Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 C 5 Saltfiskverkunin Stakkavík hf. í Grindavík á mikilli uppleið Hermann stofnaði Stakkavík ásamt föður sínum, Ólafi Gamaíels- syni, og bróður sínum Gesti og tengdaföður sínum, Benedikt Jóns- syni, árið 1988. Hann hafði þá starfað sem ferskfiskmatsmaður hjá Fiskmatinu í Grindavík í tíu ár. „Þegar ferskfiskmatið var lagt nið- ur sáum við fram á atvinnuleysi en vildum ekki una við það og hófum að verka saltfisk. Það má segja að við höfum byijað á þessu á erfiðum tíma. Fiskmarkaðimir voru að byija starfsemi sína og við urðum að fá hráefni þaðan. Verðið fór stöðugt upp og var mun hærra en það sem gömlu og rótgrónu fyrirtækin sem áttu báta þurftu að borga. Margir höfðu vantrú á þessu hjá okkur ög spáðu okkur stuttum líftíma. En ég held að við höfum hrakið allar hrak- spár. Við höfum alltaf verið harðir á mörkuðunum og keyptum dýrt en aðeins úrvalshráefni og höfum ábyggilega ekki verið mjög vinsælir hjá öðrum kaupendum á þessum tíma,“ segir Hermann. Framleiðsla Stakkavíkur hefur verið seld í gegnum SÍF síðustu tvö árin og segist Hermann ánægður með þau viðskipti. Framleiðslan sé það mikil og SIF hafi burði til að taka við öllu þessu magni. Hermann segir að þeir selji einnig til gamalla kunningja í Portúgal en það sé í mjög litlu magni og lítið hlutfall af heildinni. Markmiðið alltaf verið vöruvöndun Yfir háannatímann vinna um 30 manns hjá Stakkavík en Hermann segir að eigendur fyrirtækisins hafi alla tíð tekið fullan þátt í vinnsl- unni. „Ég á nú að heita forstjórinn hér en ég hef aldrei verið spari- klæddur í þessu fyrirtæki. Svo hef- ur kjarninn af starfsfólkinu verið hjá okkur lengi og það hefur allt að segja ef vel á að ganga. Mark- mið okkar hefur líka alltaf verið vöruvöndun og við höfum verið með viðurkennda og seljanlega vöru. Það er okkar helsta vopn í dag. Við leggjum okkur eftir góðu hráefni og 100% vinnslu í landi og það er ekki hægt að gera meira. Við höfum handunnið mikið og treystum í upp- hafi mikið á handverkið. Þá höfðum við nokkra vantrú á flatningsvélum en létum loks til leiðast og fengum okkur eina slíka og komumst að því að það er hægt að stilla þessar vélar þannig að þær fletja fiskinn jafnvel betur en mannshöndin,“ segir Hermann. Enn að byggja Framleiðsla Stakkavíkur hefur verið að aukast jafn og þétt frá því „Lykillinn er þrotlaus vinna“ STAKKAVÍK hf. í Grindavík er sú saltfiskverkun sem í hvað mestri sókn hefur verið á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur verið í örum vexti og er nú ein stærsta saltfiskverkun landsins og enn er verið að byggja nýtt húsnæði undir starfsemina. Hermann Olafsson er framkvæmdastjóri Stakkavíkur og segir hann lykilinn að velgengninni vera þrotlausa vinnu, en auk þess sé Grindavík mjög hentugur staður til fiskverkunar. Morgunblaðið/Ásdís SÁ GIJLI flattur í Stakkavik. að þar var hafin verkun og segir Hermann að þeir hafi hvað eftir annað sprengt utan af sér hús- næðið. „Þegar við ákváðum að hella okkur út í þennan rekstur keyptum við grunn að stál- grindarhúsi hér í Grindavík og byggðum það upp. Seinna keyptum við ann- að stálgrindar- hús hérna við hliðina og byggð- um svo á milli þeirra. Nú erum við enn að byggja við og stækkum húsnæðið um rúmlega helming og verðum þá komnir í 2795 fermetra hús- næði og það verður vænt- anlega tilbúið fyrir næstu ver- tíð.