Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 D 3- Koltv sýringi út án útblást r sem $li jrspoká Koltvísýringur sem sleppur út þegar útblæstrirtum er safnað saman í 10D lítra þlastpoka Útbláéturinn se safnast saman í pokánum ÓÞÆGILEGT atvik varð í árekstrarprófun á nýjum Opel Vectra á dögunum þegar festingar á öryggisbeltum lösnuðu. Bíllinn fékk síðan góða einkunn í næsta prófi á vegum TÚV stofnunar- innar í Þýskalandi. Festingar gáf u sig í árekstr- arprófun ÞAÐ KOM öllum á óvart þegar í ljós kom við árekstursprófun á nýjum Opel Vectra hjá þýsku eftir- litsstofnuninni TÚV að festingar á öryggisbeltum gáfu sig. Opel hefur nú kallað inn alla Vectra bíla af árgerð 1997 til þess að yfirfara festingarnar. Það er líklega ein versta mar- tröð sem nokkur bílaframleiðandi getur orðið fyrir að slíkt skuli koma upp á þegar verið er að árekstursprófa nýjan bíl í fyrsta sinn. Það sem aldrei átti að geta gerst gerðist fyrir framan haukfr- án augu fjölda starfsmanna TÚV, blaðamanna frá þýska bílablaðinu Auto, motor und sport og háhraða- myndavélar. Bolti sem festir ör- yggisbeltið við dyrastólpann var greinilega ekki nægilega vel festur og því losnaði öryggisbeltið þegar bílnum var ekið á 55 km hraða á klst á steinvegg í prófunarsalnum. 62 þúsundustu hlutum úr sek- úndu eftir áreksturinn brast fest- ingin en á þessum tíma er ökumað- urinn ekki ennþá farinn að hemla því það tekur að jafnaði um 200 þúsundustu hluta úr sekúndu. Árekstursbrúðan skall því á líkn- arbelginn með allt of miklu afli. Sá lærdómur sem viðstaddir gátu dregið af þessum atburði var að líknarbelgurinn dugar ekki einn og sér sem vörn fyrir öku mann við slíkar kringumstæður. Prófið endurtekið og einkunnin góð Opel setti allt í gang til þess að komast til botns í þessu máli. Við handahófskennda athugun á 1.770 bílum kom í ljós að ekki var nægilega vel gengið frá festingum fyrir öryggisbeltin í um 7% þess- ara bíla. Þó var frágangurinn ekki það slæmur að talið væri líklegt að öryggisbeltið myndi losna við árekstur eins og gerist í prófun- inni. Opel hefur þegar gert breyting- ar í vinnsluferlinu og kallað inn alla nýja Vectra bíla til athugun- ar. TÚV rannsóknin var endurtek- in og þá gekk allt að óskum. Vectra fékk fyrirtaks einkunn í árekstrarprófinu. ■ Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Suzuki X-90 sýndur um helgina SUZUKI bílar hf., umboðsaðili Suzuki á íslandi, hefur flutt inn þennan nýstárlega, tveggja sæta jeppa, X-90. Bíllinn var fyrst kynntur sem hugmyndabíll á al- þjóðlegu bílasýningunni í Frank- furt 1994. Töluvert hefur selst af honum í Bandaríkjunum og þar hefur hann einkum verið notaður sem frístundabíll. Úlfar h 1- Hinriksson, framkvæmdastjóri Suzuki bíla, segir að X-90 verði til sýnis á bílasýningu fyrirtæk- isins um helgina en hann kostar um 1,7 milljónkr. ■ ALLT er með fremur hefð- bundnu sniði í innréttingu. Lotus Elise SUBARU bílar hafa haft orð á sér fyrir að vera sterkir og endingar- góðir og ber fjöldi eldri bíla sem á götunum eru órækt vitni um það. Subaru hefur einnig mikla sérstöðu meðal bílaframleiðenda hvað varðar drifbúnað og líklega hefur aldrifskerfi Subaru haft mikið að segja um útbreiðslu bíls- ins hér á landi. Þrátt fyrir góðan bíl og vandaðan hefur Subaru ekki verið söluhár bíll allra síð- ustu ár og er þar helst að sakast við hátt gengi japanska jensins. Nú hefur gengi jensins sigið veru- lega sem skilar sér strax í betra verði til kaupenda. Á dögunum komu fyrstu Subaru