Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 B 19 ATVINNUA UGL YSINGA R Guðfræðingur Hjallakirkja íKópavogi Sóknarprestur og sóknarnefnd Hjallasóknar í Kópavogi óska eftir að ráða guðfræðing til starfa við Hjallakirkju. Starfið felur m.a. í sér eftirfarandi: • að aðstoða sóknarprest og sóknarnefnd við leiðsögn og umsjón með starfi kirkju, safnaðar og starfsfólks; • að annast og fylgja eftir áætlanagerð á vegum sóknarprests og sóknarnefndar, sem taka skal til allra helstu þátta þeirrar starfsemi, sem fram fer í nafni kirkjunnar; • að annast allt nauðsynlegt skrifstofuhald og erindrekstur á vegum sóknarprests og sóknarnefndar, þ.m.t. bréfaskriftir, skýrslugerð, boðun funda, skjalavarsla, gerðabækur o.þ.h.; • að ritstýra útgáfu á riti Hjallakirkju: „Glatt á Hjalla". Umsækjandi þarf að vera reiðubúinn til að sækjast eftir stöðu aðstoðarprests við Hjalla- kirkju, sem hugur sóknarnefndar stendur til að verði veitt sem fyrst. Boðið er upp á afar góða vinnuaðstöðu og sjálfstætt starf, þar sem einstaklingur með forystuhæfileika, frumkvæði og hugmynda- flug fær að fást við og móta verðug verkefni. Þessi starfsmaður þarf að vera vinnufús og hafa góða framkomu og samstarfshæfni, sem sæmir hlutverki hans og kirkjunnar. Hann þarf, auk guðfræðimenntunar sinnar, að búa yfir nægilegri menntun og leikni í almennum skrifstofustörfum, þ.m.t. að kunna á tölvur og algengustu forrit. Nánari upplýsingar um starf þetta veita sókn- arprestur og formaður sóknarnefndar. Skriflegar umsóknir berist til Hjallakirkju fyrir 20. apríl nk. Sóknarprestur og sóknarnefnd Hjallasóknar, Álfaheiði 17, 200 Kópavogur, sími 554 6716. A KÓPAVOGSBÆR Kópavogsbær auglýsir eftirfarandi sumarstörf laustil umsóknar: Vinnuskóli Yfirflokksstjórar og flokksstjórar (leiðbein- endur). Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verkstjórn og að starfa með ungling- um. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Ráðningartími 8 vikur (júní-júlí). Skólagarðar og smíðavellir Leiðbeinendur. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og áhuga á ræktun/smíðum og að starfa með börnum. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Ráðningartími 6 vikur. Sundlaug Afleysingamenn. Góð sundkunnátta áskilin. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. ráðningartími 12 vikur. íþróttavellir Afleysingamenn í almenna hirðingu. Ráðn- ingartími 6 vikur. Gæsluvellir Afleysingamenn. Um er að ræða 70% starf. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og áhuga á að starfa með börnum. ráðningar- tími 6 vikur. Áhaldahús Flokkstjórar og verkamenn í garðyrkjustörf og almenn verkamannastörf. Flokkstjórar skulu hafa reynslu í verkstjórn og garðyrkju- störfum. Ráðningartími 6 vikur. Umsóknareyðublöð liggja frammi á tækni- deild Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 554 1570 kl. 9.00-11.00 og 13.00-15.00. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 26. apríl 1996. Ertu, . . viðskipta- fræðingur? - okkur vantar 5 Þú átt kost á starfi í tvo mánuði til reynslu frá og með 20. maí næstkomandi með möguleika á fastráðningu hjá stærsta og framsæknasta tölvufyrirtæki iandsins, Tæknivali hf. Um er að ræða störf hjá hugbúnaðardeild okkar sem leitar að fimm kraftmiklum viðskiptafræðingum, sem bera gott skynbragð á eðli fyrirtækjareksturs og kunna að beita upplýsingatækninni sér og fyrirtækinu til framdráttar. Þeir umsækjendur sem við veljum til starfa fá markvissa starfsþjálfun í tvo mánuði áður en ákvörðun um fastráðningu verður tekin. í starfsþjálfuninni munum við kenna nauðsynleg grundvallaratriði sem varða beitingu upplýsingatækni með notkun öflugra hugbúnaðaverkfæra á borð vió Concorde XAL og Oracle gagnagrunna. Þá leggjum við ekki síður mikla áherslu á að koma á framfæri mikilvægi jákvæðra samskipta við annað fólk og góðrar þjónustu við viðskiptavini okkar. Sendu okkur ítarlegar upplýsingar um þig með góðum rökstuðningi um það hvers vegna við ættum að ráða þig til starfa. Við förum að sjálfsögðu með allar umsóknir sem trúnaðarmál og svörum öllum. Skilaðu umsókninni merktri „5 viðskiptafræðingar" til afgreiðslu Tæknivals í Skeifunni 17 i Reykjavík fyrir 26. apríl 1996. Hátækni til framfara Bfi Tæknival Tæknival hf. er öflugt og framsækið hugbúnaöarfyrirtæki sem kappkostar aó veita viöskiptavinum sínum öfluga og góða þjónustu, meðai annars á sviði heildarlausna í hugbúnaöargeró fyrir rekstur fyrirtækja og stofnana. Velta Tæknivals var um 1,5 milljaröar króna á síðasta ári og gera má ráð fyrir tæplega 30% veltuaukningu á þessu ári. Hjá Tæknivali starfa um 130 starfsmenn. Verkstjóri Fiskvinnsla Sjávarútvegsfyrirtæki úti á landi óskar eftir \ að ráða verkstjóra í flatfiskvinnslu. Við leitum að duglegum manni með mennt- un á sviði fiskvinnslu og reynslu í verkstjórn. Æskilegt er að viðkomandi sé vanur flatfisk- vinnslu, skipulagður, geti unnið sjálfstætt og eigi gott með að vinna með öðrum. Upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Verkstjóri 190“ fyrir 23. apríl nk. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róöningarþjónusta Rekstrarróögjöf Skoðanakannanir Kaffibrennsla Aðalumboð óskar eftir starfskrafti við matvælafram- leiðslu. Allir sem tilbúnir eru að vinna við eftirfarandi skilyrði koma til greina: ★ Þrifnaður og reglusemi í starfi og leik. ★ Vandvirkni og nákvæmt gæðaferli. ★ Natni og útsjónarsemi nauðsynleg. ★ Fáir starfsmenn og samhent umhverfi þar sem vinnugleði er mikil. ★ Reyklaus vinnustaður. ★ Krafa að viðkomandi sé heilsugóður og stundvís. Öllum skriflegum umsóknum verður svarað og fullum trúnaði er heitið. Vinsamlegast sendið umsóknir til afgreiðslu Mbl. merktar: „Kaffibrennsla" fyrir 30. apríl nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.