“ Ennþð á sömu fartinni Umfang og velta fyrirtækisins hefur aukist ár frá ári að sögn Hermanns. „Við höfum unnið í þessu alveg baki brotnu sjálfir. Við ákváðum i upphafi að leggja mjög hart að okkur og markmiðið var að þróa okkur upp í ákveðið stig, koma okkur vel fyrir og reyna að sigla lygnan sjó. En það hefur ekki verið neitt lát á þessari vinnu, þetta hefur alltaf stækkað og stækkað og við erum alltaf á sömu fartinni. Takmarkið var að koma þessu upp í vissa stærð þegar við byijuð- um 1988. Við reiknuðum með að þetta yrði erfitt fyrstu árin en nú hafa málin þróast þannig að við erum ennþá að byggja upp. Þetta fer því að verða spurning um hvar menn eiga að stoppa. Það hefur kannski verið vandamál í þess- um bransa að menn verða alltof stórir. Þegar um- fangið er orðið þetta mikið, út- heimtir vinnslan náttúrlega meira en þegar hún er lítil. Það þarf svo mikið magn inn til að vinnslan gangi þegar hún er þetta stór. En hinsvegar veitir okkur ekkert af öllu þessu plássi núna. Þetta þarf að gera til að mæta þeim auknu kröfum sem gerðar eru til vinnsl- unnar og eins og útlitið er í dag getum við ekki séð annað en að þetta gangi upp því það er nóg til af fiski.“ Hermann segir að ekki hafi verið gerðar áætlanir um aðra vinnslu en saltfiskiverkun og væntanlega muni þeir einbeita sér að henni. „En þegar við verðum komnir inn í þetta stóra hús eru náttúrulega ýmsir möguleikar þó að við höfum ekki hugsað um það sérstaklega," segir Hermann Kvótinn hlýtur að aukast Hermann segir að þeir kaupi hráefnið víða að. Þeir séu með marga viðskiptabáta og versli við marga markaði en yfir hávertíðina komi hráefnið nær eingöngu frá viðskiptabátum. „Það hefur verið svo gengdarlaust fiskerí hjá vertíð- arbátunum núna að við þurfum lítið að fara á markaðinn enda höfum við verið að fá físk frá allt að sautj- án bátum á þessari vertíð. Það sem af er þessu ári höfum við verkað um 3000 tonn af þorski og þar af var bræla í nær einn mánuð og ekkert róið. Til samanburðar má nefna að allt árið í fyrra fengum við um 5000 tonn til vinnslu. Þessi fiskur er líka mjög góður í saltfisk- verkun. Sjómennirnir leggja sig eft- ir því að leggja netin fyrir stóran fisk og undanfarna daga höfum við verið að taka inn rúm hundrað tonn á dag. Þetta er stór og góður fisk- ur, bátarnir eru að veiða hérna rétt við innsiglinguna og fiskurinn spriklandi þegar hann kemur í hús til okkar þannig að það fæst ekki betra hráefni." Hermann telur að stjórnvöld hljóti að taka tillit til þeirra góðu aflabragða sem verið hafa á vertíð- unum á liðnum árum. „Það er greinilega allt á uppleið og kvóti hlýtur að verða aukinn á næstu árum. Hér hefur verið landburður af físki og menn oft að tvísækja. Við erum að minnsta kosti bjartsýn- ir og byggjum meðal annars þess- vegna og ætlum okkur að vera til- búnir í slaginn." Stutt í allt frá Suðurnesjum Hermann segir varla hægt að finna betri stað fyrir fiskverkun en á Suðurnesjum. „Það er best að vera með vinnslu á þessu svæði. Hér er stutt í allt og nú eru sam- göngur orðnar það góðar að það er engin fyrirhöfn að kaupa fisk frá Vestmannaeyjum, Hornafirði eða af Breiðafjarðarmarkaði en við kaupum mikið af þessum mörkuð- um. Héðan er líka örstutt í miðin. Við höfum því alltaf haft nóg hrá- efni. Það hefur aldrei verið vanda- mál, það þarf bara að vera vakandi yfir þessu og fylgjast vel með,“ segir Hermann. ÚTVEGSMANNAFÉLAG Horna- fjarðar hefur sent frá sér ályktun þar sem samkomulagi sjávarút- vegsráðherra við smábátaeigendur er mótmælt. Telja útvegsmennirnir að með samkomulagi sem þessu sé veiðum og vinnslu sjávarfangs á Hornafirði stefnt í voða. Ályktun fundarins fer hér á eftir: „Útvegsmannafélag Homa- fjarðar lýsir vonbrigðum sínum með það samkomulag sem sjávar- útvegsráðherra hefur gert við félag smábátaeigenda á laun. Krókabátar hafa verið reknir með umtalsverðum hagnaði vegna RÆKJUBA TAR Mótmæla samkomulagi við eigendur smábáta síaukinnar úthlutunnar á kostanð annarra. Hafi verið útlit á tapi hjá þeim hefur verið dæmdur á þá hagnaður. Krókabátar hafa ekki tekið þátt í verndun þorsk- stofnsins. Mörg störf hafa tapast á bátaflotanum og krókabátar geta ekki haft jafngóða meðferð á aflanum vegna aðstöðuleysis um borð og hefðbundnir vertíðarbátar og margir vertíðarbátar hafa stundað eins „vistvænar" veiðar og krókabátar, þ.e. veitt með línu og netum. RÆKJUBA TAR Nafn Stasrð Afll Flskur SJÓf Lðndunarst. | BJÖRGVf-S 123 1 4 2 Vegtmennðoyjar j BREKI VE 61 599 1 65 1 Vestmannaeyjar [ ORANGAVIKVE80 162 4 70 2 Vostmannooyjar ] EMMA VE 219 82 2 24 2 Vestmannaeyjar FRÁfí VE 78 172 2 22 2 VeSnnnneayiar ]. GLÚFAXIII VE 301 108 1 20 3 Vestmannaeyjar SKÚU FÓGETI VE (85 4? 