Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1996, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR17. APRÍL1996 D 3 URSLIT Stjarnan - Haukar 19:23 íþróttahúsið í Garðabæ, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna, úrslit - þriðji leikur, þriðjudaginn 16. apríl 1996. Gangur leiksins: 0:4, 1:7, 2:12, 4:12, 6:14, 11:19, 13:19, 13:21, 18:21, 18:23, 19:23. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephen- sen 8/3, Rut Steinsen 5, Guðný Gunnsteins- dóttir 3, Nína K. Björnsdóttir 1, Margrét Theódórsdóttir 1, Hrund Grétarsdóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 9 (þar af 2 aftur til mótheija), Sóley Halldórsdóttir 9 (þar af 5 aftur til mótheqa). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka: Auður Hermannsdóttir 6/4, Hulda Bjarnadóttir 5, Heiðrún Karlsdóttir 4, Ragnheiður Guðmundsdóttir 3, Thelma Björk Árnadóttir 3, Judit Eztergal 2. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 20/1 (þar af 4 aftur til mótheija). Utan vailar: 6 mínútur. Dómarar: Stefán Arnalds og Rögnvald Erlingsson, góðir i heildina. Áhorfendur: Rúmlega 600. Knattspyrna Reykjavíkurmótið A-deild: Fylkir-KR........................0:0 B-deild: Ármann - KSÁÁ....................2:1 Guðmundur Þ. Guðmundsson, Stefán Sig- tryggsson - Sævar Guðlaugsson. Evrópukeppni Bordeaux, Frakklandi: Bordeaux - Slavía Prag...........1:0 Didier Tholot (46.). 32.000. ■Bordeaux vann samtals 2:0. Barcelona, Spáni: Barcelona - Bayern Miinchen......1:2 Ivan De la Pena (88.) — Markus Babbel (40.), Mareel Witezcek (83.). 110.000. ■Bayern vann samtals 4:3. England Goodison Park: Everton - Liverpool..............1:1 Kanchelskis (18.) — Fowler (87.). 40.120. 1. deild Port Vale - Grimsby.............1:0 Sunderland - Birmingham.........3:0 Watford - Reading...............4:2 Staða efstu liða: Sunderland 43 22 15 6 59:31 i Derby 43 20 15 8 66:46 ' Crystal Palace 43 19 15 9 64:45 ' Charlton 41 16 17 8 53:42 ( Stoke 41 17 12 12 55:45 < Ipswich 41 17 11 13 73:61 ( Huddersfield... 42 17 11 14 59:53 ( Leicester 42 15 14 13 58:59 í Birmingham ... 43 15 12 16 59:58 ! Skotland Partick - Aberdeen ;.l Þýskaland i Dahlin (15.) — Wegmann (49.). 27.600. Körfuknattleikur NBA-deildin Miami - New Jersey.............110:90 New York - Toronto.............125:79 Houston - Seattle.............106:112 Indiana - Charlotte.............90:87 Denver- Sacramento..............86:90 Portland - San Antonio.........121:97 íkvöld Knattspyrna Reykjavíkurmótið: A-deild: Gervigras: Þróttur- ÍR ...20.30 B-deild: Leiknisv.: Fjölnir-Víkingur.. ...18.30 Leiknisv.: Leiknir - Léttir ...20.30 Leiðrétting Úrslitin á íslandsmótinu í alpatvíkeppni kvenna, sem birtust á úrslitasíðu í gær, voru ekki rétt. Hrefna Óladóttir var sögð í öðru sæti, en hið rétta er að Theódóra Mathiesen úr KR varð önnur. Beðist er velvirðingar á þessu. IÞROTTIR IÞROTTIR SKVASS Hrafnhildur og Kim Magnús sigruðu mjög örugglega SÖMU sigurvegarar og/fyrra hömpuðu bikurunum á íslands- mótinu í skvassi, sem fram fór í sölum Veggsports um helg- ina. Kim Magnús Nielsen vann áreynslulítið íslandsmeistara- titilinn fjórða sinn í röð og í kvennaflokki sigraði Hrafnhild- ur Hreinsdóttir alla sína leiki og stóð uppi sem sigurvegari í þriðja sinn. Fjöldi þátttakenda var svipaður og fyrra, um 35 í eldri flokkunum, en mótshald- arar segja að merkja megi stíg- andi í íþróttinni, þó hægt fari. Íkarlaflokki spiluðu 