það leyti sem platan kemur út, um miðjan mánuðinn, og fá þá hljóð- versfélaga til að leika undir. „Platan heitir Loksins, enda er tíu ára draumur að ræt- ast, og hún er skrifuð á Vigga Daða og Blazt, því þeir eiga líka mikið í henni.“ ÞÓ ÍSLANDSMARKAÐUR hafi reynst mörgum gjöfull er hann langt í frá nógu stór til að framfleyta þeim sem leggja fyrir sig framsækna tónlist eða sértæka. Því freist- ar margra að komast á samning í útlöndum; ekki til þess að verða heimsfrægar stjörnur, heldur að ná að lifa af tónsmíðum og útgáfu. Þannig er því farið með dans- sveitina Lhooq sem náði því langþráða marki fyrir skemmstu að komast á mála hjá erlendri útgáfu og get- ur fyrir vikið einbeitt sér að lagasmíðum og upptökum næstu misseri. eftir Árna Matthíasson Fyrir skemmstu kom út ytra nýjasti diskurinn í Volume útgáfuröðinni sem meðal annars er ætlað að kynna þa sem helst ber á góma í tónlist um þessar mundir. Það þykja nokkur tíðindi að á þeim disk er eitt íslenskt lag, Vanishing með tríóinu Lhooq, en af Lhooq er það meðal annars að frétta að í nýliðinni viku skrifuðu liðsmenn undir samning við breska útgáfu. Þeir Jóhann Jóhansson og Pétur Hallgrímsson stbfnendur Lhooq og laga- smiðir, segja að forsvars- menn Volume útgáfunnar hafí heyrt til sveitarinnar á Uxa tónleikunum í sumar og hrifist af. „Hann hafði samband við okkur og bað um að fá lag á næsta Vol- ume-disk, sem var auð- sótt,“ segja þeir, en frá því Lhooq tróð upp á Uxa hef- ur þeim Jóhanni og Pétri bæst liðsauki, því þriðji liðsmaður tríósins er Sara Guðmundsdóttir söngkona úr Hafnarfirði. Um svipað leyti og diskurinn kom út stóð Lho- oq í samningastappi við ýmsar útgáfur breskar en ákvað á endanum að semja við Echo-útgáfuna, sem er nýlegt merki, vegna þess að þeim Jóhanni og Pétri leist svo vel á forsvars- menn fyrirtækisins. Samningurinn felur í sér sex breiðskífur, en þeir segja að ekki sé neinn þrýstingur frá útgáfunni um hvenær fyrsta skífan eigi að verða tilbúin. „Eina sem þeir vilja er að við tökum okkur tíma til að gera góða plötu,“ segja þeir, en segjast reyndar vera búnir að semja tónlist á meira en eina breiðskífu. Framundan sé síðan að taka upp og fínpússa, en meðal annars leggur Echo þeim til upptökutól í hljóð- ver sem þeir hafa komið sér upp vestur í bæ. „Við stefnum á að klára plötuna í sumar sem gæti þá kom- ið út fyrir jól eða snemma á na?sta ári. Það er í raun bara vinnuplan sem við höfum sett okkur sjálfir, en allar líkur eru á að fyrsta smáskífan komi þó út í sumar.“ Þeir félagar segjast ekki vilja gera of mikið úr samn- ingsupphæð, en féð dugi þeim þó til að gera ekkert BRESKI tónlistar- maðurinn Howie B hefur haft svo mikð fyrir stafni að iðja fyrir aðra að hann hefur lítinn tíma haft til að sinna eig- in ferli. Fyrir skemmstu kom út fyrsta breiðskífa hans, sem margir hafa beðið. Howie B, sem lét fyrst á sér kræla með Soul II Soul flokknum, ætti að vera íslenskum tónlistará- hugamönnum að góðu kunnur því ekki er bara að hann hefur starfað fyrir Björk og fleiri fræga í útlönd- um, nú síðast með Brian Eno og U2-lið- um sem Passengers, heldur hefur hann komið hingað sem plötusnúður á veg- um Hljómalindar. Þess má og geta að forsíðumynd plötunn- ar nýju er eftir Húbert Nóa. Þó enginn frýi Howie B hæfileika er því ekki að neita að mörgum hefur reynst erfitt að stíga fram í sviðsljósið og ná frama einir síns liðs. Howie fer þá leið að gefa út tónlist sem ekki er líkleg til vin- sælda; hægfara ambient- hljómar togast á við brotna rytma og hvarvetna verður að kafa í tónlistina til að geta notið hennar. Þeim sem fylgst hafa með Howie í gegnum árum kemur vís- ast fátt á óvart á plötunni, en þeir sem áttu von á Passengerspoppi verða að leita annað. Einn Mark Knopfler. Einn áferð VARLA hefur það komið nokkrum á óvart að Mark Knopler skyldi hefja útgáfu einn síns liðs og í raun helsta undr- unarefnið hve hann var lengi að koma sér af stað. Fyrir stuttu kom út fyrsta sólóskífan, heit- ir Golden Heart og þykir um margt vel heppnuð. Mark Knopfler var allt í öllu frá fyrstu skífu Dire Straits og stýrði sveitinni eins og herforingi í efstu hæðir vinsælda og velgengni. Síðustu fjögur ár hefur þó verið hljótt um Knopfler, hann þarf að sinna rekstri fyrirtækja sinna og kom sér upp fjölskyldu, en hann lét loks undan sköpunar- þörfinniog sendi frá sér sína fyrstu sólóskífu fyrir skemmstu eins og rakið er. Sú hefur fengið mis- jafna dóma, allt frá því að vera fundið allt til foráttu í að vera metin meistaraverk. Niðurstað- an er vitanlega einhvers staðar þar á milli, en ljóst að Dire Straits aðdáend- ur, veg- og ellimóðir, taka gleði sína á ný, auk- inheldur sem þeir er unna fáguðu poppi eiga góða daga fraundan. MHLJÓMSVEITIN góð- kunna Stingandi strá hefur verið með annan fótinn í Frakklandi undanfarin miss- eri og meðal annars farið í tónleikaferð um landið. Á þriðjudag heldur sveitin ein- mitt tónleika fyrir útsendara franskrar útgáfu í veitinga- húsinu 22. A þeim tónleikum hyggjast Stráin leika lög af plötunni Umhverfisóð sem kom út fyrir jól, og ný lög í bland. MÁ HÓTEL íslandi rifj ar 68-kynslóðin upp daga víns og rósa og af því tilefni kom út á vegum Japís safndiskur- inn Bítlaárin þar sem flytj- endur skemmtidagskrárinn- ar leika listir sínar. Lögin eru ýmsir ellismellir fyrri tíma, en flytjendur meðal annars Bjami Arason, Pálmi Gunn- arsson, Björgvin Halldórs- son, Ari Jónsson og Söng- systur undir styrkri stjóm Gunnars Þórðarsonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.