1 15 5 Vaatmannöayiar :i SMÁF Y VÉ 144 161 2 1 2 Vestmannaeyjar \ ÓFBGUfí VE3ÍS 138 2 9 2 Vestmennaeyjar | HAUKUR GK 25 479 2 47 1 Sandgerði LÓMUfíHF 177 295 2 44 1 HatnarfiörOur i 'ÖTTÚ N. ÞORLÁKSSON RE 203 485 1 185 1 Reykjavík I RIFSNES SH 44 226 6 0 1 Ril ~1 GRUNDFIRÐINGUR SH 12 103 4 O 1 Grundarfjörður | KLAKKUR SH 610 488 1 60 1 Grundartjt)r8ur | BRYNDÍS Is 69 14 8 O 5 Bolungarvik ! SÆBJÖRNÍS1SI 12 8 0 4 Bolungarvlk AfíNI ÚLA Islií 17 3 0 3 Bolungarvík \ FINNBJÖRN ÍS 37 11 4 0 3 í$afjör&ir ] KOLBRÚN IS 74 25 4 1 4 ísafjörður ÓSKAR HALLDÓRSSON RE 157 250 34 0 1 ísafjörftur 8t»rð Afll Flskur SJðf. Löndunarst. HAFFARI ÍS 430 227 25 O 1 Súðavík HILMIRSTI 29 10 Ú 1 Hólmavík j HÚNI HU 62 29 12 0 3 Hvammstangi GISSUR HVÍTIHU 36 165 10 o : 1 Blönduós JÖKULL SK 33 68 30 0 3 Sauðárkrókur SANDVÍKSK 188 15 30 0 6 Sauðárkrókur ] ÞÚfílfí SK 16 12 21 0 4 Sauöárkrókur i BERGHILDUR SK 137 39 21 0 4 Hofsós 3 HELGA RE 49 199 41 0 1 Siglufjörður [ SIGLUVlKSIS 450 55 i:: O 1 Slglufjörður stálvIksi 1 364 59 0 1 Siglufjörður i OTUREA 162 58 19 0 1 Dalvik STEFÁN RÖGNVALDS. EÁ 346 68 15 0 1 Dalvík i AfíONÞH lOS 76 12 0 2 Húsavík FÁNNEYÞH 130 22 31 0 5 Húsavík \ GUORÚN BJÖRG ÞH 60 70 21 0 4 Húsavík KRÍSTEY ÞH 25 50 7 0 2 Kópasker ÖXARNÚPUR ÞH 162 17 15 o 3 Köposkor ÞINGEY ÞH 51 12 12 0 3 Kópasker ÞORSTEINN GK 15 51 17 0 3 Kópasker Farlð halloka undanfarln ðr Við teljum að með samkomulagi sem þessu sé veiðum og vinnslu sjávarfangs hér stefnt í voða. Hér í Hornafirði er útgerð báta undir- staðan og þessi flokkur skipa hefur farið mjög halloka i kvótakerfinu undanfarin ár. Samsetning afla- heimilda, t.d. humar, hefur gert það að verkum að skerðingin hefur verið enn meiri. Humar- og síld- veiðiheimildir urðu þess valdandi að þorskveiðiheimildir skertust meira í upphafi. Hér er ekki stórútgerð heldur reknar minni útgerðir og hafa margir þraukað undanfarin ár, en mörg skip hafa verið seld héðan. Bátar að 200 tonnum hafa fárið halloka í kvótakerfinu og bátum hefur fækkað mun meira en öðrum tegundum skipa. Og nú er svo komið að meginþorri bátaflotans er kominn í úreldingu vegna lélegr- ar afkomu. Bátar eru mest notaðir í úreldingu og vegna velgengni síldar- og loðnuskipa finnum við að úreldingarréttur báta er mest notaður til að stækka loðnuflotann nú um þessar mundir. Veitt fyrir aðra fyrir lágt verð Það hefur verið hlutverk báta í kvótakerfinu að fiska kvóta stærri skipa sem síðan hafa getað sótt á úthafsveiðar með tiltölulega lítilli áhættu. Þ.e. bátar hafa veitt fyrir stærri útgerðir fyrir lágt verð sem hefur gert þeim fært að reka fyrir- tækin og leigja fiskveiðiheimildir sínar í íslenskri lögsögu og bætt síðan við þeim afla sem komið hefur af fjarlægari miðum og af- leiðingin hefur verið sú að þær vinnslur eru reknar með miklum hagnaði meðan það aflaverðmæti sem bátar hafa fengið fyrir aflann hefur engan veginn dugað til að standa undir rekstri þeirra. Orð skulu standa Krafa hornfiskra útvegsmanna er að stjórnvöld efni loforð þau er þau gáfu útvegsmönnum í upphafi kvótaskerðingar gegn stuðningi þeirra við kvótakerfið. Því teljum við að orð skulu standa og veiði- heimildum verði skilað til baka í sömu hlutföllum og skerðingu nam og að afli krókabáta fari aldrei yfir 21,5 þúsund tonn. Þá verði úthlutun í jöfnunarsjóði felld niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.