Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 C MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 5 • X X • viógeróir = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI 6 • GARÐABÆ ♦ SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927 Hönnun • smíöi • viögeröir • þjónusta RYflFRÍ ÁSTENSI FYRiR • Tilbúin, rennd og með klílspori • GAT þvermál 25 og 30 mm. • Kílspor 8 mm. Vökvatæki hf Bygggörðum 5, 1 70 Seltjarnarnesi, V sími 561 2209, fax 561 2226. YAMMAR Ný 315 ha. yfirburðavél frá YANMAR! Til afgreiðslu strax! ★ 6 strokka - Turbo Intercooler. ★ Létt og fyrirferðarlítil. ★ Þýðgeng og sparneytin. ★ Ýmsir drifmöguleikar. Ráðgjöf - sala - þjónusta Skútuvogi 12a, 104 Rvik.^T 581 2530 FRÉTTIR Síaukin þátttaka í Evrópsku SALTFISKINUM PAKKAÐ • MIKIÐ hefur verið að gera í saltfiskverkun hjá Borgey hf. á Höfn í aflahrotunni hjá netabátum undanfamar vikur, Sjómennimir segja að miksð sé af stórum þorski um allan sjó. Bátamir hafa verið að koma með yfir 50 tonn eftir nóttina. Nú er aftur að hægj- ast um enda flestir búnir með Morgunblaðið/Sverrir kvótann og taka því rólega fram að humarvertíð. Myndin var tekin í saltfiskpökkunismi hjá Borgey. Samvinna um öryggi Vestmannaeyjum - Stjórn Rann- sóknaseturs Háskóla íslands og Vestmannaeyjabær hafa undirrit- að samning við áhugamenn um öryggismál sjómanna í Vest- mannaeyjum sem felur í sér að áhugamennirnir fá aðstöðu í Rannsóknasetrinu fyrir vinnu sína. Fá þeir aðgang að fundaraðstöðu og tölvubúnaði til að vinna að verkefnum tengdum öryggismál- um. Jafnframt verður unnið að því að koma upp í Rannsóknasetrinu bókasafni um öryggismál sjó- manna. Efla þróunarstarf áhugamananna í samningnum segir að vonast sé til þes að með honum megi efla það þróunarstarf sem unnið hefur verið af áhugamönnum um ör- yggismál sjómanna í Vestmanna- eyjum þjóðinni til heilla. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, einn af áhugamönnunum, sagði í samtali við Verið að þessi samn- ingur væri mikil viðurkenning á starfi þeirra og hvatning til áfram- haldandi vinnu við að bæta öryggi sjófarenda. sj ávarafur ðasýningnnni Þátttaka Allt að 500 íslendingar stefna til Brussel í komandi viku fyrírtækja & sviði sjavar- útvegs í Evrópsku sjávarafurðasýningunni í Brussel eykst stöðugt. Nú sýna 25 fyrirtæki á sameiginlegum íslenzkum bás undir merkjum Ut- flutningsráðs íslands. Það er nærri einum tug fleira en á síðustu sýn- ingu og auk þess hefur básinn stækkað töluvert. Þá verða nokkur fleiri íslenzk fyrirtæki á sýningunni svo sem SÍF, ÍS og SH. Áætlað er að íslenzkir sýningargestir verð milli 200 og 300 og íslenzkir sýnendur að auki alls um 150. Katrín Bjömsdóttir, sem skipu- leggur sýningarþátttökuna af hálfu Útflutningsráðs, segir að Evrópska sjávarafurðasýningin sé að verða sú mikilvægasta fyrir útflytjendur íslenzkra fiskafurða. Þó aðeins séu fjögur ár síðan sýn- ingunni hafi verið hleypt af stokk- unum, hafi hún vaxið mun hraðar en stóra sjávarafurðasýningin í Boston og yfírbragð henna verði stöðugt alþjóðlegra. Hefur skliað íslenzku þátttakendunum mlklu „Þessi sýning hefur frá upphafi skilað íslenzku þátttakendunum