Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sveitarfélög eiga að fá grunnskólahús ÞINGFLOKKAR ríkisstjórnarinnar fjalla nú um frumvarp sem gerir ráð fyrir því að ríkið afhendi sveitar- félögunum eignarhlut sinn í skóla- húsnæði á nokkurra ára bili. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði á Alþingi í gær, að hann vænti þess að frumvarpið kæmi fram á Alþingi innan fárra daga og stefnt væri að því að af- greiða það sem lög fyrir vorið. Hann sagði að ekki lægi fyrir nákvæmt mat eða sundurliðun á því hvað þessar húseignir væru verðmætar, eða hvað eignarhlutur ríkisins væri stór í þessum mann- virkjum. „En ég veit að þarna er um margra milljarða verðmæti að ræða,“ sagði Páll. Staðfesting á samningi Félagsmálaráðherra var að mæla fyrir frumvarpi sem er staðfesting á samkomulagi ríkis og sveitarfé- laga um kostnaðar- og tekjutil- færslu vegna flutnings grunnskól- ans til sveitarfélaga um mitt þetta ár. í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir að hámarksútsvar hækki úr 9,2% í 11,9% í bytjun næsta árs og í 11,95% í ársbyijun 1998. Lágmarksútsvar hækkar úr 8,4% í 11,1% um næstu áramót og í 11,15% í ársbyijun 1998. Á næsta ári greiðir ríkið 2.743 milljónir sem framlag til sveitarfé- laga, og Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga á tímabilinu ágúst til desember til að standa straum af rekstri grunnskólanna á þessu tímabili. Einnig mun ríkið veija fjármun- um á næstu árum til að styrkja framkvæmdir við grunnskólabygg- ingar til að tryggja framgang lagaáforma um einsetningu grunn- skóla. Morgunblaðið/Ásdís Söngur í Tjarnarsal BÖRNIN í leikskólanum veturinn með söng næst- Laufásborg æfðu söng í komandi miðvikudag. Tjarnarsal Ráðhússins í gær en þar ætla þau að kveðja ■ List leikskólabarna/11 Féll af þaki og höfuðkúpu- brotnaði NÍU ára stúlka féll niður af þaki bílskúrs um kvöldmatarleytið í gær og höfuðkúpubrotnaði. Bílskúrinn er á lóð barnaheimilis- ins Efrihlíðar við Stigahlíð í Reykja- vík og féll stúlkan 2'/i metra. Lög- reglan í Reykjavík var kölluð til aðstoðar og var stúlkan flutt á slysadeild. Hún er ekki í lífshættu, að sögn lögreglu. Gunnar Ragnars lætur af störfum hjá ÚA GUNNAR Ragnars, framkvæmdastjóri Ut- gerðarfélags Akur- eyringa, hefur beðizt lausnar frá því starfi. Stjóm ÚA hefur fallizt á beiðni Gunnars og mun hann hætta hjá ÚA eftir aðalfund næstkomandi mánu- dag. „Þéssi ákvörðun á sér nokkuð langan að- draganda og tengist ekki á nokkum hátt þeim hugmyndum, sem nú hafa komið fram um sameiningu ÚA og þriggja dótturfyrir- tækja Samheija hf.“ segir Gunnar í samtali við Morgun- blaðið. Gunnar segir að þessi ákvörðun sín byggist á því að nú hafi hann veitt forstöðu tveimur stómm at- vinnufyrirtækjum á Akureyri í 27 ár. Slíkum störfum fylgi mikið álag og hann telji orðið tímabært af persónulegum ástæðum að skipta um .starfsumhverfi. Gunnar var fram- kvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar á Akur- eyri í 20 ár og við stjómvölinn hjá_ ÚA síðustu 7 árin. „Ég er búinn að vera að velta þessu fyrir mér nokk- uð lengi og nú hyggst ég taka mér hvíld á næstunni. Síðan sé ég til hvað ég tek mér fyrir hendur." Stjórn ÚA hefur ekki ákveðið hver taki við starfinu af Gunn- ari, enda er hann ný- búinn að tilkynna