Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.04.1996, Blaðsíða 5
4 C FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1996 C 5 URSLIT Knattspyrna Reykjavíkurmótið A-deild: Þróttur-ÍR........................1:2 Einar Öm Birgisson - Benedikt Bjamason, Guðjón Þorvarðarson. B-deild: Leiknir - Léttir................. 2:2 Steindór_ Elíson, Kjartan Hjálmarsson - Garðar Ólafsson, Engilbert Friðfinnsson. Fjölnir - Víkingur................0:4 Yngvi Borgþórsson 2, Atli Einarsson, Mrteinn Guðgeirsson. Evrópukeppni meistaliða Nantes, Frakkiandi: Nanets - Juventus..................3:2 Eric Decroix (44.), Japhet N’Doram (69.), Franck Renou (82.) — Gianluca Vialli (17.), Paulo Sousa (50.), 35.000. ■Juventus vann samtals 4:3. Nantes: Dominique Casagrande, Jean-Marc Chanelet, Christophe Pignol (Laurent Peyr- elade 88.), Eddy Capron, Eric Decroix, Je- an-Michel Ferri, Claude Makelele, Benoit Cauet, Nicolas Ouedec (Jocelyn Gourvennec 41.), Japhet N'Doram, Roman Kosecki (Franck Renou 62.). Juventus: Angelo Pemzzi, Ciro Ferrara, Gianluca Pessotto, Antonio Conte, Pietro Vierchowod, Massimo Carrera, Angelo Di Livio, Didier Deschamps, Gianluca Vialli (Vladimir Jugovic 78.), Alessandro Del Pi- ero (Paulo Sousa 46.), Fabrizio Ravanelli (Michele Padovano 45.). Aþena, Gríkklandi: Panathinaikos - Ajax..............0:3 Jari Litmanen (4., 77.), Nordin Wooter (86.). 77.000. ■Ajax vann samtals 3:1. Panathinaikos: Josef Wandzik, Stratos Apostolakis, Dimitris Markos (Andreas Lagonikakis 85.), George H. Georgiadis, Yannis Kalitzakis, Thanasis Kolitsidakis, Juan Jos Börelli, George Kapouranis, Krzysztof Warzycha, Spyros Marangos (Ni- kos Nioplias 75.), George Donis. Ajax: Edwin van der Sar, Michael Reizi- ger, 'Danny Blind, Frank de Boer, Sonny Silooy (Nordin Wooter 75.), Ronald de Bo- er, Finidi George, Edgar Davids (Arnold Scholten 86.), Nwankwo Kanu, Jari Litman- en, Winston Bogarde. England Úrvalsdeildin: Aston Villa-WestHam...............1:1 McGrath (27.) - Cottee (85.). 26.768. Blackburn - Wimbledon..............3:2 Shearer 2 (13., 46.), Fenton (58.) — Earle (22.), Gayle (48.). 24.174. Man. United - Leeds................1:0 Keane (72.). 48.382. Newcastle - Southampton............1:0 Lee (10.). 36.554. Nottingham Forest- Coventry."......0:0 24.629. Sheffield Wed. - Chelsea...........0:0 25.094. Staðan: Man.Utd..........36 23 7 6 65:35 76 Newcastle........35 23 4 8 63:35 73 ■Liðin eiga eftir að leika þessa leiki: Man. Utd.: 27. april Nott. For. (H), 5. maí Middlesbrough (Ú)._ Newcastle: 27. apríl Leeds (Ú), 2. maí Nott. For. (Ú), 5. maí Totten- ham (H). Liverpool........35 19 9 7 67:32 66 Aston Villa......36 18 9 9 52:33 63 Arsenal..........35 16 10 9 46:30 58 Blackbum.........36 17 6 13 57:44 57 Tottenham........35 15 11 9 45:35 56 Everton ........36 15 10 11 58:42 55 Nott. Forest.....35 14 12 9 46:48 54 WestHam..........36 14 8 14 42:48 50 Chelsea..........36 12 13 11 43:40 49 Middlesbrough ..36 11 10 15 35:46 43 Leeds............35 12 6 17 