Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Karlakórinn Fóstbræður í Seltjarnarneskirkju Safnað fyrir orgelsjóð KARLAKÓRINN Fóstbræður kem- ur fram á tónleikum í Seltjamames- kirkju á morgun, laugardag, klukk- an 17 og mun ágóðinn renna í orgel- sjóð kirkjunnar. Með tónleikunum lýkur jafnframt Listahátið á Sel- tjarnamesi. Sérstakur gestur verð- ur sópransöngkonan Signý Sæ- mundsdóttir, undirleikari á píanó verður Gerrit Schuil, en stjórnandi sem fyrr Árni Harðarson. Á efnisskrá eru að mestu íslensk og norræn kórlög eftir menn á borð við Helga Helgason, Bjarna Þor- steinsson, Sigfús Einarsson, Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Olav Kielland, Jean Sibelius og Áma Harðarson. Þá verða íslensk, sænsk og amerísk þjóðlög jafnframt í brennidepli, auk laga eftir tónskáld- in Francis Poulenc, Takehiko Tada, Jerome Kem og Richard Rogers. Öll lögin verða sungin á fmmmál- inu. KVIKMYNDIR Blóborgin „TO DIE FOR“ ★ ★★ Leikstjóri: Gus Van Sant. Handrit: Buck Henry. Tónlist: Danny Elfman. Aðalhlutverk: Nicole Kidman, Matt Diilon, Joaquin Phoénix, Buck Henry, Kurtwood Smith. The Rank Organisation. 1995. „EF ÞÚ ert ekki í sjónvarpinu þá ertu ekki neitt“, er setning sem heyrist oftar en einu sinni í háðs- ádeilu Gus Van Sant, „To Die For“, sem hann gerir eftir handriti satir- istans Buck Henrys. Nicole Kidman hefur hana að leiðarljósi í lífinu í hlutverki ungrar og glæsilegrar bandarískrar draumadísar sem þrá- ir að komast áfram í sjónvarpi og öðlast íjölmiðlafrægð. Hún er svo gagntekin af frægðinni að allt ann- að má víkja og ef eitthvað stendur í vegi fyrir takmarkinu er einfald- ast að losa sig við það. Eins og eiginmanninn. Eins og krakkana sem hún fær til að myrða hann. HÁSKÓLABÍÓ og Borgarbíó á Akureyri framsýna í kvöld klukkan 19.30 nýja íslenska stuttmynd, Gas, eftir Sævar Guðmundsson. „Myndin gerist á bensínstöð á einum degi og fjallar um tvo bensínafgreiðslumenn þar á bæ og fjöldann allan af fólki sem kemur og fer,“ segir Sævar og bætir við að um sé að ræða gamanmynd með alvarlegum undirtón og has- arívafi, enda ku heimsendir vera á næstu grösum. - Aðstandendur myndarinnar er félagsskapur Akureyringa sem kallar sig Filmumenn og er Gas fjórða stuttmyndin sem þeir fram- leiða; fyrst kom Spuming um svar, síðan Skotinn í skónum og loks Negli þig næst! Hafa þær allar fengið umtalsverða aðsókn, en Negli þig næst er sú eina sem sýnd hefur verið syðra. Hafa myndirnar allar einkennst af miklum hraða og oft og tíðum glæfralegum áhættuatriðum. Að sögn Sævars er Gas frábrugðin þeim að því leyti að meira ku vera lagt upp úr samtölum og persónu- sköpun. „Húmorinn er engu að síð- ur svipaður og áður,“ segir hann Árni Harðarson segir að það sé Fóstbræðrum heiður að fá tæki- færi til að leggja þessu góða mál- efni, orgelsöfnuninni, lið. Seltjam- arneskirkja sé góður tónleikastað- ur, hljómburður til fyrirmyndar og kórinn hafi lengi langað til að syngja þar. „Síðan vill svo skemmtilega til að faðir minn, Hörður Björnsson, og bróðir minn, Hörður Harðarson, eru arkitektar hússins," segir Árni. Signý Sæmundsdóttir er á sama máli. „Það væri mikill fengur að fá gott orgel í Seltjamarneskirkju, enda nauðsynlegt að hafa gott hljóðfæri í góðu tónleikahúsi. Það er mér því sönn ánægja að geta lagt hönd á plóginn." Signý hefur starfað töluvert með Fóstbræðram, ekki einungis sem einsöngvari, heldur jafnframt sem raddþjálfari og söngkennari. Síðast söng hún með kórnum síðastliðið Van Sant og Henry feta í fót- spor m.a. Woody Allens og nú nýlegar Tim Robbins í frásagnar- stíl því þeir setja upp söguna af frægðaráformum voðakvendisins sem