stjórninni þessa ósk sína. „Þótt erfiðleikar hafi verið í rekstri þessara fyrirtækja hefur það verið ánægjulegt að starfa fyrir þau og skilur það starf eftir sig margar góðar endurminningar. Þá er ég þakklátur öllu mínu samstarfsfólki, sem hefur í hvívetna reynzt mér vel,“ segir Gunnar Ragnars. Gunnar Ragnars Áheyrnaraðild að Schengen samþykkt Stefnt að samningnm á árinu ÁHEYRNARAÐILD íslands og hinna norrænu ríkjanna að Schengen-vegabréfasam- komulaginu var samþykkt á fundi stjórnamefndar Schengen með dómsmála- og innanríkisráðherrum Norður- landanna í Haag í Hollandi í gær. Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra sótti fundinn fyrir íslands hönd, en alls sátu ráðherrar fimmtán ríkja fundinn. Áheymaraðildin tekur gildi um næstu mánaðamót. Með henni fá Norðurlöndin aðgang að öllum fundum Schengen- ríkjanna en engar skuldbind- ingar fylgja áheymaraðild- inni. í gær var jafnframt ákveð- ið að stefna að fullri Scheng- en-aðild ESB-ríkjanna Dan- merkur, Svíþjóðar og Finn- lands og gerð samstarfssamn- inga við Noreg og Island. Stefnt er að því að ljúka samningum á þessu ári, en ekki er gert ráð fyrir að þeir taki gildi fyrr en árið 1998. Islenskar rannsóknir taldar varpa liósi á útbreiðslu kúariðu Riða gæti leynst í heymaurum ÍSLENSKIR vísindamenn telja sig hafa fundið vísbendingar sem varpað geti ljósi á útbreiðslu kúariðu í Bret- landi með rannsóknum á heymaur- um sem taldir em geta átt þátt í að riðuveiki berst í sauðfé hérlendis. Þetta kemur fram í grein í breska læknatímaritinu Lancet sem birtist síðar í þessum mánuði, en Reuter greindi frá málinu í gærkvöldi. Morgunblaðið sagði frá þessum kenningum í samtali við Sigurð Sig- urðarson fyrir um mánuði. í frétt Reuter segir að kýr hafi sýkst af kúariðu þrátt fyrir að mörg ár séu liðin síðan bannað var að nota dýraprótein í fæðu þeirra, en líklegt hefur verið talið að sjúkdóm- urinn hafi borist í nautgripi með notkun leifa af riðuveiku sauðfé í fæðu þeirra. Þetta bendi til þess að nautgripir sýkist á annan hátt og þá beinist athygli að rannsókn ís- lendinga sem gerð hefur verið í sam- vinnu við bandaríska vísindamann- inn Henryk Wisniewski sem starfar við New York Institute for Basic Research in Developmental Disabi- lities. Vísindamennirnir söfnuðu saman heymaurum frá fimm bæjum hér- lendis þar sem upp hefur komið riðu- veiki í sauðfé og komust að þeirri niðurstöðu að maurar finnast í miklu magni í því heyi sem sauðkindur nærast á hérlendis í sex til sjö mán- uði á ári. Maurarnir voru malaðir niður og þeim sprautað inn í heila og kviðarhol músa. í Lancet kemur fram að tíu mýs af 71 hafi mælst jákvæðar af riðu- veiki eftir þessa meðhöndlun, og bendi bráðabirgðaniðurstöður til þess að heymaurar geti hugsanlega hýst riðuveikisýkil. Því sé hugsan- legt að riðuveiki geti hafst við í hey- maurum í lengri tíma og þeir borið hana áfram. „Það er h'ugsanlegt að heymaur- ar, sem borið hafí eða geymt riðu- veikissýkil, hafi átt þátt í áframhald- andi útbreiðslu kúariðu í Bretlandi eftir að bannað var að nota sauð- fjár- og nautgripaafurðir í fæðu nautgripa," segir í greininni. Sigurður Sigurðarson dýralæknir, sem unnið hefur að rannsókninni hérlendis og bar fyrir nokkrum árum fram tilgátu um að heymaurar bæru