Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 B 27 FULLORÐINSFRÆÐSLA FATLAÐRA Fullorðinsfræðsla fatlaðra efnir á skólaárinu ’96-’97 til námskeiða fyrir fullorðið fólk sem ekki á kost á fullorðinsfræðslu við sitt hæfi annars staðar. í boði eru 50 mism. námskeið m.a. í líkams- rækt, boðskiptum, bóknámi, heimilisfræði, mynd- og handmennt, tónlist og leiklist. Sótt er um fyrir haustönn ’96 og vorönn ’97 á sama umsóknareyðublaðinu. Umsóknir þurfa að berast fyrir 30. apríl ’96. Hringið eða skrifið eftir námsvísi og um- sóknareyðublöðum eða nálgist þau á skrif- stofu skólans. Fullorðinsfræðsla fatlaðra, Blesugróf 27, 108 Reykjavík, sími 581 3306/581 3508. Fax 581 3307. Frá grunnskólum Garðabæjar Innritun nemenda í grunnskóla Garðabæjar fyrir næsta skólaár er hafin. Áríðandi er að foreldrar innriti börn fyrir 25. apríl nk. í 1 .-10. bekk, eigi að tryggja þeim skólavist. Garðaskóli: 7., 8., og 10. bekkur. Nánari upplýsingar í síma 565 8666. Hofsstaðaskóli: Börn sem búa í Bæjargili, Hnoðraholti, Hæðarhverfi, Löngumýri, Krókamýri, Búðum, Dalsbyggð, Hlíðabyggð og Hæðarbyggð. Nánari upplýsingar í síma 565 7033. Flataskóli: Börn sem búa annars staðar í Garðabæ. Nánari upplýsingar í síma 565 8560. Fundur með foreldrum vorskólabarna (f. (1990) verður mánudaginn 20. maí í Flata- og Hofsstaðaskóla kl. 17.30 (aðeins foreldrar). Vilji foreldrar innrita börn sín með öðrjjm hætti en fram kemur hér að ofan, er þeim bent á að hafa samband við förstöðumann fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar frá kl. 10.00-12.00 virka daga, sími 565 8066. Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar. Aðalfundur Lýðsskólafélagsins verður haldinn laugardag- inn 27. apríl nk. kl. 16.00 í Norræna húsinu. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Áhugafólk um starf íslenska lýðskólans er hvatt til að mæta. Stjórnin. Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps heldur félagsfund í Garðakránni, Garðatorgi,- mánudaginn 15. apríl kl. 20.00. Gesturfund- arins verður Ingimundur Sigurpálsson, bæj- arstjóri Garðabæjar. Allir velkomnir. Stjórnin. Félag garðyrkjumanna - aðalfundur Aðalfundur Félags garðyrkjumanna verður haldinn mánudaginn 29. apríl 1996 kl. 20.00, á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. 'AUGL YSINGAR Til leigu Ungmennahreyfing Rauða kross íslands auglýsir: Sendifulltrúar RKÍ nýkomnir frá fyrrum lýð- veldum Júgóslavíu, þær Maríanna Csillag og Hólmfríður Garðarsdóttir segja frá reynslu sinni mánudaginn 15. apríl kl. 20:00 í hús- næði URKÍ, Þverholti 15, Reykjavík. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framtíðarskipulag skóla- mála í Vesturbæ Næstkomandi þriðjudagskvöld, þann 16. apríl kl. 20, heldur stjórn hverfafélags sjálf- stæðismanna í Nes- og Melahverfi opinn fund um framtíðaráætlanir í umhverfis- og skipulagsmálum skóla í Vesturbæ. Frummælendur: Egill Guðmundsson, arkitekt, Árni Sigfússson, borgarfulltrúi, Einar Magnússon, skólastjóri Hagaskóla. Fundarstjóri: Glúmur Jón Björnsson, formaður Heimdallar. Að loknum framsöguerindum munu frum- mælendur sitja fyrir svörum fundarmanna. Kaffiveitingar, allir velkomnir. BÚSETI Búseti Reykjavík