29 kepp- endur og var leikinn einfaldur útsláttur, sem þýðir að keppendur •■■■ eru úr leik við fyrsta Stefán tap. Leið Kim Magn- Stefánsson úsar í úrslitin var skn'far auðveld þar sem hann vann allar lot- ur sínar og spilaði til úrslita gegn Jökli Jörgensen, sem lék til úrslita í fyrsta sinn í vetur. Á leið sinni að úrslitaleiknum vann Jökull leiki sína örugglega þar til kom að hinum þrautreynda Arnari Arinbjarnar, en Jökull hafði að lokum 3-2 sigur. Úrslitaleiknum hafði Kim síðan lítið fyrir og vann þrjár lotur enda ber hann höfuð og herðar yfir hér- lenda keppinauta sína. „Ég er ánægður með að þetta er búið. Mótið gekk vel fyrir sig og ég hugs- aði um að spila öruggt og var minna þreyttur en áður. Ég náði mínu striki og þó að Jökull hafi leikið vel virtist hann eiga við ofurefli að etja í úrslitaleiknum," sagði Kim Magn- ús, sem er enn langbesti skvass- maður landsins, hefur haldið örugg- um tökum á íslandsmeistaratitlin- um undanfarin fjögur ár og tapaði ekki lotu á mótinu um helgina. Fimm konur kepptu innbyrðis í kvennaflokki. Síðasti leikurinn var á milli meistarans Hrafnhildar og Ástu Ólafsdóttur, sem er byijuð að spila á ný eftir nokkurra ára hlé, en báðar voru þá ósigraðar. Þær hafa æft mikið saman svo að ljóst var að úrslit myndu ráðast á hvor hefði betri taugar í úrslitaleik. Fljót- lega í úrslitaleiknum kom í ljós að Hrafnhildur var betur undirbúin og sigraði hún 3-0. Framtíðin björt „Ég tók þetta frekar létt því ef maður nær góðri einbeitingu og stressið hjá manni er ekki mikið gengur vel og ég var ekki stressuð en hún var það,“ sagði Hrafnhild- ur. „Mér sýnist bjart framundan hjá kvenfólkinu því þar eru margar ungar og efnilegar stelpur og það æfa fleiri stelpur en strákar." Heldrimannaflokkurinn var spil- aður í tveimur riðlum og síðan úr- slitaleik efstu manna. í A-riðli sigr- aði Hafsteinn Daníelsson og í B- riðli kom, sá og sigraði ísfirðingur- inn fertugi Viðar Konráðsson. Til úrslita léku því Hafsteinn og Viðar og sigraði sá síðarnefndi 2-0. KIM Magnús Nielsen íslandsmeistari í skvassi fjórða áríð í röð. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ætla að verða helmingi betri Kim Magnús, fjórfaldur íslandsmeistari, stefnir að öruggum sigri á Smáþjóðaleikunum Kim Magnús er á leið Danmerk- ur þar sem hann mun fylgjast með og æfa með danska landslið- inu. „Þetta eru forréttindi, en eflaust spilar inn í að ég er hálfur Dani og búinn að kynnast þessum mönnum á mótum í Evrópu. Manni fer ekki mikið fram hér heima og það þarf að fá hingað þjálfara og spilara. Ég hef verið vel styrktur hér heima og er mjög þakklátur fyrir það, og það gerir mér kleift að sækja mót erlendis. Ég reikna með að fara á smáþjóðaleikana í Búdapest og verð líklega áfram, fer til Grikklands á Evrópumót meist- ara og síðan byrjar ný mótaröð af Pepsi 1996 PEPSI Pæjumótið verður haldið dagana 13.-16. júní í Vestmannaeyjum. Mótið er fyrir 2., 3., 4., 5. og 6. flokk kvenna í knattspyrnu. Leikið verður í sjö manna liðum I öllum flokkum. Allir leikirnir fara fram á grasi. Skráningarfrestur er til 15. maí i faxi 481 1260. Nánari upplýsingar eru veittar i Þórsheimilinu i síma 481 2060. Norðurlandamótum svo það er nóg framundan," sagði Kim Magnús. Á alþjóðlega Norðurljósamótinu, sem haldið var hér fyrr í vetur, lenti Kim Magnús í vandræðum með keppinauta sína þegar greinilega skorti upp á úthald hjá honum, en því á að kippa í liðinn. „Ég ætla