39:53 42 Wimbledon........36 10 10 16 55:68 40 Sheff.Wed........36 10 9 17 45:55 39 Southampton.....36 8 10 18 33:52 34 Coventry.........36 7 13 16 40:60 34 Man.City.........36 8 10 18 30:56 34 QPR..............36 8 6 22 35:54 30 Bolton...........36 8 5 23 38:68 29 1. deild: Leicester - Oldham ................2:0 Stoke - Charlton ..................1:0 Tranmere - Ipswich.................5:2 Staða: Sunderland.......43 22 15 6 59:31 81 Derby............43 20 15 8 66:46 75 C.Palace .......43 19 15 9 64:45 72 Stoke............42 18 12 12 56:45 66 Charlton .......42 16 17 9 53:43 65 Ipswich.........42 17 11 14 75:66 62 Leicester........43 16 14 13 60:59 62 Huddersfield.....42 17 11 14 59:53 62 Birmingham.......43 15 12 16 59:58 57 PortVale.........41 14 13 14 53:58 55 Sheff.Utd........43 14 13 16 51:53 55 Southend........43 14 13 16 49:58 55 Bamsley ........42 13 15 14 55:63 54 WBA ............42 15 9 18 54:63 54 Grimsby..........42 14 12 16 50:59 54 Tranmere.........42 13 14 15 60:58 53 Norwich..........43 13 14 16 55:51 53 Wolves..........42 13 14 15 55:56 53 Millwall .......43 13 12 18 41:59 51 Reading..........42 11 16 15 49:59 49 Portsmouth .....43 12 12 19 60:68 48 Oldham...........42 11 13 18 49:49 46 Watford..........42 8 17 17 54:65 41 Luton............41 10 11 20 36:57 41 Þýskaland Hansa Rostock - Hamburger SV......2:0 Akpoborie (12.), Beinlich (25.). 22.500. Borðtennis Adidasmótið Mótið fór fram sl. sunnudag í TBR-húsinu. Helstu úrslit: Mfl. karla: 1. Guðm. E. Stephensen Víkingi 2. Kristján Jónasson Víkingi 3.-4. Sigurður Jónsson Víkingi 3.-4. Markús Árnason Víkingi Mfl. kvenna: 1. Eva Jósteinsdóttir Víkingi 2. Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingi 3. Líney Ámadóttir Víkingi 4. Kolbrún Hrafnsdóttir Víkingi 1. fl. karla: 1. Hilmar Konráðsson Víkingi 2. Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingi 3.-4. Sigurður Jónsson Víkingi 3.-4. Kjartan Baldursson Víkingi 1. fl. kvenna: 1. Hulda Pétursdóttir Nes 2. Brynhildur Aðalsteinsdóttir Víkingi 3. Kristín Bjamadóttir Víkingi 2. fl. karla: 1. ívar Hróðmarsson KR 2. Gunnar Geirsson Stjömunni 3.-4. Andri Helgason Stjörnunni 3.-4. Ámi Gunnarsson KR Byrjendaflokkur: 1. Magnús Magnússon Víkingi 2. Guðmundur Pálsson Víkingi 3.-4. Valgeir Valgeirsson Víkingi 3.-4. Brynhildur Aðalsteinsdóttir Víkingi Eldri fl. karla: 1. Gísli Antonsson Víkingi 2. Emil Pálsson Víkingi 3. Pétur Ó. Stephensen Víkingi Íshokkí NHL-deildin Úrslitakeppnin 1. umferð í Austurdeild NY Rangers - Montreal............2:3 ■ eftir framlengingu. Philadelphia - Tampa Bay.........7:3 Toronto - St. Louis..............1:3 ■ Wayne Gretzky lagði upp öll mörk St. Louis. Coiorado - Vancouver.............5:2 Golf Vormót Golfklúbbs Suðurnesja fór fram laugardaginn 13. apríl. Helstu úrslit (punkt- ar); Ólafur H. Jónsson, GR.............36 Jón Halldór Bergsson, GKG,........35 Sveinbjörn Jóhannesson, GO,.......33 Hans Henttinen, GOB...............32 Hrafnkell Óskarsson, GS...........32 Körfuknattleikur