miklu. Þeir hafa náð náð góðum samböndum, fengið fyrirspurnir, sem hafa skilað viðskiptum, og jafnvel hefur verið gengið frá sö- lusamningum á sýningunni. Á þessari sýningu eru nánast allir þeir aðilar, sem skipta máli í vinnslu og sölu sjávarafurða í Evr- ópu og því er sýningin góður fund- arstaður. Það er einnig mikilvægt fyrir sýnendur að fylgjast með keppinautum sínum og sýna einnig fram á að þeir eru sjálfír að gera góða hluti,“ segir Katrín Björns- dóttir. íslenzki sýningarbásinn er nú orðinn 256 fermetrar að stærð, sem er nokkru stærra en í fyrra. Sýningin sjálf hefur einnig stækk- að og er nú komin í tvær sýningar- hallir. Auk þessa eru stóru íslenzku fisksölufyrirtækin með veglega sýningarbása og einhver fleiri ís- lenzk fyrirtæki verða á sýningar- básum með erlendum umboðs- mönnum sínum eða samstarfsaðil- um. Að sögn Katrínar virðist það ekki draga úr áhuga íslenzku fyrir- tækjanna, að íslenzka sjávarút- vegssýningin verður haldin hér í haust, en þar er nánast allt pláss fullbókað fyrir nokkru. íslenzkur fundur um útveglnn og ESB í tengslum við sýninguna verður haldin alþjóðleg ráðstefna um sjáv- arafurðir auk fundar íslendinga um sjávarútveg á Evrópska efna- hagssvæðinu. Á þeim fundi mun Andrés Magnússon, fulltrúi iðnað- arráðuneytisins í Brussel fjalla um stofnun fyrirtækja á EES-svæðinu, Orri Hlöðversson, starfsmaður framkvæmdastjórnar ESB kynnir fjórðu rammaáætlun ESB og sér- tækar aðgerðir til handa litlum og meðalstórum fyrirtækjum, Krist- ján Skarphéðinsson, fulltrúi sjáv- arútvegsráðuneytisins í Brussel ræðir um sjávarútveginn og EES og Kristófer Már Kristinsson, for- stöðumaður Evrópuskrifstofu at- vinnulífsins í Brussel, fjallar um starfsemi Samtaka atvinnulífsins í Brussel. Það er Útflutningsráð íslands og sendiráð íslands í Brussel, sem boða til fundarins. Hann verður þriðjudaginn 23. apríl í Excelsior- salnum á Hotel Metropole og hefst klukkan 19.00. Svíar í síldina • SÆNSK nótaveiðiskip hafa með mestu leynd verið að búa sig veiða í Síldar- smugunni og er talið, að 15 skip haldi þangað á næst- unni. Hafa Norðmenn brugðist ókvæða við þess- um fréttum og fismst sem Svíarnir hafi komið aftan að sér. Svíar minna hins vegar Norðmenn á, að þeir séu nú komnir í Evrópusam- bandið en við það hafi norsk sljórnvöld neitað að senya. Thor Claeson, skipstjóri á sænska skípinu Ginneton, sagði, að þess vegna ætluðu þeir að fylgja ESB-flot- anum í Síldarsmuguna, taka þar sin tonn og sjá hvort það yki ekki eitthvað á samningalipurð Norð- manna. Síldin ♦ arln aé veiðast Síldin er þegar farin að veiðast. í Síldarsmugunni og njóta Færeyingar þess mest nú. Þá munu dönsk skip einnig vera þar að veiðum. Veiðar okkar þar mega heíjast 10. maí. Auglýsa fiskinn • SKYNDIBITASTAÐIRí Bandaríkjunum, sem leggja áherziu á að þjóna fjöl- skyldurmi, eru riú með aug- lýsingaherferð í sjónvarpi fyrir sjávarafurðir. Er þar verið að keppa við kjúkl- inga og hamborgara, en neytendur virðast hafa fengið nóg af slíkum aug- lýsingum. Fiskseljendur í Evrópu hafa íhugað að fara eins að í yósi umræðunnar um kúariðuna í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.