að verða helmingi betri eftir ár. Ég er að vinna að úthaldinu og þegar það kemur verð ég miklu betri - það er öruggt - og get þá spilað heila leiki á sama hraða og verð ekki með tunguna lafandi niður á gólf, þó að það hafi svo sem ekki gerst á mótinu nú. Markmiðið er að vinna alla leiki á smáþjóðaleikun- faúmR FOLK ■ ÍRIS Ragnarsdóttir hlaut af- reksbikar Veggsports, en hann er veittur þeim er sýnt hefur framfar- ir og góða ástundun. ■ OMAR Guðnason hlaut bikar Veggsports í karlaflokki, fyrir mestu framfarir byrjenda. ■ DREGIÐ var í happdrætti á árshátíð skvassmanna, sem haldin var á laugardaginn. I fyrstu verð- laun var ferð á norska meistaramót- ið í skvassi, sem fram fer í Noregi í lok apríl. ■ NÆSTA verkefni skvasslands- liðsins er ferð á smáþjóðaleikana er verða haldnir í Búdapest í sept- ember. Stefnan er að senda besta skvassfólkið, en í liðinu eru 5 karl- ar og 3 konur. um í lok september og vera í það góðu formi að ég geti staðið við það. Ég hef þá sumarið til að æfa af kappi og þá verða kaflaskipti. Úthaldsleysið hefur háð mér mikið, til dæmis hef ég verið að spila við lakari erlenda spilara og klúðra á úthaldi, hef til dæmis unnið fleiri lotur en tapa síðan, því ég hef bara ekki lappir í þessa leiki. Það sást á Norðurljósamótinu þegar ég spilaði við þann besta frá Lictenstein. Þá var jafnt 1-1 og ég yfir 5-0 í næstu lotu en gafst þá upp, sem er í sjálfu sér ófyrirgefanlegt,“ sagði Kim Magnús. Að sögn Kiins Magnúsar hefur hann fengið mikinn og margvísleg- an stuðning. „Fólk hefur stutt mig og tii dæmis dregur Atli Eðvaldsson mig út að hlaupa, en hann hefur verið að þjálfa sína stráka í Vest- mannaeyjaliðinu hérna í Vegg- sporti. Hann sá að ég var mun betri skvassspilari en úthaldið dró mig niður því tæknina og útsjónarsem- ina hefur maður í sér. Svo að núna ætla ég að komast í betra form og verð þá betri skvassmaður. Ég á það til að vera of góður við sjálfan mig og er að vinna allt hérna heima en verð að gleyma öllu hér og snúa mér að erlendum rnóturn," sagði Kim Magnús. Heim frá Japan ÍSLENSKA handknattleikslands- liðið kom heim frá Japan í gær, en þar sigraði liðið á átta landa móti, lagði Norðmenn í úrslitum. Á myndinni, sem Björn Böndal tók eru í aftari röð frá vinstri eru Davíð Sigurðsson, liðsstjóri, Stef- án Carlson læknir, Olafur Stefáns- son, sem valinn var í úrvalslið keppninnar, Sigurður Bjarnason mikilvægasti leikmaður mótsins, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sig- urðsson, Guðmundur Hrafnkels- son, Jakob Gunnarsson, sjúkra- þjálfari, Þorbjörn Jensson, þjálfari mótsins, og Guðmundur Ingvars- son formaður landsliðsnefndar. I fremri röð frá vinstri eru Sigfús Sigurðsson, Gunnar Berg Viktors- son, Bjarni Frostason, Valdimar Grímsson, Valgarð Thoroddsen, Davíð Olafsson og Björgvin Björg- KNATTSPYRNA Erfitt hjá Ajax Evrópumeistararnir verða að sigra Panathinai- kos í Aþenu ætli þeir sér að halda titlinum Seinni leikirnir í undanúrslitum Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu fara fram í kvöld. Hollenska liðið Ajax, sem á titil að veija, tapaði 1:0 heima gegn gríska liðinu Panathinaikos og reynir að vinna upp muninn í Aþenu. Franska liðið Nantes er í verri stöðu eftir 2:0 tap gegn Juvent- us frá Ítalíu en á heimaleikinn til góða. „Við verðum að vera raunsæir," sagði Louis van Gaal, þjálfari Ajax. „Éftir að hafa tapað heimaleiknum eigum við aðeins 30% möguleika á að komast