Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 9 FRÉTTIR Færri án atvinnu ATVINNULEYSI í marsmánuði síðastliðnum var um 1,5% minna en í sama mánuði í fyrra, að sögn Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra á Alþingi í fyrradag. Páll sagði að atvinnuleysi væri að minnka í þjóðfélaginu og at- vinnuástandið væri miklu betra en í fyrra. Hann sagði að Þjóðhags- stofnun hefði spáð 4,4% atvinnu- leysi á yfirstandandi ári en nú væru allar horfur á að atvinnuleys- ið kæmist niður fyrir 4%. ----» ♦ ♦ -- Aurbleytan víða á vegum ÞUNGATAKMARKANIR eru á út- vegum um allt land, þ.e. Borgar- fírði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og vestra, Austurlandi og Suðurlandi. Starfsmenn Vegagerð- arinnar segja að litið sé á aurbleytu á vegum sem vorboða innan stofn- unarinnar. Á aðalleiðum á Austurlandi er takmarkaður öxulþungi á leiðinni milli Vopnafjarðar og Þórshafnar og einnig á Vopnafjarðarheiði. Unnt er að fá aliar nánari upplýsingar um þungatakmarkanir í textavarpi. Óvenjulegt er hve víða um land aurbleyta er á vegum nú. Aurbleyt- an er þó aðallega bundin við útvegi en ekki aðalvegi. Einnig eru fáfarn- ari heiðar, eins og t.d. Lágheiði og Hellisheiði eystri, aurblautar. Þó er Steingrímsfj arðarheiði tiltölulega þurr enda vegurinn verið byggður þar upp. ----♦ ♦ ♦--- _ MaxMara _ Ný sending Opið laugardag kl. 12-15. Hverfisgötu 6, Reykjavík, s. 562 2862. Laugavegi 32, sími 551 6477 Mikið úrval af sundfatnaði frá Finnwear. Sundbolir með svuntu. Bómullarfatnaður frá Finnwear. Satin- og silkináttfatnaður með bómull að innan. Sendum í póstkröfu BOURJOIS KYNNING Gréta Boða, förðunarmeistari kynnir vor- og sumarlitina og nýju naglalökkin í HAGKAUP, Skeifunni laugardaginn 20. apríl kl. 14-18. Gleðilegt sumar Fanskar útskriftardragtir TBSS v ne® neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10—14. NÝ VORSENDING PlLSDRAGTIR frá 26.900.- Buxnadragtir FRÁ 29.900.- Vesti Kjoll og jakkar. SlFFON BLÚSSUR. SlFFON PILS. SlFFON KJÓLAR OG IVIARGT FLEIRA. 730 kærðir fyrir of hrað- an akstur 27 manns voru teknir fyrir of hrað- an akstur í umdæmi Reykjavíkur- lögreglunnar í fyrradag. Það sem af er árinu hafa 730 manns verið teknir fyrir of hraðan aksturs en á sama tíma í fyrra höfðu 560 voru gripnir fyrir hraðakstur. Lögreglan telur að gott tíðarfar ) fyrri hluta árs hafi haft mikil áhrif . á fjölgun hraðakstursbrota. Allt síð- astliðið ár voru 4.724 manns kærð- ) ir fyrir of hraðan akstur. Lágmarks- sekt er 5 þúsund kr. en ætla má að meðalsekt sé um 10 þúsund kr. Sé gengið út frá því að meðalsektin sé 10 þúsund kr. hafa tekjur ríkis- sjóðs vegna hraðakstursbrota í umdæmi Reykjavíkurlögreglunnar verið rúmar 47,2 milljónir króna. > ---------------------- I Neyðarsendar hrökkva í gang NEYÐARSENDIR fór í gang í gúmmíbát um borð í rússneskum togara aðfaranótt miðvikudags á Reykjaneshrygg. Varðskipið Ægir var á svipuðum slóðum og togarinn og létu varðskipsmenn slökkva á ^ neyðarsendinum. I Neyðarsendir fór í gang úti fyrir Skarðsfjöru 12. apríl sl. I ljós kom I að sendirinn var í leifum gúmmí- báts sem togarinn Haraldur Krist- jánsson hafði misst útbyrðis 16. mars 1995 á Selvogsbanka. afsláttur af Gardeur- dömubuxum Buxnatilboð þessa viku blabib - kjarni málsins! v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1660. ► W í Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku, ^ Sími: 0045 3888 4214 Fax: 0045 3888 4215 hvora ieið með flugvallarskatti TILBOÐ j Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 87 milljónir Vikuna 11.-17. apríl voru samtals 87.460.380 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður Upphæð kr. H.apríl Kringlukráin............... 191.355 12. apríl Háspenna, Laugavegi...... 274.012 12. apríl Kringlukráin.................. 79.886 13. apríl Mónakó........................ 74.449 13. apríl Videomarkaðurinn, Hamrab... 67.781 '13. apríl Háspenna, Hafnarstræti.... 64.683 14. apríl Mamma Rósa, Kópavogi... 141.314 15. apríl Álfurinn, Hafnarfirði.... 303.286 16. apríl Kringlukráin.................. 64.073 16. apríl Mamma Rósa, Kópavogi... 112.338 16. apríl Mónakó........................ 95.637 17. apríl Háspenna, Laugavegi...... 107.104 17. apríl Háspenna, Hafnarstræti.... 51.620 17. apríl Ölver.......................... 63.943 Staða Gullpottsins 18. apríl, kl. 10.00 var 9.326.200 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. VJS/ÝZl'ESd VQQA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.