Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEO c PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 17. APRIL 1996 BLAD Samherji hf. stofnar eigið físksölufyrirtæki SAMHERJI á Akureyri hefur nú tt*x i • i T i. slitið samstarfi sínu við fyrirtæk- Vlðskiptum Vlð Isberg ið ísberg í HuII. ísberg hefur í'Rvo-tlanrli CQrrt nrkr» undanfarin 10 ár selt mikinn 1 ÁJl eilallUl »dgt Upp hluta afurða Samheija, einkum sjófrystan fisk. Samherji hefur í hyggju að stofna nýtt sölufyrirtæki um sölu afurða sinna. Ekki er ljóst hvernig eignaraðild að því verður, en þó er ljóst að Samheiji mun þar eiga meirihlutann. Ekki er ætlunin að leita samstarfs við önnur íslénzk fisksölufyrirtæki. 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Hermann Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Markaðsmál 0 SH seldi helming karfaafla á heims- markaði í fyrra Samkvæmt heimildum Versins, er skýringin á þessari ákvörðun eigenda Samheija meðal annars sú, að ekki þótti hentugt að selja afurðir þýzka útgerðarfélagsins DFFU, sem Sam- heiji á stóran hlut í, eftir öðrum leiðum en aðrar sjófrystar afurðir Samheija. Því var ákveðið að sameina sölu þess- ara afurða undir einum hatti og vegna þess var samstarfinu við Isberg sagt upp. ísberg seldi sjófrysta fiskinn í Bretlandi ísberg hefur séð um alla sölu á sjó- frystum flökum af skipum Samheija í Bretlandi og hefur sú sala vegið mjög þungt i heildarviðskiptum Is- bergs undanfarin ár. ísberg var upp- haflega stofnað til að selja ferskan fisk á mörkuðunum í Hull og Grimsby, en þau viðskipti hafa dregizt verulega saman undanfarin ár vegna minnk- andi kvóta hér heima og lækkandi verðs á mörkuðunum ytra í kjölfar minnkandi eftirspurnar á fiski til frumvinnslu. Einn starfsmanna ís- bergs, Gústaf Baldvinsson, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu og mun hann síðan hefja störf hjá nýju sölufyr- irtæki Samheija. Veltan í fyrra 5,5 milljaróar Auk þessara eru dótturfyrirtæki Samheija, Strýta og Söltunarfélag Dalvíkur í samstarfi við Royal Green- land um sölu á rækju. Þá hafa ýmsir aðilar selt þær afurðir fyrirtækisins, sem fara á aðra markaði. Ovist er hvort breytingar verða á þeim viðskipt- um. Velta Samheija og dótturfyrir- tækja á síðasta ári var um 5,5 milljarð- ar króna og er hún að mestu tilkomin vega afurðasölu. Taki fyrirtækið yfir alla sölu eigin afurða í framtíðinni, verður þar líklega um að ræða fjórða stærsta útflytjenda íslenzkra sjávaraf- urða, miðað við verðmæti. Tjá sig ekki Þorsteinn Vilhelmsson, einn eigenda Samheija, vildi í samtali við Verið ekk- ert tjá sig um þetta mál að svo stöddu. Það vildi Pétur Björnsson, eigandi ís- bergs heldur ekki gera, þegar Verið náði sambandi við hann. ÁGÆTIS FISKIRÍ Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson • ÁGÆTIS fiskirí hefur verið hjá smábátum frá Grundarfirði síðustu daga, þrátt fyrir rolí á köflum. Braeð- urnir Kristinn og Gísli á Birtu SH 55 eru hér að landa þeim gula. Fréttir Margir sýna í Brussel • ÞÁTTTAKA íslenzkra út- flutningsfyrirtækja á