NBA-deildin Atlanta - Cleveland............77:80 Orlando - Washington..........113:95 Dallas - LA Lakers............95:113 Milwaukee - Chicago............80:86 Phoenix - Houston............111:100 Utah - LA Clippers............108:85 Vancouver - San Antonio........86:95 NATÓ-mótið HIÐ árlega NATO-mót í körfuknattleik hófst í íþrótíahúsi varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli á mánudaginn, en þetta er sjö- unda árið sem mótið er haldið. Keppt er í tveimur fjögurra liða riðlum og lýkur riðla- keppninni á laugardaginn kemur. Á mánu- daginn hefst síðan úrsláttakeppni og úrslita- leikurinn verður föstudaginn 26. aprfl. í A-riðli leika Haukar, Keflavík, KR og Breiðablik en í B-riðli Njarðvík, Grindavík, NATO og ÍR. Haukar sigruðu Breiðablik 100:81 í fyrsta leik mótsins og ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir go lögðu Njarðvikinga 109:103 eftir framlengdan leik. KR-ingar unnu Keflvíkinga 97:79 og Grindavík vann NATO 96:85. í gærkvöldi vora tveir leikir. NATO liðið vann Njarðvíkinga 116:108 og Haukar sigr- uðu KR 98:86. í kvöld mætast ÍR og Grindavík og Breiðablik og Keflavík. Ikvöld Handknattleikur Úrslit kvenna, 4. ieikur: Strandgata: Haukar- Stjaman.20 Knattspyrna Reykjavíkurmótið Gervigras: Fram - Valur.20.30 KIMATTSPYRIUA IÞROTTIR LÁRUS Orri Sigurðsson og fé- lagar hans hjá Stoke fögnuðu þýðingarmiklum sigri gegn Charlton, 1:0, í gærkvöldi og skutust þar með upp fyrir Charlton — í fjórða sæti í 1. deiidarkeppninni. „Þetta var sætur sigur,“ sagði Lárus Orri í viðtali við Morgunblaðið. „Það var Mike Sheron sem skoraði mark okkar og hefur hann skorað mörk í sjð siðustu leikj- um Stoke, sem er nýtt liðsmet — gamla metið var sett 1920. Við yfirspiluðum Charlton í fyrri hálfleik, lékum mjög vel og skoraði Sheron markið um miðjan hálfleikinn. Við héldum siðan vei áfram i byrjun seinni háifleiks, fórum siðan að draga okkur í vörn. Leikmenn Charl- ton pressuðu grimmt undir lok- in, leikurinn fór að mestu fram inn í vitateig okkar. Sem betur fer náðum við að halda fengn- um hlut,“ sagði Lárus Orri. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Reuter ROBERT Lee fagnað. Asprilla fagnar hér Lee eftlr að hann skoraði marklð sem réðl úrslltum. Phllippe Albert og David Gfnola fagna félaga sínum elnnlg. Spennanmagnast Manchester United og Newcastle unnu bæði naumlega MANCHESTER United og Newcastle sigruðu bæði 1:0 í gærkvöldi og staðan á toppn- um er því óbreytt, United á þrjú stig á Newcastle sem á eftir þrjá leiki en United á tvo leiki eftir. Liðin voru ekki sanfærandi í gærkvöldi, United gegn Leeds og Newcastle gegn Southamton, enda mikið í húfi. Bæði gerðu þó það sem til þurfti, gerðu eitt mark hvort og kræktu sér í þrjú dýrmæt stig. United tók á móti Leeds og útlitið var gott hjá þeim rauðklæddu þegar Mark Beeney, markvörður Leeds, var rekinn af velli eftir rúm- an stundarfjórðung. Lucas Radebe frá Suður-Afríku fór í markið, en hann leikur venjulega sem bakvörð- ur en hóf ferilinn sem