Impreza bílarnir eftir breytingu og hafa þeir selst vel það sem af er. Það vita það kannski færri að Ingvar Helgason hf. hefur einnig fengið fyrstu bílana af Subaru Legacy Outback með 2,5 lítra bensínvél, virkilegan ferðabíli sem ætti að komast víða en kostar reyndar 3,2 milljónir kr. Þegar hafa selst þrír slíkir bílar. Subaru Impreza er um margt sérstæður bíll. Sami drifbúnaður og vél er í bílnum og í stóra bróð- ir, Legacy, og beinskipti bíllinn er eini fólksbíllinn á markaði hérlend- is með millikassa og háu og lágu drifi. Mismunadrif sér um að deila aflinu jafnt, 50:50, milli fram- og afturhjóla og er bíllinn þar af leið- andi sérlega stöðugur og rásfastur. Nýtt útlit Beinskiptur langbakurinn kost- ar 1.749.000 kr. og stallbakurinn 1.696.000 kr. Langbaknum var reynsluekið á dögunum. Útlit bíls- ins er mjög sérstætt. Hann er þó er með feikikraftmikilli, 2,0 lítra, 16 ventla, 115 hestafla vél með fjölinnsprautun og reyndar gætu stærri og þyngri bílar verið full- sæmdir af svona vél. Langbakur- inn vegur 1.180 kg og er þvi eitt hestafl til að knýja hver 10,26 kg sem er yfrið nóg. Það er verulega góð hröðun og vinnsla í bílnum og vélin er fremur hljóðlát. Veg- hljóð er ekki til ama. Og svo er það fjórhjóladrifið, sem límir þennan fríska bíl við veginn, hvort sem það er holóttur malarvegur eða malbik. Sjálfskiptur á 1.849.000 kr. Það er alltaf góður kostur að geta stillt hæð framsætanna. I Impreza er fundin sniðug lausn á því. í búnaði í hlið sætisins er hægt að draga út nokkurs konar vogarstöng sem síðan er hreyfð upp til þess að hækka setuna. Lík- lega alveg bilanafrítt og eyðir engri orku. Allt sem telst til venju- legs búnaðar í bíl í þessum verð- flokki er að finna í Impreza. Sjálfskipti langbakurinn kostar 1.849.000 kr. en stallbakurinn 1.796.000 kr. Þannig búinn er hann með spólvörn og „power“ stillingu á sjálfskiptingu. Hann er ekki síður sprettharður en bein- skipti bíllinn og skemmtilegri í meðförum ef eitthvað er. Hann er með sítengdu aldrifi en skortir lága drifið sem beinskipti bíllinn hefur umfram. Staðalbúnaður í Impreza er afl- stýri, veltistýri, samlæsingar, raf- drifnar rúður, rafstýrðir útispeglar og útvarp/segulband. ■ Guðjón Guðmundsson Saab með plastpoka INNAN fárra ára er hugsanlegt að staðalbúnaður í Saab bílum verði 100 lítra plastpoki sem geymdur er í far- angursrýminu eða innan í afturstuð- aranum. Plastpokinn er iiður í þeirri ímyndarsmíð sem flestir þílafram- leiðendur taka nú þátt í. í vaxandi umhverfishyggju vilja bílaframleið- endur láta taka sig alvarlega sem boðbera nýrra tíma. I kynningum á bílum er gjarnan lögð mikil áhersla á vistvænan þátt framleiðslunnar, vélarnar eru orðnar því sem næst mengunarlausar, notað er vatnslakk, hráefni til framleiðslunnar er endur- vinnanlegt o.sv.frv. Saab segir að plastpokinn, sem safnar útblásturslofti fyrstu sekúnd- urnar eftir að köld bílvél er ræst, geti leyst eitt stærsta mengunar- vandamál sem fylgir bensínvélum. Pokinn rúmar útblástursloft sem kemur frá bílvélinni fyrstu 25 sek- úndurnar eftir að hún er ræst. Að þeim tíma liðnum er hvarfakútur bílsins orðinn um 250 gráðu heitur og farinn að hreinsa út mengandi lofttegundir í útblástursloftinu. Einni mínútu eftir að vélin hefur verið ræst er hvarfakúturinn orðinn um 400 gráðu heitur. Þegar því hitastigi er náð sogast óhreina loftið úr pokan- um að nýjuítil vélarinnar þar sem það myndar aftur bruna. Þegar úblástursloftið hefur á þennan hátt tvisvar sinnum myndað bruna í strokkum vélarinnar sleppur það út í andrúmsloftið og er orðið því sem næst hreint. 