Aðalfundur 1996 verður haldinn á Hótel Borg 2. maí kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt 15. gr. samþykkta lagsins. Teknar verða fyrir eftirfarandi breytingatillög- ur stjórnar á samþykktum: 1. Á þriðju grein: aldur hækkaður í 18 ár. 2. Nýr dagskrárliður við 15. gr. Framlag til varasjóðs og kosning löggilts endurskoð- anda og skoðunarmanns. Félagsmenn fjölmennið á fundinn og ath. breyttan fundartíma og fundarstað. Reikn- ingar félagsins liggja frammi á skrifstofu fé- lagsins frá 26. apríl nk. Stjórnin. ATVINNUHUSNÆÐI Atvinnuhúsnæði óskast Leitum að vel staðsettu atvinnu- og verslun- arhúsnæði til kaups, sem er í leigu eða hent- ar vel til útleigu. Upplýsingar sendist til afgreiðslu Mbl. merktar: „V - 72“. Skeljungurhf. Einkaumboð fyrír Shell-vörur á Islandi Iðnaðarhúsnæði óskast til leigu Óskum eftir að taka á leigu iðnaðarhús- næði. Gólfflötur þarf að vera fast að 2000 m2 og lofthæð 5-7 metrar. Einnig þarf að fylgja mikið útipláss. Skilyrði er að eignin sé á höfuðborgarsvæðinu. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Skeljungi hf. í síma 560 3870. Tilboð óskast send til: Skeljungs hf. - eignaumsýslu, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík. 140 fm iðnaðarhúsnæði við Lyngháls, Reykjavík. Upplýsingar í síma 551 3138 á kvöldin og um helgar. Skrifstofuhúsnæði Eiðistorgi. Mjög þægilega staðsett húsnæði í verslunarkjarnanum á Eiðistorgi á Seltjarn- arnesi. Tvær sjálfstæðar einingar, ca. 39 m2 og 60 m2. Leigist saman eða í sitt hvoru lagi. Næg bílastæði. Sími 567 8900, Hilmar. Óskast - til leigu Leitum að einbýlishúsi miðsvæðis í Reykja- vík fyrir traustan aðila. Aðeins langtímaleiga kemur til greina. Óskir eru um að húsið skipt- ist í 2-3 stofur, 3 svefnherbergi og 2 baðher- bergi. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Stefánsson á Fasteignamarkaðnum ehf., í síma 551 1540 frá kl. 9 til 18. Verslunarhúsnæði við Laugaveg Óska eftir verslunarhúsnæði við Laugaveg til leigu. Góð fyrirframgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Upplýsingar í síma 581 4111 frá kl. 12.00-. 18.30 alla virka daga. Apótekarar Til eligu um 100 fm verslunarhúsnæði í nýju húsi í miðbæ Kópavogs í Hamraborg 10. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhann Hálf- danarson. Fasteignasalan Eignaborg, Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500. LOGMENN ehf. Ágúst Sindri Karlsson hdl. og Björgvin Jónsson hdl. Lögmannsstofan er að flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði að Skipholti 50d, Reykjavík. Af því tilefni höfum við laust til leigu u.þ.b. 14 fm. skrifstofuherbergi í húsnæðinu ásamt afnotum af sameiginlegri aðstöðu. Allar upplýsingar veitir Ágúst Sindri Karlsson hdl. eða Björgvin Jónsson hdl. í síma 553 35 35. Verslunarhúsnæði til leigu Kaupfélag Borgfirðinga áformar að leigja út hluta af neðstu hæð í Vöruhúsi KB í Borgar- nesi undir verslunar- eða þjónustustarfsemi. Um er að ræða nokkur 30-40 fm svæði. Þeir, sem áhuga hafa, eru beðnir að hafa samband sem fyrst við kaupfélagsstjóra, sem veitir nánari upplýsingar. KAUPFELAG BORGFIRÐINGA Borgarnesi, sími 437 1200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.