markvörður. Heimamönnum tókst ekki að nýta Hvað gerist verði liðin jöfn? VERÐl Manchester United og Newcastle jöfn að stigum þegar bæði lið hafa leikið alla 38 leikina í úrvalsdeildinni, gæti svo farið að liðin þyrftu að mætast í hreinum úrslitaleik á hlutlausum velli og yrði það í fyrsta sinn sem slíkt gerðist, en nú eru 108 ár siðan deildarkeppnin hófst í Englandi. Til að svo verði þurfa liðin að vera með jafnmörg stig, marka- munur þarf að vera sá sami og liðin þurfa að hafa gert jafnmörg mörk. United er með 76 stig og á tvo leiki eftir. Liðið hefur gert 65 mörk og fengið 35 á sig. Newcastle er með 73 stig og á þijá leiki eftir; hefur gert 63 mörk og fengið 35 á sig. Ef til aukaleiks kemur gæti orðið erfitt að finna hentugan dag til að leika og svo gæti farið að leikurinn yrði ekki fyrr en eftir úrslitaleik United og Liverpool i bikarnum þann 11. maí. Tvívegis hafa tvö lið orðið efst og jöfn að stigum. Árið 1924 urðu Huddersfield og Cardiff City jöfn með 57 stig. Huddersfield sigraði, lið- ið hafði gert 0,024 mörk að meðaltali í leik, örlítið meira en Cardiff. Árið 1989 urðu Arsenal og Liverpool jöfn að stigum en Uðin mættust í síðustu umferðinni. Michael Thomas skoraði annað mark Arsenal, svo gott með síðustu spymu tímabilsins, og það dugði Arsenal. Liðið vann 2:0 og hafði betra markahlutfall en Liverpool. Hefði leikurinn endað 1:0 hefði Liverpool fagnað titlinum. sér liðsmuninn fyrr en á 72. mínútu er Roy Keane gerði sigurmarkið við mikinn fögnuð stuðningsmanna United sem voru orðnir mjög óþolin- móðir og létu leikmenn sína vita af því. Keane lék á nokkra varnar- menn á vítateigslínunni og náði loks skoti, sendi boltann neðst í hornið, óvetjandi fyrir Radebe. Það leit allt út fyrir að Newc- astle ætlaði að minnka muninn í eitt stig því Robert Lee kom liði sínu yfir eftir 10 mínútna leik með því að leggja boltann í hornið fjær utan úr vítateignum hægra megin. Heimamenn fengu síðan vítaspymu á 34. mínútu en David Beasant varði frá Peter Beardsley. Þrátt fyrir að Néwcastle væri heldur skárra liðið tókst því ekki að bæta við fleiri mörkum, en þess þurfti heldur ekki. Spennan er mikil á toppnum, en hún er ekki síðri á botninum. Nú eru Southampton, Manc- hester City og Coventry jöfn með 34 stig, en síðastnefnda liðið gerði markalaust jafn- tefli í gær við Nottingham Forest. Fjórum stigum á eftir þeim er QPR og einu stigi þar fyrir neðan er Bolton. Þrjú neðstu liðin falla. Blackburn heldur enn í vonina um að leika í UEFA keppninni á næsta ári með því að vinna Wimbledon 3:2 og gerði Alan Shearer tvö mörk. Shearer hefur nú gert 31 mark á tímabilinu og er fyrsti leikmaðurinn í 108 ára sögu deildarinnar sem nær að gera meira en 30 mörk í efstu deild þijú tímabil í röð. Þetta var síðasti leikur Shearers á tímabilinu því á föstudaginn gengst hann undir uppskurð. FOLX ■ HOLLENSKI miðjuleikmaður- inn Aron Winter er á leið til Inter Milan á Ítalíu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning í gær, en Wint- er hefur leikið með Lazio