20 manns voru viðstaddir prófun á þessum nýja búnaði Saab sem gerð var inni í tjaldi í Lapplandi í Norður- Svíþjóð. Vélin var látin ganga í lausa- gangi í u.þ.b. tíu mínútur inni í tjald- inu án þess að nokkrum yrði meint af. Það var fyrst þegar einn við- staddra kveikti sér í vindlingi að nákvæm mælitæki gerðu viðvart um loftmengun. Mengun sem myndast frá kaldri bílvél er orðið mun meira áberandi vandamál eftir að hvarfakútar komu til sögunnar, en þeir hreinsa megnið af mengandi lofttegundum úr úblást- ursloftinu við ákveðið hitastig. Jafn- mikil mengun verður til þegar bíl með hvarfakút er ekið einn kílómetra með kaldri vél eins og þegar bíl með heitri vél og hvarfakút er.ekið 450 kílómetra. Þetta vandamál hefur ein- mitt verið einn helsti þröskuldur margra bílaframleiðenda sem stefna að því að bílar sínir uppfylli ströng mengunarvarnarlög, ULEV, (Ultra low emission vehicle), sem taka gildi í Kaliforníu um aldamótin og líklega í Evrópu nokkrum árum síðar. Hægt er að draga úr mengun frá kaldri bílvél með öðrum hætti, þ.e. með því að hafa hvarfakútinn nær vélinni eða hita hann upp með raf- búnaði. Kosturinn við plastpokann er hins vegar sá að þetta er ódýr lausn og henni er auðvelt að koma við í Saab bílum með forþjöppu. Einnig við snögga hröðun Rannsókn Saab beinist nú einnig að því hvort unnt sé að nota plast- pokatæknina til þess að draga úr útblástursmengun við mjög snögga hröðun eða vissar gírskiptingar, þeg- ar hvarfakúturinn kemur ekki að fullum notum. TILBOD OSKAST GRINDIN í Lotus Elise er smíðuð í Tonder í Danmörku. AFTURHLERINN er kúptur og gluggasvæðið stórt. Vilja uppfylla ULEV Kröftugur og rásfastur Impreza IMPREZA er litli bróðir Legacy, nettur bíll með kraftmikla vél. tiltölulega hefðbundinn að framan en afturhlerinn er kúptur og öft- ustu hliðarrúðurnar dropalaga. Mjög skiptar skoðanir eru á þessu stílbragði, sumum þykir bíllinn fallegur að aftan en öðrum finnst þetta lýti. Rýmið í bílnum er alveg þokka- legt en þó mætti farangursrýmið ekki vera minna fyrir langbak. Auðvitað er hægt að fella niður aftursætisbök og fá þannig 1.275 lítra rými fyrir farangurinn eða farminn. Það sem gleður þó mest hjartað er gott innræti Impreza. Bíllinn Dregiö úr líkum á þjófnuðum og innbrotum Forvamardeild lögreglunnar hefur sent frá sér nokkur heilræði til bíleigenda í von um að þau megi verða til þess að draga úr þjófnuðum og innbrotum í bíla. Á ári hverju er brotist inn í ölda bíla á höfuðborgar- svæðinu. Það er um þriðjungur þeirra inn- brota sem eiga sér stað á svæðinu. • Mjög færist í vöxt að stolið sé af bílum eða þeim jafnvel stolið, með þeim alvarlegu afleiðingum sem það hefur i för með sér. Oft er afbrotamönnum gert of auðvelt um vik. Takið undantekningalaust lyk- ilinn úr bílnum þegar hann er yfirgefinn. Skiptir þá engu máli hvort um lengri eða skemmri dvöl er að ræða. • Skiljið ekki laus verðmæti eftir í bfl. Ef það reynist nauðsynlegt skiljið þau þá aldrei eftir sýnileg. Setjið þau í læsta farangurs- geymslu eða í versta falli; breiðið yfir þau. Veski og töskur sem innihalda peninga, ávísanahefti, persónuskilríki, greiðslukort og önnur slík verðmæti á aldrei að skilja eftir í bíl. Allflestir þjófnað- ir og flest innbrot í bíla eru fram- in í ágóðaskyni. Algengast er að brotist sé inn í bíla við sundstaði, kvikmyndahús, á bílasölurr. og í verksmiðjuhverfum. Læsið alltaf bílnum og