Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 B 7 VIÐSKIPTI Eins og áður sagði verður Penn- inn komin með þtjár bókaverslanir í rekstur í Kringlunni og Borgar- kringlunni um mánaðamótin. Gunn- ar segir að rekstur þeirra verði endurskoðaður fljótlega. Hann telur líklegt að fækkað verði um eina verslun en vill þó ekkert fullyrða í þeim efnum. „Kringlan er gífurlega sterk og hefur í raun stöðugt verið að styrkjast þau níu ár, sem hún hefur verið í rekstri. Hins vegar eru miklar breytingar fram undan á Borgarkringlunni og óvíst hvernig mál skipast með nýju skipulagi þar. Það verður bara að koma í ljós. Penninn hyggur hins vegar ekki á frekari landvinninga í bili.“ Gunnar segir að með sameiningu Kringlu og Borgarkringlu megi í raun sjá sams konar þróun og hafi átt sér stað í Miðbænum síðastliðin 20 ár. „Einingunum fækkar og þær stækka. Fyrir tveimur áratugum voru bóka- og ritfangavöruverslanir í Miðbænum 10-15 talsins. Þeim hefur fækkað gífurlega en þær sem eru eftir hafa flestar stækkað og veita mun víðtækari þjónustu. Penninn fylgir þessari þróun með því að selja bækur, ritföng og allar vörur fyrir skrifstofuna og leggur áherslu á fáar en stórar verslanir með miklu vöruúrvali og lágu verði. Við teljum að framtíðin sé í slíkum verslunarháttum í stað þess að reka margar litlar verslanir víðs vegar um borgina og úti í hverfunum. Eftir kaupin erum við nú með sex verslanir á fjórum stöðum, í miðbæ Reykjavíkur, Hallarmúla, Kringlu- svæðinu og miðbæ Hafnarijarðar. Öll þessi markaðssvæði eru traust og hafa haldið sínu þrátt fyrir aukið framboð verslana í öðrum hverfum.“ Samkeppni við stórmarkaði Bókaverslanir hafa átt nokkuð undir högg að sækja á undanförn- um árum enda hafa stórmarkaðir lagt aukna áherslu á bóksölu fyrir jól og fermingar. En er ekki glap- ræði að kaupa bókaverslanir nú, þegar stórmarkaðir hafa náð til sín einhveijum hluta þeirrar sölu, sem hefur hingað til skilað bóksölum mestum arði? Gunnar segir að hon- um sé fullljóst að síðustu ár hafi verið bóksölum erfið, ekki síst vegna „bókastríða" stórmarkað- anna. „Bækur verða hins vegar aldrei seldar eingöngu í stórmörk- uðum. Þeir eru með afmarkað val í metsölubókum á ákveðnum tímum á meðan bókabúðir eru með meira val allt árið og sérhæft afgreiðslu- fólk. Það er einmitt vegna þessi þróun sem gerir það að verkum að við leggjum áherslu á fáar en stór- ar verslanir með alhliða þjónustu. Þá á ég ekki aðeins við bækur, rit- föng og tímarit heldur einnig tölvu- vörur, geisladiska og gjafavöru svo eitthvað sé nefnt. Hefðbundnar bókavertíðir eru jól, fermingar og skólabyijun ogþá leggjum við versl- anir okkar að verulegu leyti undir þá sölu. Við munum leggja sérstaka áherslu á að bæta þjónustu við skól- ana. Penninn er góð sérverslun fyr- ir skrifstofur en Eymundsson góð fyrir bókafólkið. Þegar allt kemur til alls á ég von á að með sameigin- legum rekstri Penna- og Eymunds- sonarverslana náist fram hag- kvæmni stærðarinnar þannig að þær styrkist enn frekar og standi hefðbundnum stórmörkuðum fylli- lega á sporði,“ segiri Gunnar. hingað og ekki lengra Nýherji Radiostofan rekur sérhæfða þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir með miklar öryggiskröfur <Q> NÝHERJI RADIOSTOFAN átuýijut iLvyi Skipholti 37 sími 569 7600 Ford eykur hlut sinn íMazda Hiroshima. Reuter. FORD hefur aukið hlut sinn í Mazda um einn þriðja og er að ná