Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 B 17 ATVINNUAUGÍ YSINGAR „Au pair“ London íslensk hjón með barn á 2. ári óska eftir að ráða 18-25 ára reyklausa, barngóða og sveigjanlega „au pair“ með bílpróf, 1. júní í eitt ár. Einhver enskukunnátta æskileg. Umsókn með mynd og meðmælum sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 1. maí, merkt: „London - 4141“. Lögreglumaður Staða lögreglumanns við embætti sýslu- mannsins á Húsavík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Nánari upplýsingar gefur yfirlögreglustjóri í síma 464 1630. Sýslumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson. Grunnskólakennarar Næsta skólaár vantar kennara til almennrar kennslu við Borgarhólsskóla, Húsavík. Einnig vantar enskukennara við unglingadeildir skólans og þroskaþjálfa til starfa með fötluðum nemendum. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Nánari upplýsingar veita Halldór Valdimars- son skólastjóri vs. 464 1660 og hs. 464 1974 og Gísli Halldórsson aðstoðarskólastjóri vs. 464 1660 og hs. 464 1631. “Q yVirTciDo ij jj Hárgreiðsla - nemi Óska eftir nema sem getur byrjað strax. Upplýsingar einungis veittar á staðnum á morgun, mánudag, milli kl. 18-19. T ækifæri Okkur langar til að fræða þig um tækifæri, sem við bjóðum. Þú getur verið þinn eigin herra; það er ekkert þak á tekjumöguleikum; það eru engin verkföll hjá okkur; þú færð faglega þjálfun; þú getur unnið þér inn spennandi bónusa og þér geta boðist spenn- andi ferðalög erlendis. Það kostar ekkert að spyrja. Þantið viðtal í síma 555 0350. Liffræðingur Hafrannsóknastofnun óskar eftir líffræðingi til starfa við stofnerfðarannsóknir fiska. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Verkefnið er styrkt af Evrópusamband- inu til fjögurra ára og veitir Anna K. Daníels- dóttir nánari upplýsingar í síma 587 7000. Sölumaður Innflutningsfyrirtæki á vélum og verkfærum óskar að ráða sölumann. Leitað er að áhuga- sömum og áreiðanlegum aðila með reynslu. Starfið felur m.a. í sér heimsóknir til við- skiptavina. Þeir sem hafa áhuga leggi inn upplýsingar á afgreiðslu Mbl. fyrir 19. apríl merktar: „V - 4143“. Áhöfn vantar á frystitogara Skipstjóra og áhöfn vantar á frystitogara sem er að hefja veiðar, þurfa að vera vanir karfa- veiðum og vinnslu. Nafn og uppl. um fyrri störf sendist af- greiðslu Mbl. merkt: „Frystitogari - 111“ fyrir 18. apríl. Fasteignasala Ein elsta og virtasta fasteignasala landsins óskar að ráða vanan mann til að annast starf sölustjóra. Öflug sala og gott starfsfólk en stjórann vantar. 100% trúnaður. Svör óskast send á afgreiðslu Mbl. merkt: „Traust - 71“ fyrir 19. apríl. Teiknistofa Óskum eftir að ráða umsjónarmann teikni- stofu til starfa hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Ábyrgðar- og starfssvið: 1. Dagleg stjórnun teiknistofu og almenn teiknistofuvinna. 2. Stjórnun og innsetning gagna í LUK-HR og afgreiðsla á gögnum úr LUK-HR. 3. Annast almennar fyrirspurnir og veita upp- lýsingar um lagnir Hitaveitu Reykjavíkur. 4. Þróa og viðhalda geymslukerfi teikninga og gagna. (LUK-HR, AUTO-CAD). 5. Tengiliður við stofnanir borgarinnar varð- andi LUK-Reykjavíkurborgar. 6. Umsjón með teikningum og gögnum varð- andi verklegar framkvæmdir H.R. Helstu menntunarkröfur: Verkfræðingur, tæknifræðingur eða önnur sambærileg menntun. Þekking: Góð tölvuþekking og þekking á Gis-kerfum og/eða Cad-kerfum (Auto-cad) nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar „Teiknistofa - 192“ fyrir 20. apríl nk. Lausar eru til um- sóknar þrjár stöður forstöðumanna sviða á skrifstofu skólamála f Reykjavík - Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur. Samkvæmt lögum um grunnskóla frá 8. mars 1995 munu grunnskólar heyra undir sveitarfélögin