Morgunblaðið - 17.04.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 17.04.1996, Síða 1
KNATTSPYRNA Keuter Framarar fá góðan liðsstyrk NÝLIÐAR Fram í 1. deildarkeppninni í hand- knattleik hafa fengið góðan iiðsstyrk. Víkingarn- ir Reynir Þ. Reynisson, markvörður, og Guðmund- ur Pálsson, leikstjórnandi, hafa gengið til liðs við Fram og einnig vinstrihandarskyttan Daði Haf- þórsson, fyrrum leikmaður Fram, sem hefur leik- ið með ÍR tvö sl. keppnistímabil. Þá eru miklar líkur á að Páll Beck, fyrrum leikmaður með KR sem lék í Danmörku í vetur, gangi til liðs við Fram. Guðmundur Guðmundsson hefur verið endur- ráðinn þjálfari Framliðsins og þá mun Rússinn Oleg Titov, sterkur varnar- og línumaður, leika áfram með liðinu, ásamt öðrum leikmönnum sem tryggðu Fram sigur í 2. deild í vetur. Geir hefði betur verið í Japan GEIR Sveinsson, leikmaður Montpellier og lands- liðsfyrirliði í handknattleik, meiddist í síðasta leik liðsins í frönsku 1. deildinni um helgina er það tapaði 24:29 fyrir Frakklandsmeisturunum í Marseilles. Geir meiddist eftir aðeins þriggja mínútna leik og var ekki meira með. Læknar telja að Geir verði frá æfingum í tvær til þrjár vikur. Það var vegna þessa leiks sem forráðamenn Montpellier neituðu að gefa Geir frí til að leika með landsliðinu i Japan. „Ég hefði sennilega bet- ur verið í Japan,“ sagði Geir við Morgunblaðið að leik leiknum. Montpellier hefur verið í 3. sæti frönsku deildarinnar frá áramótum en fór við tapið niður í 4. sæti og missir því af sæti í Evrópu- keppni næsta vetur. Man. Utd. í rauðu á Wembley AÐEINS einum degi eftir að Manchester United ákvað að nota gráa varabúning sinn ekki framar, komu góð tíðindi — liðið vann hlutkesti, þannig að leikmenn þess leika í rauðum peysum og hvít- um buxum á Wembley 11. maí, þegar liðið mætir Liverpool í bikarúrslitaleiknum. Hlutkesti var kastað, þar sem búningur Liverpool er einnig rauður. Þess má geta að Man. Utd. vann einnig hlutkesti þegar liðið vann Liverpool í bikarúrslita- leik 1977,2:1. Liverpool lék þá í hvítum peysum og svörtum buxum. Þegar liðin léku til úrslita í deildarbikarkeppninni á Wembley 1983, vann Liv- erpool hlutkesti og lék í alrauðum búningum, Man. Utd. í hvítum peysum og svðrtum buxum. Liverpool vann þá 2:1. Draumurinn er að leika á Wembley - og tryggja Stoke úrvalsdeildarsæti, segir Lárus Orri Sigurðsson LÁRUS ORRI Sigurðsson hefur staðið sig mjög vel með Stoke að undanförnu og átt stóran þátt í að liðið á góða möguleika á að tryggja sér rétt til að leika í úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil. „Það er nú í okkar höndum, hvort við séum nægilega sterkir til að reka smiðshöggið á að draumurinn rætist — að tryggja okkur rétt til að leika í fjögurra liða úrslitum, komast í úrslitaleikinn á Wembley, fagna þar sigri og tryggja Stoke rétt til að leika í úrvals- deildinni næsta keppnistímabil,*' sagði Lárus Orri, sem fékk frá- bæra dóma eftir sigurleik Stoke gegn Portsmouth, 2:1. Klinsmann náði ekki marka- metinu JURGEN Klinsmann, miðherji Bayern Miinchen, náði ekki að bæta markametið í UEFA- keppninni í Barcelona í gær- kvöldi — hann fagnaði aftur á móti sigri, 2:1, og fær góða möguleika á að bæta markamet- ið í tveimur úrslitaleikjum gegn Bordeaux frá Frakklandi. Franska liðið lagði Slavía Prag að velli 1:0. Klinsmann hefur skorað fjórtán mörk í UEFA- keppninni, eða eins mörg og Jose Altafini, AC Milan (1962-63) ogJohnWark, Ipswich (1980-81). A myndinni fyrir ofan sækir Klinsmann að marki Barcelona á Nou Camp, þar sem 110 þús. áhorfendur voru samankomnir. Sergi Barjuan er til varnar. ■ Bæjarar ... / D4 Lárus Orri lék aðalhlutverkið í vörninni í fjarveru hinna reyndu leikmanna Vince Overson og Ian Cranson, sem eru meiddir. Tvö efstu liðin í 1. deild fara beint í úrvals- deildina — Sunderland og Derby eru í efstu sætunum, næstu fjögur liðin leika um eitt sæti. Liðið í þriðja sæti mætir liðinu í sjötta sæti og liðið í fjórða sæti liðinu í fimmta sæti — heima og heiman í undanúr- slitum. Sigurvegararnir komast á Wembley, þar sem leikið verður um sæti í úrvalsdeildinni. „Það hefur verið mikil spenna og hörð keppni að komast í úrslita- keppnina. Það gekk illa hjá okkur í mars, það kom þó ekki að sök því að gengi annarra liða á toppnum var ekkert betra. Að undanförnu hefur heppnin verið með okkur — Mike Sheron, fyrrum leikmaður Manc- hester City og Norwich, skoraði sig- urmark okkar gegn Portsmouth eft- ir að venjulegur leiktími var úti, hann skoraði einnig sigurmark okk- ar gegn Luton á dögunum á elleftu stundu, 2:1. Sheron hefur skorað í sjö síðustu leikjum okkar og verið liðinu dýrmætur,“ sagði Lárus Orri. Stoke leikur heima gegn Charlton í kvöld og er leikurinn afar þýðingar- mikill þar sem Lundúnarliðið er í fjórða sæti, sætinu fyrir ofan Stoke með tveimur stigum meira. „Við vorum óheppnir gegn Charlton í London í mars, vorum yfir eitt núll þegar fimm mínútur voru til leiks- íoka, en máttum þola tap 2:1,“ sagði Lárus Orri, sem leikur sinn 48. leik með Stoke í vetur gegn Charlton í kvöld. „Ég hef verið að leika fleiri leiki með Stoke í vetur en ég gerði með Þór á fjórum til fimrn keppnis- tímabilum heima á Islandi.“ Stoke mætir' Sunderland síðan á laugar- daginn. - Er Lárus Orri ekki orðinn þreytt- ur eftir langt og strangt keppnis- tímabil? „Ég hef ekki haft tíma til að hugsa um þreytu - maður er byrjaður að sjá fyrir endann á þessu. Draumur- inn er að leika á Wembley og tryggja Stoke rétt til að leika í úrvalsdeild- inni.“ ■ Staðan / D2 HANDKNATTLEIKUR: ÁKVEÐNIR HAUKAR SETTU STJÖRNURNAR ÚT AF LAGINU / D4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.