Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 17 ERLENT A' RÁSIR ísraela á stöðvar Hizbollah-skæruliða í Líb- i hafa orðið til þess að vekja athygli á þeim vanda sem minnst hefur verið sinnt í friðarferlinu í Mið-Austurlöndum. Hér er átt við yfirráð ísraela í Suður- Líbanon á spildu lands_ sem þeir nefna „öryggissvæðið". Ólíklegt má teljast að árásir ísraela dugi til þess að uppræta starfsemi Hizbollah og það skelfilega mannfall, sem varð í gær er tugir óbreyttra borgara féllu, verður tæpast til að greiða fyrir friðarsamningum. ísraelar hafa ráðið Suður-Líban- on frá árinu 1985 en í viðræðum þeim sem fram hafa farið um frið í Mið-Austurlöndum hefur lítið farið fyrir þessari skipan mála. Skærulið- ar Hizbollah sem njóta stuðnings írana og Sýrlendinga hafa heitið því að hætta ekki baráttu sinni fyrr en ísraelar hafa verið hraktir frá Líbanon. í nafni þessa helga mál- staðar er fórnarlund þeirra algjör; sjálfsmorðsárásir þykja sjálfsagðar í þessu skyni. Þá hafa skæruliðar skotið frumstæðum flugskeytum af Katjúsja-gerð yfir „öryggissvæðið" og valdið nokkrum usla í norðurhluta Israel. Árásir þessar hafa reynst til- efni hefndaraðgerða ísraela undan- farna daga sem nú eru komnar á það stig að þær geta reynst ógnun við það mikla starf sem unnið hefur verið í friðarþágu í þessum heims- hluta á undanförnum árum. Sálfræðihernaður Katjúsja-flugskeytin eru sovésk smíð en þau hafa skæruliðar fengið frá írönum með milligöngu Sýrlend- dnga. Þótt þessi vopn geti valdið nokkrum skaða og manntjóni eru þau aðallega hugsuð sem liður í sálfræðihernaði til að skapa ofsa- hræðslu meðal óbreyttra borgara. Að þessu leyti minna þau á sovésku Sýrlendingar lykilaðstöðu í Scud-eldflaugarnar sem beittu í Persaflóastríðinu þótt þær séu mun öflugri vopn. í hernaðarlegu til- liti skipta Katjúsja-flug- skeytin engu máli, þau eru mjög ónækvæm, — bera litla hieðslu og draga um 11 kílómetra. Þau eru Irakar Uppbygging í skugga hersetu aðeins á hinn bóginn létt og meðfærileg og það gerir að verkum að ísraelar munu aldrei geta eytt þessari ógn þrátt fyrir að þeir ráði yfir nákvæmum hátæknivopnum. Tvískipt hreyfing Ljóst er að árásir ísraela á höfuð- Hefndarárásir ísraela á stöðvar Hizbollah- hreyfingarinnar í Líb- anon hafa vakið ugg um að friðarþróunin í Mið-Austurlöndum sé í hættu. Ásgeir Sverr- isson rekur baksvið þessarar deilu og segir Sýrlendinga eina geta höggvið á hnútinn. stöðvar Hizbollah í Beirút munu hvergi duga til að eyða þeirri ógn sem af skæruliðum stafar. Hizbollah er í raun aðeins annar tveggja arma þessarar hreyfingar og fer hann með stjórnmál og félagsmál líkt og algengt er um slík samtök múha- meðstrúarmanna. Hizbollah reka skóla og sjúkrahús og sinna marg- víslegri félagslegri þjónustu. Hern- aðararmur samtakanna, „íslamska andspyrnuhreyfingin", samanstend- -------- ur af einungis 300-400 vel þjálfuðum mönnum sem njóta aðstoðar á að giska 2.000 manna stuðningssveitar. „ísl- amska andspyrnuhreyf- ingin“ er sennilega ein fámennasta skæruliða og hryðjuverkahreyfing í heimi hér. Beintenging við Sýrland Árásir ísraela hafa nú kostað um 100 manns lífið. Eftir því sem tala fallinna óbreyttra borgara hækkar verður erfiðara að leysa deilu þessa Reuter SHIMON Peres, forsætisráðherra ísraels, fær skýrslu frá herforingj- um eftir loftárás ísraelskra herþyrlna á skotmörk í Suður-Líbanon. með samningaviðræðum. Hizbollah- samtökin hafa öðlast ákveðinn sess í stjórnmálalífi Líbanon á undan- förnum árum. Og „íslamska and- spyrnuhreyfingin“ nýtur stuðnings stjórnvalda í Beirút sem aftur táka við fyrirmælum frá ráðamönnum í Sýrlandi. Stefna ísraela er sú að neyða ríkisstjórn Líbanon til að stöðva starfsemi skæruliða í landinu. Dugi fortölur ekki er vopnavaldi beitt tii að auka þrýstinginn. Líbanir líta hins vegar á hersetu ísraela sem helstu hindrunina fyrir friði í þess- um heimshluta. Einhliða brottflutn- ing herliðsins í suðurhluta