Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ BEITTUR PENNI Penninn styrkir stöðu sína á bókamarkaði með kaupum á bókaverslunum Eymundsson- ar í Austurstræti, Kringlunni og Borgar- kringlunni. Fyrirtækið rekur nú sex verslan- ir á fjórum stöðum og hefur meðal annars allar bókaverslanir á Kringlusvæðinu á sín- um snærum. I úttekt Kjartans Magnússon- ar kemur fram að Penninn hyggur ekki á frekari landvinninga á næstunni. Penninn hf. tekur við Ey- mundssonarverslu- nunum um næstu mán- aðamót og rekur þá þrjár undir eigin nafni í Hallar- múla, Kringlunni og Hafnarfirði og þijár undir nafni Eymundssonar í Austurstræti, Kringlunni og Borgarkringlunni. Aðeins eru nokkrir mánuðir síðan Penninn hóf rekstur verslunar í Hafnarfírði og því er um mikla útþenslu að ræða á skömmum tíma. Penninn og Bókaverslun Sigfús- ar Eymundssonar byggja báðar á gömlum grunni. BSE var stofnuð árið 1872 en Penninn 1932. Penn- inn hefur ætíð lagt mesta áherslu á skrifstofuvörur en Eymundsson á bækur. Á síðustu árum ha-fa þessi skil orðið ógleggri, ekki síst eftir að bóka- og ritfangaverslunum fór að fækka og einingarnar urðu jafn- framt stærri. Þá, kemur bóksala frekar í bylgjum nú en áður, eða um jól, í upphafí skólaárs og fyrir fermingar. BSE í Austurstræti var lengi vel eina verslun Almenna bókafélags- ins. Á síðasta áratug réðst félagið í að stofna fleiri bókaverslanir og urðu þær brátt fimm, í Austur- stræti, Mjódd, Kringlunni, Fríhöfn- inni í Leifsstöðu og við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. í október 1990 keypti Prent- smiðjan Oddi bókaverslanir Sigfús- ar Eymundssonar af Almenna bókafélaginu og seldi þær strax aftur til bókaútgáfunnar Iðunnar hf. Sala búðanna var liður í fjár- hagslegri endurskipulagningu AB og úrræði tii að lækka skuldir fyrir- tækisins. Iðunn rak þijár bókabúðir fyrir og um skeið var bókaútgáfan því umsvifamesta bóksölufyrirtækið á landinu með átta bókabúðir. Rekst- urinn gekk hins vegar ekki sem skyldi og einu og hálfu ári síðar, í apríl 1992, keypti Oddi aftur allar bókaverslanir Eymundssonar af Ið- unni, sjö að tölu, ásamt heildversl- un. Frá upphafi var það yfirlýst markmið forráðamanna Odda að verslanirnar yrðu seldar um leið og sanngjarnt verð fengist fyrir þær. í vikunni seldi Oddi síðan Pennan- EYMUNDSSON í Borgarkringlunni en Penninn er nú kominn með allar bókaverslanir á Kringlusvæðinu undir sinn hatt. um verslanimar i Austurstræti, Kringlunni og Borgarkringlunni. Oddi á áfram þijár verslanir, við Suðurströnd, Hlemm og í Mjódd. Hinar verslanirnar einnig til sölu Penninn tekur við rekstri verslan- anna þriggja af Odda 1. maí næst- komandi en kaupverð þeirra fékkst ekki gefið upp. Penninn kaupir verslanirnar ásamt nafninu og því munu þær áfram heita Eymunds- son. Oddi mun áfram eiga og reka hinar verslanimar þrjár en að sögn Þorgeirs Baldurssonar, fram- kvæmdastjóra var reynt að selja allar verslanirnar sex á einu bretti. Segir hann að stefnt sé að því að selja verslanimar við Suðurströnd, Hlemm og Mjódd sem fyrst. Ey- mundssonamafnið mun þó ekki fylgja með þeim en Oddi má nota nafnið fyrst um sinn. Ekki markmið Odda að stunda verslunarrekstur Þorgeir segist vera ánægður með söluna á verslununum enda hafi það í sjálfu sér aldrei verið markmið hjá Odda að standa í slíkum rekstri. Með því að leysa þær til sín ekki einu sinni heldur tvisvar hafí fyrir- tækið verið að firra sig ijárhagslegu tjóni og það hafi tekist bærilega. Reksturinn hafí gengið þolanlega en hann samræmist samt ekki