Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 13 Kuml fannst við bæinn Hrólfsstaði á Jökuldal Morgunblaðið/Gísli Blöndal í TILEFNI dagsins var gestum boðið að njóta veitinga í sal skólans, þar em boðið var upp á afmælisköku og kaffi. Þriðji beina- fundur * Armanns Vaðbrekku, Jökuldal - Ármann Halldórsson er fyrstur varð var við kumlið er fannst við bæinn Hrólfsstaði á Jökuldal í vikunni hefur tvisvar áður fundið mannabein fólgin í jörðu. Ár- mann hefur unnið á traktors- gröfum frá )>ví árið 1973. Að sögn Ármanns var hann að keyra eftir veginum á leið heim til sín eftir vinnudag á Jökuldal um kvöldmatarleytið á þriðjudag þegar hann sá hvít- an blett í moldarflagi rétt við veginn, þetta reyndist vera hauskúpan af kunilbúanum er stóð tæplega hálf uppúr flag- inu. Ármann sagði að þessi hvíti blettur í svo stóru flagi hefði vakið athygli sína og hann hefði því stöðvað og bakkað til baka og skoðað þetta betur, þá hafi hann séð hauskúpuna og á bein- enda þar hjá og lærlegg er lá nokkuð frá hauskúpunni. Ár- mann telur það merkilegt að enginn skuli hafa komið auga á þetta áður þar sem þessi bein hafa verið nokkuð greinileg frá , Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ÁRMANN Halldórsson við traktorsgröfuna sem hann á núna, en hann hefur unnið á mörgum slíkum. því að ýtt var ofanaf þeim með traktorsgröfu í júlí á síðasta ári. Merk silfurnæla Ármann hefur tvisvar fundið mannabein áður orpin jörðu, í fyrra skiptið árið 1975 eða ’76 í Möðrudal á Fjöllum. Þau bein voru á um það bil tveggja metra dýpi og virtist vera eldgamall grafreitur. Skurðurinn sem hann gróf fór yfir sjö grafir eftir því er best varð séð, að sögn Ármanns. Það var síðan árið 1981 við eyðibýlið Mið-Sandfell í Skrið- dal að Ármann fann kuml við gröft þar. í því kumli er lá rétt undir yfirborði jarðar fannst ein kona og meðal merkra muna er uppúr því kumli kom var silfurnæla með þeim merk- ari er fundist hafa. Ekki segist Ármann hafa orð- ið var við að það fólk sem hann hefur raskað grafarró hjá hafi haft tilhneigingu til að fylgja sér síðan og segist hann alveg hafa sofið rólegur þrátt fyrir að hafa fundið níu manns alls í jörðu við vinnu sína. Fj ölbrautaskóli Suðurnesja 20 ára Keflavxk - Fjölbrautaskóli Suður- nesja á 20 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni var skólinn opinn öllum á laugardaginn og þar gafst Suðurnesjamönnum tækifæri til að kynnast því sem fram fer innann beggja skólans sem er einn af stærstu vinnustöðum á Suðurnesj- um. Sérstök athöfn fór fram á sal skólans þar sem Ólafur Jón Arn- björnsson skólameistari flutti ávarp og siðan voru flutt ýmis skemmtiat- riði. Einnig fór fram kennsla í öllum greinum þar sem gestum var boðið að fylgjast með kennslunni. Skólinn var stofnaður árið 1976 í samstarfi við ríki og sveitarfélög á Suðurnesjum og þá sameinuðust Iðnskóli Suðurnesja og menntadeild Gagnfræðaskólans í Keflavík. Allt frá stofnun hefur skólinn verið í stöðugum vexti og sprengt utan af sér húsnæðið hvað eftir annað. Haustið 1993 komst starfsemín undir eitt þak og í dag er skólahús- næðið 6000 fermetrar. Sjö hundruð nemendur Tæplega 300 nemendur stunda nám við skólann fyrsta veturinn en í dag eru nemendur í dagskóla um 700 og þar af eru um 200 í verkn- ámi. Kennarar eru 57 og aðrir starfsmenn eru 8. Ýmis önnur starf- semi fer fram í skólanum, þar má nefna öldungadeild þar sem 200 nemendur eru við nám, auk nám- skeiða svo sem í fatasaumi, tungu- málum, tölvunotkun og námskeið- um fyrir nýbúa. Frá stofnun hefur 2041 nemandi verið brautskráður frá skólanum. Morgunblaðið/Sig. Jðns. KRISTINN Pálmason og Davíð Kristjánsson í hlutverkum sínum. Saga úr dýragarðinum Selfossi - Leikhópur úr Leikfélagi Selfoss sýnir leikverkið Saga úr dýragarðinum eftir Edward F. Albee. Frumsýning verður i kvöld, föstudagskvöld, kl. 21, í leikhúsinu við Sigtún og önnur sýning á sunnu- dag á sama stað og tíma. Kristinn Pálmason og Davíð Kristjánsson fara með aðalhlutverkin undir leik- stjórn Svans Gísla Þorleifssonar sem vann upp þýðingu á verkinu fyrir Leikfélag Selfoss. Iþrótta- húsið á Flat- eyri vígt ÍÞRÓTTAHÚSIÐ á Flateyri verður vígt með pomp og prakt laugardaginn 20. apríl. Dag- skráin hefst kl 13 með ávörp- um. Að þeim loknum verður fjölbreyttur söngur. Að söngn- um loknum verður boðið upp á kaffi. Keppni fer síðan fram á sunnudag á milli Grindvíkinga og ísfirðinga í körfuknattleik. Lið Grindvíkinga var Islands- meistari í körfuknattleik, þann- ig að við erfiðan andstæðing verður við að etja af ísfirðinga hálfu, segir í fréttatilkynningu. Allir velkomnir. GuÖœimöun Rapt GemöaL vcemanlegim pnseTapmcnhjóðandi Stefhuskrá, 11. liður af 12: „Að kynna mér valdsvið embættis forseta Islands samkvæmt stjórnarskrá okkar og fá álitsgerðir lögfræðinga um það og endurmeta stöðu embættisins einkum gagnvart ríkisstjórn og Alþingi.“ Mn mímtm - veldu aöeins þaö besta Mitsubishi M-551 Sex hausa stereo-myndbandstæki með íslenska kerfinu og NTSC afspilun (ameríska kerfið) Verö kr. 59.900 stgr. Sex hausar (mestu mynd- og hljómgæði) Long play (8 tímar á 4ja tíma spólu) NTSC afspilun (ameríska kerfið) Show view (tekur upp dagskrá eftir númerum) Nicam og Hi-Fi stereo ^M-18 3 hausar Kr. 37.900 stgr. ' M-40 4 hausar kr. 49.900 stgr. _ M-561 6 hausar kr. 69.900 stgr. Öll myndbandstækin okkar hafa þennan búnað: Sjálfvirkur hreinsibúnaður • Digital tracking (nær þvi besta úr lélegum spólum) • Aðgerðir á sjón- varpsskjá • Punkta og tímaleit • 8 upptöku- minni í mánuð • Fullkomin fjarstýring • Full- komin mynd hvort sem er hægt, hratt eða kyrrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.