Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð heima 172,97 Alls fóru 169,6 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 39,5 tonn á 90,00 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 17,9 tonn á 97,76 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 112,1 tonn á 99,73 kr./kg. Af karfa voru seld alls 11,1 tonn. í Hafnarfirði á 77,93 kr. (0,21), á Faxagarði á 91,00 kr./kg (6,41) og á 99,79 kr. (4,51) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 167,1 tonn. (Hafnarfirði á 40,51 kr. (5,71), á 45,83 kr. á Faxagarði (24,51) og á 47,74 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (136,91). Af ýsu voru seld 75,1 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 122,92 kr./kg. 48,28 Fiskverð ytra ■ ■ Mars Þorskur < Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 692,4 tonn á 102,88 kr./kg. Þar af voru 24,6 tonn af þorski á 110,17 kr./kg. Af ýsu voru seld 338,2 tonn á 98,87 kr./kg, 117,5tonnaf kola á 156,40 kr./kg, og 38,5 tonn af karfa á 72,56 kr. hvert kíló. Karfi Ufsi Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi i síðustu viku. Seldi helming karfaafla á heimsmarkaði í fyrra SH stærsti seljandi karfa í heiminum SOLUMIÐSTOÐ hraðfrysti- húsanna var stærsti einstaki söluaðili á karfa í heimi í fyrra. Þá seldi Sölumiðstöðin tæplega helming af þeim karfaafla sem var til sölu á heimsmarkaðnum. Heildarkarfaafli var í fyrra um 119 þúsund tonn. Þar af voru 30 þúsund tonn af úthafskarfa. Árið áður var metár í karfaveiðum íslendinga og var karfaaflinn 142 þúsund tonn. Þar af voru 47 þúsund tonn af úthafskarfa. SH seldi í fyrra rúmlega 35 þúsund tonn af karfa og í hittifyrra var salan tæplega. 36 þúsund tonn. Sala SH á karfa hefur verið með þeim hætti að árið 1991 seldi Sölumiðstöðin um 14 þúsund tonn, um 15 þúsund tonn árið 1992, um 21 þúsund tonn árið 1993, um 36 þúsund tonn árið 1994 og um 35 þúsund tonn 1995. Til samanburðar má geta þess að í fyrra og hitteðfyrra seldi SH þorsk upp á 21 til 22 þúsund tonn, hvort ár fyrir sig. 40% af sölu SH í fyrra fóru til Japans og Kóreu, um 30% til Þýskalands, tæp 10% til Bandaríkj- anna og afgangurinn á önnur Evr- ópulönd en Þýskaland. Heildaraflaverðmæti SH rúmlr sex milljarðar Heildaraflaverðmæti hjá SH í fyrra á karfa voru rúmir sex milljarðar. Verðið hefur heldur verið að fara upp á við, að sögn Vilhjálms Árna- sonar, kynningarstjóri SH. „Salan hefur gengið vel á undanfömum árum,“ segir Friðrik Pálsson, forstjóri SH. „Við getum sagt að þessi mikla aukning hafi byrjað með tvennum hætti. Annars vegar með mikilli sóknaraukningu íslenskra togara í úthafskarfann á Reykjaneshrygg og hinsvegar með aukinni sölu fyrir erlenda framleið- endur.“ Hann segir að sú þróun hafi byijað með þjónustu við MHF, dótturfyrirtæki ÚA í Rostock, og Pirofísch. Sala og þjónusta við þessi erlendu skip hafi gengið mjög vel og því hafi fleiri fyrirtæki leit- að til SH um 'samsvarandi þjón- ustu. „SH þjónar um þessar mund- Bretland ir sautján erlendum skipum, sem að uppistöðu til veiða karfa,“ segir Friðrik. Aðspurður hvað það sé sem SH hafi upp á að bjóða fyrir þessi fyrir- tæki, segir hann: „Við seljum þessa vöru undir okkar gæðaeftirliti og vörumerki. Við leggjum mikla áherslu á vöruvöndun og á að mæta kröfum kaupandans í hví- vetna. Það héfur skilað háu verði og góðum sölum.“ Talsverður vlrðlsauki skapast Friðrik telur ekki beint orsaka- samhengi á milli lítils framboðs á Skera upp herör gegn svörtum físki HÓPUR fiskkaupmanna í Norðaustur-Skotlandi hefur skorið upp herör gegn fisklöndunum framhjá kerfinu eða svartamarkaðsbraski með fisk. Segja þeir, að þessi ólöglegu viðskipti hafi kippt fótunum undan mörgum litlum fiskvinnslum og muni að lokum leiða til verð- lækkunar á fiski. Kaupmennirnir segja, að sjómenn, sem stunda þetta brask, séu að grafa sjálfum sér gröf því að þegar litlu kaupendunum fækki, styrkist að sama skapi staða stóru kaupendanna og stórverslananna til að ákveða sjálf verðið fyrir fiskinn. Samtök fiskkaupmannanna, sem taka til Aberdeen-svæðisins, segja, að ástandið sé nú orðið þannig, að skoskir sjómenn sigli