landsins telja líbönsk stjórnvöld skilyrði fyrir friðargjörð. Tæpast kemur á óvart að þessi er einnig afstaða Sýrlandsstjórnar og hefur verið svo allt frá Madrid- ráðstefnunni um frið i Mið-Austur- iöndum árið 1991. Assad Sýrlands- forséti hefur ítrekað lýst yfir því að friður verði ekki saminn fyrr en ísraelar hafi kallað heim allt herlið sitt frá svæðum þeim sem þeir her- tóku í Sex daga stríðinu 1967. Þann- ig hafa Sýrlendingar tengt friðar- gjörð um Golan-hæðir, sem Israelar hernámu 1967 og er helsta deilumál ríkjanna, við heimkvaðningu ísrael- skra hermanna frá Suður-Líbanon. Þetta hafa ísraelar löngum talið óaðgengilega kröfu og vísað til ör- yggissjónarmiða. Golan-hæðir hafa mikla þýðingu í herfræðilegu tilliti og ísraelskir ráðamenn hafa talið óhugsandi með öllu að gefa eftir yfirráð yfir þeim á sama --------- tíma og hatursmönnum ríkis gyðinga verði gefið aukið svigrúm með brott- flutningi herliðsins frá Suður-Líbanon. Kosningar í ísrael Ætla má að núverandi ráðamenn í ísrael hafi frekar herst í þessari afstöðu sinni. Þar kemur tvennt til, í fyrsta lagi sjálfsmorðsárásir múha- meðstrúarmanna í Jerúsaiem og þingkosningar sem fram eiga að fara í ísrael í lok maí. Shimon Per- es, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, má ekki við því að sýna linkind í viðskiptum við skæruliða ætli hann sér sigur í þeim. Likud-bandalagið, flokkur hægri aflanna í ísraelskum stjórnmálum, boðar mun herskárri stefnu og leggst gegn hvers kyns eftirgjöf í viðræðunum við Palestínumenn og forseta sjálfsstjórnarsvæðis þeirra, Yasser Arafat. Kannanir sýna að Peres hefur heldur styrkt stöðu sína að undanförnu og hefur forskot hans mælst fimm til átta prósent. Almenningur í ísrael styður aðgerð- irnar í Líbanon og því þjónar það hagsmunum Peres að viðhalda þrýstingnum. Óréttmætt er á hinn bóginn að beintengja aðgerðir þessar við kosn- ingarnar í maí og pólitíska hags- muni Shimon Peres. Skæruliðar réð- ust gegn óbreyttum borgurum á ísraelsku landsvæði og sérhveiju ríkisvaldi ber að bregðast við slíkri ógnun. Það sjónarmið nýtur alþjóð- legrar viðurkenningar og er raunar eitt af þeim atriðum sem skilgreinir ríkisvaldið. Hin „pólitíska fjárfesting“ Er raunveruleg hætta á að friður sé úti í Mið-Austurlöndum? Svarið er neikvætt. Til þess hefur alltof mikið verið lagt til þessarar friðar- gjörðar. Hin „pólitíska fjárfesting" hefur verið of mikil og of margir leiðtogar komið þar nærri. Má minna á að friðarsamningar Palestínu- manna og ísraela voru undirritaðir undir forsæti Bills Clintons Banda- rikjaforseta í Hvíta húsinu. Þessari röksemdarfærslu má einnig beita til stuðnings því sjónarmiði að Likud- flokkurinn muni ekki geta afturkall- að friðargjörðina komist hann til valda eftir þingkosningamar. Árásir skæruliða og hefndarað- gerðir ísraeia varpa hins vegar skugga á allt þetta ferli sem vakið ---------- hefur svo miklar vonir víða um heim. Sem fyrr er það á valdi Sýrlend- inga að höggva á hnút- inn. Assad forseti getur einn heft starfsemi Hiz- Almenningur styður að- gerðirnar bollah í Líbanon og þar með skapað forsendur fyrir þeim öryggistrygg- ingum sem ísraelar telja nauðsyn- legar. Þær geta aftur skapað for- sendur fyrir samningum um Golan- hæðir. Ætla má að Bandaríkjamenn og nágrannaríkin þrýsti í auknum mæli á Sýrlendinga og Assad for- seta um að taka næsta skrefið. Það verður hann að taka í Líbanon. SIEMENS Sérstök afsláttarkjör Laugardaginn 20. apríl verður opið frá kl. 10-16 Vorsýning Við bjóðum ykkur velkomin í verslun okkar að Nóatúni 4. Við verðum með ýmis taeki á sérstöku tilboösverði í tilefni dagsins. á hinum glæsilegu Siemens heimilistækjum sem allir vilja - og geta eignast. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 Sími 511 3000 Heitt á könnunni - gjörið svo vel! Látið sjá ykkur og'njótið dagsins með okkur. Einkaumboð fyrir Siemens á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.