í úrslitin. Við getum sigrað í Aþenu en það verður mjög erfitt." Van Gaal sagði að leikmenn sínir, sem margir hveijir yrðu í eldlínunni með hol- lenska landsliðinu í Evrópukeppninni í júní, vseru nánast á síðasta dropanum. „Tíma- bilið hefur verið erfitt, mikið um meiðsl og menn eru búnir. Markamunurinn gerir það að verkum að Grikkirnir þurfa ekki að sækja heldur veijast eins og þeir gerðu í Amsterdam og við vitum allir að þeir veijast mjög vel. Við eigum líka á bratt- ann að sækja vegna þess að við erum ekki eins líkamlega sterkir og leikmenn Panathinaikos." Van Gaal sagði að þar sem væntingar stuðningsmanna gríska liðsins væru mikl- ar vonaði hann að þær settu Grikkina úr jafnvægi. „Leikmenn Panathinaikos eru hetjur í augum grískra stuðningsmánna eftir sigurinn í Amsterdam. Stuðnings- mennirnir sætta sig ekki við neitt nema sjá lið sitt í úrslitum og þessi þrýstingur gerir leikmennina taugaóstyrka. Við verð- um að notfæra okkur öll mistök sem þeir gera.“ Argentínumaðurinn Juan Ramon, starfsbróðir hans hjá Panathinaikos, var jarðbundinn þrátt fyrir að vera í mun þægilegri stöðu. „Það verður ekki auðvelt að komast í úrslitin en við gerum það sem við getum. Fyrir fyrri leikinn sagði ég að Ajax væri besta knattspyrnulið heims og við virðum leikmennina en virðingin hverf- ur um leið og leikurinn byijar. Við þurfum á stuðningi allra Grikkja að halda. Leiðin í úrslitin er ekki auðveld vegna þess að leikmenn Ajax koma til með að sækja eins og hungraðir úlfar frá fyrstu mínútu. Við stöndum betur að vígi vegna úrslitanna í fyrri leiknum en allt getur gerst í knatt- spyrnu." Juve eygir úrslitaleikinn Fáir áttu von á að Bordeaux gæti unn- ið upp tveggja marka mun gegn AC Milan í átta liða úrslitum Evrópukeppni félagsl- iða en franska liðið gerði betur og vann 3:0. Nantes hefur þetta í huga þegar það tekur á móti Juventus í kvöld en Juve vann 2:0 í fyrri leiknum og eygir úrslita- leikinn í Róm 22. maí. Nantes hefur aldr- ei leikið til úrslita í Evrópukeppni en Juve var Evrópumeistari 1985 ogtapaði í úrslit- um 1973 og 1983. Frönsk lið áttu lengi vel erfitt uppdrátt- ar gegn ítölskum liðum en á því hefur orðið breyting á líðandi tímabili. PSG hafði betur gegn Parma í Evrópukeppni bikar- hafa og Lyon sló Lazio út í Evrópukeppni félagsliða auk fyrrnefnds árangurs Borde- aux gegn AC Milan. ISHOKKI KORFUKNATTLEIKUR Seattle meistari í Vesturdeild SuperSonic sigraði meistara Houston Rockets í öllum fjórum leikjum liðanna ívetur Seattle vann Houston 112:106 í fyrrinótt og tryggði sér þar með meistaratitilinn í Vesturdeild NBA í annað sínn á þremur árum. Seattle sigraði í öllum fjórum leikjunum gegn meisturum Houston í vetur og hefur haft betur í 16 af síðustu 20 viðureign- um liðanna. Gary Payton var í miklu stuði, gerði 31 stig og „stal“ boltanum hvað eftir annað. Shawn Kemp var með 27 stig en Clyde Drexler skoraði 26 stig fyr- ir Houston og Hakeem Olajuwon 25 stig. Sacramento vann Denver 90:86 og er á góðri leið með að trýggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 10 ár, en liðið er í áttunda sæti í Vestur- deild með fjórum stigum meira en Golden State. Denver missti endan- lega af lestinni við tapið. Indiana var 10 stigum undir í fjórða leikhluta en endaspretturinn var góð- ur, Ricky Pierce jafnaði með þriggja stiga körfu 67 sekúndum fyrir leikslok og liðið vann Charlotte 90:87. Indiana tryggði sér þriðja sæti Austurdeildar