gangið vandlega úr skugga um að allar hurðir séu læstar og allar rúður séu dregnar upp. Gleymið ekki að læsa aftur- hlera. • Gangið alltaf þannig frá lyklin- um að óviðkomandi geti ekki kom- ist yfir hann. Ef þú hefur aðgang að læsan- legum bílskúr eða bílskýli er sjálf- sagt að notfæra sér slíkt, a.m.k. að næturlagi. Ef ekki er sjálfsagt að: • Nota læsanlegt eldsneytislok. • Leggja bílnum á eða í nágrenni við fjölfarna staði. Að næturlagi er ráðlagt að leggja bílnum þann- ig að mögulegt sé að sjá til hans eða á vel upplýstu svæði. • Snúa stýrishjólinu þannig að það fari í læsta stöðu þegar lykill- inn er fjarlægður. • Gleyma ekki að læsa trekk- gluggum, sóllúgu og farangurs- geymslu. • Geyma ekki aukalykil í bílnum. • Gæta þess að allar læsingar séu jafnan í lagi. • Taka kveikjuhamar úr bílnum að næturlagi ef hann er þannig gerður að því verði ekki við kom- ið að læsa hurðum. • Hafa læsanlega ró á dýrum felgum. • Merkja og skrá hjá sér sérstök verðmæti, s.s. hljómtæki, hjól- koppa og aðra fylgihluti. ■ Bíll með kaldri vél mengarjafn- mikið fyrsta kílómetrann sem honum er ekið og bíll sem ekið er 450 kílómetra með heitri vél. Það líður um ein mínúta áður en hvarfakúturinn verður 400 gráðu heitur frá því vélin er ræst en á því hitastigi vinnur hvarfakútur- inn best. Saab hefur hannað poka sem tekur við útblásturs- loftinu fyrstu 25 sekúndurnar. Ef pokinn væri hafður enn stærri gæti hann tekið við útblásturs- lofti lengur og þá væri hægt að koma í veg fyrir litla toppinn í línuritinu. Markmið Saab var hins vegar að uppfylla mengunar- varnarkröfur í Kaliforniu, ULEV, og það tekst mæta vel með 100 lítra plastpoka. Útblástursmengun við kaldræsingu Útblásturslofttegundir í grömmum 0,05 60 sek. í Danmörku EINN athyglisverðasti sportbíllinn um þessar mundir er Lotus Elise, sem er að mestu gerður úr áli. Grindin er smíðuð í bænum Tond- er í Danmörku. Danir segja að samstarf Hydro Aluminium Auto- motive Structures og Lotus verk- smiðjanna í Englandi sé svo náið að í raun sé hægt að tala um danska bílaframleiðslu í þessu sambandi. Bíllinn er þó ekki í ökufæru ástandi þegar hann yfirgefur Tonder. Aðalhönnuður Elise er Bretinn Colin Chapman. Megin útgangs- punktur hans var að ná fram sem minnstri þyngd og fjöldi hestafl- anna var ekki aðalatriðið. Grindin í Elise er úr áli og ytri fletir, hurð- ir, vélarhlíf og bretti eru úr trefja- efni. Utlitshönnuður bílsins er Jul- ian Thompson en grindina hannaði Richard Rackman. Unnið er eftir teikningu hans í Hydro verskmiðjunni í Tender. Þar eru raftar og þverbitar formaðir úr áli og límdir saman með mikilli nákvæmni. Verkið er unnið í mjög stöðugu hitastigi. Samsetningin og límingin fer fram í köldu ferli en grindin er síðan hituð uppp á löngum tíma í 195 gráður á Celsius til þess að herða límið. Loks er grindin kæld niður á ný. Vélin í Lotus Elise er smíðuð af MGF. Hún er 1,8 lítrar að slag- rými og skilar 125 hestöflum. Bíll- inn vegur ekki nema 675 kg og eru því aðeins 5,4 kg á hvert hest- afl. ■ i Pontiac Grand Prix SE árgerð '94 (ekinn 19 þús. mílur), Ford Bronco U-15 XLT 4x4 árgerð '93 (ekinn 17 þús mílur) og aðrar bifreiðir er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 16. apríl kl. 12-15. Tilboöin veröa opnuö á sama staö kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA oroaöu þao vio Fálkann Þekking Reynsla Þjónusta 5U0URIAH05BRAUT t, 1W RSYKMVÍK, BiMI; 881 487Ö, FAX;S81 Í8M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.