Morgunblaðið - 18.04.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 18.04.1996, Síða 1
VERÐBRÉF Nýir tímar hjá Handsali /4 TÖLVUR Lotus Notes í sókn /5 BÆKUR Penninn styrkir stöðu sína /6 oz Eignarhaldsfélagið Alþýðubank- inn hefur fjárfest í hugbúnaðar- fyrirtækinu OZ hf. en eins og kunnugt er var fyrirtækið kynnt fyrir völdum hópi fjárfesta fyrir nokkru. í fréttabréfi Eignarhalds- félagsins er greint frá þessum kaupum, en ekki er tilgreint hversu stóran hlut um er að ræða né hvaða verð var greitt fyrir. Bílalán í fyrra voru þrefalt fleiri bílalán afgreidd hjá Sjóvá-Almennum en árið áður að því er kemur fram í fréttabréfi fyrirtækisins. Þar kemur einnig fram að bætur fyr- irtækisins vegna þjófnaða og inn- brota jukust um 70% milli áranna 1994-95, úr 35 milljónum króna í 70 milljónir. 30 milljónir af heild- arljónaupphæðinni í fyrra er vegna innbrota í fyrirtæki. Rannsóknir Á ársfundi Rannsóknarráðs Is- lands, sem haldinn verður á morg- un verða afhent hvatningaverð- laun Rannsóknarráðs. Verðlaunin eru að fjárhæð 2 milljónir króna, og eru veitt til tveggja ungra vís- indamanna fyrir framlag á sviði grunnvísinda og fyrir framlag á sviði hagnýtra rannsókna tækni- þróunar í þágu atvinnulífsins. SÖLUGENGI DOLLARS 33,2% ■■■HHI 32,2% aaaa 24,7% ■Mi 30,3% Enn eykst bjórneyslan Markaðshlutdeild framleiðenda í jan.- mars 1996 og 1995: ÖlgeröinE.S.SSE Viking brugg Heineken Becks Holsten* Vífilfell Anhauser 8,0% W6,9% 7,6% K 8,4% nms,3% 5,9% m 3,6% m3,7% Aörir 110,5% Markaðshlutdeild bjórtegunda í jan.* mars 1996 og 1995: Egils Gull h —~~l 19,2% 1 22,5% Tuborg Grænn rr Viking Becks úl Thule® Holsten* 12,3% 8,7% m ioj% ■ 12,8% ]7,6% 8,4% r m 6,6% :M7,3% m6,3% 8 5,9% Heineken H-—11^|% Pripps WMSfá,, Löwenbrau I®*, 3’6°j?% Skipting bjórsölu eltir um- búðum: Jan.-Mars Jan.-Mars lítrar lítrar Budweiser Prins Kristian Aðrar o,o% _ 3,6% 13,5% 2,9% Oósir Fföskur V.h.-flö.' Kútar 1.018.159 886.260 258.043 219.760 82.559 112.469 388.934 298.784 í heild: 13,7% ...... ■ ■ 1996 1996 1.747.995 1.527.273 * Upplýsingar um sölu til vinveitingahúsa eru ekki tæmandi þar sem ekki fengust upplýsingar um þennan lið hjá umboðsaðila Holsten. BJÓRNEYSLA íslendinga heldur áfram að aukast og drakk þjóðin um 220 þúsund lítrum meira af öli fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra, samkvæmt samantekt fyrirtækisins HKH sf. Þetta svarar til um 14,4% aukningar á milli ára. Það vekur athygli í þessum tölum að markaðshlutdeild innlendra framleiðenda heldur áfram að minnka á meðan að erlendur bjór styrkist í sessi. Víking brugg tapar þannig taepum 6% af sinni markaðshlutdeild en Ölgerðin bætir hins vegar 1 % við sig og skýrist það af umtalsverðri aukningu í sölu á Tuborg bjór. Hins vegar dróst sala á Egils Gulli saman á milli ára. Þá kemur Prins Kristian sterkur inn á listann en hann var ekki inni á síðasta ári. Hagnaður Byggðastofnunar 45,7 m.kr. Endurspeglar bætta afkomu fyrirtækja BYGGÐASTOFNUN skilaði 45,7 milljóna kr. hagnaði samkvæmt rekstrarreikningi síðasta árs. Reikn- ingar stofnunarinnar voru afgreiddir á stjórnarfundi fyrr í vikunni og seg- ir Guðmundur Malmquist forstjóri að afkoman endurspegli bætta af- komu fyrirtækja á landsbyggðinni. Útlánastarfsemi Byggðastofnunar skilaði 221 milljón kr. í hreinum vaxtatekjum. Aðrar tekjur, aðallega framlög úr ríkissjóði til tiltekinna