Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Elkem óánægt með stjórnarformannsskiptin í Járnblendifélaginu Ráðherra virti mót- mæli að vettugi NORSKA fyrirtækið Elkem A/S er ekki ánægt með þær breytingar sem Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, gerði á stjórn ís- lenska jámblendifélagsins á síðasta aðalfundi þess. Elkem hafði haft veð- ur af þessum breytingum fyrir fund- inn og kom þá fram mótmælum sín- um við ráðherra, en hann kaus engu að síður að láta þær ganga í gegn. Sem kunnugt er skipaði ráðherra Jón Sveinsson, lögmann, stjómar- formann, í stað dr. Stefáns Ólafsson- ar, prófessors, sem gegnt hefur stöðu stjómarformanns undanfarin ár. Stefán mun þó áfram eiga sæti í stjórn fyrirtækisins, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins sl. mið- vikudag. Helge Holen, annar fulltrúa El- kem í stjórn Járnblendifélagsins, segir að fyrirtækið hafi í fyrsta lagi verið mjög ánægt með Stefán Ólafs- son og störf hans sem stjórnarfor- manns. „Við teljum að hann hafi stýrt stjórninni mjög vel. Við vorum því dálítið undrandi á þessari breyt- ingu,“ segir Holen. „Við erum hins vegar spenntir að byija að vinna með nýja stjórnarformanninum. Hann er vel upplýstur um þróun Járnblendisins og þá undirbúnings- vinnu sem hefur farið fram vegna þriðja ofnsins." Spurning um viðhorf stjórnvalda Holen segir að Elkem hafi nokkrar áhyggjur af því að þetta kunni að endurspegla einhveija breytingu í viðhorfum íslenskra stjómvalda til erlendu fjárfestanna í Jámblendi- féiaginu, og hvort að vænta megi fíeiri óvæntra uppákoma af þessu tagi í framtíðinni. „Ég vona því að við fáum skýr svör um það frá ráðuneytinu á næstu stjómarfundum hvaða meining liggi þarna að baki. Við töldum að starf stjórnarinnar hefði gengið mjög vel og verið traust með tilliti til þess að fýrirtækið var í eign innlendra og erlendra aðila. Ég er hins vegar sann- færður um að við munum leysa þenn- an ágreining í samvinnu við nýja stjómarformanninn og íslensk stjóm- völd.“ Holen segir að Elkem sé hins veg- ar mjög ánægt með þann árangur sem náðst hafi í rekstri og stjórnun íslenska járnblendifélagsins að und- anfömu. íslenska ríkið á sem kunnugt er 55% í íslenska jámblendifélaginu, á móti 30% hlut Elkem og 15% hlut japanska fyrirtækisins Sumitomo Corporation. íslenska ríkið á 4 full- trúa í stjórn fyrirtækisins, Elkem 2 og Sumitomo 1. Neonþjón- ustan í nýtt húsnæði NEONÞJÓNUSTAN hefur flutt starfsemi sína að Súðar- vogi 6 í Reykjavík en fyrirtæk- ið var áður til húsa við Nýbýla- veg í Kópavogi. Það sérhæfir sig i alhliða merkingum, t.d. auglýsinga- og skiltagerð fyr- ir stofnanir og fyrirtæki. Gamla húsnæðið var um 400 fermetrar að stærð en hið nýja er um 1.200 fermetrar og mun hentugra á allan hátt að sögn Guðmundar Baldurs- sonar, framkvæmdasljóra fyr- irtækisins. „Með flutningun- um hefur orðið gjörbreyting til hins betra á allri vinnuað- stöðu og þannig náum við að veita mun betri þjónustu en áður.“ Starfsmenn Neonþjón- ustunnar eru nú fjórtán tals- ins og segir Guðmundur að stefnt sé því að bæta við verk- efnum vegna aukinnar af- kastagetu. „Við teljum okkur hafa náð góðri fótfestu á skiltamarkaðnum, ekki síst markaðnum fyrir veltiskilti." Á myndinni er Guðmundur ásamt Matthíasi Guðmunds- syni, starfsmanni, í nýja hús- næðinu. Vorferðir á sérstöku tilboðsverði til 2. júití SBr M:/ FLUGLEIDIR Traustur islenskur ferðafélagi Seðlabanki spáir 2% verðbóigu á þessu ári Frekari vaxtalækkun líkleg SEÐLABANKINN hefur gefíð út núja verðbólguspá fyrir árið 1996, sem og fyrir 2. og 3. ijórðung árs- ins. Þar er gert ráð fyrir því að verð- bólga á þessu ári verði 2,0% og að meðalhækkun verðlags á milli ár- anna 1995 og 1996 verði 2,1%. Þetta er talsvert minni verðbóiga á árinu en bankinn hafði spáð í janúar. Birg- ir ísleifur Gunnarsson, seðlabanka- stjóri, segir ljós.t að enn sé svigrúm fyrir frekarí vaxtalækkanir. í þeirri spá sem Seðlabankinn gaf út í janúar var gert ráð fyrir því að verðbólga á þessu ári yrði 2,7%. Að sögn Más Guðmundssonar, aðalhag- fræðings Seðlabankans, byggðist sú spá meðal annars á því að launa- hækkanir þær sem urðu í janúar myndu