en Charlotte á í erfiðleikum með að komast í úrslitakeppnina. Reggie Mill- er lék ekki með Indiana en hann var skorinn upp sl. sunnudag vegna meiðsla og leikur ekki í tvær til átta vikur. „Þetta var frábær sigur,“ sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. „Vissu- lega var erfitt að skipuleggja sóknar- leikinn án Reggie en strákarnir stóðu fyrir sínu og þetta var sigur liðsheild- arinnar." Glen Rice hjá Charlotte gerði 26 stig fyrsta stundarfjórðung- inn en aðeins fimm stig síðustu 33 mínúturnar þegar Charlotte glopraði niður 19 stiga forystu. Miami vann New Jersey 110:90 og er í áttunda sæti Austurdeildar með tveimur stigum meira en Charlotte. Þegar tæplega 10 mínútur voru til leiksloka var staðan 59:54 fyrir gest- ina en heimamenn breyttu stöðunni í 70:59 sér í hag á sjö mínútum og litu ekki til baka eftir það. Þetta var fjórði sigur Miami í röð en New Jersey hef- ur tapað síðustu sjö leikjum. New York vann Toronto 125:79 og er í fjórða sæti Austurdeildar en því Loks komið að Detroit? 41 árfrá síðasta meistaratitli félagsins DETROIT Red Wings er talið sigurstranglegast í úrslitakeppni NHL íshokkídeildarinnar sem hófst í nótt. Liðið setti nýtt met í sigrum í deildarkeppninni og leikmenn liðsins hafa beðið heilt ár eftir að bæta upp hörmungar lokaúrslita síðasta keppnistímabils. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum Red Wings vann 62 leiki í deild- arkeppninni, tveimur fleiri en met Montreal Canadiens frá 1976- 1977, en metið verð- ur til lítils að mati flestra ef liðið nær ekki að hampa Stan- ley-bikarnum í lok úrslitakeppninnar. Leikmenn liðsins segjast enn muna vel tilfinninguna eftir fjögur töp gegn New Jersey Devils í lokaúrslitunum í fyrra. „Ef við hefðum unnið alla 82 leiki okk- ar, en ekki unnið Stanley-bikarinn, mundu allir segja að hér væri sama gamla Detroit liðið. Við verðum að vinna bikarinn núna,“ sagði Steve Yzerman, fyrirliði Red Wings. Fá lið hér í Bandaríkjunum geta státað af jafn áköfu stuðningsfólki og Red Wings. Þegar liðið skorar fyrsta mark sitt á heimavelli, henda áhorfendur ýmsum sjávardýrum út á ísinn, og þekktastir eru þeir fyrir að láta kolkrabba fljúga út á meðal leikmanna. Lið úr Austurdeildinni hafa unnið síðustu fimm meistaratitla, og 20 af síðustu 26 leikjum í lokaúrslitum. Detroit hefur aðeins unnið helming FRJALSIÞROTTIR af leikjum sínum gegn þremur sterkustu liðum Austurdeildar, Philadelphia, Pittsburgh og New York. í fyrstu umferð úrslitakeppninn- ar mætast í Austurdeild Philadelphia Flyers - Tampa Bay Lightning, Pittsburgh - Washington Capitals, New York Rangers - Montreal Canadiens og Florida Panthers - Boston Bruins. Hér eru þijú lið sigurstrangleg. Philadelphia er með geysisterkt lið í orðsins fyllstu merkingu, með Eric Lindros í broddi fylkingar. Bæði Pittsburgh og New York hafa mikla reynslu og verða ekki afskrif- uð, en New York tapaði þó fimm síðustu leikjum sínum í deildar- keppninni. I Vesturdeild mætast Detroit Red Wings - Winnipeg Jets, Coiorado Avalanc- he - Vancouver Canucks, Chicago Black- hawks - Calgary Flames og Toronto Maple Leafs - St. Louis Blues. Helstu keppinautur Detroit verð- ur St Louis Blues, með Wayne Gret- sky og Brent Hull sem bestu menn. Colorado gæti sett strik i reikning- inn eftir að hafa fengið markvörð- inn Patrick Roy frá Montreal fyrir tveimur mánuðum. fylgir heimaleikjaréttur í fyrstu um- ferð úrslitakeppninnar. Patrick Ewing skoraði 23 stig og John Starks 19 stig fyrir heimamenn sem beijast við Detroit um fjórða sætið. „Við urðum að byija með látum,“ sagði Starks. „Við erum með miklu betra lið.