verkefna, námu 494 milljón og voru hreinar rekstrartekjur stofnunarinn- ar því 712 milljónir kr. Gjaldamegin færast veittir styrkir upp á 202 millj- ónir tæpar, almennur rekstrarkostn- aður upp á 137 milljónir, afskriftir fasteigna 5 milljónir og loks framlög í afskriftareikning útlána, 322 millj- ónir kr. og er það langstærsti gjalda- liðurinn. Hagnaður ársins var 45,7 milljónir. Niðurstöðutölur efnahagsreikn- ings Byggðastofnunar í árslok voru 7,3 milljarðar sem er nokkru lægri fjárhæð en árið áður. Að sögn Guð- mundar stafar það m.a. af innstreymi flár og minni lánveitingum en áður, vegna betri stöðu fyrirtækja. Þannig lækkuðu vanskil um 500 milljónir kr. milli ára. Eigið fé í árslok var rétt rúmur milljarður kr. og í af- skrifareikningi útlána var tæplega 1,2 milljarðar kr. Tveir flokkar lánveitinga Þegar Byggðastofnun veitir lán er áhættan gjaldfærð jafnóðum. Á síðasta ári voru færðar 374 milljónir í afskriftareikning, þar af 147 millj- ónir kr. vegna Vestfjarðaaðstoðar. Aðstoðin til Vestfjarða er í formi víkjandi lána og tryggingar misjafn- ar og voru 90% þeirra færðar á af- skriftareikning og aðeins 10% eign- færð. Guðmundur Malmquist segir að reynslan af þessu fyrirkomulagi framlaga til afskrifta sé tvímæla- laust góð. Hann segir að Byggða- stofnun hafi haft þá sérstöðu að lána bæði almenn fjárfestingarlán gegn góðum tryggingum og áhættulán vegna nýsköpunar og byggðaröskun- ar, en ekki hafi verið gerður nægjan- lega skýr greinarmunur á þeim. Byggðastofnun.hefur því ákveðið að skipta lánveitingum stofnunarinnar í tvo flokka; almenn lán og áhættu- lán. Almennu lánin verða veitt á arð- semisgrundvelli. Markmið þeirra er að efla atvinnulíf á landsbyggðinni með því að veita sem hagkvæmust langtímalán. Þessi lánaflokkur á ekki að njóta stuðnings af framlagi úr ríkissjóði og verður sjálfur að standa undir sér. Áhættulán vegna nýsköpunar ráð- ast að sögn Guðmundar helst af nýjungargildi, störfum sem skapast, möguleikum á útflutningi og líkum á því aðstandendum viðkomandi fyr- irtækis takist ætlunarverk sitt. Enn- fremur kemur til greina að veita slík lán vegna sérstakra vandamála í at- vinnulífi einstakra staða enda komi að öðru jöfnu til sérstök fjárveiting vegna þeirra. Ríkisskuldabréfasjóöurinn: Sjóður 5 hjá VÍB Viljir hú fjárfesta í sjóði sem er eignar- skattsfrjáls og samansettur af öruggustu skuldabréfum á markaðnum - ríkisskulda- bréfum, skaltu velja Sjóð 5. Hann er tilvalinn fyrir þá sem eiga sparifé og vilja vernda það fyrir skattlagningu. Ríkisskulda- bréfasjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkis- skuldabréfum - spariskírteinum, hús- bréfum, ríkisbréfum og ríkisvíxlum. 1 FORYSTA í FJÁRMÁLUM! SjóSur 5 hjá VIB sameinar eftirfarandi kosti fyrir þig: • Alltaf innleysanleg— enginn fastur gjalddagi • 8,8% raunávöxtun sl. 3 mánuði og 7,3% raunáyöxtun á ári sl. 5 ár • Auðvelt að fylgjast með verðmæti hréfanna • Engin fyrirhöfn — ekkért umstang • Hœgt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er • Sérfrœðingar sjá um ávöxtun • Eignarskattsfrjáls • 100% ábyrgð rikissjóðs. •5fr 12,1% nafnávöxtun á tímabilinu l.janúar 1996 - 1. april 1996. A því timabili gafSjóður 5 hjá VIB hcestu ávöxtun eignarskattsfrjálsra verðbréfasjóða á islenskum verðbréfa- markaði. Nafnávöxtun Sjóðs 5 sl. 5 árer 10,1%. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.