skila sér út í verðlagið með hefðbundnum hætti. Sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Segir hann að það sé einkum þrennt sem skýri þetta. í fyrsta lagi sé staða fyrirtækj- anna nokkuð góð, framleiðni þeirra hafi aukist, og því hafi þau verið vel í stakk búin til að taka þessar hækk- anir á sig. Síðast en ekki síst hafi samkeppni harðnað mjög og verðvitund neyt- enda sé nú mun betri en áður, vegna lágrar verðbólgu. Því verði það stöð- ugt erfíðara fyrir fyrirtækin að velta auknum kostnaði út í verðlagið. í spá bankans er gert ráð fyrir því að verðhækkanir milli fjórðunga, mældar á ársgrundvelli, verði 2,3% á öðrum og þriðja fjórðungi, en lækki síðan niður fyrir 2% á þeim fjórða. Frekari vaxtalækkanir framundan? í kjölfar 0,5% vaxtalækkunar þýska seðlabankans í gærmorgun hefur vaxtamunur milli íslands og nágrannaríkjanna aukist að nýju. Mælist hann nú 2,2% á líbor-vöxtum, vegnum með gengisvog krónunnar, og 3ja mánaða ríkisvíxlum, að því er fram kemur í Gjaldeyrismálum, fréttabréfi Ráðgjafar og efnahags- máia ehf. Telur fréttabréfið þetta geta falið í sér svigrúm til frekari vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, segir að í bankanum hafi þessi mál ekki enn verið rædd út frá vaxtalækkununum í Þýska- landi. Hins vegar bendi allt til þess að svigrúm sé fyrir frekari vaxta- lækkanir í ljósi aðstæðna hér heima fyrir. Þar komi m.a. til að gjaldeyris- innstreymi sé enn mikið. Birgir segist hins vegar ekki vilja tjá sig neitt um tímasetningu þeirrar lækkunar. Rétt sé að láta vaxtalækk- un bankans í síðustu viku festa sig í sessi fýrst og leyfa markaðnum að jafna sig á henni. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Dagar þrungnir gróðurilmi og ljúfu lífi Lágmarksdvöl cr 3 dágar og liámarksdvöl cr 7 dagar. Síöasti hcimkomudagur cr 2. júní. Haföu samband við sölufólk okkar, feröaskrifstofurnar cða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) VORÍ 10.000 kr. afsláttur afverði pakkaferða. Flug, gistingí 3,4 eða 7 nætur og íslensk fararstjórn. Verð frá 29.820 k, á mann í tvíbýli í 3 daga. Þýzki seðla- bankinn lækkar vexti K. Richter kaupir bygg- ingavöru- deild KÓS SAMNINGAR hafa tekist um að K. Richter hf. kaupi byggingavörudeild Kristjáns Ó. Skagfjörðs hf. og var samningurinn handsalaður þann 17. apríl síðastliðinn. Hefur K. Richter þegar tekið við rekstri þeirra umboða og vörutegunda sem bygginga- vörudeild KÓS. hf. hafði á að skipa, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá K. Richter. Fyrirtækið mun halda áfram að flytja inn og selja allar þær vörur sem bygg- ingavörudeild KÓS var með. Sú deild hefur verið starf- rækt um árabil og hefur fyr- irtækið flutt-inn og selt fjöl- margar vörutegundir. Þekkt- ust er þó líkast til Solignum viðarvörnin. K. Riehter hefur flutt inn og annast dreifingu á byggingavörum, málning- arvörum, búsáhöldum, garð- yrkjuáhöldum, og fleiru. Frankfurt. Reuter. ÞÝZKI seðlabankinn lækkaði á fimmtudag forvexti og seðlabanka- vexti um 0,5% til að örva efnahagslíf- ið í Þýzkalandi og búizt er við að seðlabankar í öðrum Evrópulöndum lækki einnig vexti. Þýzki bankinn lækkaði forvexti í 2,50% úr 3% og seðlabankavexti í skiptum við aðra baka í 4,50% úr 5%. Vextir af skuldabréfum í endursölu verða óbreyttir, eða 3,30%, í að minnsta kosti hálfan mánuð. Þýzki seðlabankinn hefur ekki lækkað vexti síðan í desember og segir lækkunina nú stafa af því að horfur séu á því að verðbólga muni ekki aukast mikið. Forvextir hafa ekki verið lægri síðan á fyrri árshelm- ingi 1988. Austurríski seðlabankinn fór strax að dæmi hins þýzka með því að lækka helztu vexti sína og sérfræðingar segja að þess verði skammt að bíða að vextir verði lækkaðir í fleiri lönd- Þýzki seðiabankinn lækkaði vext- ina skömmu eftir að stjórnin í Bonn viðurkenndi að hagvöxtur væri mun hægari en talið hefði verið og sagði að spá um 1,5% aukningu væri óraun- hæf. Um leið hefur Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, IMF, spáð því að að hag- vöxtur í Þýzkalandi verði innan við 1% og hægari en í öllum öðrum sjö helztu iðnríkjum heims(G7).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.