“ Portland fékk San Antonio í heim- sókn, vann 121:97 og tryggði sér sjötta sætið í Vesturdeild. Arvydas Sabonis skoraði 22 stig og tók níu fráköst fyrir heimamenn og Buck Williams var með 20 stig. Liðin hafa mæst fjórum sinnum og var þetta fyrsti sigurinn hjá Portland í þeim viðureignum. David Robinson gerði 25 stig fyrir Spurs og tók 13 fráköst. íÞfémR FOLK ■ TVEIR leikmenn Middlesbrough, hafa verið kaliaðir í landsliðshóp írlands, sem mætir Tékklandi í vináttulandsleik í Prag í næstu viku. Það eru miðvallarspilarinn Alan Moore og bakvörðurinn Curtis Fleming, sem hafa ekki leikið lands- leik. ■ ÞEIR koma inn í landsliðshópinn fyrir Keith O’NeilI, Norwich og Terry Phelan, Chelsea, sem eru meiddir. ■ DUNCAN Ferguson, miðheiji Evertons, er kominn á ný í lands- liðshóp Skotlands, eftir sextán mán- uða fjarveru - vegna meiðsla, leik- banns og þá var hann um tíma í fangelsi. Ferguson lék síðast lands- leik í desember 1994. ■ SKOTAR mæta Dönum í Kaup- mannahöfn í næstu viku, en Craig Brown, landsliðsþjálfari Skota, seg- ist vilja reyna Ferguson í vináttu- leik. ■ TERRY Venables hefur valið Jason Wilcox, Blackburn, í lands- liðshóp sinn fyrir leik gegn Króatíu á Wembley í næstu viku. Wilcox hefur aðeins leikið sjö leiki með Blackburn síðan hann byijaði að leika á ný eftir alvarleg meiðsli á hné, sem hann hlaut í mars 1995. ■ ALAN Shearer, félagi Wilcox hjá Blackburn, sem hefur skorað 35 mörk á keppnistímabilinu, er ekki í landsliðshópnum þar sem Venables vill gefa Stan Collymore, Liverpool, annað tækifæri. Colly- more tók stöðu Shearer í leik gegn Búlgaríu á dögunum, þegar Shear- er var meiddur. ■ ENSKI landsliðshópurinn er þannig skipaður: David Seaman, Tim Flowers, Ian Walker, Gary Neville, Rob Jones, Sol Campbell, Mark Wright, Ugo Ehiogu, Stuart Pearce, Philip Neville, Robert Lee, Paul Ince, Paul Gascoigne, David Platt, Dennis Wise, Jamie Redknapp, Jason Wilcox, Steve Stone, Trevor Sinclair, Stan Collymore, Teddy Sheringham, Robbie Fowler, Nick Barmby, Les Ferdinand, Peter Beardsley, Steve McManaman. ■ ER Thomas Brolin búinn að leika sinn síðasta leik fyrir Leeds? Howard Wilkinson, knattspyrnu- stjóri Leeds, sem keypti sænska landsliðsmanninn frá Parma á 4,5 millj. punda, valdi hann ekki í leik- mannahóp sinn fyrir leik gegn Man. Utd. í dag. Sporting Lissabon, Benfica og Parma hafa sýnt áhúga að fá þennan 26 ára leikmann til sín. ■ SÁ orðrómur hefur verið í Eng- landi, að Terry Venables, lands- liðsþjálfari, sé tilbúinn að vera áfram með enska landsliðið - fram yfir HM í Frakklandi 1998. Valaá samning VALA Flosadóttir, frjálsíþrótta- kona úr IR og Evrópumeistari í stangarstökki kvenna, og Aust- urbakki hf., umboðsaðili Nike á íslandi, undirrituðu fyrir helgi samstarfssamning til eins árs. Hann kveður á um að Vala noti aðeins fatnað og skó frá fyrir- tækinu við æfingar og keppni næsta árið. Samningurinn er metin á rúmlega 200.000 krónur. Vala hefur verið hér á landi und- anfarna daga, eftir að hafa verið í æfingabúðum í Póllandi um páskana, en fer utan til Svíþjóðar á mánudaginn. Hún sagði enga keppni fyrir dyrum hjá sér næstu vikurnar þannig að áherslan væri lögð á æfingar fyrir sumar- timabilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.