undirtök- unum í fyrirtækinu. Mazda vonar að árangur samvinunnar verði um- svifamesta aflið í bifreiðaframleiðslu heimsins. Samningurinn treystir núverandi bandalag Fords, annars mesta bíla- framleiðanda heims, og Mazda, fimmta mesta bílaframleiðanda Jap- ana. Sérfræðingar segja að samn- ingurinn geti orðið undanfari meiri samvinnu í svipuðum dúr milli bandarískra og japanskra fyrir- tækja. Henry Wallace, næsti stjórnar- formaður Mazda samkvæmt samn- ingnum, sagði að japanska fyrir- tækið stæði andspænis miklum fjárhagserfiðleikum og væri nú fyrst að því komið að snúa tapi upp í hagnað. Wallace reyndi einnig að koma í veg fyrir ugg um að aukin áhrif Fords í stjórn Mazda kunni að leiða til umtalsverðra uppsagna hjá fyrir- tækinu. Mazda hefur reynt að sigrast á erfiðleikum af því að útflutningur hefur verið tregur vegna sterkrar stöðu jensins og sala innanlands dræm. Mazda var rekið með tapi tvö ár í röð og býst við að koma slétt út á síðasta reikningsári er lauk 31. marz sl. Vöj» \ju\j. 9(5 SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 533 4900 • FAX 533*4901 Auglýsendur! Nú er vor í lofti og Húsbyggjandinn kominn á stjá, orðinn 15 ára, öflugri og sterkari en nokkru sinni. • Stóraukið upplag, 30,C • Óke • Allt blaðjð fer inná Internetið í gegnum A liðheima. • Sérstök MinrJsbfik Húsbyggjandans ýlgir. • Húsbyggjóndinn kemur út í lok maí. 4" AuglýsinÉasimi 533 4900 §r ■■E lm^=% Sll <T' I Harkaðssókn Norrænir DM dagar í Helsinki 9. og 10. maí geta stóraukið hagnað þinn 9 og 10 maín.k. I^da:BbáltraXkrOSSÍ I „„ . 9b°k'na Við 9. og t( 9'nnrit^U þig ,■ hvel/i . græðí'rleStra þú V ^ yræðir mest á. I ** Gu//s«mpilsúrs|Wn I Sýnin9asvæð'ð. <Salak’'ðldverðinnl Norrænu DM dagarnir verða haldnir í fjórða sinn 9. og 10. maí í Helsinki. Þeir eru skipulagðir af póststjórnum Norðurlandanna fimm. Á Norrænum DM dögum er jafnan kynnt það sem best hefur gefist í beitingu beinnar markaðssóknar undanfarin misseri og fyrirlestrar haldnir um kosti og galla mismunandi aðferða. Sérstök áhersla verður að þessu sinni lögð á að kynna hugmyndir sem skarað hafa framúr og jafnframt kafað ofan í efni eins og „í hverju felst frumleiki hugsunar -og hvernig er hægt að þjálfa sig í frumlegri hugmyndasmíð11. Fyrirlesarar Litríkir fyrirlesarar frá Bandaríkjunum og Evrópu -þ.á.m. Norðurlöndunum, láta þarna Ijós sitt skína. Um er að ræða sölustjóra, markaðsstjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækja, hugmyndasmiði, textamenn eðateiknara, auk ráðgjafa á hinum ýmsu sviðum beinnar markaðs- sóknar. Eitt eiga þeir allir sameiginlegt: Þeim hefur tekist vel upp, náð áberandi góðum árangri með beitingu beinnar markaðssóknar. Galakvöldverður og afhending Gullstimpilsins Að kvöldi 9. maí verður Gullstimpiliinn - verðlaun fyrir bestu norrænu DM herferðina afhentur. Sýning Sýnd verða þau verk sem keppa um Gullstimpilinn - hið besta af því sem barst frá þátttökulöndunum fimm. Einnig verður víðtæk sýning á hvers konar vörum og þjónustu sem að gagni koma við beitingu beinnar markaðssóknar. Upplýsingar - bókanir: Allar frekari upplýsingar um DM dagana og innritun á þá gefur Outi Lehtonen hjá finnsku póststjórninni í síma: 00 358 204 51 5459, eða faxi: 00 358 204 51 5312 Einnig má fá þær hjá Jónasi Skúlasyni, markaðsfulltrúa hjá Pósti og síma, í síma: 550 6071, eða faxi: 550 6039.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.