sýkilinn, segir tvö ár síðan samstarf þeirra Wisniewski hófst á ráðstefnu sem haldin var hérlendis í minningu Björns Sigurðssonar. Varkárni í heysölu brýn Hann segir að óskað hafi verið eftir að efni rannsóknarinnar yrði ekki rökrætt fyrr en Lancet kæmi út, en niðurstaðan gæti gefið vís- bendingar um hvers vegna riða geti varðveist á viðkomandi stað þótt búið sé að skera fé þar. Menn hafi löngum undrast að ekki sé hægt að uppræta riðu með því að farga sauðfé, og gæti skýringin falist í að hún leynist í maurum sem sé erfitt að granda. „Þetta undirstrikar að menn verða að fara mjög varlega í sölu á heyi frá riðubæjum til annarra svæða, sérstaklega til ósýktra svæða," segir hann. Sýknað vegna andláts í aðgerð HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær ríkissjóð af kröfum dætra um bætur vegna dauða móður þeirra sem lést í bijósklosað- gerð í mars 1990, 54 ára að aldri. í aðgerðinni rakst töng, sem notuð var til að fjarlægja liðhlaup í liðþófa, inn í kviðar- hol konunnar og gerði gat á ósæð. Afleiðingin varð mikil blæðing sem dró konuna til dauða áður en aðgerð til að stöðva blæðinguna hafði borið árangur. Eiginmaður konunnar höfð- aði málið, en eftir að hann féll frá tóku fjórar dætur þeirra hjóna við rekstri máls- ins. Krafist var um það bil 4 milljóna króna í bætur á þeirri forsendu að lækninum sem framkvæmdi aðgerðina hafi orðið á bótaskyld mistök og að ekki hafi verið brugðist rétt við þegar í ljós kom að ekki var allt með felldu. Hæstiréttur hafnaði kröf- unni með vísan til forsendna héraðsdóms. Þar sagði, að þegar verið væri að fjarlægja kjarnann úr liðþófanum' við aðgerðina væri töngin aðeins í nokkurra milllimetra fjar- lægð frá ósæðinni. Það væri þekkt áhætta við þessar að- gerðir að töngin rækist í bijóskhringinn og gerði gat á ósæðina eða aðrar stórar æðar á þessu svæði. Hins vegar væri þetta sjaldgæft og talið koma fyrir í einni af 2-4.000 aðgerðum. Ekkert væri fram komið sem benti til að óeðli- lega hafí verið staðið að að- gerðinni og óumdeilt að lækn- irinn sem aðgerðina gerði var mjög reyndur á þessi sviði. Túlkun lækna á ástandi sjúklings á hveijum tíma hafi verið eðlileg og viðbrögð á hveijum tíma rétt. Tók út af reikningi viðskipta- vinar STARFSMANNI á kassa hjá Hagkaupi hefur verið vikið úr starfi vegna gruns um þjófnað af bankareikningi viðskipta- vinar. Kona gleymdi debet- korti í búðinni í fyrradag og er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið um 20.000 krónur út af reikningnum. Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að starfsmaðurinn hefði tekið fimm sinnum út af reikningi konunnar á UÁ tíma, alls um tuttugu þúsund krónur. „Samkvæmt upplýsingum banka kom „korthafi“ fimm sinnum í búðina að sama kass- anum og einu sinni með sex mínútna millibili,“ segir hann. Kæra á hendur stúlkunni hefur verið lögð fram en hún hafði starfað hjá Hagkaupi í 17 daga, þar af þrjá á kassa. Segir Oskar jafnframt að verslunin hafí talið rétt að bæta eiganda kortsins tjónið. „Þetta gerist í okkar verslun, að því er við teljum af okkar völdum og þar með bætumi við allan skaða, hvort sem okkur ber lagaleg skylda til þess eða ekki. Hann segist aðspurður ekki muna eftir sambærilegu tilviki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.