en félag- ið vildi aðeins gera við hann tveggja ára samning, en Winter vildi þriggja ára samning, sem hann fékk hjá Inter. ■ DUNCAN Ferguson, skoski sóknarmaðurinn hjá Everton verð- ur ekki í landsliði Skota á Evrópu- mótinu í sumar. Það var Joe Ro- yle knattspyrnusjóri Everotn sem tilkynnti þetta í gær eftir að hafa ráðfært sig við lækna liðsins. Ferguson leikur ekki síðustu leik- ina með liðinu vegna meiðsla í nára og Royle vill að hann fái góða hvíld í sumar. ■ TVEIR leikmenn Newcastle, þeir Robert Lee og Les Ferdinand verða ekki með enska landsliðinu þegar það leikur æfmgaleik við Króatíu á miðvikudaginn. Þeir fé- lagar eru báðir meiddir, Ferdinand er tábrotinn og hefur leikið þannig síðustu þijá leiki og Lee er slæmur í hásin. ■ STEVE Bruce, fyrirliði Manc- hester United, gæti misst af bikar- úrslitunum gegn Liverpool þann 11. maí - meiddist í leik United og Leeds í gærkvöldi. ■ GARY Charles varnarmaður Aston Villa meiddist illa í leiknum gegn West Ham í gærkvöldi. Hann lenti í samstuði við Ian Dowie í fyrri hálfleiknum og fór úr ökklaliði auk þess sem bein brákuðust í ökkl anum. Líklega verður Charles frá keppni í eitt ár. Meistarar Ajaxfrábærir gegn Panathinaikos og Juventus sló Nantes út „Ekki hægt að hugsa sér betri úrslitaleik" EVROPUMEISTARAR Ajax frá Hollandi og ítalska stór- liðið Juventus leika til úrslita f Evrópukeppni meistaraiiða f knattspyrnu, Meistaraf deildinni, í Rómaborg á Ítalíu 22. maí í vor. Síðari leikir undanúrslitanna fóru fram í gærkvöldi og Ajax - sem tap- aði heima fyrir Panathinai- kos 0:1 ffyrri leiknum - lék frábærlega f Aþenu og sigr- aði Grikkina 3:0 á sama tíma og leikmenn Juventus töp- uðu 2:3 fyrir Nantes í Frakk- landi. Það kom hins vegar ekki að sök því ftölsku meist- ararnir sigruðu 2:0 á heima- velli og því4:3 samanlagt. Eftir tap í heimavelli fyrri leiknum á vissu leikmenn Ajax að nú var að duga eða drep- ast og þeir mættu fullir sjálfs- trausts til leiks í Aþenu. Þeir fengu óskabyijun þegar Finninn frábæri Jari Litmanan skoraði strax á Ijórðu mínútu og eftir það varð ekki aftur snúið. Lið Ajax lék geysilega vel, hafði mikla yfirburði og sigurinn var mjög svo sanngjarn. Annað markið kom reyndar ekki fyrr en á 77. mín. er Litmanen skoraði aftur en liðið hafði sótt linnulítið mest allan tímann og átt nokkur ágæt marktækifæri. Heimamenn urðu hins vegar að sætta sig við að vera í varnarhlutverki mest- an hluta leiksins og komust lítt áleiðis gegn meisturunum frá Hollandi. „Fyrsta markið kom snemma og við það hvarf öll taugaveiklun. Við tókum leikinn í okkar hendur og sigurinn kom Reuter JARI Litmanen skoraði tvívegis fyrir Ajax í Grikklandi. Hér fagnar hann fyrra markinu sem kom liðinu á sporið strax á fjórðu mínútu. af sjálfu sér,“ sagði Litmanen sem er markahæsti maður Meistaradeildar- innar í vetur - hefur nú gert átta mörk í níu leikjum. Fyrra mark sitt gerði hann af stuttu færi eftir áð markvörður Panathinaikos hafði varið þrumusköt og hið síðara kom eftir fyrirgjöf frá hægri - knötturinn sveif yfir varnarmann, beint til Litmanens sem tók hann niður rétt utan mark- teigs fyrir miðju marki og þrumaði með vinstra fæti í fjærhornið. Fyrir Atlivelur21 ársliðið ATLI Eðvaldsson, þjálfari 21 árs landsliðsins, hefur valið landsUðshóp sinn fyrir leik gegn Eistlendingum í Tallinn á þriðjudaginn kemur. Markverðir eru Atli Knútsson, Leiftri og Árni Gautur Arason, ÍA. Aðrir leik- menn: Jéhannes Harðarson og Stcfán Þórðarson, í A. Bjarni Þorsteinsson og Bryiýar Björn Gunnarsson, KR, Gunnar Einarsson, Sigurbjörn HreiðarsBon og Sigþór Júlíus- son, Val, Ólafur Stigsson, Fylki, Kjai-tan Antonsson, Breiðabliki, Óiafur Bjarnason, Stjörnunni, Guðni Rúnar Helgason, Vöisungi, Bjarnólfur Lárusson, ÍBV og Sigurvin Ólafsson, Stuttgart. utan þetta fékk hann tvö mjög góð tækifæri til að skora. Varamaðurinn Nordin Wooter gerði svo þriðja markið. Eftir fyrirgjöf frá vinstri varði markvörður gríska liðsins skalla af stuttu færi en knötturinn hrökk fyrir fætur Wooters sem þakk- aði fyrir sig með því að þruma í netið. „Við börðust af krafti en töpuðum fyrir besta liði í heiminum. Það er slæmt að við skyldum ekki komast í úrslit en framtíðin er björt hjá Panat- hinaikos,“ sagði Argentínumaðurinn Juan Ramon Rocha, þjálfari gríska liðsins. Louis van Gaal, þjálfari Ajax, sem fyrir leikinn sagði sína menn ein- ungis eiga 30% möguleika á sigri, þakkaði sigurinn vandaðri undirbún- ingi nú en fyrir leikinn í Amsterdam. „Við sóttum á þá strax frá byijun og mark jafn snemma og raun ber vitni var nákvæmlega það sem við þurftum. Við skoðuðum vandlega myndband af fyrri leiknum, gerðum okkur grein fyrir mistökum okkar þá og endurtók- um þau ekki,“ sagði hann. Langþráð stund Juventus hefur tvívegis tapað úr- slitaleik Evrópukeppni meistaraliða, 1973 (gegn Ajax) og 1983 og aðeins einu sinni sigrað í keppninni, en þeim sigri fylgdi engin gleði. Það var 1985 er liðið sigraði Liverpool á Heysel leik- vanginum í Brússel, en 39 manns, flestir stuðningsmenn ítalska liðsins, létust eftir átök við áhangendur enska liðsins. Hinir fjölmörgu stuðnings- menn þessa stórliðs frá Tórínó hafa því lengi beðið stundarinnar sem rann upp í gærkvöldi; að liðið kæmist á ný í úrslit og nú er stefnt að því að fagna sigri á ný og njóta gleðistundarinnar. Gianluea Vialli gerði fyrsta mark sitt í keppninni í vetur í fyrri leiknum gegn Nantes í Tórínó og hann kom liðinu yfir í gær með fallegu marki af stuttu færi á 17. mín. Eric Decroix jafnaði fyrir heimamenn rétt áður en flautað var til leikhlés en Paolo Sousa kom ítalska félaginu yfir á ný með glæsilegu þrumuskoti eftir sendingu Viallis snemma í seinni hálfleik. Japhet N’Doram, sem er frá Chad og var besti maður franska liðsins í gær, gerði annað mark þess á 69. min. og varamaðurinn Franck Renou tryggði því sigur á 82. mín. Frakkarn- ir hefðu hins vegar þurft að skoraði tvisvar enn til að komast áfram, jafn- tefli samanlagt hefði ekki dugað þar sem Juventus skoraði tvö mörk á úti- velli. „Þjálfari Nantes [Jean-Claude Su- audeau] sagði eftir fyrri leikinn að ég væri svindlari. Ég svaraði þessum ummælum hans inni á vellinum í kvöld - ég var ánægður með gera út um þetta svo snemma í leiknum," sagði Vialli eftir leikinn. „Það er frábært að mæta Ajax í úrslitum. Það hefði ekki verið hægt að hugsa sér betri úrslitaleik og jafnvel þó við verðum taldir eiga minni möguleika á sigri komum við tilbúnir til leiks.