heimildarmynd þegar allt er yfirstaðið. Rætt er við fjölskyldu hennar og aðstandendur, starfsfé- laga og vini og unglingana, sem hún gabbar til að myrða eigin- manninn. Á milli þess sem tekin era viðtöl við allt þetta fólk er sagan rakin á hefðbundinn hátt en eins og Allen og Robbins notar Van Sant heimildarmyndastílinn til að ýta undir háðið með frábær- um árangri. Ameríski draumurinn um frægð og frama verður kol- svört kómedía sem sver sig í ætt við „Serial Mom“ John Waters er og bætir við að myndin höfði að líkindum einkum til fólks á aldrin- um 15-30 ára — hinnar svokölluðu MTV-kynslóðar. Samstarf Filmumanna má rekja aftur til ársins 1988, en fyrsta myndin var frumsýnd fjórum árum síðar. „í upphafi var þetta bara ævintýramennska en nú er alvaran orðin meiri, enda erum við reynsl- unni ríkari. Við skemmtum okkur samt alltaf jafn vel, þótt þetta sé mikil vinna.“ Með aðalhlutverk í Gasi fara Kristján Kristjánsson og Oddur Bjarni Guðmundsson en af öðrum leikuram má nefna Kidda Bigfoot, sem þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu, Gunnar Gunnsteinsson og Þráin Karlsson. Kvikmyndatöku annaðist Gunnar Árnason, handrit skrifuðu Kristján Kristjánsson og Sævar Guðmundsson en klipping og leikstjórn var í höndum þess síðastnefnda. Tónlistin fyrirferðarmikil Tónlist er í hávegum höfð í myndinni og er hún að mestu sótt í smiðju Trausta Heiðars Haralds- sonar og Jóns Andra Sigurðarson- haust. „Það hefur verið gott að geta leitað til hennar,“ segir Árni. Tónleikaferð um Norðurlönd Að sögn Árna era tónleikarnir öðram þræði liður í undirbúningi Fóstbræðra fyrir tónleikaferð um Norðurlönd, sem farin verður í vor. Efnisskráin sé afar áþekk þeirri sem farið verði með utan, þar sem áhersla verður lögð á íslenska tón- list frá gamla tímanum til okkar daga, með skandinavískum innslög- um, eins og Árni kemst að orði. Kórinn kvaddi sér síðast hljóðs á erlendri grundu árið 1989 en Árni segir að það sé afar mikilvægt fyr- ir kóra á borð við Fóstbræður að syngja annað veifið fyrir nýja hlust- endur í nýju umhverfi. Áfangastað- imir eru Kaupmannahöfn, Stokk- hólmur, Uppsalir, Helsinki, Turku og Tallinn í Eistlandi. „Þetta verður mjög spennandi, en tónleikagestir fjallaði um venjulega húsmóður sem gerðist fjöldamorðingi og fjölmiðlarnir báru á höndum sér. Hér snýst ádeilan um frægðar- drauminn og sjónvarpsmenning- una og hún er fyndin og frábær- lega skemmtilega leikin og ein- hvem veginn dagsönn sett fram á þennan máta. Kidman hefur maður ekki áður séð í þessum ham. Hún vinnur leik- sigur sem stórkostlega tæfulegt morðkvendi undir stjóm Van Sant. Annars vegar er hún þessi drauma- dís sem stefnir hátt í lífinu og hefur útlitið með sér, ástríka for- eldra og góða menntun. En það virðist ekki duga til því hins vegar er hún gersamlega siðblint kvikindi sem reiðubúin er að nota líkamann ar. Meðal flytjenda eru Stefán Hilmarsson, Helgi Bjömsson og hljómsveitirnar Flow og Bakerday. Þá getur að heyra gamalkunnug lög eftir Magnús Þór Sigmundsson og hljómsveitina Nýdönsk. Gerð myndarinnar kostaði tvær milljónir króna, en hefði, að sögn Sævars, kostað á bilinu tíu til fimmtán milljónir króna hefðu allir sem komu að myndinni ekki gefið vinnu sína. „Þetta hefði aldrei ver- ið hægt án fómfýsi þessara fjöl- mörgu aðila. Þeir eiga heiður skil- inn.