þeim prentsmiðjurekstri sem Oddi standi fyrst og fremst í og Ieggi áherslu á að gera vel. Hann viðurkennir að það sé að vissu leyti óþægilegt fyr- ir Odda að standa í rekstri bóka- verslana á sama tíma og fyrirtækið eigi í umfangsmiklum viðskiptum við bókaútgáfur. „Við höfum þó reynt eftir mætti að efla þessar bókaverslanir og brydda upp á nýj- ungum í rekstri þeirra. Það hefur gengið vel og okkur hefur bæði BMW 3-línan frábærir aksturseiginleikar og einstök útlitsfegurð tekist að auka umsvif þeirra o g verð- mæti. Hefðbundin bóksala er að sjálfsögðu mest fyrir jólin en einnig er hægt að reiða sig á góða sölu í upphafí skólaárs og fyrir fermingar. Við höfum lagt áherslu á að auka fjölbreytnina með því að standa fyr- ir danskri, þýskri og amerískri bóka- vertíð í verslununum og því hefur verið vel tekið. Þá hefur innflutning- ur og dreifing á erlendum tímaritum verið mikill og vaxandi þáttur í rekstri Eymundssonar að undan- fömu og ég myndi tvímælalaust segja að það væri helsti vaxtar- broddur fyrirtækisins. Þennan inn- flutning tekur Penninn nú yfir.“ Penninn með alla bóksölu á Kringlusvæðinu Það er athyglisvert að Penninn kaupir aðeins þijár verslanir af Odda þótt allar sex hafi verið fal- ar. Þá er staðsetning þeirra versl- ana sem Penninn kaupir athyglis- verð því að þær eru allar á sömu stöðum eða í nágrenni við aðrar verslanir Pennans. í bókaverslun Eymundssonar í Austurstræti er Penninn nú þegar með skrifstofu- vöruverslun í kjallaranum þannig að þar þekkir Penninn vel til og er aðeins að bæta bóka- og tímarita- sölu við. Penninn rekur þegar versl- un í Kringlunni en kaupir nú versl- anir Eymundssonar í Kringlunni og Borgarkringlunni. Penninn er því kominn með alla sölu á bókum í Kringlunni ef undan er skilinn bók- sala Hagkaups fyrir jólin. Þessar verslanir eru þrjár og því má telja líklegt að rekstur þeirra verði tekinn til endurskoðunar. Með kaupunum leggur Penninn greinilega höfuðá- herslu á að styrkja sig á góðum stöðum, sem Miðbærinn og Kringl- an eru, í stað þess að reyna land- vinninga annars staðar. Rekstrarleg sameining BMW er rómaður um heim allan fyrir stefnumarkandi hönnun, frábæra aksturs- eiginleika og einstaka útlitsfegurð. Strax við fyrstu sýn er augljóst að bílar frá BMW búa yfir sérstökum stíl sem öðrum bílum er ekki gefinn. Þegar sest er í bílstjórasætið og augunum rennt yfir glæsilegt mælaborðið verður sú tilfinning ennþá sterkari að BMW er enginn venju- legur bíll. Svo er sett í gang og rennt af stað og þá staðfestist aö hér er eitthvað einstakt á ferðinni. Fyrir þá sem eiga BMW er sérhver bílferð tilhlökkunarefni. B&L er ánægja að gefa þér kost á að kynnast BMW. A < Engum líkur ÁRMÚIA 13, SlMI: 568 1200 BEINNSlMI: 553 1236 Gunnar Dungal, forstjóri Penn- ans, tekur undir þessi sjónarmið og bendir á að það hafi einnig verið tilgangur kaupanna að styrkja rekstur fyrirtækisins bóka- og blaðamegin. „Verslanimar sex verða nú sameinaðar rekstrarlega séð en ekki verður farið út í neinar nafnbreytingar. Á meðan Penninn er miklu sterkara nafn í innflutn- ingi á ritföngum og öðrum skrif- stofuvörum stendur Eymundsson mjög vel að vígi á sviði bóksölu. Penninn og Eymundsson munu því áfram verða kynnt sem tvö fyrir- tæki en rekin sem eitt. Umfangs- meiri rekstur býður að sjálfsögðu upp á aukna hagræðingu og lægra verð ef rétt er á haldið. Auk rekst- urs verslananna erum við með öfluga heildsölu. Með kaupunum náum við einnig fram meiri hagræð- ingu þar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.