“ Marcello Lippi, þjálfari Juventus, sagði: „Nú snúum við okkur að því að hugsa um úrslitaleikinn gegn Ajax. Það verður erfiðara verkefni en jafn- framt hrífandi. Því má ekki gleyma að Ajax er besta lið Evrópu.“ KORFUKNATTLEIKUR Chicago íyrst liða í NBA-deildinni til að sigra í 70 leikjum á tímabili Meistaratítillinn skiptir öllu ehicago varð fyrst liða í sögu NBA- deildarinnar í körfuknattleik til að sigra í 70 leikjum á sama tímabili. Los Angeles sigraði í 69 leikjum og tapaði 13 tímabilið 1971 til 1972 áður en liðið varð meistari en Chicago sló metið í fyrrinótt þegar Michael Jordan og félagar unnu Milwaukee 86:80. Chicago á þijá leiki eftir en ákveðið hefur verið að Jordan og Scottie Pipp- en taki því rólega fram að úrslita- keppninni. „Við höfum ekki náð því sem við viljum ná sem er meistaratitillinn en þetta er nálægt því,“ sagði Jordan. Phil Jackson, þjálfari Chicago, sagði að gaman hefði verið að horfa á leik- inn og spennan hefði verið magn- þrungin. „Félagið stendur frammi fyr- ir ákveðinni þraut á hveiju kvöldi en það hefur unnið að því að finna lausn- ina með árangursríkum hætti.“ Jordan skoraði 22 stig og Pippen 16 stig en Steve Kerr og Ron Harper gáfu tóninn í fjórða leikhluta. Þá gerðu þeir sín sjö stigin hvor og tryggðu 24:12 sigur í leikhlutanum en staðan var 68:62 fyrir Milwaukee að loknum þriðja leikhluta. „Þungu fargi er af okkur létt eftir að hafa náð þessum áfanga," sagði Dennis Rodman sem tók 19 fráköst. Chicago hefur tryggt sér heima- leikjarétt á öllum stigum úrslitakeppn- innar en liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli á tímabilinu. Úrslita- keppnin hefst 25. apríl og mætir Chicago Miami, Charlotte eða Wash- ington í fyrstu umferð. Terrell Brandon gerði 25 stig og innsiglaði 80:77 sigur Cleveland í Atl- anta fimm sekúndum fyrir leikslok. Atlanta komst í 40:20 í öðrum leik- hluta og var 14 stigum yfír í hléi, 47:33, en gerði aðeins 10 sti gí þriðja leikhluta. Cleveland' er í fimmta sæti en Atlanta fór niður í sjöunda sætið. Orlando gerði vonir Washington um úrslitasæti nánast að engu með 113:95 sigri. Washington, sem hefur ekki leik- ið í úrslitakeppni síðan 1988, er fjórum stigum á eftir Miami, sem er í áttunda sæti, og á þijá leiki eftir. Shaquille O’Neal skoraði 26 stig fyrir Orlando og tók 18 fráköst en Penny Hardaway, sem var meiddur á ökla, gerði jafn mörg stig. Juwan Howard skoraði 28 stig og tók 15 fráköst fyrir Washing- ton. Phoenix vann Houston 111:100 og réðust úrslit í þriðja leikhluta en þá gerði Wayman Tisdale 12 af 24 stigum sínum. Kevin Johnson var með 20 stig og átti 12 stoðsendingar. Charles