sviði sjávarútvegs í Evrópsku sjávarafurðasýningunni í Brussel eykst stöðugt. Nú sýna 25 fyrirtæki á sameig- inlegum íslenzkum bás und- ir merkjum Utflutningsráðs Islands. Það er nærri einum tug fleira en á síðustu sýn- ingu og auk þess hefur bás- inn stækkað töluvert. Þá verða nokkur fleiri íslenzk fyrirtækiá sýningunni svo sem SÍF, ÍS og SH. Áætlað er að íslenzkir sýningar- gestir verð milli 200 og 300 og íslenzkir sýnendur að auki alls um 150./2 Verulegt tjón á „Hryggnum“ • FRYSTITOGARINN Baldvin Þorsteinsson, varð fyrir verulegu tjóni, þegar rússneskur verksmiðjutog- ari eyðilagði veiðarfæri hans á úthafskarfamiðun- um í fyrri nótt. Sá rússneski keyrði Baldvin uppi með trollið í sjó og dró svo eigið troll þvert yfir troll Bald- vins og hreinlega klippti það aftan úr honum. Þor- steinn Vilhelmsson, einn eigenda togarans segir slík framferði óþolandi og það verði að stöðva./3 „Verð á kvóta hefði lækkað“ • „ÞÓTT EKKI nema 10 eða 15 þúsund tonn hefðu bæst við þorskkvótann á þessu fiskveiðiári hefði það orðið til að lækka kvóta- verð,“ segir Árni Guð- mundsson, sölustjóri Kvóta- markaðarins hf. „Þetta háa verð er komið til út af því að það er svo lítið til af þorskkvóta. Meira af þorskkvóta hefði því orðið til að lækka verðið./3 Meiri vinna við hausaþurrkun • GERT ER ráð fyrir að um fjögur ný ársverk skapist hjá Laugafiski hf. á Laugum í Reykjadal eftir að Utgerð- arfélag Akureyringa hf. eignaðist meirihluta í fyrir- tækinu, en hausavinnslu á vegum ÚA á Akureyri var hætt og hún flutt yfir til Laugafisks. Nú eru 17 árs- verk hjá fyrirtækinu en fjölgar væntanlega í 21 á árinu./8 Markaðir Bretar kaupa mjölið frá Perú • BRETAR kaupa árlega mikið af fiskimjöli og lýsi til notkunar við landbúnað og fiskeldi. Til loka nóvem- ber í fyrra höfðu þeir flutt inn um 350.000 tonn af þessum afurðum, sem er litlu minna en árið áður. Langmest af mjölinu kaup þeir frá Perú eða um 100.000 tonn. Síðan komum við Islendingar og Norð- menn á svipuðu róli með um 55.000 og 57.500 tonn. Norðmenn hafa aukið hlut sinn nokkuð milli ára, en hlutur okkar hefur lækkað úr 68.500 tonnum á sama tíma árið áður. Frá Chile kaupa Bretar um 45.000 tonn, en næstir koma Danir með um 20.000 tonn. Bretland, jan.-nóv. 1994 og 1995: Innflutningur á mjöli og lýsi 355,0 348.6 þús. tonn 27,8% 26,2% —frá öðrum löndum 11,8% 13,0% —Chíle 19,6% 15,7% —íslandi 14,7% 16,6% —Noregi —Perú 20,6% 28,6%. —— 1994 1995 Mest af þorski frá Rússum • BRETAR drógu nokkuð úr innflutningi á þorski á síðasta ári. I lok nóvember liöfðu þeir flutt inn um 85.000 tonn á móti 97.000 tonnum á sama tíma árið áður. Lengst af hefur mest af þorskinuni komið frá Is- landi, en svo er ekki leng- ur. Rússar selja Bretum nú inest eða 18.842 tonn en við fylgjum fast á eftir með 18.126 tonn./6 Bretland, jan.-nóv. 1994 og 1995: Innflutningur áE°.rsÍUálÉa» 97.1 y ^'-» 84,7 þús. tonn 35,1% ' 20,4% 23,8% 20,6% 35,7% - — frá öðrum löndum 20,7% 21,4% 22,2% -Noregi - íslandi - Rúss- landi 1994 1995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.