með mestallan aflann til Humber-svæðisins þar sem hann sé seldur fyrir opnum tjöidum án þess að vera gefinn upp opinberlega. Samtökin hafa krafist þess, að stjórnvöld stöðvi þessi lögbrot tafar- laust og halda því fram, að „svartar landanir" séu þriðjungur lög- legra fisklandana í Bretlandi. Þau fullyrða einnig, að sljórnmála- menn viti vel af þessu en hafi lokað augunum fyrir því í því skyni að styðja við fiskvinnsluna á Humber-svæðinu. Á síðustu árum hafa allt að sjö fiskvinnslur lagt upp laupana ár- lega á Norðaustur-Skotlandi að sögn samtakanna og þau spá því, að brátt verði ekki eftir nema 20-30 stórir kaupendur, sem muni ráða markaðinum og ráða miklu um verðið á fiskinum. þorski undanfarin ár og góðrar sölu á karfaafurðum. „Þetta eru gjörólíkir markaðir," segir hann. „Allur fiskur hefur einhver áhrif, en karfinn hefur mjög lítil áhrif á neyslu á þorski og öfugt.“ Hann segir að þetta komi m.a. fram í því að neysla á karfa sé mest í Japan þar sem þorskneysla sé hverfandi lítil og í Þýskalandi þar sem þorskur sé ekkert sérstak- lega hátt skrifaður. Hinsvegar sé þorskneysla mest í Bretlandi þar sem karfaneysla sé mjög lítil og í Bandaríkjunum þar sem karfa- neysla sé líka mun minni. „Karfinn er aðallega seldur til Asíu heill eða hausaður," segir hann. „Hinsvegar er hann seldur til Þýskalands að mestu leyti í flök- um og það hefur orðið veruleg aukning á sölu til Þýskalands í neytendapakkningum á undan- förnum árum sem hefur skapað talsverðan virðisauka. Eins og kunnugt er var á árum áður mestur hluti karfans seldur til Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna. Við fall járntjaldsins stöðv- aðist sala til Sovétríkjanna algjör- lega og nokkru áður dró mjög mikið úr sölu til Bandaríkjanna. En í staðinn opnuðust markaðir í Suðaustur-Asíu.“ Friðrik segir að nú fari sala aft- ur vaxandi á karfaflökum til Bandaríkjanna. Ekki sé þó líklegt að salan nái aftur sama magni og áður enda sé um allt aðra vöru að ræða. Þá hafí verið seld lítið unnin magnvara, en núna sé verið að tala um gæðaflök. Að lokum er Friðrik spurður hvort hann sé bjartsýnn á komandi ár. „Árið hefur farið vel af stað,“ svarar hann. „Við höfum fengið fleiri fyrirtæki í viðskipti og ég held að það sé ekkert sem bendi til annars en að þetta ár verði gott karfaár.“ Togararall: Meðalþyngd þorsks 1993-96 á norður- og suðursvæði Norðursvæði Suðursvæði . / / / / ítfín DOllU 1 3 ára fiskur 4árafi$kur 5 ára fiskur öárafiskur 7 ára fiskur 8 ára fiskur Bretland, jan.-nóv. 1994 og 1995: Innflutningur á ferskum fiskj 63,8 56,4 þús. tonn* 34,0% 26,0% — frá öðrum löndum 32,3% 21,4% — íslandi 23,2% -Fær- 15,9% eyjum — írlandi 17,9% 29,3% 1994 1995 3 ára fiskur 4 ára fiskur 5 ára fiskur 6 ára fiskur 7 ára fiskur 8 ára fiskur Ferskur fiskur Bretar flytja minna af fiski inn BRETAR drógu nokkuð úr inn- flutningi á ferskum fiski á síð- asta ári. I lok nóvember höðfu þeir alls flutt inn 56.400 tonn af ísuðum og kældum fiski em 63.800 á sama tíma árið áður. Við Islendingar höfum lengi séð Bretum fyrir mestu af ferska fiskinum, en svo er ekki lengur. Nú er hlutur okkar um 12.000 tonn, en var um 20.600 á sama tíma árið áður. Fyrir vikið kom- ast bæði írar og Færeyingar yfir okkur. Irar eru nú með um 16.500 tonn, er er aukning um þriðjung milli ár. Færeyingar eru með 13.000 tonn og er það tæplega þriðjungs aukning. Danir eru með um 5.000 tonn, Hollendingar 2.000 og Norð- menn aðeins 1.000, sem er rúm- lega fjórðungur þess, sem þeir voru með árið áður. Frystur fiskur Bretland, jan.-nóv. 1994 og 1995: Innflutningur á freðfiski 168,2 „„ . 156,4 þús. tonn 42,9% 17,2% 21,5% 18,3% 37,2% 16,4% 22,1% 24,3% -frá öðrum löndum -íslandi — Noregi Rúss- landi 1994 1995 Svipaða sögu er að segja af frysta fiskinum. Heldur dregur úr innflutninbi á honum og í lok nóvember nam hann 156.500 tonnum. Rússar hafa náð foryst- unni þarna með 38.000 tonn, Norðmenn eru með 34.600 tonn ph við íslendingar 25.600. Lítils hátar samdráttur er hjá okkur og Norðmönnum, en Rússar auka útflutning sinn um 8.000 tonn milli ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.