Barkley, John Williams og Joe Kleine léku ekki með Phoenix. Sam Cassell skoraði 18 stig fyrir Houston og átti sjö stoðsendingar. Hakeem Olajuwon lék ekki með Houston vegna meiðsla. Los Angeles Lakers vann Dallas 113:95. Cedric Ceballos skoraði 23 stig, Eddie Jones 22 og Elden Camp- bell 18 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Magic Johnson og Nick Van Exel voru ekki með vegna leik- banns. Utah vann Los Angeles Clippers 108:85, þriðji sigur liðsins í síðustu 10 leikjum. Karl Malone og Jeff Hornacek gerðu sín 26 stigin hvor fyrir Utah sem er í þriðja sæti í Vestur- deild. San Antonio hélt uppteknum hætti gegn Vancouver og sigraði í fjórða sinn á tímabilinu, 95:86 að þessu sinni. Sean Elliott var með 23 stig fyrir San Antonio og Avery Johnson 17 stig. Falur fing- urbrotinn FALUR Harðarson, leik- stjórnandi Keflvíkinga, fing- urbrotnaði í síðasta leiknum við Grindvíkinga á fimmtu- daginn. Það var í fyrri hálf- leik sem Falur fékk högg á baugfingur hægri handar. „Ég fann um leið að fingur- inn var brotinn, en vildi endi- lega reyna að klára leikinn," sagði Falur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann verður því ekki með iandslið- inu í Evrópukeppninni í maí. Pétur í hópinn LANDSLIÐIÐ í körfu byjar að æfa af fullum krafti á laugardaginn og sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari að hópurinn væri nánast sá sami og hann valdi í haust. „Pétur Ingvarsson hefur bæst í hópinn og Davíð Gris- som er eitthvað ef ins um hvort hann verður með,“ sagði Jón Kr. Jón að- stoðar Jón JÓN Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Kr. „Við unnum saman f tvö ár þjá Keflavíkurliðinu og náðum vel saman og það er nauðsynlegt að hafa ein- hvern með sér,“ sagði landsl- iðsþjálfarinn Hugmyndin var að enska landsliðið kæmi hingað til lands og léki þijá æfingaleiki en nú er ljóst að af því verður ekki. Verið er að reyna að fá æfingaleiki fyrir Hðið annaðhvort í Eng- landi eða Hollandi og ætti það að skýrast á næstu dög- um. írar mjög sterkir ÍSLÉNDINGAR leika með írlandi, Danmörku, Albaníu, Lúxemborg og Kýpur í riðU hér á landi 22. til 26. maí og komasttvö Hð áfram. „Það er nauðsynlegt að fá einhveija æfingaleiki áður en að þessari keppni kemur. Ég var að fá spólu með AI- bönum og mér sýnist við eiga að geta unnið þá, þeir töpuðu fyrir Norðmönnum I leiknum sem ég er með. Ég er einnig búinn að fá nafnalista frá írum og þeir verða með sterkt lið, af tuttugu manna hópi eru tíu sem eru í há- skóia í Bandaríkjunum,“ sagði Jón Kr. Rúnar komst ekki áfram RÚNAR Alexandersson fim- leikamaður er nú staddur í San Juan í Puerto Rico þar sem hann tekur þátt i heims- meistarakeppniimi f áhalda- fimleikum. Rúnar keppti í fyrrinótt í sinni bestu grein - á bogahesti en komst ekki í sextán manna úrsUt. Rúnar varð í nítjánda til tuttugasta sæti af 24 keppendum, fékk 9,400 í einkun fyrir æfingar sínar. N-Kóreumaðurinn Gil Su Pae náði bestum árangri - 9,837.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.