“ Ekki var um kostun að ræða og stóla Filmumenn því fyrst og fremst á aðsókn til að geta staðið í skilum. era sérlega kröfuharðir á þessum slóðum — enda góðu vanir,“ segir Ámi. Karlakórinn Fóstbræður hefur í mörg horn að líta um þessar mund- ir enda fagnar hann áttatíu ára afmæli sínu í haust. Árlegir styrkt- arfélagatónleikar eru að baki en í sem sitt helsta baráttutæki til að ná frægð og frama og ekki síst til að afvegaleiða ungan skólastrák þangað til hann telur það heilaga skyldu sína að koma eiginmannin- um fýrir kattarnef. Kidman nýtur sín í rallunni eins og hún hafi sér- stakt yndi af að troða á ímynd sinni sem sæt og sviplaus eiginkona Tom Cruise. Aðrir leikarar eru líka vel inn- stilltir á glannaleg efnistökin. Matt Dillon er fjarska ástfanginn eigin- maður Kidman. Strákurinn sem Kidman afvegaleiðir er leikinn af yngri bróður River Phoenix, Joaq- uin, og þar er komið efni í góðan leikara. Buck Henry kemur sjálfur fram í hlutverki skólastjóra og Kurtwood Smith er pabbi Kidman, sem á endanum veit ekki alveg hverju hann á að trúá, svo aðeins nokkrir séu nefndir. „To Die For“ er svört kómedía með eitruðum broddi gerð af mönnum sem vita hvað best hvar kýlin er að finna. Sævar fullyrðir að Gas verði síð- asta stuttmynd Filmumanna; næsta verkefni verði kvikmynd í fullri lengd. Eru þeir félagar þegar farnir að leggja drög að handriti en gera ekki ráð fyrir að geta hafist handa við kvikmyndatöku fyrr en í fyrsta lagi sumarið 1997. Gas er fjörutíu mínútur að lengd en strax að sýningu lokinni verður varpað á tjaldið 15 mínútna langri heimildarmynd um gerð myndar- innar. Fyrirhugað er að hún fari á almennar sýningar eftir frumsýn- inguna, kl. 17, 19, 21 og 23, í Háskólabíói en Borgarbíó hyggst sýna hana klukkan 20. haust er fyrirhugað að efna til sér- stakra afmælistónleika. Árni segir jafnframt að kórinn hafi í hyggju að hljóðrita gömul og ný íslensk karlakórlög á árinu. Loks verður saga_ karlakórsins Fóstbræðra eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson gefin út með haustinu. Lúðrasveit í Háteigs- kirkju LÚÐRASVEIT verkalýðsins heldur árlega vortónleika sína í Háteigskirkju laugardaginn 20. apríl kl. 14. Á efnisskrá tónleikanna eru meðal annars verk eftir J. Fucik, Cécile Chaminade, Jo- hann Schrammel, Pietro Mascagni, Gustaf Holst, Pablo de Sarasate, Honk van Lijnsc- hooten, George Gershwin, Handel og John Philip Sousa. Einleikari með lúðrasveit- inni í verkinu Concertino eftir Cécile Chaminade er Guðrún Birgisdóttir flautuleikari. Alls leika rúmlega 40 hljóð- færaleikarar með Lúðrasveit verkalýðsins. Stjórnandi sveit- arinnar er Tryggvi M. Bald- vinsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Karlakór Selfoss í Fella- og Hólakirkju KARLAKÓR Selfoss heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 20. apríl kl. 16. Á efnisskrá era hefðbundin karlakórlög, kirkjuleg verk og gamlar dægurflugur. Einsöngvarar verða Loftur Erlingsson og Berglind Ein- arsdóttir. Að auki munu félag- ar úr kórnum koma fram í tvísöng, kvartett og tvöföldum kvartett. Stjómandi er Ólafur Sigur- jónsson. Undirleikari Helena Káradóttir. Hannesarvaka MENNINGARKLÚBBURINN Dægradvöl á Álftanesi heldur „Hannesarvöku" í dag föstu- daginn 19. apríl kl. 20.30 í Haukshúsum. Þetta er þriðja skáldavakan á vegum Dægradvalar. Að þessu sinni er það eitt af kunnustu skáldum þjóðar- innar, Hannes Pétursson, sem kynntur verður. Hannes hefur verið búsettur á Álftanesi um langt skeið. Vakan er fyrst og fremst tengd ljóðabókinni „Heim- kynni við sjó“ sem fjalíar um hughrif skáldsins af náttúr- unni og lífinu á Álftanesi. Draumadís í manndrápsskapi Arnaldur Indriðason Ný íslensk stuttmynd frumsýnd í kvöld Heimsendir á næstu grösum SÆVAR Guðmundsson leikstjóri fylgist með framvindu mála á tökustað en stuttmyndin Gas var tekin upp á bensínstöð Skelj- ungs við Hörgárbraut á Akureyri síðastliðið sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.