frá og með 1. ágúst 1996. í Reykjavík verður sett á stofn ný skrifstofa skólamála. Þar verður yfirstjórn menntamála á vegum Reykjavíkurborgar. Skrifstofan verð- ur til húsa í Miðbæjarskólanum og mun hún skiptast í þrjú svið: Þjónustusvið, þróunar- svið og rekstrarsvið. Auglýst eru til umsóknar störf forstöðu- manna þjónustusviðs, þróunarsviðs og rekstrarsviðs. Forstöðumaður þjónustusviðs Á þjónustusviði fer fram fagleg þjónusta við skólastjóra, kennara eða aðra starfsmenn skóla, nemendur og aðstandendur þeirra. Þessi þjónusta felur m.a. í sér kennsluráð- gjöf vegna bekkjarkennslu, sérkennslu, námsmats og námsefnis, sálfræðiþjónustu, leiðsögn um nýbreytnistarf og mat á skóla- starfi, umsjón með símenntun kennara í sam- vinnu við kennaramenntunarstofnanir og leiðsögn um foreldrasamstarf. Hlutverk yfirmanns þjónustusviðs: • Hafa forystu og frumkvæði um uppbygg- ingu og skipulagningu þjónustusviðs í sam- vinnu við yfirmann fræðslumiðstöðvar. • Stjórna starfsemi þjónustusviðs. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Stjórnunarhæfileikar og reynsla. • Kennaramenntun, æskilegt að viðkom- andi hafi viðbótarmenntun á einhverju sviði kennslumála, eða sálfræðimenntun. • Þekking, reynsla og áhugi á skólamálum og góð yfirsýn yfir daglegt skólastarf. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti. Næsti yfirmaður: Yfirmaður Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur. Undirmenn: Starfsmenn þjónustusviðs. Forstöðumaður þróunarsviðs Á þróunarsviði fer fram upplýsingaöflun um skólastarf í Reykjavík, regluleg útttekt á fram- kvæmd grunnskólalaga í borginni, kerfis- bundnar athuganir, áætlanagerð til skemmri og lengri tíma um starfsemi skóla og ráðgjöf á þessu sviði. Á þróunarsviði verður gagna- banki um skólastarf og upplýsingamiðlun. Verkefni yfirmanns þróunarsviðs: • Hafa forystu og frumkvæði um uppbygg- ingu og skipulagningu þróunarsviðs í sam- vinnu við yfirmann fræðslumiðstöðvar. • Stjórna starfsemi þróunarsviðs. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Hæfni og reynsla í að skipuleggja og vinna úr tölfræðilegum gögnum og reynsla af rannsóknavinnu. • Háskólamenntun á sviði uppeldis- og/eða félagsvísinda. • Þekking, reynsla og áhugi á skólamálum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti. Næsti yfirmaður: Yfirmaður Fræðslumió- stöðvar Reykjavíkur. Undirmenn: Starfsmenn þróunarsviðs. Forstöðumaður rekstrarsviðs Á rekstrarsviði fer fram gerð fjárhagsáætlana fyrir grunnskóla í Reykjavík og aðrar stofnan- ir sem heyra undirfræðslumiðstöð; fjármála- eftirlit, umsjón starfsmannamála skólanna, rekstur og eftirlit með skólabyggingum og búnaði (þ.m.t. tölvukostur skóla). Verkefni yfirmanns rekstarsviðs: • Hafa forystu og frumkvæði um uppbygg- ingu og skipulagningu rekstrarsviðs í sam- vinnu við yfirmann fræðslumiðstöðvar. • Stjórna starfsemi rekstrarsviðs. Kröfur gerðar til umsækjanda: • Stjórnunarhæfileikar og reynsla. • Háskólapróf í hagfræði- eða viðskipta- fræði eða sambærileg menntun. • Þekking, reynsla og áhugi á skólamálum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni í að setja fram hugmyndir í ræðu og riti. Næsti yfirmaður: Yfirmaður Fræðslumið- . stöðvar Reykjavíkur. Undirmenn: Starfsmenn rekstrarsviðs. Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk. Æskilegt er að ofannefndir forstöðumenn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra menn- ingar-, uppeldis- og félagsmála á skrifstofu borgarstjóra. Borgarstjórinn í Reykjavík, 11. apríl 1996. Rétt er aö vekja athygli á aö þaö er stefna borgaryfirvalda aö auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgöarstööum á vegum borgar- innar, stofnana hennar og fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.